Dagur - 04.02.1995, Side 4

Dagur - 04.02.1995, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 4. febrúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTlN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Samhugur Færeyinga í verki í allri þeirri umræðu sem verið hefur um málefni Út- gerðarfélags Akureyringa hf. að undanförnu og önn- ur stórmál, hefur ein frétt ekki fengið það rými í þjóð- félagsumræðunni sem henni ber. Fréttin er sú að Færeyingar hafi safnað heilum 20 milljónum króna í söfnunina „Samhugur í verki", sem mun eins og kunnugt er renna til Súðvíkinga og annarra sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðanna í janúar. Margt er um þessa söfnun Færeyinga að segja. í fyrsta lagi sýnir hún svart á hvítu sterkan samhug Færeyinga með íslendingum. Færeyingar eru líka ey- þjóð sem hefur reynt ýmislegt í baráttu við náttúru- öflin. Þeir geta því vel sett sig í spor þeirra sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna á Vest- fjörðum. Þessi söfnun Færeyinga sýnir einnig glögglega sterk vinabönd þeirra og íslendinga. Hún er ekki síð- ur merkileg í ljósi þess að Færeyingar glíma nú við gífurlegan efnahagsvanda. Atvinnuleysið er hrika- legt og skattbyrði Færeyinga er meiri en dæmi er um. Með öðrum orðum; þeir hafa minni fjármuni handa í milli en þeir hafa haft til fjölda ára. Engu að síður safna þeir 20 milljónum króna til þess að styðja við bakið á bræðrum sínum og systrum á íslandi sem eiga um sárt að binda. Þar af samþykkti færeyska landsstjórnin að leggja hálfa aðra milljón í söfnunina sem er jafnhá fjárhæð og Bandaríkjastjórn lagði fram. Það er full ástæða til að taka ofan fyrir Færeying- um og íslenska þjóðin stendur í þakkarskuld við þá. Færeyingar hafa svo sannarlega sýnt samhug í verki. VerkMsboðun kennara Kennarasamtökin í landinu hafa boðað til verkfalls sem á að hefjast eftir tæpan hálfan mánuð hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma. Þessi verkfallsboð- un kom ekki á óvart - kennarar hafa á undanförnum árum reynt árangurslaust að fá umræður við ríkis- valdið um kjarabætur. Verkfall myndi hafa svo alvar- leg áhrif á allt skólastarf í landinu að ekki er hægt að hugsa þá hugsun til enda. Þess vegna skorar Dagur á aðila beggja megin samningaborðs að slaka á sín- um ítrustu kröfum og reyna með öllum hugsanlegum ráðum að ná samningum og forða verkfalli. I UPPAHALDI Baldvin Kristinn Baídvinsson, baritonsöngvarí, hrossa- riekandi og saudfjárbóndi í Torfunesi í Ljósavatnshreppi er í uppáhaldi í dag. Baldvinn er einn af stofhfélögum karlakórsins Hreims í S-Þingeyjar- sýslu en Hreimur verður 20 ára á þessu ári og hefur Baldvin sungið með kórnum frá upphafi. Baldvin er þekktur einsöngvari og hefiur komið fram við ýmis tilefni. Fyrir jólin kom út geisladiskur með söng hans en áð- ur hafði hann sungið inn á hljómplötur með karlakórnum og brœðrum sínum, en þeir eru jafnan kenndir við Rangá. AtJ sögn Baldvins hefur sala geisladisksins gengið fram- ar björtustu vonum og er hann mjög ánœgður með viðtökurnar. Baldvin er þekktur hrossamktandi og á nokkrar fyrstu verðlauna hryssur í stóði sínu, hann er formaður félags hrossabœnda í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum. Kona Baldvins er Bryn- hildur Þráinsdóttir og þau hjónin eiga tvö börn. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjáþér? „Mér þykir allur matur góður cn kinda- kjöt er mitt uppáhald í öllum þeim myndum sem hægt er aó matreiða það.“ Uppáhaldsdrykkur? „Því er fljótsvarað, það er mjólk og ekki spillir að hafa súra slátursneið með.“ Hvaða heimilisstörffinnstþér skemmtilegust/leiðinlegust? „Mér fmnst ljómandi skemmtilegt að elda góðan mat en mér finnst ekkert leiöinlegt, nema þá helst aðgeróar- leysi.