Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 7. janúar 1995 Vílt þú bjóða * Þeir bera því fagurt vitni að landið okkar, Island, sem er norður við heimskautsbaug sé hluti hins byggilega heims. Því hér þreyja þeir þorrann og góuna án upp- hitaðra og einangraðra húsa og fagna vori með fjaðra- þyt og söng. Þeir halda sig fjarri mannabyggð þegar þítt er og milt en sækja í molana sem falla af borðum mannanna í þéttbýlinu þegar sverfur að. En hvað eig- um við að gefa þessum gestum, fuglunum, sem gera sig heimakomna í nánd við heimili okkar? Sú spurning var lögð fyrir Kristin H. Skarphéðinsson, líffræðing, sem starfar við fuglarannsóknir hjá Náttúrufræði- stofnun íslands. Sólskríkja að sumri, snjótittlingur að vctri. Á sumrin cr karlfuglinn með hvítt höfuð og kvið og svart bak. Á veturna verður ljósbrúnn litur ríkjandi og líkist þá karlinn kerlu sinni sem ekki skiptir um lit. Flestir íslcnsku kven- fuglarnir fara í vetrarfrí til Skotlands en karlarnir þreyja þorrann á Islandi. „Á Norðurlandi er lang algengast að snjótittlingar sæki í fóóur en einnig geta skógarþrestir, auónu- tittlingar og stöku svartþrestir, grá- þrestir og músarindlar sótt í ætið. Ef við hugum fyrst aó snjótitt- lingunum þá vilja þeir hverskyns fræ, þar sem þeir eru fyrst og fremst fræætur. Þeir vilja moó og éta þá grasfræin úr moðinu og afganga af fóðurbæti. Þeir borða fuglafóður sem selt er í verslunum meó bestu lyst og kurlaðan maís og fóðurblöndu unna úr korni, sem ætluð er til aö fóðra aðrar skepnur. Þeir vilja líka brauð og mylsnu, sem sagt allar tegundir af fræi. Ef hins vegar á að gefa þröst- um þá þýóir lítið að gefa þessi hörðu fræ. Betra er aó bjpða þess- um fuglategundum ávexti, epli, tóig, matarafganga, haframjöl vætt í sósu, kjötsag og afskurð eða hvers kyns afganga. Allir matar- afgangar geta nýst sem fuglafóður og hver einstakur fuglavinur þróar gjarnan sínar uppskriftir. Mikil- vægast er að maturinn sé orkurík- ur því að fuglana vantar hitaein- ingar. Þess vegna er fita svo mik- ilvæg, harðir fitu- eða tólgarskildir eru upplagt fuglafóður. Auðnutittlingar eru hins vegar matvandir. Þeir vilja fyrst og fremst smá fræ, birkifræ eða páfa- gaukafóður. Svo er auðvitað hægt að laða til sín hrafna. Þcir vilja hvers konar matarafganga, kjöt, fitu og annað slíkt. I gamla daga þótti sjálfsagð- ur siður að gefa hröfnunum en þaó er ekki algengt nú til dags.“ Aó sögn Kristins er fyrsta skil- yrðið þegar aó því kemur að gefa fuglum að gefa þeint ekki þar sem kettir eru á sveimi og best er að gefa alltaf á sama staóinn. Margir gefa á húsþök eða svalir en einnig má gefa á jörðina ef ekki er ófrið- ur af köttum. Ef Iausamjöll er á jörð er nauðsynlegt að sópa flöt- Hér áður þótti það sjálfsagður siður að fóðra bæjarhrafninn. ímat? inn svo maturinn týnist ekki í snjóbreiðunni. Kristinn sagði að þaó væri kjörið fyrir fuglavini að úbúa sér netpoka, eins og til dæmis eru not- aðir fyrir lauk og appelsínur, til að gefa fuglum mat. I pokann er gott að setja epli og tólgarbita eða ann- að sem til fellur og hengja hann svo upp í tré þar sem kisa kemst ekki að. Best er ef hægt er að festa pokann ofan við góða grein á trénu þannig aö fuglarnir geti setið á greininni þegar þeir koma í veisluna. Fuglarnir eru ekki kræsnir á eplin, vilja helst epli sem eru vel þroskuð og jafnvel farin að láta á sjá. Ekkert gerir til þó eplin frjósi en ef frostið er mik- ið getur verió gott að hafa tvo fóð- urpoka til að geta tekið þá inn til skiptis og þítt þá svo fóðrið sé ekki alltaf gaddfreðið. Kristinn benti á aó fuglamir hafa mesta þörf fyrir fóður þegar það er hörkufrost til að geta haldið lágmarks líkamshita. Þegar hlýnar þurfa þeir ekki eins mikið fóður til að halda uppi eigin líkamshita og þá er líka auðveldara fyrir þá að finna æti í náttúrunni. Að sögn Kristins fara langflest- ir þrestir frá Islandi til Bretlands- eyja eóa Evrópu á vetuma en þeir fáu sem eftir verða eiga oft erfitt með að komast af yfir veturinn. Þegar þrestimir koma snemma