Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 5. janúar 1995 „Ég bjóst aldrei víó því að hafa þaó svona þægilegt í ellinni - heimsókn í félagsmiðstöð aldraða í Víðilundi á Akureyri Ánægja og lífsgleði einkennir and- rúmsloftið í Víðilundi, félagsmió- stöó aldraða á Akureyri. Þar fer fram öflugt félagsstarf og er boðió upp á margskonar þjónustu. I fé- lagsmiðstöðinni situr fólk og spil- ar og spjallar dag hvern, er í handavinnu, spilar snóker, fer í hár- eða fótsnyrtingu eða fær svæðanudd. Þar geta eldri borgarar jafnframt sótt námskeió í tréút- skurði, listmálun, keramiki og postulínsmálun eða lært penna- saum, taumálun, silkimálun, perlu- saum, tágavinnu og bútasaum. Einnig er hægt að fara í leikfimi og danskennslu. Eldri borgarar hafa verið duglegir að sækja þessa þjónustu og voru um 7000 heim- sóknir í Víðilund á fyrstu fimm mánuðum ársins. Fullorðna fólkið er mjög ánægt með þaó starf sem fer þama fram og fúst að tjá sig um félagsmiðstöðina. Guðrún Óttarsdóttir er ein af þeim sem hefur sótt þjónustuna. Höfundur þessarar greinar er Berg- hiídur Erla Beruharðsdóttir, nem- andi í hagnýtri fjölmiðlun við Há- skóla íslands. Berghildur er fædd ár- ið 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá MA og síðan lá leiðin í Háskóla Is- lands þar sem hún lauk prófi í félags- og við- skiptafræði. Hún hefur lagt stund á söngnám undan- farin ár. Sigurbjörg Jónsdóttir, forstöðu- maður féiagsstarfs aldraðra á Ak- ureyri ásamt Elínu. Hún segir að þetta starf sé alveg nauðsynlegt og fólkió sé mjög ánægt með að fá tækifæri til að koma saman. Þetta starf hafi í byrjun verið uppgötvun sem hafi lýst upp skammdegið hjá sér síó- astliðna tvo vetur. Þarna myndist vinskapur með fólki og vinabönd rifjist upp. Hulda Sigurbjörnsdóttir er sama sinnis og segist koma eins oft og hún geti í opið hús í Víði- lundi. Þama hafi hún uppgötvað að hún geti málað og gert ýmis- legt í höndunum og í fyrra hafi hún gert næstum allar jólagjafir þarna. Hópurinn sé mjög sam- stilltur og henni líði eins og heima hjá sér. Hún býr í húsinu og segir aö öll þjónusta þar sé til fyrir- myndar, þarna sé gaman að eldast. „Eg bjóst aldrei við því að hafa það svona þægilegt í ellinni,“ seg- ir Hulda. Jónína Rögnvaldsdóttir kom í byrjun fyrst og fremst af því hún var ein og hún sér ekki eftir því. Þarna geri hún margt nýtt og and- inn í hópnum sé skemmtilegur, mikið sé spjallað og hlegið. Hún skorar á alla eldri borgara að koma og nýta sér þessa þjónustu. „I guðs bænum komió þið til okk- ar, takið þátt í félagsstarfinu og látið ykkur líða vel. Það eru allt of margir að hugsa um að koma en láta ekki verða af því.