Dagur - 07.02.1995, Side 14

Dagur - 07.02.1995, Side 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 7. febrúar 1995 MINNINÚ Ingólf Lórenz Halldórsson Fæddur 23. febrúar 1904 - Dáinn 25. janúar 1995 Það er ekki hægt að lýsa honum afa í orðum, minningamar einar geyma það. Hann afi, Lórenz Halldórsson, var engum líkur. Það er margt sem sækir á þegar að ég sit og skrifa þessar línur. Afi var fæddur á Eskifirði 23.02.1904 og var því tæplega 91 árs þegar að hann lést. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá honum afa. Eg var ekki há í loftinu þegar að ég kom til þeirra fyrst í Fróðasundió á Ak- ureyri og þar líkaði mér vel að vera. Þar var ég meira og minna til sextán ára aldurs, eftir aó ég fór þaðan hafði gamli maðurinn oft orð á því „að enginn hafi beðið mig um aó fara“. Það var mitt verk að sjá um að klippa neglum- ar og raspa fætumar á honum eftir fótabað og fékk ég borgað fyrir það 25 kr. sem þóttu miklir pen- ingar í þá daga. Hann afi var alla tíó mikill vinnuþjarkur enda fyrir stóm heimili að sjá. Hann afi hafði góöa konu sér við hlið, hana ömmu. Hún amma hét Aðalheiður Antonsdóttir og var myndarkona í öllu sem hún tók sér fyrir hendur bæði í hannyrðum sem og í öðmm verkum. Amma lést skyndilega 1978 og var það honum mikill missir. Hann Afi vann við ýmiss störf en lengst af stundaði hann sjómennsku sem honum var í blóð borin. Það vom ófár sögumar sem VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 04.02.1995 CN J ( CVI —y VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.50(5 3 4.871.030 r\ 4 al 5 r1 Plús k 7 3 358.020 3. 4 0(5 262 7.070 4. 3 a( 5 8.844 480 Heildarvinnlngsupphæð: 21.784.610 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR hann sagói okkur af sínum stráka- pörum á sjónum. Hann afi stund- aði mikið veiðar hér á ámm áður, bæði skotveiði og laxveiði sem hann hafði mikla unun af og vom ófáar veiðisögumar sem hann sagði, trúlega getur enginn sagt þær eins og hann. Honum vom bamabömin alltaf hugljúf og bamabamabömin þegar að þau komu í heiminn, hann hugsaði alltaf fyrir því að eiga eitthvað góðgæti í dós í skápum hjá sér og þótti þeim stuttu ekki amalegt að koma í heimsókn til langafa þar sem hann bjó í Víóilundi hjá Gunnari syni sínum. Þaö sem langafabömunum þótti mest spennandi var að fá karamellur sem héngu á hring og líktist kransi. Aðalsportið var að næla sér í eina karamellu án þess að foreldrarir sáu til og undmðust bömin mikið hvar hann hefði fengió allt þetta góðgæti. Þá sagð- ist hann eiga vinkonu í Reykjavík sem hann myndi spyrja hvort hún ekki gæti gert karmellukrans fyrir þau. Og sú ósk hefur verió upp- fyllt, þau em búin að fá sína kransa. Það er um eitt ár síðan hann afi veikist en hann náði sér af þeim veikindum. Síðastliðið ár vissi enginn hvort þeir komu til afmæl- isveislu eða jarðarfarar, en hann afi kom öllum á óvart með því að halda góða afmælisveislu. Upp úr því fór honum mikið fram enda hafði hann góóan lækni, Nick, sér við hlið bæói varðandi veiðiferðir og annað, Nick var orðinn eins og einn af fjölskyldunni. Synir hans komu til hans því sem næst daglega og fóm með hann í bíltúr niður á bryggju eða út í Bót til að kíkja á bátasjómenn- ina þegar þeir komu að