Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. febrúar 1995 - DAGUR - 5 Bikarúrslit í handknattleik Umsjón: Sævar Hreiöarsson Markvarslan ræður úrslitum - segir Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjáifari í handknattleik Þá er loksins komió aó því. í dag kl. 17.00 hefst úrslitaleik- urinn í bikarkeppni Umferö- arráðs í handknattleik þar sem KA og Valur reyna meó sér. Mikið hefur verió rætt og rit- aó um leikinn undanfamar vikur og mismunandi skoðan- ir komió fram. Dagur fékk Þorberg Aóalsteinsson, lands- liósþjáfara, til að spá í spilin og bera saman lióin. „Þaö er nátt- úrulega erfitt að segja til um hvort liðið vinn- ur en líkumar eru 65% hjá Val. Þar er meiri hefð fyrir því að vinna titla og sennilega er minni pressa á þeim heldur en KA-mönnum. Þetta getur verið mjög sálfræðilegt, KA tapaði úr- slitaleik í fyrra en Valur hefur náð í titil hvert einasta ár og þeir þora kannski frekar að tapa heldur en KA-menn,“ sagöi Þorbergur sem síðan var beðinn um að bera sam- an þá leikmenn sem skipa einstak- ar stöður í liðunum. Markverðir: „Úrslit leiksins ráðast einfaldlega á markvörslunni. Guðmundur Hrafnkelsson er án efa sterkasti markvörður landsins og hefur ver- ið gífurlega jafn að undanfömu í sinni markvörslu. Guðmundur er nokkuð góður í langskotum og af línu en aftur á móti er hans veika hlið homin. Þó KA sé með mjög sterkan homamann kemur það kannski upp á móti að Guómund- ur gjörþekkir Valdimar. Sigmar Þröstur á sína góðu kafla og nú er það spumingin hvemig hann stendur sig í þessum leik. Ég held aó það fari alfarið eftir frammi- stöðu hans hvemig leikurinn fer.“ Hægri hornamenn: „Valdimar Grímsson er að komast í gang aftur eftir meiðsl og ef hann leikur eins og hann gerir best er hann náttúrulega mjög góður. Það sást þó í leiknum á móti Val um daginn að honum vom frekar mis- lagðar hendur í fyrri hálfleik en kom síðan sterkari inn í seinni hálfleik. Nú er spumingin hvemig hann leikur í 60 mínútur. Valgarð Thoroddsen hefur ekkert verið með að undanfömu þannig að ég býst við því að Frosti Guðlaugsson verði í hægra hominu hjá Val. Það er alltaf frekar slæmur kostur að þurfa að leika með hægrihandar- mann í hægra homi en hann hefur samt komið ótrúlega vel frá þess- um leikjum að undanfömu, að undanteknum KR-leiknum í Vals- heimilinu. Hann vinnur þetta upp með því að vera geysifljótur hraða- upphlaupsmaður og ef hann skilar sínum þremur til fjórum mörkum þá er hann að skila 100% leik.“ Vinstri hornamenn: „Valur Amarson er mjög efnileg- ur leikmaður og hefur reynst drjúgur fyrir KA-liðið.* Hann er gamall Valsmaður og ég veit að þeir munu ekki gefa honum neitt eftir. Sveinn Sigfússon er líka einn af þessum efnilegu og hann virðist hafa mjög sterkar taugar í þetta. Hann kom t.d. inná í úrslita- keppninni í fyrra á móti Haukum og vann þar einn leikinn fyrir Valsmenn þannig að það verður að hafa góðar gætur á honum.“ Línumenn: „Þama er stór munur á liðunum. Geir Sveinsson er án efa besti línumaður landsins á meðan KA hefur fengið sáralítið út úr sínu línuspili. Allir vita hversu góóur Geir er í vöminni og sóknarlega er hann alhliða sterkur. Hann er mjög góður „blokkerari“ og hann getur bundið vömina. Hann hefur gott grip og skorar úr níu af hverjum tíu fæmm sem hann fær. Hann fiskar mörg víti og hann kemur ró yfir leik liðsins þannig að hann hefur alla þá kosti sem til þarf að bera í þessu. Ég hef aðeins þjálfað Leó Om Þorleifsson í ung- lingalandsliði og hann vantar fyrst og fremst líkamlegan styrk til að standast þennan snúning.