“ Baldvin Kristinn Baldvinsson. Stundarþú einhverja markvissa hreyfingu eða likamsrœkt? „Ég syndi þegar tími gefst og fer þá oftast austur í Hafralæk en svo fylgir mikil hreyfing hrossunum og sauó- fénu.“ Ert þú í einhverjum klúbb eða fé- „Eg er í félagi hrossabænda, hcsta- mannafélaginu Þjálfa og karlakómunt Hreim.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Hestinn okkar, Eiðfaxa og Tímann.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Þaö cr Fjárhundurinn, ég er að temja einn góóan skota þessa dagana.“ íhvaða stjörnumerki ertþú? „Hingaó til hef ég verið talinn fiskur en samkvæmt nýjustu fréttum er ég í mikl- um vafa um þessi mál.“ Hvaðahljómsveitltónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Stórsöngvarinn Domingo hefur alltaf ss og hunda verið í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Uppáhaldsíþróttamaður? ,Mi það sé ekki Siggi Sveins. Ég hcf alltaf gaman af honum, það er svo rnik- ill húmor í honum.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Ég reyni aó horfa á fréttimar.'1 Á hvaða stjórnmálamanni hef- urðu mest álit? „Ég hef nú haft töluvert mikió álit á Halldóri Blöndal, landbúnaóarráðherr- anum okkar, mér finnst hann hafa stað- ió sig vel miðað vió aðstæður." Hvererað þínu mati fegursti stað- urá íslandi? „Nú er úr vöndu að ráóa, en einhver mesta fegurð sem ég hef séð í iandslagi er þegar vorsólin kemur upp yfir klett- um og íjörum Náttfaravíkur.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrft- ir að flytja búferlum nú? ,Ág held ég gæti búið hvar sem er ef svo bæri undir. Ef maður hcfur þá sem eiu manni kærastir hjá sér þá held ég þaó brcyti nánast engu.“ Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mundir? „Það er náttúrulega reióskemma til þess að geta tamið allan ársins hring.“ Hvernig viltþú helst verja frí- stundum þínuin? „Ég myndi gjaman vilja feróast iueira." Hvað œtlarðu að gera um helg- ina? ,Bf flensa og færð leyfir þá ætla ég að syngja á tónleikum í Þóroddsstaða- kirkju á sunnudagskvöldió og í Reykja- hlíóarkirkju á mánudagskvöldió.” KU EITT MEÐ ÖÐRU... Hækillinn JÓHANNES ÁRELÍUZ Hvað heldur við hæfi á nýju ári níu- tíuogfimm - og ber meðal annars í skauti sér kosningar til alþingis hins háa svo og heimsmeistarakeppnina í handknattleik (og fer víst að verulegu leyti fram á Akureyri, þar munu leika sér svíamir, frændur okkar helstir og stærstir á norðurlöndum) - já hvað þá heldur við hæfi en að vitna í Þórberg heitinn Þóröarsson? Gríp ég niður í grein Þórbergs Olíkar persónur, og mun skrifuð 1914. Meó skáletri stendur Mottó: íslandi alt! Allir eitt! Grein þessa er að finna ásamt ýmsum öðrum forvitni- og læsilegum í bókinni Olíkar persónur sem Sigfús Daðason gaf út hjá útgáfu sinni Ljóð- húsum 1976 og ritar bæði formála fyrir og athugasemdir aftan vió. Ráð- legg ég dyggum lesendum Dags og unnendum Þórbergs að leita uppi þessa ágætu bók. „Svona er Island í dag“ ku al- gengur frasi í nútímamálinu, ásamt hugtökum eins og vaskur og jafnvel vaskahús - og kannski einna síst í upprunalegum merkingum þessara orða - heldur haft yfir virðisaukaskatt og bifreiðir skráðar í útlandinu, með rauðum númerum. Datt mér þessi frasi sjónvarpsstöðvar nr 2 í hug þeg- ar ég var að glugga í Ólíkar persónur um hátíðamar - og gefum nú Þór- bergi orðið. „En svo er sem máltækið segir, að „heimur versnandi fer“. Helzt nú hverju afhraki uppi alls konar viðurs- tygð og angurgapalæti, bæði í orði og æði, og er mörgum vel þenkjandi manni raun að slíkri situation í helgi- dómi tilverunnar. Eg óska þess tíó- um, liggjandi á maganum yfir vorum ódauðlegu syndurn, úthellandi mín- um brennheitum tárum, að þeirra manna yrði eingöngu getið í mál- gögnum vomm ungmennafélaga, er með oss vilja vinna aó skógrækt og skíðabrautarvesini, boltaspiliríi og áflogum á kristilegum grundvelli. Landið er að blása upp; nakin fjöllin eru að hrynja yfir oss og blásin