Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 07.01.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 7. janúar 1995 Árið 1994 var ár fjölskyldunnar og víst er að málefni hennar bar oft á góma einmitt á síðasta ári. Annars vegar voru fjölmargir aðilar, einstaklingar, samtök og hópar að berjast fyrir bœttum hag fjölskyldunnar á Islandi en hins vegar töldu margir að staða fjölskyldunnar hefði aldrei verið verri, einkum vegna efnahagslegra þrenginga. Á hátíðarstundum eru ráðamenn á einu máli um að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins en þegar að því kemur að styrkja grunninn sem þessi hornsteinn stendur á s duga ekki orðin tóm. Ymsir aðilar hafa þó barist ötullega fyrir bœttum hag íslenskra fjölskyldna um árabil og ekki hvað síst á síðasta ári, ári fjölskyldunnar. Nú, þegar árið 1994 hefur runnið sitt skeið, mœlti blaðamaður Dags sér mót við óformlegan áhugahóp kvenna um gott mannlíf, sjö konur, sem allar eru búsettar á Akureyri og hafa á einn eða annan hátt unnið að málefnum fjölskyldunnar á árinu 1994. Þetta eru þœr: Asta Sigurðardóttir, sjúkraliði ogformaður skólanefndar grunnskóla Akureyrarbœjar, Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfrœðingur, framkvœmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og formaður Tóbaksvarnanefndar Islands, Herdís Zophaníasdóttir, kennari og stjórnarmaður Landssamtakanna Barnaheilla og deildar Barnaheilla á Norðurlandi eystra, Hildigunnur Olafsdóttir, starfsmaður Heimilis og skóla á Norðurlandi, Kristín Sigfúsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður áfengisvarnanefndar Akureyrarbœjar, Sigfríður Þorsteinsdóttir, tœkniteiknari, forseti bœjarstjórnar og formaður félagsmálaráðs og Vigdís Steinþórsdóttir, hjúkrunarfrœðingur ogformaður Foreldrafélags Gagnfrœðaskóla Akureyrar. Allar hafa þessar konur lagst á árarnar og unnið að heilbrigðara og betra mannlífi og bœttum hag fiölskyldna og þá einkum barna og unglinga enda er mikilvœg- asta verkefni sérhverrar fiöl- skyldu að ala upp komandi kyn- slóð. En hvaða málefni brenna á þeim, hverrifyrir sig og hvað hef- ur áunnist í baráttunni fyrir bœttum hag fiölskyldunnar á ár- inu hennar, árinu 1994? * Asta Sigurðardóttir Ásta: Á þessu ári hóf ég störf sem formaður skólanefndar grunn- skólanna á Akureyri og þá stóð ég frammi fyrir mörgum spurningum enda eru óvenjulega miklar breyt- ingar í íslenskum grunnskólum um þessar mundir. Það hafa verið samþykkt lög um einsetningu grunnskólans og nú stendur yfir sá tími sem sveitarfé- lög hafa til aö aðlaga sig að þessari breytingu. Einnig liggur fyrir al- þingi nýtt frumvarp að grunnskóla- lögum og síðast en ekki síst á rekstur grunnskólans að færast al- farið yfir á herðar sveitarfélaganna á næstunni. Auk þess hefur verið miklu meiri almenn umræða í þjóðfélag- inu um skólamál á þessu ári en áð- ur. Allt verður þetta til þess að verkefni mitt sem skólanefndarfor- manns er mjög spennandi. Á þessu ári náðist sá árangur að einsetning komst á í grunnskólum sunnan Glerár, og stefnt er að því að einsetja grunnskólana norðan ár sem fyrst. Það er trú mín að þegar einsetning hefur komist á í skólun- um þá verði auðveldara að byggja upp heildstæðari dagskrá fyrir nemendur og um leið náist mcira samræmi og samfella í líf barnanna. I framhaldi af einsetn- ingunni er verió að vinna aó því að bjóða vistun fyrir grunnskólabörn aó skóladegi loknum. Takmarkió er að sem flestir, og helst allir, geti haft aðgang að góðri vistun fyrir börnin sín í þeirra skólahvcrfi þeg- ar skóla lýkur á sem faglegustum grunni. Kristín: Þegar ég varð formað- ur áfengisvarnanefndar velti ég því fyrir mér hvaó það væri helst sem hægt væri að gera til að bæta mannlífið og styrkja fjölskyldurn- ar. Þá sá ég aó þó svo aó fjölskyld- ur séu ávallt ábyrgar fyrir áfengis- neyslu barna hvar sem hún fer fram þá var ástandið hér í bænum hvað áfengisneyslu barna varðaði mjög slæmt. Það var mjög auðvelt fyrir börn undir lögaldri aó ná í áfengi bæði heimabruggað áfengi og vín á vínveitingastöðunum auk þess áfengis sem keypt er fyrir börn í áfengisversluninni. Ég komst aó þeirri niðurstöðu að ein mesta niðurrifsstarfsemi sem hægt væri aó hugsa sér gagnvart fjöl- skyldum landsins væri þessi óhefta áfengisneysla barna og unglinga. Átakið stöövum unglingadrykkju, sem hófst á ári fjölskyldunnar, varð til þess að vió í áfengisvama- nefnd öfiuóum okkur upplýsinga um það hvernig ástandió virkilega væri hér á Akureyri og við kom- umst sem sagt að því að það var skelfilega slæmt. í framhaldi af því héldum við námskeió fyrir starfsfólk vínveit- ingahúsa á Ákureyri og það sóttu á annað