Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 7
/AINNIN Cm Fimmtudagur 5. janúar 1995 - DAGUR - 7 Þorvaldur Steingr IJ frá Hrísey ímsson Fæddur 29. nóvember 1924 - Dáinn 27. desember 1994 Það var fyrir rétt rúmum mánuði síóan aó vinur okkar, Þorvaldur Steingrímsson frá Hrísey, stóð á miklum tímamótum, en þann 29. nóvember sl. varð hann sjötugur. Réttum mánuði eftir að honum var haldið hóf af því tilefni gekk hann á vit feðra sinna, en hann lést 27. desember sl. Valdi var öldungur Dagþjón- ustu fatlaðra og var hann virtur sem slíkur. Hann nýtti sér dag- þjónustuna (áður vinnustofur Sól- borgar) og kom þangað þrisvar í viku í fleiri ár. Aó vísu sagðist hann ekki vera aö fara í vinnuna heldur var hann alltaf á leið í skól- ann. Valdi var mjög samviskusamur og lét sig sjaldan vanta. Dæmi um það er aö í haust veiktist hann og þurfti að fara á sjúkrahús. Ekki varð hann fullkomlega sæll með það, þar sem hann átti að mæta í „skólann“. En af því varð ekki þann daginn. Valdi var ekki lengi á sjúkrahúsinu, hann kom heim og mætti fljótlega á sinn staö aftur í dagþjónustunni. Þar hafði hann sitt á hreinu eins og annars staðar, hvort sem um leik eða starf var aó ræða. Eins og áður hefur komið fram var Valdi virtur öldungur. Sam- skipti hans við starfsmenn dag- þjónustunnar einkenndust af mik- illi hlýju og væntumþykju. Við sér yngri notendur blandaði hann ekki svo miklu geði. Hann var sérstak- ur og naut sérstakrar þjónustu. Egfel íforsjú þína, Guðfaðir, sálu wína, því nú er komin nótt. LJm Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson). í lok starfsdags er við hæft að þakka. Valdi, við þökkum þér samfylgdina. Það að hafa kynnst þér og starfa með þér gaf okkur öllum mikið. Hvíl í friði. Starfsmenn og notendur Dagþjónustu fatlaðra, Akureyri. í dag kveðjum við Valda okkar, sem við höfum þekkt og starfað með í fjölda mörg ár. Við þökkum honum samfylgd- ina, sem var bæði mjög skemmti- leg og gefandi. Akveðinn fastur þáttur í lífi okkar er horftnn. Valdi bíður okk- ar ekki lengur þegar við komum á vaktina. Hann tók alltaf á móti okkur með gleði og hlýju. „Ertu komin, langt síðan ég sá þig síðast," sagði hann gjarnan, jafnvel þó við hefðum sést daginn áður. Vió kveðjum Valda með mikl- um söknuði, en þökkum Guði hans fyrir að taka hann til sín og láta hann ekki þjást í langri sjúk- dómslegu. Legg ég nú bœði lífog önd Ijúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofnafer sitji Guðs englar yfir mér. Hvíl í friði, elsku vinur. Starfsfólk Mikluhlíðar. Miðgarður í Varmahlíð í Skagafirði: Heimísmenn halda þrettándafagnað Karlakórinn Heimir í Skagafírói efnir til þrettándafagnaðar í Mið- garði í Varmahlíð nk. laugardags- kvöld kl. 21. Boðið veróur upp á fjölbreytta söngdagskrá með fjöl- mörgum nýjum og skemmtilegum lögum. Söngstjóri Heimis er Stef- án R. Gíslason og um undirleik sjá Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Avarp flytur Margrét Jónsdóttir. Hvernig getur unglingurinn tekist á við sorgina? Hvernig geta að- standendur hans hjálpað honum? Iðulega þurfa unglingar sem og aðrir aö fást við sorgina á marg- víslegan hátt, hvers konar höfnun Kynningarfundur um Menntasmiðju Kynningarfundur verður haldinn í húsnæði Menntasmiðju kvenna á Akureyri, Hafnarstræti 95 á 4. hæð, í dag fimmtudaginn 5. janúar kl. 17.00. Starfskonur Menntasmiðjunnar munu kynna starfsemi vetrarins. Einnig verður fjallað um tildrög að Menntasmiðjunni. Eftir kynn- inguna verða opnar umræður og boðið verður upp á kaffi. Allar konur sem hug hafa á náminu eru hvattar til að mæta. Konur utan Akureyrar eru einnig hvattar til að mæta, en verið er að vinna að því að skólinn verði fyrir allar konur á EyjafjarðarSVæÓÍnu. Fréttatilkynning Þrettándaskemmtun Heimis- manna er oróin hefðbundinn við- buröur í