Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 4
- DAGUR - Laugardagur 7. janúar 1995 i ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA'31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Líkamsræktin í uppsveiflu íslendingar hugsa betur um varðveislu heilsu sinnar en áður. Könnun sem Hagvangur hefur gert fyrir tíma- ritið Heilbrigðismál leiðir í ljós að fjórir af hverjum tíu fullorðnum íslendingum stunda líkamsrækt reglulega. Þetta er ekki svo lítið. Umrædd könnun var gerð í september sl. og fengust svör frá 1037 körlum og konum á aldrinum 15-89 ára. Könnunin, sem greint er frá í nýjasta tölublaði Heil- brigðismála, leiddi í ljós að 41% aðspurðra sögðust stunda líkamsrækt reglulega, hlutfallið var hærra hjá konum en körlum, hærra á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu og hærra hjá þeim sem höfðu lengri skólagöngu að baki og meiri tekjur en aðrir. Athyglisvert er að konur leggja meiri áherslu á lík- amsrækt en karlar, en þó þarf það kannski ekki að koma á óvart. Konurnar leggja einfaldlega meira upp úr útlitinu en karlar. Hitt er svo annað mál að mörgum körlum, í það minnsta þeim sem hafa dágóðan „björg- unarhring" um miðjuna, veitti ekki af því að feta sig inn á nýjar og heilbrigðari lífsbrautir. Það kemur í ljós í þessari könnun að á höfuðborgar- svæðinu er líkamsrækt stunduð af hlutfallslega fleirum en annars staðar á landinu. Þetta kemur ekki á óvart. Skýringin er einfaldlega sú að höfuðborgarbúar hafa miklu betri aðgang að líkamsræktarstöðvum en í öðr- um landshlutum. Víða úti í hinum dreifðu byggðum eru engar líkamsræktarstöðvar og þar verða menn því að hrista kroppana á annan hátt. Umrædd könnun Hagvangs leiddi í ljós margvísleg- an fróðleik. Meðal annars að þeir sem reykja stunda síður líkamsrækt en þeir sem ekki reykja. Meðal þeirra sem reykja daglega stunduðu 32% líkamsrækt reglu- lega, 42% þeirra sem eru hættir að reykja og 47% þeirra sem aldrei hafa reykt. Því ber auðvitað að fagna að íslendingar séu dug- legri en áður að rækta kroppa sína. í þjóðfélagi sívax- andi streitu og erils er fólki nauðsynlegt að fá útrás í kroppasprikli. Með því eru margar flugur slegnar í einu höggi. Streitan hverfur, líkaminn styrkist og aukakíló- unum er sagt stríð á hendur. í UPPÁHALDI KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR Allt fram streymir... ÁRAMÓT, árió er liðió í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, en nýtt ár er hafió, nýtt ár sem senn veróur einnig lióið í aldanna skaut og gengin sérhver þess gleöi og þraut. Svona líða þau eitt af öðru hjá og ævin mín og þín flæóir áfram sem á að ósi. Arin renna saman í eitt og verða aó fjölbreyttum rétti þar sem aóeins einn og einn litríkur biti sker sig úr eins gul paprika í potti. En við skulum ekki víla hót heldur átta okkur á því aó einmitt þessi stað- reynd, að ævi okkar er andartak í eilífðinni gefur okkur frelsi. Nú þegar nýtt ár hefur þrengt sér inn um hurðina og þrýst okkur upp aó vegg finnum við þrýstinginn, hann er meiri en nokkru sinni. KROFURNAR, þær þrengja sér niður um háls- málið, hríslast nióur bakió og sektarkenndin hangir á báóum eyrum og hvíslar frá morgni til kvölds og á koddanum breytist hvíslið í þunga dimma rödd, þú verður að... NÚNA, á nýja árinu þegar vió ætlum aó standa okkur betur en nokkru sinni. Elska heitar, vinna bet- ur, hætta ósióunum, sigra gallana, gera betur, betur, betur... Á áramótum þegar við lítum um öxl og hristum hausinn yfir eigin ósigrum og mistökum en fáum yl í hjartaó vegna þess sem veitti unað. Nýtt ár gengur í garð, nýtt ár með nýársheitum. EKKI þaó, ekki þú? Engin nýársheit hjá þér? Ó jú, vinur minn, flestir ætla sé nú eitt og annað á nýju ári hvort sem þeir bera óskir sínar og vonir á torg eóa ekki. Nýársheit um kíló, reyk eóa erobik eru hrópuð á torgum en þau eru ekki þau einu, heitin eru jafn mismunandi og fjölbreytileg flóra okkar mann- anna á þessari jörð. Þau þrengja að eins og stífur flibbi, ætlar þú enn einu sinni að guggna? MÁRKAÐSTORGIÐ hrópar og togar, auglýs- ingaflóðió seitlar inn í vitund þína. Kraftaverkin fást keypt, þú getur keypt björgun fyrir seðla eóa plast. En viö vitum beiskan sannleikann, aóeins vió, ég og þú, getum bjargað sjálfum okkur frá gnægtaborði nautnanna. NAUTNANNA, einmitt, allra þessara unaóslegu nautna, freistinganna sem eru bannvara eins og epl- ið í paradís. Og holdið er veikt og andinn ótaminn eins og kenjóttur klár sem víxlar og hleypur út und-' an sér í öðru hvoru spori. SEKTARKENNDIN, gildnar eins og púkinn á fjósbitanum og dagarnir eru alltaf jafn dimmir, hrímið jafn fast á bílglugganum, mínusinn jafn stór í heftinu, skuldin á vísakortinu og talan á vigtinni. Þeir ganga áfram eins og vísamir í klukkunni, hægt en örugglega, þessir dimmu dagar, janúar, febrúar, mars... og viö berjumst um á hæl og hnakka í tamn- ingunum. KLÁRINN er kargur, víxlaður og staóur því ekk- ert er jafn snúió að temja til kosta og sjálfan sig. Gömlu venjumar, þessar sem vió ætluðum aö breyta og bylta frá grunni, eru ódrepandi: Að vakna hress- ari, borða betri morgunveró, trimma, drepa í sígar- ettunni, hitta ættingjana, bursta betur, taka vítamín, vera virkari í vinnunni, nærgætnari við bömin, elda hollari kvöldmat handa fjölskyldunni, brosa meira, elska heitar í hjónarúminu og allt, allt hitt sem þarf að koma í verk. NEI, ég segi nei og aftur nei og svei! Vió erum yndisleg eins og vió erum! Árió verður senn liöió, runnið til sjávar, horfið að ósi í tímans haf. Þegar þú lítur um öxl verður þaó skæra, sæta, gula paprikan í pottinum sem yljar þér um hjartarætur, unaósstund sem þú áttir með sjálf- um þér eöa þeim sem þú elskar mest. Rétturinn þinn mallar og vísar klukkunnar sem ganga áfram, áfram hvaó sem á dynur, gefa okkur frelsi, til aó vera vió sjálf og taka hverjum degi sem aö höndum ber eins og vió erum. DREPUM púka sektarkenndarinnar sem þrífst á óhóflegum kröfum nútímasamfélags og öólumst FRIÐ I SÁL OG FRELSI í HJARTA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.