og lenda í slæmu vorhreti þykir þeim gott að fá aukabita. Snjótittlingar eiga hins vegar auðveldara með að lifa af harðan norrænan vetur og meirihluti þeirra heldur sig á eyj- unni köldu allt árið. KLJ MATA R K RO KURINN Físknr á disk og veisluterta KRYDC>*r^c/KORN - frá Filippíu Ingólfsdóttur Ostakaka Botn: 5 maltbitar 7 hafrakex- kökur, Frón 50 g smjör, ekki smjörlíki Fylling: 400 g rjómaostur 50 g sýrður rjómi 3 msk. sykur 80 g perubrjóstsykur 100 g rjómasúkkulaði vanilludropar Það er Filippía Ingólfsdóttir sem leggur tilfyrstu uppskrift- irnar í Matarkrók Dags á þessu nýja ári. Filippía býr í Steina- hlíð á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni en þar eru sex manns í heimili. Filippía segist hafa það fyrir reglu að hafa heitan mat einu sinni í viku og hún er hrifin affiski og kýs að hafa hann oft í matinn enda lœtur hún okkur gómsœta fiskuppskrift í té. Fil- ippía er sjúkraliði og starfar á Seli, hjúkrunardeild aldraðra við Fjóðrungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Filippía hefur haft sam- band við samstarfskonu sína á Seli, Antoníu Lýðsdóttur, og fengið hana til að leggja til upp- skriftir í nœsta Matarkrók en Filippía segir að Antonía sé snillingur í matargerð. Ofnsteiktur fiskur með lauk og papriku 1 ýsuflak, meðalstórt 2 dl mysa 3 dl vatn 1 tsk. gróft salt Sósa: 2 msk. smjör / laukur I paprika, meðalstór 1 dl fisksoð 2 msk. maizenamjöl 1 tsk. kínversk soja I dl kaffirjómi Z tsk. salt I dl ostur.fínt rifinn Roðflettið ýsuflakið, skerið það í stykki og sjóðið í mysunni, vatn- inu og saltinu í tvær mínútur. Takið fiskinn upp úr soóinu og setjið í eldfast mót. Bræðið smjörið og látið lauk og papriku krauma í því á pönnu. Bætið ein- um dl af fiskisoði út í pottinn. Jafnið með maizenamjöli þegar suðan kemur upp. Bragóbætió með soju, salti og kaffirjóma. Hellið sósunni yfir fiskinn í mót- inu og stráió ostinum yfir. Bakió við 210°C í 15-20 mín. Hrásalat: Allt mögulegt grænmeti, eftir smekk, t.d. kínakál, tómatar, hvít- kál og gúrka. Bætið svo nokkrum sneiðum af sýrðri gúrku út í. Sal- atsóa er hrærð saman úr majonesi og lög af sýrðum gúrkum og henni er hellt yfir grænmetið. Síld í franskri sósu 4 stk. saltsíldar- eða kryddsíldarflök 2 msk. edik 2 msk. vatn 1 dl tómatsósaltómatmauk 1 -2 msk. sykur % tsk. pipar 2 epli, grœn 2 laukar, litlir 2 msk. rauðlaukur, saxaður 1 msk. asíur, saxaðar eða pikles Skerið síldina í jafna bita og rað- ið í djúpt fat eóa skál. Saxið lauk- inn og skerið epli í smáa bita. Blandió saman öllu sem í sósuna á að fara og hellið yfir síldina. Látið bíða á köldum stað í 2-3 klst. Skreytið meó harðsoónum eggjum og klipptum graslauk eða steinselju. Gott að hafa seytt rúg- brauð eða kjarnabrauð með þess- um rétti. Myljið kexið vel saman og setjið í botn á formi. Bræðið smjörið og hellið því yfir. Hrærið rjómaost- inn og sýrða rjómann vel saman. Myljió brjóstsykurinn og brytjið súkkulaðið og setjið út í osta- hræruna ásamt örlitlu af vanillu- dropurn. Hellið fyllingunni yfir botninn og kælið. Þessi kaka, eins og svo margt annað í lífinu batnar með aldrinum. Draumterta Svampbotn: 4 egg 200 gsykur 70 g hveiti 70 g kartöflumjöl 1 tsk. ger Egg og sykur þeytt saman, þurr- efnunum bætt út í. Bakað viö 175-180°C, tveir botnar. Krem: 3 eggjarauður 4 msk. flórsykur 50 g súkkulaði 2 dl rjómi Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Bræddu súkkulaði bland- að saman vió, síðan þeyttum rjóma. Z-1 l rjómi, þeyttur 1 marensbotn Tertan sett saman: Ofan á svampbotn er sett eins cm lag af þeyttum rjóma. Þar yfir er sett krem og svo marensbotn. Of- an á marensbotninn er settur rjómi og svo krem ofan á rjómann. Rjóma er sprautaó utan meó kökunni. Best er að útbúa kökuna sólarhring áður en hún er borin á borð. Einnig má frysta hana og bera á boró hálfþíða, þannig er hún ljúffeng. Þessi kaka er óntissandi á veisluborðió hjá Filippíu og einkar hentug þar sem hægt er að gera hana fyrir fram. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.