og ber moldarflögin glenna sig framan í oss, eins og þegar himininn for- skygnir í útsynningsgarra. Þetta má ekki lengur svo til ganga. Það þarf að klæöa fjöllin, mýrarfenin og moldar- rofin á henni móður okkar. Einu sinni var hún í skrúðgrænum mötli frá toppi til táar, eða milli fjalls og fjöru. Þá var gaman að lifa. Þá var líf hér í landi, hraustar sálir í kjötmikl- um og líflegum skrokkum. - Skíða- brautin stendur við í stað, eins og óumbreytan-legleikinn. En vaxandi áhugi hinnar uppvaxandi kynslóðar á skíðaferöum, ásamt vaxandi skíða- ræpu, sýnir, að vér þurfum að eignast góða skíðabraut, ásamt þinghúsi yfir höfuóið á okkur og gaddavírsgirð- ingu kringum Þingvöll. Og vér ungmennafélagar höfum ráðist þar á garðinn, sem hann er hæstur. Þaó er sómi okkar, sveró okkar og skjöldur á móti ómensku- deyfðinni og þrekleysisdoðasóttinni í landinu. íslandi allt! Allir eitt! Allir eitt! allireitt! allireitt! Boltaspilið er hið eina af fyrir- tækjum vorum, er eigi virðist ætla að deyja út. Og hækillinn gekk vel í vet- ur. En þá sjaldan að vér fljúgumst á fyrir publikum lendir alt í handleggjameiðslum eða lærleggja- brotum, svo að það getur ekki heitið að fljúgast á á kristilegum grundvelli og er líka brot á evulutioninni. Þjóðin er að úrkynjast - einu sinni var hún þó hraust. Menn eru orðnir kjötrýrir og gauóalegir, rétt eins og þcir standi í eilífu ástar-bralli, af því að enginn nennir að fljúgast á. Það þarf að end- urreisa þjóðina; steyta hana upp í áflog og rofavinnu og skíðabrautar- vesen og kenna henni að stinga sér kollskít, til þess að hún fái holdin aft- ur. - íslandi alt! Áfram! Upp og fram en hvergi niður! íslandi alt! Allir eitt!“ Síðar í þessum Þórbergsþætti seg- ir svo: „Fólkió hefur kepst við aö brokka út um land í sumarfríinu, til þess að svala hinni sídrepandi útsýnisþrá og halda við þeim glæðum ódauð-leik- ans, sem eiga að bera mannssálina á vængjum heilagra stemninga að hjarta hins ódauðlega lífsanda, sem lifir og skröltir í öllu sköpunarverk- inu, jafnvel hundasúrunum upp á- Kjalamesi. Sumir hafa ritað hug- næmar endur-minningar um ferðarölt sitt og lýst með eldlegum orðum þeim fátæklegu situationum sköpun- arverksins, er fyrir augu þeirra hafði borið á röltinu, svo að nöfn þeirra gleymdust ekki óbomum kynslóðum í bókmentum landsins. En nú em flestir sestir unt kyrt og reykja sigarettur sínar undir stræta- ljósum þegar rökkva tekur og af er létt striti og stríði daglega lífsins. Mannsálimar eru orðnar nokkurs konar botnvörpunætur, þaulsætnar á veiðisælustu miðunum. Eliment vetr- arins teygja sig inn í hvert hugskot eins og heilagur friðarengill og fyllir hjörtun fæðu og fögnuði. Nokkrir hafa sofnað þeim hinum síðasta svefninum; hafa nú Iagst milli fjögra fjala upp í kirkjugarði og bíða þess að lúðurinn gjalli í þokunni héma fyrir ofan og saman safni lifendum og dauðum. Aðrir hafa komið sér upp afkvæmum og bíða þau þeirra forlaga í vöggu sinni, er rangsleitni og þröngsýni stóra mannanna á að búa þeim til (. . .) fyrirheitna landið, þar sem allir verða bræður. Margir hafa trúlofast, sumir gifst, aðrir skilið að borði og sæng. Nýjar vonir og hug- sjónir hafa fæðst í höfðum margra, en fjarað út meðal annara; margir hafa getið sér frægð og frama, aðrir hafa týnt mannorði sínu. Ymsum hefur græðst fé, aðrir tapað aleigu sinni. En allir era þó einu ári eldri en þeir vóra um þetta leyti í fyrra og einu fótmáli nær reiknings-skap og dómi. - „Svo veltur tímans og hvelsins hjól.“„ Góðar stundir! hœkill, -ils, -lar K hækilbein; aft- urfótaskækill á fleginni húð; vertu (bíddu) hcegur, h. minn bíddu nú hægur kunningi Sjá íslenska orðabók handa skól- um og almenningi - Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1990 - á blaðsíðu 440 og hefst á hægviðri!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.