Dagur


Dagur - 05.01.1995, Qupperneq 5

Dagur - 05.01.1995, Qupperneq 5
Fimmtudagur 5. janúar 1995 - DAGUR - 5 FRIA\ERKI SI6URÐUR H. ÞORSTEINSSON Norðmeim í verðlaunaskapi Þaö má segja að undanfama mán- uði hafi verðlaunum rignt yfir frændur vora Norðmenn, þegar litið er í frímerkjaheiminn. Þetta hófst með því, að í samkeppni við 150 önnur Olympíufrímerki frá síðustu vetrarleikum, urðu það Norðmenn sem fengu fyrstu verðlaun fyrir fal- legasta frímerkið, eða frímerkjapar- ið öllu fremur, sem á að sýna þegar gengið er með kyndilinn, þar er náttúrlega átt við hinn eina sanna Ólympíukyndil meö eldinum frá Grikklandi, nánar tiltekið til Olym- pos. Þetta var síðasta Ólympíugullið, sem Norðmenn áttu eftir að vinna í sambandi við leikana. Það var svo alþjóðlega Ólympíunefndin sem veitti þessi verðlaun ásamt FTP, sem er alþjóðasamband frímerkjasafn- ara. Samkeppnin sem fram fór, nefnist „Prix 01ympia“_ og fer fram að afloknum hverjum Ólympíuleik- um, til að verðlauna fegursta frí- merkið sem gefið er út hverju sinni. Ungverjaland lenti svo í öðru sæti með silfrið, en Finnland í þriðja sæti með brons. Sem mótívsöfnun eru frímerki er við koma Ólympíuleikum eitthvert vinsælasta þemað. A þessu sviði eru því stærstu verðlaunin sem eitt land getur unnið hverju sinni að fá gullið í frímerkjaútgáfunni. Að þessu sinni voru það 70 póstmála- stjómir, sem sendu inn 150 frímerki í samkcppnina. Vissulega lögðu Norðmenn mikið í að gefa út sem fallegust frímerki, en þó var engin Bruno Oldani, scm tciknaði öll Ólympíufrímcrki Norðmanna á undanfórnum árum. vissa fyrir því að þetta gull lenti í heimalandi Ólympíuleikanna, eða hjá landinu sem heldur þá. Það var svo formaður Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar, Juan Antonio Samar- anch, sem alTienti þessi verðlaun þann 4. september á þingi nefndar- innar í París. I raun var það svo maðurinn sem teiknaði og hannaði öll norsku frímerkin, sem vann þennan sigur. Það var Bruno Oldani sem það gerði og þykir vel að verð- laununum kominn. Hönnuðurinn hefir sagt frá því, að þegar hann vann frímerkjaparið sem verðlaunin hlaut, hafi verið í huga hans gömul mynd af Roald Amundsen, þegar hann gengur síð- asta spölinn á pólinn. En ekki var þetta nóg. Norð- menn nældu sér í fleiri verðlaun á árinu, en í hlut þeirra féll Robert Stolz bikarinn fyrir fallegasta frí- merkið með tónlistarmyndcfni árið 1993. Það var Sverre Morken sem teiknaði Edvard Grieg frímerkið, að verðgildi 3.50. Má því segja að hann hafi á sama hátt unnið landinu þessi verðlaun og Oldani vann því Ólympíugullið. „The Robert Stolz Trophy", eins og verðlaunin heita cru veitt árlega því frímerki sem fegurst þykir og fjallar um tónlistartengt myndefni. Það er félagsskapurinn „Philatelic Music Circle" sem veitir þessi verð- laun, en það er alþjóðlegur félags- skapur safnara er safna þessu þema innan mótívsöfnunarinnar. Þessi verðlaunaafhending átti sér stað á Ráðhúsi Oslóar þann 2. sept- ember síðastliðinn. Þama er það aftur á móti listamaðurinn sem hlýt- ur verðlaunin, en Póststjómin, sem fær viðurkenningu, afhendir þau við hátíðlega athöfn. Það má með sanni segja að Norðmenn hafi því sópað að sér verðlaunum að þessu sinni. Þá má einnig geta þess að þeir veittu Is- landi harða samkeppni um fegursta frímerki í heimi, árið á undan. I þeirri samkeppni fór þó Island með tvöfaldan sigur af hólmi. Því má svo bæta við að Sverre Morken bæði teiknaði og gróf frí- merkið með mynd Edvards Grieg. Frímerkið mcð mynd Edvards Grieg eftir Svcrre Morkcn. Leikfélag Dalvíkur sýnir söngleikinn Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Tónlistarstjóri: Gerrit Schuil Aukasýning laugardaginn 7. jan. Sýningar eru í Ungó og hefjast kl. 21 Mibasala kl. 17-19 sýningardaga í Lambhaga, sími 61900, og í Ungó eftir kl. 19 fram ab sýningu Tekið við pöntunum í símsvara í sama númeri allan sólarhringinn Frímerkjaparið sem hlaut ÓlympíuguIIið. Líf og fjör DANSLEIKUR veröur í Fiðlaranum á 4. hæö í Alþýðuhús- inu, Skipagötu 14, laugardaginn 7. janúar nk. frá kl. 22.00-03.00. Tríó Birgis Marinóssonar leikur. Mætum hress að venju. Gleöilegt nýtt ár með þökk fyrir liðið ár. Stjóm klúbbsins Líf og fjör. Ifí Primc ribs 1180 fcp Ungkaliasnitset fcg PnmTl8 f°studag frá k, na«testeiks ♦ I5.00-l9.oo Þyki þér nógu vænt

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.