Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. janúar 1995 - DAGUR - 9 væri leiðinlegt. Ég hef farið í keppnisferðir í júdó, handbolta og fótbolta." - Ert þú í fleiri íþróttagreinum? „Ég stunda skák í skólanum, fer á æfingar þar og keppi á Kíwanismótunum. Ég hef tvisvar fengið verðlaun í skák á þeim mótum. Svo fékk ég verðlaun fyr- ir skák á Astjörn. I vetur fór ég svo að æfa badminton.“ - Var það vegna þess að þig vantaði eitthvað að gera? „Nei, en mig langði að prófa fleiri íþróttagreinar. Þess vegna varö ég að taka mér hlé á júdóæf- ingunum.“ - Hvernig gengur í badminton- inu? „Agætlega, ég fékk verölaun á badmintonmóti núna fyrir jólin.“ Arnar Þór Sæþórsson er einn þeirra íþróttamanna sem Akureyrarbær heiðraði í Iok ársins 1994 fyrir að hafa hlotið Islandsmeistaratitil. Arnar Þór hafði þá * sérstöðu að hann hlaut viðurkenningu fyrir Islands- meistaratitil í tveimur ólíkum íþróttagreinum, fyrir handbolta og júdó. Hann er KA-maður, ellefu ára gamall, sonur Kristínar Stefándóttur og Sæþórs Stein- grímssonar og er í Lundarskóla. En Arnar Þór er ekki við eina fjölina felldur í íþróttum, hann féllst á að svara nokkrum spurningum blaðamanns Dags. - Arnar þú hefur æft fleiri íþróttagreinar en handbolta og júdó? „Já, fyrir utan handboltann og júdóið þá hef ég keppt í hesta- íþróttum, fótbolta, skák og badm- inton.“ - Þetta er ekki fyrsti Islands- meistartitillinn þinn í júdó? „Nei, ég hef orðið Islands- meistari tvisvar áður. Ég hef verið Islandsmeistari í mínum flokki al- veg síóan ég byrjaði að æfa 1992 og 93 og 94.“ - Er ekkert erfitt að keppa í júdó? „Það er náttúrulega erfitt en þaó er skemmtilegt." - Nú hefur Odi, Jón Oðinn, þjálfað þig öll þessi ár. Er hann strangur þjálfari? „Stundum og stundum ekki. Ef við erum með einhvern fíflagang þá verður hann strangur. Annars æföi ég ekki júdó núna fyrir jólin ég hafði svo mikió að gera en ég ætla að byrja aftur núna.“ - En ertu búinn aó keppa í mörg ár í handbolta? „Ég er búinn að æfa í tvö ár. A síðasta ári varð ég Islandsmeistari meó B-liói KA.“ - Hvað heitir þjálfarinn þinn? „Þjálfarinn okkar heitir Jóhann- es Bjarnason.“ - Er hann góður þjálfari? „Já, hann er grínisti.“ - Varst þú ekki fyrirliði B-liðs- „Þessi er erfið... núna er það handboltinn, en ég stefni að því aö fara aftur af fullum krafti í hesta- íþróttirnar... og júdóið.“ - Þú segist ætla að stunda hestamennskuna í vetur. Er ekkert leiðinlegt að þurfa að moka skít- inn undan hestunum? „Nei, það er skemmtilegast, það er allt skemmtilegt í hesthús- unum, ég get alveg verið þar allan daginn." - Átt þú hest? „Já, ég á einn sem heitir Fann- ar.“ - Er hann góður? „Hann er svona aó koma upp.“ - En hvað gerir þú þegar þú ert ekki í skólanum eða á æfmgum? „Þá hlusta ég á tónlist, dunda með taflió mitt, les og æfi mig í skrautskrift. En stundum labba ég upp í hesthúsin og er þar í lengri tíma bæði í hesthúsinu okkar með pabba og á daginn með Sigga Oskars. að temja og svona.“ - Hvaða tónlist er í uppáhaldi hjá þér? „Ég nenni nú ekki að hlusta á þungarokk, ég hlusta bara á al- mennilega íslenska tónlist og eng- in öskur.“ - Hvað hugsar þú þegar þú er að keppa í erfíðri keppni? „Ég hugsa alltaf; ég ætla aó vinna, ég gefst aldrei upp.“ - Hvað mundir þú ráðleggja öðrum krökkum sem hafa áhuga á íþróttum? „Að mæta á allar æfíngar alltaf, ncrna þeir séu á sjúkrahúsinu, og að hugsa alltaf ég ætla að vinna, þegar þeir eru að keppa, gefa allt í þaó.“ " KLJ Arnar Þór hampar verðlaunum með félögum sínum í 6. flokki KA. Eg gefst aldrei upp! „Jú, ég fékk líka verðlaun bæði sem besti varnarmaðurinn og sem besti útileikmaðurinn á þessu keppnisári." - Svo hefur þú líka æft fót- bolta? „Ég er búinn að æfa fótbolta síðan ég var sex ára gamall. Það hefur gengió nokkuð vel og ég hef fengið nokkra verðlaunapeninga. Ég hef tvisvar farið á pollamótió í Vestmannaeyjum og komist á öll mót sem við höfum getað fariö á.