Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 7. janúar 1995 A. C. Green kom frá L.A. Lakers og cr þekktur fyrir störf í þágu barna ^ og unglinga. þriggja stiga skytta og gengur undir nafninu „Thunder Dan“, sem lauslega snarað gæti útlagst sem „Þrumu-Dan.“ Þess má geta aó Whataburger skyndibitastað- irnir senda 50 dollara til góðgerð- armála Phoenix Suns fyrir hverja þriggja stiga körfu sem leikmenn liðsins skora. Majerle er mjög eft- irsóttur piparsveinn og það kemur ósjaldan fyrir að hann sé stoppað- ur af ungum dömum sem vilja gefa honum nafnspjöld sín í von um að hann verði einhvern tímann einmana og hringi í þær. Hann þiggur nafnspjöldin jafnan með bros á vör, en hvort hann riýti sér þessi gullnu tækifæri skal ósagt látið. Enginn tími fyrir konur Fyrirliði Phoenix Suns er Kevin Johnson (# 7), eóa KJ („Kay- Jay“) eins og hann er oftast kall- aður, er fæddur 4. mars 1966. KJ er mjög snöggur leikmaður og hafa andstæðingar Phoenix Suns oft fengið að finna fyrir því. Hann er piparsveinn eins og Majerle, og var hann eitt sinn spurður í viótali hvernig á því stæói. KJ svaraði að hann hefði hreinlega ekki tíma til að hitta kvenfólk því liðió væri alltaf á ferðinni. Einnig sagði hann í gríni að ef einhver vissi um góöa, trúaða konu, mætti láta hann vita. Einhver af vinurn hans tók hann á oróinu og auglýsti í smá- auglýsingum eftir konu handa KJ undir nafni hans. Eins og búast má vió hafa viðbrögð viö einni smá- auglýsingu sjaldan verið jafn mögnuó því þúsundir svarbréfa frá æstu kvenfólki streymdu inn í margar vikur eftir birtingu. Þurl'ti KJ að koma fram í viðtali þar sem hann þakkaði þennan mikla áhuga, en hann væri ekki að leita sér að konu og aó vinur hans hefði vcrið að hrekkja hann. Hreinn sveinn! A. C. Green (# 45) cr fæddur 10. apríl 1963, og kom til Phoenix Suns frá Los Angeles Lakcrs. Það þótti mikill fengur í honurn þegar liðsskiptin fóru frarn, enda leik- reyndur maöur og traustur. Green er ógiftur, en er í sambúð. Hann er frægur meóal annars fyrir störf sín í þágu barna og unglinga, hefur stofnað samtök sem stuðla að því að hvetja þau til að halda sem lengst áfrarn í skólum cg hefur reynt að stuðla að því að þau lendi ekki í götuklíkum. Einnig berst Green fyrir því að unglingar stundi ekki kynlíf l'yrr en eftir giftingu. Hann segist sjálfur vera hreinn sveinn og reynir því að vera góð fyrirmynd fyrir aðra. Ein af upprennandi stjörnum Phoenix Suns er Elliot Perry (# 2), fæddur 28. mars 1969 og er aóeins rúmlega 180 cm hár og 73 kg. Vegna þess hversu grannur hann er, er hann einn fljótasti leik- maður liðsins og hefur fengið orð Jk. Liðsmenn Phoenix Suns undirbúa lcikinn. Eins og sjá má cr hcimavöil- urinn mikið hús, tekur 19.000 manns í sæti og komast færri að en vilja. Myndir: Kristín/Buldur Þá er NBA körfuboltavertíðin hafin hér í Bandaríkjun- um, og hafa margir beðið spenntir síðan í júní. Gífur- legur áhugi er fyrir körfubolta hér vestra og þá sérstak- lega hér í Phoenix, heimaborg Phoenix Suns. Liðið nýt- ur mikilla vinsælda og þeir eru sjaldgæfir sjónvarps- fréttatímarnir hér að ekki sé eitthvað minnst á leik- menn eða liðið sjálft. Heimavöllur Phoenix Suns er sérlega glæsileg 2ja ára íþrótta- höll, Amcrica West Arena, og tek- ur hún 19.023 áhorfendur í sæti. Þrátt fyrir það komast yfirleitt færri að en vilja á leiki, og er auk þess erfitt að fá miða eftir venju- legurn leiðum, þ.e. að kaupa þá hjá miðasölu Phoenix Suns. Hægt er að fá mióa á svörtum markaði fyrir utan höllina sama kvöld og leikið er, en þá er gangveróið tvö- falt, þrefalt cða jafnvel hærra, allt el'tir því hvar sætið er staðsett og hvaða lið er að spila við Phoenix. Nokkur hundruð vel stæðir og/eða heppnir einstaklingar eru með svokallaða ársmiða, á alla leiki tímabilsins, og hafa þar mcð fast sæti í höllinni og geta haldið því eins lengi og þeir vilja, svo lcngi sem þeir endurnýja miðann árlega. Vcrðið á ársmiðum er svimandi hátt og biðin eftir þeim er löng: Samkvæmt síðustu tölum tekur það sjö ár að fá ársmióa frá því að nafn rnanns cr sett á biólistann! Dagur í heimsókn á heimaleik Phoenix Suns: Baríst um aðgöngu- miða á svörtum markadi fyrir leild „Sir“ Charles sá frægasti Það hafa orðið víðtækar breyting- ar á liðinu í ár, og þá til hins betra að mati kunnugra. Frægasti maður liðsins, „Sir“ Charles Barkley (# 34), er að sjálfsögðu enn á svæð- inu, cn hann hefur lítið getað spil- að nú í upphafi leiktímabilsins vegna meiðsla. Barkley hefur átt við bak- vandamál að stríða auk tognunar í nára og vildu læknar liðsins ekki leyfa honum að spila fyrr en laug- ardaginn 26. nóvember, þegar keppt var við San Antonio Spurs. Ef Barkley missir af mörgum leikjum í vetur gæti það rcynst liðinu dýrkeypt, en hann cr einn mikilvægasti leikmaður liðsins og því skal farió vel með hann. Barkley er mjög vel liðinn alls- staðar í Bandaríkjunum og er mjög vinsæll hér í Phoenix. Barkley er fæddur þann 20. febrúar 1963 og var alinn upp af ömmu sinni í mikilli fátækt í Alabama. Hann virðir fjölskyldu sína mikið og eyðir háum fjárhæó- unt í að búa þeim betra líf og heimili. Barkley er giftur hvítri konu að nafni Maureen Barkley og saman eiga þau indæla litla dóttur, Christiana, sem er 5 ára að aldri. Hvar sem Barkley fer fær hann sjaldan frió fyrir æstum áhorfendum og hann hefur lítið einkalíf, en það virðist ekki trufia hann mikið, því hann er ávallt ljúfur sem lamb við alla sem þurfa nauðsynlega aó ná tali af honum og fá eiginhandaráritun. Þrumu-Dan Annar leikmaður sem einnig er mjög vinsæll er Dan Majerle (# 9), fæddur 9. september 1965. Hann hefur snúið áhangendum Phoenix Suns heldur betur á sveif með sér, því hann var ekki sérlega vinsæll þegar hann var valinn í liðið frá Central Michigan háskól- anum 1988. I útdrættinum fékk hann dræmar viötökur þegar Pho- cnix Suns tilkynnti valið, var pú- aður niður, en karl hefur heldur betur sannað sig. Hann er frábær A »Sir“ Charles Barkley, ábúö- armikill á bckknum. Tclja má víst að hann sé þekktasta nafn Phoenix Suns liðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.