hundrað manns og meó sam- stilltu átaki tókst að stöðva þaó að áfengi væri borió út úr vínveitinga- húsum til barna og unglinga og eins hefur eftirlitió meó aldurstakmarki vínveitingahúsanna verið bætt. Næsta skref er að beita sér fyrir því að þaö sé ekki keypt áfengi fyrir börn og unglinga. Mér er það mikið kappsmál að allir virði áfengislöggjöfina og í lögum um vernd barna og ungmcnna segir að ef maður hvetur barn- eða ung- menni til áfengisneyslu þá varói það sektum eða fangelsi allt aó fjórum árum. Ég vil líka benda foreldrum sem kaupa áfengi fyrir börnin sín á aó þeir eru ekki að kaupa áfengi aó- eins fyrir börnin sín heldur einnig fyrir börn annarra foreldra um leið. Áuk þess þá er algengt að „land- inn“ bíði við ruslatunnuna eða á næsta götuhorni og það áfengi sem foreldar kaupa fyrir börnin verður viðbót vió landaneysluna en kemur ekki staðinn fyrir hana. Ef foreldrar hafa einhvern draum um að kenna börnunum sín- um að drekka þá ættu þeir að gera það heima í sinni eigin stofu eóa þá að fara með börnunum sínum niður á torg ef þeir endilega vilja kenna þeim aó drekka þar. En for- eldrar ættu líka að minnast þess að þeir eru fyrirmynd barnanna sinna og forvamir byrja heima. Sigfríður Þorsteinsdóttir Sigfríður: Ég er hér sem for- maður félagsmálanefndar sem er mjög yfirgripsmikil nefnd sem hef- ur margt á sinni könnu meðal ann- ars barnaverndarmál. Það sem brennur á okkur er fyr- irbyggjandi starf og við höfum unnió að setningu nýrra útivistar- reglna fyrir börn og unglinga hér í bænum sem taka gildi nú í ár. Hug- myndin er sú að koma á samræmd- um reglum sem samstaða næst um, reglum sem cru raunhæfar og verð- ur framfylgt. Þetta er dæmi um fyr- irbyggjandi starf sem hefur víðtæk áhrif á fjölmarga þætti í lífi barna og unglinga á Akureyri og fjöl- skyldna þcirra. Einnig leggjum við áherslu á samvinnu og samstöðu þeirra sem sinna málefnum og tómstundum unglinga. Herdís: Barnaheill eru ung samtök hér á Norðurlandi eystra en þau voru stofnuð haustið 1993. í lok þess árs ræddi stjórn Barna- heilla við fjölmarga einstaklinga til að kynna sé stööu barna á Akureyri og í kjölfar þess var ákveðió að halda ráðstefnu um málefni bama og unglinga. Vorið 1994 héldum Herdís Zophaníasdóttir við svo ráðstefnu sem bar nafnið; Viðhorf til barna, ráðstefnan var geysilega vel sótt. Þar tóku 15-20 fyrirlesarar til máls og ráðstefnu- gestir, sem aóallega votu foreldrar, voru um 150. Aðsóknin sýndi að áhugi á málefnum barna er mikill og að það er mikil þörf fyrir úrbæt- ur og fræðslu. I haust héldum vió annan aðalfund Barnaheilla á Norðurlandi eystra og á fyrirlestur sem fjallaði um ákveðniþjálfun fyrir foreldra og var í tengslum við aðalfundinn mættu um 120 manns sem enn staófestir mikla þörf for- cldra fyrir stuðning og hjálp. Á næstu vikum mun Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur, sem hélt þcnnan fyrirlestur um ákveðni- þjálfun, halda námskeið á Akureyri á vegum Barnaheilla. Vigdís: Fyrir fjórum áruni var stofnað foreldrafélag í Gagnfræða- skóla Akureyrar og ég hef verið formaður þess frá upphafi. Vió í foreldrafélaginu höfum í talsveróan tíma reynt aó samræma útivistar- tíma barna og unglinga. í framhaldi af því starfi hafði fulltrúaráð for- eldrafélaga grunnskólanna á Akur- eyri samband við bæjaryfirvöld og óskaði eftir rýmri útivistartíma um helgar. Þessi breyting hefur fengið góðan hljómgrunn hjá bæjarstjórn Akureyrar og við erum mjög þakk- lát fyrir það. Hugmyndin er sú að koma á þessari breytingu á útivist- artímanum og að þessum nýju lög- um verði svo framfylgt. I foreldra- félaginu höfum við lagt ríka áherslu á að berjast gegn áfengis- neyslu unglinga og styrkja foreldra í því að það sé ekkert sjálfsagt að kaupa vín fyrir bömin sín. Styttri útivistartími þýðir minni áfengisneyslu, tóbaksneyslu og lengri svefn og skiptir því miklu máli fyrir börnin okkar og þeirra fjölskyldur. Vigdís Steinþórsdóttir Við höfum líka komið á for- eldravakt í miðbæ Akureyrar en hún hófst síðastliðið haust og er öll föstudagskvöld. Foreldravaktin er samstarfsverkcfni allra skólanna á Akureyri sem eru með unglingastig og ég vil nota tækifærió til að þakka foreldrum kærlega fyrir að hafa komið á foreldravaktin. Hún hefur opnað augu margra og aukið þekkingu foreldra á þeirri stöðu sem unglingar eru í og ástandinu í mióbænum. Það er líka mikilsvert að foreldrar vinni saman á þennan hátt og sýni samstöðu. Við verðum líka aó muna aö börn þurfa ákveðinn svefn til að geta sinnt sinni vinnu í skólanum og þar ættu útivistarreglurnar að hjálpa til. Samstaða og samræmdar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.