bryggju. Ekki má nú gleyma sumarbú- staóaferóunum í sumarbústað Gunnars á sumrin sem vom hon- um mikils virði og ekki langt að fara, rétt hinum megin við Pollinn, og áttu þeir feðgar Gunnar og afi þar góðar stundir saman. Gunnar hefur verið afa stoð og stytta síðan að amma féll frá og var afi eigin- gjam á Gunnar. Síóastliðið sumar fékk ég lánaðan sumarbústaðinn eins og oft áður. Feðgamir komu að venju og heimsóttu mig og Ágúst. Eg veikt- ist daginn eftir að ég kom norður og þurfti upp á sjúkrahús, hafði sá gamli miklar áhyggjur. Ég mátti ekki hreyfa mig úr rúmi, þá var hann komin með stafinn og sagði „þú átt að liggja í rúminu stelpa“, svo lá leiðin suður og ég lögð inn á sjúkrahús. Hann afi, orðinn þetta fullorðinn, hringdi sjálfur án nokkurrar hjálpar á spítalann til að fá upplýsingar um líðan mína og spjalla, svona var hann afi. Einn af þeim siðum sem skapaðist eftir að ég hætti siglingum var að tala við afa á hverjum degi í síma, þar var mikið rætt, allt frá ítölskum og kínverskum uppskriftum og að könnun hans á örbylgjuofninum, sem hann hafði mikið gaman af. Nú verður mikill söknuóur, hann afi er allur en alltaf verður hann ofarlega í huga mínum. Þegar að ég var að sigla og kom á Seyðisfjörð þá komu hann og Gunnar alltaf einu sinni á sumri að heimsækja mig og bauð ég afa að koma með í eina ferð, en honum fannst hann of gamall, en sá síðar eftir því að hafa ekki þeg- ið boðið. Enda var hann afi alltaf ungur í anda. Nú þegar hann afi er kominn yfir á æðri tilverustig, þar sem ég veit að amma hefur tekið á móti honum með útbreiddan faðminn, þá vil ég þakka afa fyrir samverustundimar sem við áttum saman. Starfsfólki lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sendi ég mínar bestu kveöjur fyrir góða umönnun og góðan hug til afa. Elsku Gunnsi, ég veit að sökn- uður þinn verður hvað mestur, en góðar minningar um hann afa munu ylja þér og okkur öllum um ókomin ár. Ég, Ágúst, Haukur Ingi og Anna biðjum góðan guö að gefa þér og systkinunum styrk á þessum erfiðu tímamótum. Lífió heldur álfam og mun minningin um afa og langafa lifa í hugum okkar allra. Alla Gunna. Einar Stefán Sigurðsson Fæddur 23. desember 1916 - Dáinn 15. janúar 1995 Þann 15. janúar andaðist í hjúkr- unarheimilinu Seli á Akureyri Einar Stefán Sigurðsson, sambýl ismaður Huldu systur minnar. Hjá þeim dvaldi ég oftast ef ég staldr- aói við fyrir norðan á síðustu ár- um. Var það með ólíkindum hversu vel hann tók mér og umbar þessa flökkukind aó sunnan á hverju sumri og ekki var talið eftir sér að skjóta manni bæjarleið. Var hann jafnan fljótari til að bjóða greiðann en ég að kvabba. Árið 1976 dvöldum við hjónin í sumar- húsi á Illugastöóum í Fnjóskadal. Þangað heimsóttu þau okkur Einar og Hulda og var þá haldið bæði í Skuggabjörg og út á Flateyjardal. Þetta voru bjartir hásumardagar og nutum við öll samverunnar og ferðalagsins. Fyrir nokkrum árum fór heilsu Einars mjög að hraka og lagðist þá allt á eitt þó astminn væri hon- um þungbærastur. Fór nú ferðum þeirra um landið að fækka en þau ferðuðust töluvert meðan heilsa hans leyfði, báðum til mikillar ánægju og nú var sjón hans einnig tekin að daprast og orðið erfiðara aö stjóma ökutækinu. Fyrir fáum ámm hittist