“ Ásta Tryggvadóttir er kona sem átti erfitt með að hafa sig af stað í byrjun en er mjög ánægð IJuIda Sigurbjörnsdóttir segist koma eins oft og hún geti í opið hús í Víði- lundi. Ása Jónsdóttir, handavinnuleiðbcinandi, er staðráðin í því að nota þessa þjónustu þegar hún hafi aldur til. Myndir: Robyn. Ása Jónsdóttir er leiðbeinandi í handavinnunni og segir að það sé yndislegt að kenna fólkinu. Það sé þakklátt og starfið skili sér vel. Hún hlakkar til að fara í vinnunna á hverjum degi og hefur eignast marga vini. Hún segist sjálf ætla að sækja þessa þjónustu þegar hún Guðný Pálsdóttir. með að hafa drifið sig og segir að gott sé að eldast á Akureyri. Það var einkennandi hvað allir voru já- kvæðir og ánægðir með samveruna. hafi aldur til, „þetta er svo gaman.“ Þetta er mikil uppörvun og félags- skapur fyrir fullorðna fólkið. Hún segir að stundum þori fólk ekki að koma, en um leið og það drífi sig af stað, komi ’pað aftur og aftur. En hver er það sem hefur um- sjón meö þessu starfi? Konan er Sigurbjörg Jónsdóttir og er for- stöóumaður félagsstarfs aldraðra. Hún hefur unnið að félagsmálum aldraðra undanfarin 4 ár og lagt áherslu á fjölbreytni þar sem allir geta fengið eitthvaó vió sitt hæfi. Hún vill jafnframt að aldraðir séu virkir í starfinu. „Eg er mjög opin fyrir hugmyndum frá eldra fólkinu og vil fá eitthvað frá þeim.“ Hún segir að mjög góð tengsl hafi myndast milli starfsfólks og eldra fólksins og í flestum tilfellum komi fólk aftur. Greinilegt er að Sigurbjörg kann að vinna með fólki, því eldra fólkið talaði við hana líkt og vinkonu. Hún segir líka að hún hafi haft mikla ánægju af starfinu. Tilgangurinn með því sé fyrst og fremst að eldri borgar- ar geti notið félagsskapar annarra, haldið líkama, huga og hönd í þjálfun og haft eitthvaó fyrir stafni í góðum, líflegum og gamansöm- um hópum, þar sem tengsl og vin- átta eldri borgara og starfsmanna séu góð. Þessum markmiðum viróist hafa verið náó í Víóilundi og þar þarf engin að kvíða ellinni. SKAK Hverfakeppni SA: Lundarhverfí stendur upp úr Ásta Tryggvadóttir segir að það sé gott að eldast á Akureyri. Hverfakeppnin Skákfélags Akur- eyrar var haldin 28. desember: Bænum er skipt í 5 hverfi og keppa 6 manna sveitir. Sjötta borðið er skipað unglingi,15 ára og yngri. Keppnin er tvískipt, fyrst eru hraðskákir og síóan 15 mínútna skákir. Sveit Lundarhverfis hafði íslandsferð fjölskyldunnar 1994: Nokkrir vinningar enn óútgengnir 27. júlí: 31614 - 89956 28. júlí: 43070 - 97499 29. júlí: 2827 - 69785 1. ágúst: 12417-78622 2. ágúst: 24367 - 86090 3. ágúst: 31861 -90770 4. ágúst: 44871 - 97658 5. ágúst: 3049 - 69838 8. ágúst: 12479 - 79563 9. ágúst: 25941 - 86228 10. ágúst: 32440-91016 11. ágúst: 45449 - 97659 12. ágúst: 3709 -72137 15. ágúst: 13365- 80344 16. ágúst: 26030 - 88002 17. ágúst: 34465-91843 18. ágúst: 46099 - 98994 19. ágúst: 3978-72837 22. ágúst: 13686-80473 23. ágúst: 26449 - 88049 24. ágúst: 34643 - 95899 25. ágúst: 48726 - 98955 26. ágúst: 4384 - 72914 29. ágúst: 14322- 81783 30. ágúst: 27806 - 88057 1. september: 49666 - 99435 Samgönguráðuneytió, í samstarfi við hagsmunaaðila í ferðaiðnaóin- um, m.a. Ferðamálaráð, gaf út á sl. ári í tilefni hálfrar aldar afmæl- is íslenska lýóveldisins, bækling einn