Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 20
ARCTIC CAT PBLHRIS Belicvc ll. Skí-dOO YAMAHA r"——i f/ i C-634 XT þvottavél 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur Frábærtverð 39.900,- stgr. | KAUPLAND I Kaupangi • Sími 23565j r Askrift - Auglýsingar - Ritstjórn Strandgötu 31 ■ Sími 96-24222 KEA vill viðræður við Akureyrarbæ um kaup á hlutabréfum bæjarins í ÚA: Meirihluti KEA í ÚA tryggir flutning höfuðstöðva ÍS norður - segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA Akureyri, laugardagur 7. janúar 1995 Magnús Gauti neitaði því að þetta mál sé búið að vera lengi uppi á borðinu í höfuðstöðvum Kaupfélags Eyfirðinga. „Það hef- ur hins vegar verið í umræðunni í nokkra mánuói aó vinna að því að höfuðstöðvar Islenskra sjávaraf- urða kæmu hingað norður.“ I umræðunni, m.a. í grein Hólmars Svanssonar í Degi, hefur hugsanlegum flutningi höfuð- stöðva íslenskra sjávarafurða noróur til Akureyrar veriö líkt við aó Akureyri fengi mengunarlausa stórióju. Hvcr er skoðun Magnús- ar Gauta á því? „Já, ég held aö óhætt sé að full- yrða aó þama sé um aó ræða stór- iðju fyrir okkur í atvinnulegu til- liti. Eg hef að vísu engan útreikn- ing í þá veru, en það segir sig sjálft að þama er um aó ræöa 60- 70 manna vinnustað og starfs- mennimir eru tiltölulega vel laun- aóir. í kringum þessa starfsemi eru mikil umsvif. Eg nefni sem dæmi ferðalög og móttöku á gest- um. Erlendir vióskiptavinir koma í stórum stíl. Þetta fólk þarf á ýmis- konar þjónustu að halda, t.d. flugi, gistingu og mat. Ég vil líka nefna að ég tel að flutningur Islenskra sjávarafurða hingað norður gæti verið mjög til eflingar sjávarút- vegi hér á Norðurlandi. Þá væri það aó mínu mati mikilvægt að hafa sölusamtökin hér í návígi við stærstu framleiðslufyrirtækin.“ Magnús Gauti staðfesti að ef af flutningi Islenskra sjávarafurða hf. til Akureyrar yrði væri húsnæði í eigu KEA að Glerárgötu 28 í sigt- inu, en þar eru m.a. skrifstofur Efnaverksmiðjunnar Sjafnar. „Það er rétt að þetta húsnæði hefur ver- ið nefnt, en mér vitanlega hefur það ekkert verið skoðað frekar. Vió tökum eitt skref í einu í þessu máli.“ Magnús Gauti neitaði því að KEA væri með ákveóna bakhjarla í hugsanlegum kaupum á hluta- bréfunum í ÚA. „Eg fullyrði að KEA er eina fyrirtækið í þessu dæmi. Vió viljum kaupa þessi bréf og eiga meirihlutann í ÚA til framtíðar.“ - Horfið þiö á málið frá því sjónarhomi að hlutabréf Akureyr- Hversu stór verður 'ann? Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag! Landsleikurinn okkar! arbæjar verði ekki seld út úr byggðarlaginu? „Við erum auðvitað með það atriði inni í myndinni. Við viljunt tryggja að hingað komi höfuð- stöðvar IS með sín atvinnutæki- færi og urnsvif. Síðan er Útgerðar- félag Akureyringa hf. prýðisgott félag og við teljum að þarna sé um að ræöa ágætis fjárfestingu.