Dagur - 07.02.1995, Side 6

Dagur - 07.02.1995, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 7. febrúar 1995 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Það kemur hvergi betur í Ijós en í íþróttunum hversu stutt er á milli sorgar og gleði. Á laugar- daginn gátu KA-menn glaðst yf- ir fyrsta bikarnum í handboltan- um en Valsarar voru svekktir að horfa á eftir honum norður. Flestir voru á einu máli um að leikurinn hafi verið sigur fyrir handboltann, vel leikinn og skemmtilegur og úrslitin sann- gjörn. Þetta höfðu leikmenn og forráðamenn félagana að segja í leikslok: Allir spiluðu vel Alfreó Gíslason, þjálfari KA: „Það var ekki hægt aó hafa þetta betra. Ég er alveg rosalega stoltur af strákunum, liðió baröist sem einn maður og þótt sumir hafi spilaó frábærlega þá spiluðu allir vel. Ég hafói allan tímann trú á að vió gætum unnió hvað sem gekk á í leiknum. Ég var að spila minn besta leik í vetur enda reynt aó byggja mig upp fyrir þennan leik með því aö taka því rólega. Ég vil ekkert segja á þessari stundu um hvort ég held áfram að spila fyrst við erum komnir í Evrópukeppni en mióað við líðan mlna núna þá fmnst mér eins og ég eigi aldrei eftir að spila handbolta framar.“ Gunnarsson var fenginn til það að messa aðeins yfír okkur í hádeg- inu í dag og það hjálpaði mér mik- ið.“ Tekinn í gegn Sigmar Þröstur Oskarsson KA: „Vömin var rosalega góð og sókn- in líka og þá kemur markvarslan. Ég einbeitti mér vel fyrir leikinn og náði að byrja vel. Við höfðum fulla trú á þessu frá byrjun eins og sést á því að við erum að vinna þá þrisvar í einum leik. Jóhann Ingi tók mig aóeins í gegn á fundinum í dag og ég var ákveðinn að reka af mér allar bollaleggingar um að ég væri ekki í þessu til þess að vinna titla. Vió munum standa okkur vel í Evrópukeppninni. Er ekki mottóió, eitt sinn KA-maður, ávallt KA-maður“? Sætara og sárara Valdimar Grímsson KA: „Frá þeim degi að við komumst í úrslit hef ég verið ákveóinn í því að við myndum vinna. Við vorum fyrir- fram litla liðið í þessu og þvj spar- aði maður yfirlýsingamar. Ég var fyrst og fremst svekktur þegar ég r : ■ ” Eins og flestir bjuggust við var þetta leikur hinna sterku varna og ekki geflð þumlung eftir. Valur Arnarson fær hér óblíðar viðtökur frá Jóni Kristjánssyni og Valgarð Thoroddsen. Mynd: si. Alfreð Gíslason, þjálfari KA: „Rosalega stoltur af strákunum“ - „lífið heldur áfram,“ segir Þorbjörn Jensson Lífíð heldur áfram Þorbjöm Jensson, þjálfari Vals: „Við misstum þá of mikið fram úr okkur í byrjun og kannski það hafi gert útslagið. Maður er alltaf hundsvekktur þegar maður tapar en þetta eru hlutir sem reikna verður meó. Tapið er staðreynd og vió það lifí ég. Við eram enn inni í báráttunni um tvo titla og við mætum bara ákveðnir til næsta leiks. Ég þekki vel tilfinninguna að vinna titil og maður er alltaf að reyna að öðlast hana aftur og aft- ur. Engu aö síður er ég viss um að sigurinn er sætari fyrir þá en okk- ur. Þetta er jú þeirra fyrsti bikar.“ Hárrétt ákvörðun Patrekur Jóhannesson KA: „Þetta er minn fyrsti titill og ég er rosa- lega ánægður með að þetta skyldi ganga svona upp. Þetta er fyrsta árið mitt með nýju félagi og segir mér ekki neitt annað en það að ákvörðun mín um að skipta fyrir tímabilið hafi verið rétt. Ég var ánægður með eigin frammistöðu, stemmningin í liðinu var frábær og menn voru virkilega að spila með KA-hjartanu. Jóhann Ingi brenndi af vítinu örlagaríka en var staðráðinn í aó bæta fyrir það. Þetta var sætt en alveg hryllilega erfitt. Það var í senn sætara og sárara þaö skyldi vera Valur sem við lögðum af velli.“ Barningur og spenna Jón Kristjánsson Val: „Þetta var fyrst og fremst skemmtun fyrir áhorfendur, mikill bamingur og spenna. Við áttum undir högg að sækja og mér fannst eins og þeir svartklæddu, eins og svo margir aðrir, væru búnir aó ákveða að kominn væri tími á að bikarinn færi norður. Vió vorum allan tím- ann að bíta úr nálinni með það, t.d. varóandi brottrekstra í tíma og ótíma. Sigur KA var verðskuldað- ur í lokin og þeir léku vel.“ Sætur sigur Þorvaldur Þorvaldsson, formaður KA, meö bikarinn í hendinni: „Tilfmningin að halda á gripnum er alveg ótrúleg. Ég vissi að þetta yrói rosalega erfitt en var bjart- sýnn á að þetta myndi ganga. Stuðningsmenn KA-liðsins voru fjölmargir og létu vel í sér heyra. Hér eru nokkrir af þeim dyggustu stríðsbúnir. Mynd: SH. Alfreð Gíslason dreif sína menn áfram þegar þörfln var mest og hann kann að fagna. Mynd: sh. Strákamir stóðu sig frábærlega og ég á eiginlega ekki til orð til að lýsa líðan minni eins og er. Þetta þegar maður tapar en leikurinn var stórkostlegur og það var gaman að sjá þessa tæra gleði KA-manna. Leikurinn var fyrst og fremst sigur Sigmars Þrastar. Hann varði hreint stórkostlega og markvarsla hans réö úrslitum í leiknum og ekkert annað.“ Leó Örn Þorleifsson lék mjög vel á línunni og hélt Geir Sveinssyni í skugga SÍnum. Mynd: SH. var fyrst og freinst sætur sigur eft- ir tapið í fótboltanum um árið.“ Sigur Sigmars Brynjar Harðarson, formaður Vals: ..Maður er alltaf svekktur Valdimar Grímsson fór oft illa með sína gömlu félaga þrátt fyrir að þeir hafl tekið fast á honum. Mynd: SH. Byrjunin gerði útslagið Geir Sveinsson, fyrirliði Vals: „Maður er alltaf svekktur að tapa úrslitaleik og ég neita því ekkert að eftir að Gummi varði vítið í lok leiksins og eftir að við unnum upp forskot þeirra í fyrri framlenging- unni fannst mér eins og forlögin væru að segja okkur aö við ættum að vinna leikinn. Það sem kannski má segja að hafi gert útslagið voru fyrstu fimmtán mínúturnar. Ég átti von á leik af þessu tagi, þó ekki tveimur framlengingum, og óska KA til hamingju með sigur sem þeir áttu skilið.“ SV

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.