þannig á að ég sótti meóöl fyrir Einar í apótek. Mér fannst þessi sekkur síga í, enda komu upp úr honum tíu tegundir af lyfjum. Og ég spurói sjálfa mig í fávisku minni: Getur mannslík- aminn nýtt sér og unnió úr öllu þessu, heilsu sinni til hagsbóta? Ég efaðist og efast enn um slíka hluti, enda þekking mín af skom- um skammti á því sviði. Síðan bættist við súrefnistækið og allar hinar vélamar sem áttu að létta undir. Síðastliðið vor var Einar orðinn langlegusjúklingur í Dval- arheimilinu Seli og fyrir jólin varð hann að fara á sjúkrahúsið til stuttrar dvalar. Er hann kom aftur upp í Sel hafði hann orð á því að honum fyndist hann vera að koma heim og segir það sína sögu um aðhlynninguna í Seli. Ég heimsótti Einar í Sel síðast- liðið sumar og gat hann þá setið úti um stund með tækin sín og tól- in sem nú voru orðin honum ómissandi. Samt gladdist hann yf- ir góðum fréttum öómm til handa þó hann vissi að hann ætti ekki afturkvæmt til betri heilsu. Þegar ég hugsa til baka held ég að hlý- hugur til þeirra sem höllum fæti stóðu og greiðasemi við náungann hafi verið honum eðlislægur. Ég flyt kveóju frá Hildi Jakob- ínu, dóttur minni. í hennar huga voru Einar og Hulda sem afi og amma. Þetta em örfá minningarbrot, síðbúin kveðja norður yfir heiðar. Huldu systur minni, sem alltaf hefur verið að styrkja einhvem og styðja síóan ég man eftir mér, flyt ég samúóarkveðju. Ástvinum Ein- ars sendi ég einnig samúðarkveðju og bið honum blessunar, vona aó nú sé loks fengin hvíld frá lang- vinnum þrautum. Kristín Guðnadóttir. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri Sími 96-26900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. h., Akureyri, föstudaginn 10. febrúar 1995 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Aðalstræti 63, Akureyri, þingl. eig. Kristján Jóhannsson og Anna G. Torfadóttir, gerðarbeiðendur Akur- eyrarbær, Landsbanki íslands, Tryggingastofnun ríkisins og Vá- tryggingafélag fslands. Ásholt 8, Árskógshreppi, eignarhl., þingl. eig. Óðinn Valdimarsson, gerðarbeiðandi Olíuverslun ís- lands. Borgir, Grímsey, þingl. eig. Harald- ur Jóhannsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri. Brekkugata 10, neðsta hæð, Akur- eyri, þingl. eig. Tryggvi Kjartans- son, gerðarbeiðandi Samvinnulíf- eyrissjóðurinn. Einholt 6a, Akureyri, þingl. eig. samkv. kaupsamningi Baldvin Þor- valdsson, gerðarbeiðendur Lands- banki íslands, Vátryggingafélag fs- lands h.f. og íslandsbanki h.f. Fiskverkunarhús Efri-Sandvík, Grímsey, þingl. eig. Haraldur Jó- hannsson, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn á Akureyri. Fjólugata 13, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Sigurgeir R. Gissurarson og Anna S. Arnardóttir, gerðarbeið- endur Akureyrarbær, Byggingar- sjóður ríkisins og Samvinnulífeyris- sjóðurinn. Gamla búð, Svalbarðseyri, þingl. eig. Lárus Hinriksson, gerðarbeið- endur Landsbanki íslands og Sýslumaðurinn á Akureyri. Geldingsá, íb. 00-01, Svalbarðs- strandarhreppi, þingl. eig. Jó- hannesína Svana Jónsdóttir, gerð- arbeiðendur Sýslumaðurinn á Ak- ureyri og íslandsbanki h.f. Gránufélagsgata 46, ásamt öllum vélum og tækjum, Akureyri, þingl. eig. Oddi h.f„ gerðarbeiðandi Iðn- lánasjóður. Grund, Grýtubakkahreppi, þingl. eig. Sigurður