“ Magnús Gauti sagðist ekki telja hættulegt fyrir ÚA að llytja við- skipti frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna yfir til Islenskra sjávaraf- urða. „Búið er að fara nákvæm- lega yfir þetta mál. Báðir þessir söluaðilar hafa selt frystar afuróir í áratugi og þeir hafa ákveðin við- skiptasambönd. Nei, ég tel að það eigi ekki við rök að styðjast að það sé hættulegt fyrir ÚA að flytja viðskipti á milli sölusamtaka,“ sagði Magnús Gauti Gautason. óþh Nánar um þetta mál á bls. 3. \ Vélsleða oa útilífssýninqin Vptrarsport '95 m ■ Iþróttaskemmunni á Akureyri 14. og 15. janúar n.k. * - opið frá kl. 10 til 18 laugardag og 13 til 18 sunnudag. Allt það nýjasta á vélsleðamarkaðinum ásamt ýmsum aukabúnaði. Sýning á vélsleðum, varahlutum, ýmsum aukabúnaði, öryggisbúnaði, leiðsögutækjum, fatnaði í miklu úrvali og mörgu fleiru tengdu vélsleðamennsku og almennri útivist. Glæsileg aðstaða fyrir sýnendur og gesti. Næg bílastæði, góð aðkoma. Markaður með notaða vélsleða. Árshátíð LÍV verður haldin að Hótel KEA á laugardagskvöld. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Þríréttaður kvöldverður og skemmtiatriði á vægu verði. Nánari uppl. (Kjartan, 96-25900). Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, seg- ist vera bjartsýnn á að samning- ar takist við forsvarsmenn Ak- ureyrarbæjar um kaup á hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. Magnús Gauti segir að með því að eignast meirihluta hlutabréfa í ÚA væri búið að tryggja að höfuðstöðvar fs- lenskra sjávarafúrða yrðu fluttar frá Reykjavík til Akureyrar. „Með þessu bréfi vorum við að óska eftir viðræðum við fyrsta hentugleika. Hins vegar er alveg ljóst aó í þessu máli er mikil tíma- pressa gagnvart íslenskum sjávar- afurðum hf. Stjóm IS mun funda nk. fimmtudag þar sem verður á dagskrá framtíðarstaósetning höf- uðstöóva fyrirtækisins. Því er nauðsynlegt aó fyrir þann tíma liggi fyrir afstaða Akureyrarbæj- ar.“ Magnús Gauti segir ljóst að ef Kaupfélag Eyfirðinga eignast meirihluta í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. muni höfuðstöðvar Is- lenskra sjávarafurða verða fluttar norður til Akureyrar. „Við höfum farið ítarlega yfir þetta mál með stjórnarmönnum og hluthöfum í Islenskum sjávarafurðum og það er meirihluti fyrir því að höfuð- stöðvamar komi norður ef hægt verður að tryggja viðskipti vió Út- gerðarfélagið til lengri tíma. Það væri tryggt ef Kaupfélag Eyfiró- inga ætti meirihlutann." Magnús Gauti sagði að í bréfi stjómar KEA til bæjaryfirvalda á Akureyri væri ekki tilgreindur áhugi KEA á kaupum á ákveónum hluta hlutabréfaeignar Akureyrar- bæjar í ÚA. „Við erum ekki að tala um eitthvað ákveðió í þessu sambandi. Við förum einfaldlega fram á viðræður við Akureyrarbæ. Okkar hugsun er sú að KEA verði meirihlutaeigandi í ÚA.“ Kaupfélag Eyfirðinga á 8,4% hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa. I ársreikningi fyrir 1993 var skráð nafnveró hlutabréfanna 48 millj- ónir króna, bókfært verð um 148 milljónir. Til þess að eignast meirihluta hlutabréfa í ÚA þyrfti KEA því í raun ekki að kaupa öll hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA, 43% af 53% hlut Akureyrarbæjar myndu duga. Miðaó við skráó gengi ÚA cr ekki fjarri lagi að verömæti þessara 43% sé sem næst 750 milljónum króna. \ dag spá veóurfræðingar Veðurstofunnar suðvestan stinningskalda á Norður- landi og hitastigió verður frá frostmarki upp í átta stiga frost, einhver él geta orðið vestan til. Á morgun verður noróvestlæg átt og élja- gangur og þriggja til átta stiga frost. Á mánudaginn veróur austan og norðaust- anátt og él noróanlands. HELCARVEÐRIÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.