menningarlífi Skagfiró- inga og hún er jafnan fjölsótt. Að þessu sinni verða m.a. frumflutt lög eftir Björgvin Þ. Valdimars- son, Omar Ragnarson, hinn góð- kunna fréttamann, og Jón Bjöms- son frá Hafsteinsstöðum, sem er fyrrverandi söngstjóri Heimis. Lag Jóns hefur verið varðveitt í eða ástvinamissi. Kristján Magnússon, sálfræð- ingur, ræðir um unglinga og sorg hjá Samtökum um sorg og sorgar- viðbrögð í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Fundurinn er öllum op- inn. safni Pálmars Þ. Eyjólfssonar og ekki er vitaó til þess að þaó hafi heyrst áður. Þá hefur kórinn í æf- ingu fleiri ný lög sem hann mun syngja í fyrsta skipti á þrettánda- skemmtuninni nk. laugardags- kvöld. Einsöngvarar með kómum að þessu sinni verða Einar Halldórs- son, Hjalti Jóhannsson, Pétur Pét- ursson og Sigfús Pétursson. Þá syngja þrísöng þeir Björn Sveins- son, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Eins og fram kom í Degi í gær verður nýr og glæsilegur konsert- flygill af gerðinni Steinway, sem Félagsheimilið Miðgarður hefur fest kaup á, tekinn í notkun við þetta tækifæri en hann kemur í stað 28 gamals Yamaha flygils sem hefur dugað vel. Þess má síðan geta að Omar Ragnarsson, fréttamaður, verður í Miðgarði og skemmtir gestum og að loknum skemmtiatriðum sjá Geirmundur Valtýsson og félagar um stuðið í syngjandi sveiflu. óþh ^rXS&Jt^ASSS&ACSiSMÍSSSiXesSSi Auglýsendur! Skilafrestur auglýsinga í helgarblaöiö okkan en til kl. 14.00 á fimmtudögunn, - já 14.00 á fimmtudögum. H Dagur auglýsingadeild, sími 24222. Opið frá kl. 8.00-17.00. Samtök um sorg og sorgarviöbrögö: Krístján Magnússon sálfræðing- ur talar um imglinga og sorg Utboð Glerárgata 26 hf. (hlutafélag í eigu Akureyrarbœj- ar og Lífeyrissjóðs Norðurlands) óskar hér með eftir tilboðum í múrverk í Glerárgötu 26, Akureyri. Út- boðsgögn verða afhent á Teiknistofunni FORM, Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri, sími 96- 26099, frá og með föstudeginum 6. janúar til og með 10. janúar 1995, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.00 föstu- daginn 13. janúar 1995 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. GLERÁRGATA 26 HF. Fræðslufundur Nk. sunnudag 8. janúar verður haldinn fræðslufundur fyrir fólk sem á við veru- lega of átsf ikn að stríða. Fræðslufundur þessi er ætlaður fólki sem er a.m.k. 20 kg yfir kjörþyngd. Leiðbeinandi verð- ur Arnhildur Ásta Jósafatsdóttir ráðgjafi og er þátttaka takmörkuð. Upplýsingar veita: Steini í síma 21509 og Kristrún í síma .21397. í framhaldi af fræðslufundinum mun Arnhildur mæta á OA fund í kapellu Akureyrarkirkju mánudaginn 9. janúar kl. 20.00. Allir eru velkomnir, en þeim sem ekki hafa sótt OA fund áður er ráðlagt að mæta kl. 19.30. OA eru samtök fólks sem á við sameigin- legt vandamál að stríða: Hömlulaust ofát. |)||Fundarboð Ungt framsóknarfólk í Suöur- og Norður- Þingeyjarsýslum. Stofnfundur félags ungra framsóknarmanna í Þingeyj- arsýslum verður haldinn kl. 14. laugardaginn 7. janúar í Garðari, Garðarsbraut 5, Húsavík. Á fundinn mæta Guðmundur Bjarnason, alþingismað- ur, og framkvæmdastjórn S.U.F. Allir velkomnir. Stjórn F.U.F.A.N. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Upphaf vorannar 1995 Nemendur dagskóla komi í „Gryfjuna" mónudaginn 9. janúar og sæki stundaskrór sinar sem hér segir: Kl. 09.00 HeilbrigSissviS Kl. 10.00 UppeldissviS Kl. 11.00 HússtjórnarsviS Kl. 13.00 ViSskiptasviS Kl. 14.00 TæknisviS Kennsla í dagskóla hefst skv. stundaskrá þriSjudaginn 10. janúar. Nemendur í öldungadeild komi mánudaginn 9. janúar kl. 18.10. Kennsla hefst þann dag. Nemendur í meistaraskóla komi mánudaginn 9. janúar ’kl. 20.30. Kennsla í meistaraskóla hefst skv. stundaskrá þriSjudaginn 10. janúar. Skólameistari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.