“ - Er gaman að fara í keppnis- ferðir? „Já, ég færi ekki í ferðir ef það - Erum við þá búin að telja upp allar íþróttagreinar sem þú keppir í? „Nei, ekki hestana. Ég keppti fyrst í hestaíþróttum þegar ég var fimm ára og ég hef fengið tíu verðlaunapeninga fyrir hesta- íþróttir og fjóra bikara. I vetur ætla ég að stunda hestana af full- um krafti. Ég er með nokkuð góð- an hest sem heitir Gjafar og ætla að þjálfa hann. Svo hef ég líka prófað golf og keppt á einu móti, ég varð í þriója sæti. Ég hef líka fengið verðlaun í Landsbankahlaupinu og í jójó- keppni.“ - Þú hlýtur að þurfa að fara á margar æfingar í viku? „Já, en ef ég ákveð að æfa, þá æfí ég. Þá mæti ég á allar æfíngar það þýðir ekkert annað.“ - Ér gaman á æfíngum? „Já, þá fæ ég útrás.“ - En hvernig gengur í skólan- um, hefur þú einhvern tíma til að læra? „Það gengur rosalcga vel, ég fæ ágætt í prófunt svo þetta er allt í góðu lagi. Ég læri alltaf strax þegar ég kem heim úr skólanum og æfingarnar eru ekki fyrr en seinna um daginn. Mér gengur Arnar Þór ungur að árum á Stólpa, ◄ cinum af gæðingunum í hcsthúsi fjölskyldunnar. Fjölhæfur dlcfu ára íþróttamaður, sem sannarlega á framtíðina fyrir scr, Arnar Þór mcð hluta af verð- laununum sem hann hefur þegar hlotið. bara betur að einbeita ntér þegar ég er búinn aó fá útrás á æfingum og svo klára ég alltaf að læra strax af því ég veit að ég á eftir að fara á æfíngu. Mamma og pabbi segja líka að ég fái ekki aö vera í svona mörgum íþróttagreinum ef það kemur niður á skólanum.“ - Hvaða íþróttagrein er skcmmtilegust? OSKIPTAR A EINN MIÐA 12. JANUAR UMBOO Á NORÐURLANDI: Eina stórhappdrættið þar sem hæsti vinningurinn gengur örugglega út. Ef hann gengur ekki út í einum mánuði leggst hann við þann hæsta næst... og svo koll af kolli. Enginn veit þess vegna hversu hár hann getur orðið. Stórglœsilegir aukavinningar: Listaverk eftir marga af þekktustu listamönnum okkar, í hverjum mánuði. Tryggðu þér möguleika . fyrir lífið sjálft Verð miða er aðeins 600 kr. ■BH ViSA Sarnkort HVAMMSTANGI: Róberta Gunnþórsdóttir, Lækjargötu 6, sími 95-12468 BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, simi 95-24200 SKAGASTRÖND: Guðrún Pálsdóttir, Bogabraut 27, sími 95-22772 SAUÐÁRKRÓKUR: Friðrik A. Jónsson, Háuhlíð 14, sími 95-35115 HOFSÓS: Ásdís Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19, sími 95-37305 SIGLUFJÖRÐUR: Birgir Steindórsson, Aðalgötu 26, sími 96-71301 GRÍMSEY: OLAFSFJÖRÐUR: Valberg hf., sími 96-62208 HRÍSEY: Erla Sigurðardóttir, sími 96-61733 HUSAVlK: MYVATNSSVEIT: Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, sími 96-44145 DALVIK: Sólveig Antonsdóttir, Verslunin Sogn, sími 96-61300 AKUREYRI: Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, sími 96-23265 SVALBARÐSSTRÖND: Sigríður Guðmundsdóttir, Svalbarði, sími 96-23964 GRENIVÍK: Brynhildur Friðbjörnsdóttir, Túngötu 13B, sími 96-33227 LAUGAR REYKDÆLAHREPPI: Rannveig H. Ólafsdóttir, sími 96-43181 Jónas Egilsson, Árholti, sími 96-41405 AÐALDALUR: Kristjana Helgadóttir, Hraungerði, sími 96-43587 KÓPASKER: Óli Gunnarsson, sími 96-52118| RAUFARHÖFN: ísabella Bjarkadóttir Ásgötu 16, sími 96- 51313 ÞÓRSHÖFN: Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis, sími 96-81117 Kristjana Bjarnadóttir, r / y * * ■§ •j*m * » t Sæborg, sími 96-73111 ^aðu þer askrtft l tœkd tlð. Nýtt áskriftarár er að hefjast. Dregið 12. janúar. Upplýsingar um ncesta umboðsmann í síma 91-22150 og 23130 M e i r a e I v e r n n u r a ð j a f n a ð i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.