mikinn sem borinn var í öll hús. I könnun sem gerð var í haust kom í ljós að margir höfðu tekið bæklinginn með er landið var skoðað á sl. sumri og ennfremur lýstu margir áhuga á að útgáfunni yrði haldið áfram á komandi sumri. Sú ákvörðun liggur hjá Ferjðamálaráði. í bæklingnum voru upplýsingar um allt það helsta sem landsmenn, sem og gestir þeirra, áttu kost á að njóta víðs vegar um landið. Bækl- ingurinn bar heitið Islandsferð fjölskyldunnar 1994. Framan á bæklingnum var númer sem gilti jafnframt sem happdrættisnúmer og voru dregin út tvö númer á dag frá 24. júní til 1. september en vinninga er hægt að vitja hjá ráðuneytinu. Eftirtalin númer voru dregin út í íslandsferð fjölskyldunnar 1994. GG 24. júní: 913-52484 27. júní: 6352 - 73009 28. júní: 15765 -82584 29. júní: 27967-88152 30. júní: 35769 - 96060 I. júlí: 1689-57108 4. júlí: 6643 - 73018 5. júlí: 19618 -82684 6. júlí: 28585 - 89020 7. júlí: 37839 - 96466 8. júií: 1806-61746 II. júlí: 7260-73233 12. júlí: 20702-84223 13. júlí: 28709-89229 14. júlí: 38176-96716 15. júlí: 2147 - 63369 18. júlí: 7512-76146 19. júlí: 20952-85591 20. júlí: 30924 - 89867 21. júlí: 42433 -96807 22. júlí: 2534 - 64679 25. júlí: 9579 - 78320 26. júlí: 21476-85831 nokkra yfirburói að þessu sinni, sérstaklega í hraðskákinni. Urslit í hraðskákinni (2x5 mín.) urðu þannig: Vinn. 1. Lundarhverfi 38,5 Amar Þorsteinsson, Þórleifur K. Karlsson, 2. Norðurbrekka 27,0 Smári Olafsson, Smári R. Teitsson, 3. Eyri-Innbær 24,0 Haki Jóhannesson, Gestur Einarsson 4. Suðurbrekka 17,0 Björn Finnbogason. 5. Glerárhverfi 13,5 Röðin var áþekk í .15 mínútna skákunum en þó voru yfirburðir Lundarhverfis ekki eins miklir. Urslit urðu þessi: Vinn. 1. Lundarhverfi 17,5 2. Norðurbrekka 15,5 3. Suðurbrekka 10,5 4. Eyri-Innbær 8,5 5. Glerárhverfi 8,0 Albert Sigurðsson og Ingimar Friðfinnsson voru skákstjórar. Auk þessa var haldið 10. mín- útna mót 22. desember og þar sigraði Arnar Þorsteinsson. Urslit urðu annars þessi: Vinn. af 8 1. Arnar Þorsteinsson 6,5 2. Olafur Kristjánsson 6,0 3. Jón Björgvinsson 5,5 Jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar: Úrslitaskák Olafs og Arnars 4.-5. Jón Björgvinsson 15,0 4.-5. Þórleifur K. Karlsson 15,0 6. Smári Ólafsson 14,5 Uppskeru- hátíð SA Næstkomandi sunnudag kl. 14 verður uppskeruhátíó Skákfélags Akureyrar í húsakynnum félags- ins. Veitt verða verðlaun fyrir tíma- bilið september-janúar. Veitingar verða á boðstólum og teflt á eftir. Jólahraóskákmótið fór fram 30. desember. Keppendur voru 22 og tefldu allir við alla. Er leið að lok- um keppninnar var ljóst aö barátt- an um gullið var á milli Ólafs Kristjánssonar og Amars Þor- steinssonar. Þeir mættust í síðustu umferð og lauk skákinni með sigri Ólafs en af 21 skák vann hann 20 en gerði eitt jafntefli. Röð efstu manna var þannig: 1. Ólafur Kristjánsson 2. Arnar Þorsteinsson 3. Rúnar Sigurpálsson Vinn. 20.5 19,0 17.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.