“ Skyttur vinstra megin: „Patrekur Jóhannesson er náttúr- lega sterkari en Jón Kristjánsson sem skytta vinstra megin. Maður veit ekki hvaða áherslur Valsmenn hafa í sinni vöm en þeir hafa meiri breidd sóknarlega þannig að Jón kemur kannski ekki síður út í heildina. Það má heldur ekki gleyma því að Jón er einn af þess- um sigurvegurum í Valsliðinu sem hefur komið inn í leikina þegar illa hefur gengið og reddað hlut- unum. Patrekur hefur átt misjafna leiki eftir áramótin en það er nú einu sinni þannig að menn geta ekki haldið út á sama styrk allt ár- ið. Ég býst nú við því að KA- menn séu búnir að bíða eftir þess- um leik í um hálfan mánuð og þá er spuming hvemig hann hefur náð að undirbúa sig andlega í það.“ Leikstjórnendur: „Þar hefur Dagur Sigurðsson vinninginn yfir Atla Samúelsson. Dagur er aðeins eldri og hefur miklu meiri reynslu. Hann er einn af bestu leikstjómendum landsins og hann á góð skot, gott mat á leiknum og getur róað niður og aukið hraðann eftir því sem á við. Síðan getur hann tekió sig til skor- að mikið ef þannig liggur fyrir. Atli er ungur og bráðefnilegur og hann deilir boltanum ágætlega en það er spuming hvað hann gerir af mörkum á móti Valsvöminni.“ Skyttur hægra megin: „Júlíus Gunnarsson hefur komið vel út fyrir Valsmenn og skorað mikið en hann er tiltölulega ein- hæfur leikmaður. Hann hefur litla „fyntu“ og það er spurning hvem- ig KA ætlar aó taka á honum. Er- lingur Kristjánsson er mjög drjúg- ur leikmaður og þaó vill áreiðan- lega hver einasti 1. deildarþjálfari hafa hann í sínu liði. Það er þá fyrst og fremst vegna vamarleiks- ins en hann leikur kannski það hlutverk í KA-liðinu að honum er ekki ætlað að skora mikið. Það væri gaman að sjá hann blómstra í þessum leik og alltaf gaman fyrir svona eldri leikmann í 1. deildinni að vinna einn titil á ferlinum. Það hlýtur að vera draumurinn.“ Aðrir lykilmenn: „Ég á nú von á því að „gamli maðurinn" í KA-liðinu, Alfreó Gíslason, ætli að vera meö en mér sýnist hann vera hálf haltur inni á vellinum. Maður með þessa reynslu hlýtur að skapa mikið í leik sem þessum og ég veit aó hann mun gera þaó. Jóhann Jó- hannsson er mjög góóur leikmað- ur og skorar yfirleitt vel en það sem hann mætti bæta eru fyrst og fremst þessar „fyntur“. Þar á ég við allar gabbhreyfingar og um leið líkamlegan styrk.“ „Ingi Rafn Jónsson er mjög drúgur leikmaður og sérstaklega góður vamarleikmaður þegar hann leikur fyrir framan. Ég á von á að Sigfús Sigurðsson komi eitthvað þama inn. Hann er án efa efnileg- asti línumaður landsins, framtíðar- landsliðsmaður og hefur allt til aó bera til að vera meðal þeirra bestu. Hann fer inn í landsliðshóp strax næsta sumar, ég tel ekki nokkum vafa á því.“ Þorbergur vildi ekki spá um úr- slit í leiknum og sagði mjög erfitt að segja fyrir um hverjir yrðu bik- armeistarar. „Eins og ég sagði í upphafi þá verður það markvarsl- an og vamimar sem koma til með að ráða úrslitum. Ég held að það sé gott fyrir KA að vera liðið sem flestir spái tapi en þeir verða þá líka að nýta sér það,“ sagði Þor- bergur aó lokum. Sigmar Þröstur Oskarsson hefur ekki verið í náðinni hjá landsliðsþjálfaran- um en Þorbergur Aðalsteinsson segir að frammistaða hans geti ráðið úrslit- um í dag. Líkleg byrjunarlið \ Valdimar \ \ \ Erlingur Leó Örn s Leiðin í úrslitaleikinn 32-liöa úrslit: KA-IR 34:28 Þór-Víkingur 18:34 ÍBV-Ármann 38:22 Völsungur-UBK 22:29 ÍBV b-Grótta 21:28 Fram-Vikingur b 33:23 Valur b-Ögri 33:21 Keflavík-KR 26:30 16-liða úrslit: KA-Víkingur 30:24 1 8-iiða úrslit: ÍBV-KA 23:24 UBK-ÍBV 23:27 Grótta-Fram 31:19 Grótta-KA 16:25 Grótta-KR 22:21 Valur b-KR 24:26 16-liða úrslit: UMFA-Valur 20:22 8-liða úrslit: ' Valur-Stjarnan 22:16 Valur-Haukar 26:18 Stjarnan-HK 27:25 Selfoss-FH 26:22 Selfoss-Haukar 22:23 Haukar-ÍH 29:17 32-liða úrslit: Fylkir-Valur 18:32 Bi-UMFA 20:43 ÍR b-Stjarnan 31:35 Grótta b-HK 20:30 FH b-Selfoss 20:34 Fjölnir-FH 23:32 Selfoss b-Haukar 13:34 ÍH b-ÍH 21:30

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.