Helgason, gerðar- beiðendur Sýslumaðurinn á Akur- eyri og Vátryggingafélag (slands h.f. Hafnarstræti 79, efsta hæð, Akur- eyri, þingl. eig. Baldvin Arngríms- son, gerðarbeiðendur Akureyrar- bær, Lífeyrissjóður KEA og Lífeyr- issjóður sjómanna. Hallgilsstaðir, hluti lands, Arnarnes- hreppi, þingl. eig. Skúli Torfason, gerðarbeiðendur Kaupfélag Eyfirð- inga og íslandsbanki h.f. Hánefsstaðir, íbúðarhús og lóð, Svarfaðardal, þingl. eig. Alfreð Vikt- or Þórólfsson, gerðarbeiðendur Fell h.f. og Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Hella, loðdýrabú (minkahús) Ár- skógsshreppi, þingl. eig. Höfðafell h.f., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri. Hjalteyrargata 2, austurhl. Akureyri, þingl. eig. Vélsmiðjan Oddi h.f., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður. Jaðar, ris og hl. miðhæðar, Dalvík, þingl. eig. Georg W. Georgsson, gerðarbeiðandi íslandsbanki h.f. Kartöflugeymsla og verksmiðja, Svalbarðseyri, þingl. eig. BDS Virki h.f., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri. Keilusíða 7h, Akureyri, þingl. eig. Marta E. Jóhannsdóttir, gerðar- beiðendur Akureyrarbær og Vá- tryggingafélag fslands h.f. Klapparstígur 19, eignarhl. Ár- skógshreppi, þingl. eig. Valur Höskuldsson, gerðarbeióendur Bókhaldsskrifstofan og Olíuverslun íslands. Langamýri 18, Akureyri, þingl. eig. Sigþrúður Siglaugsdóttir, gerðar- beiðandi íslandsbanki h.f. Langholt 24, Akureyri, þingl. eig. Lilja Margrét Karlesdóttir, gerðar- beiðendur Kaupþing h.f. og fs- landsbanki h.f. Laufásgata 1,2 bogaskemmur, Ak- ureyri, þingl. eig. Vélsmiðjan Oddi h.f., gerðarbeiðendur Iðnlánasjóður og Lífeyrissjóður KEA. Melasíða 3, íb. 301, eignarhl. Akur- eyri, þingl. eig. Þórólfur Jóhanns- son, gerðarbeiðendur Sparisjóður vélstjóra og fslandsbanki h.f. Múlasíða 1h, Akureyri, þingl. eig. Álfheiður Pálína Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarbær. Múlasíða 5f, íb. 203, Akureyri, þingl. eig. Júlía Skarphéðinsdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarbær og Byggingarsjóður verkamanna. Möðrufell, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Bjarni R. Guðmundsson og Ragnheiður Austfjörð, gerðarbeið- andi Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Norðurgata 19, neðri hæð, eignar- hl. Akureyri, þingl. eig. Rúnar Ei- ríksson, gerðarbeiðandi Kristmund- ur Stefánsson. Reykjasíða 3, Akureyri, þingl. eig. Vilhelm Ágústsson, gerðarbeiðandi fslandsbanki h.f. Smárahlíð 18i, íb. 301, Akureyri, þingl. eig. Sigríður J. Gísladóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarbær, Byggingarsjóður verkamanna og Vátryggingafélag fslands. Sunnuhlíð 12, X-hluti Akureyri, þingl. eig. Pálína s.f., gerðarbeið- andi íslandsbanki hf. Sveinbjarnargerði 2, Svalbarðs- strönd, þingl. eig. Fjöregg h.f., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri. Vestursíða 36, íb. 202, Akureyri, þingl. eig. Sólveig H. Sverrisdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Islands h.f. Þverá í Skíðadal, Svarfaðardals- hreppi, þingl. eig. Ingvi Eiríksson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurinn á Akureyri, 6. febrúar 1995.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.