Dagur - 15.02.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 15. febrúar 1995
FRÉTTIR
Olíugjald tekið upp í staö þungaskatts á díselbílum:
Gjaldbyrðin á ekki
að breytast
- FÍB fagnar breytingunni en hvetur til lækkunar gjaldsins
Endurgreiðsla
oftekinna skatta
oggjalda
Rfldsstjórnin hefur samþykkt
tillögu ijármálaráðherra um
að leggja firam á Alþingi
frumvarp til laga um endur-
greiðslu oftekinna skatta og
gjatda. Með þessu er komið á
nauðsynlegri réttarbót gagn-
vart skattgreiðendum.
Sérstaklega eru nefnd þrjú
atriði í þessu sambandi. í fyrsta
lagi eru tekin af öll tvímæli um
ótvíræðan rétt skattgreiðcnda á
endurgreiðslu, í öðru lagi verða
endurgreiðsiumar með vöxtum
og í þriðja lagi eru í sumum til-
fellum greiddir dráttarvextir.
Þá samþykkti ríkisstjómin
tillögu fjármálaráðherra um
breytingu á frumvarpi til laga
um staógreiðslu opinberra
gjalda, tekjuskatt og eignarskatt
og yfirskattanefnd. Breyting-
amar lúta að greiðslu veróbóta
á staðgreiðslufé scm cndur-
greitt er á staðgreiðsluárinu. Er
þetta gert til samræmis við
reglur sem gilda um endur-
greiðslu eftir að álagningu
skatta iýkur.
Breyting á lögum um tckju-
skatt og eignarskatt tckur til
þess að vaxtaprósentan verður
sú sama og kveðið er á uni í al-
menna frumvarpinu og að iög-
fest vcrði ákvæði um greiðslu
dráttarvaxta í þeim tilvikum
þcgar mál fara fyrir yfirskatta-
nefnd og úrskuröur er ckki
kveðinn upp fyrr en eftir að
iögbundnir frestir eru iiónir.
Ennfremur er lagt til að í öllum
tilvikum verði greiddir dráttar-
vextir frá þeim tíma er dórns-
mál telst hðfðaó vegna ágrein-
ings um greiósluskyldu eóa
fjárhæó skatts.
Auk framangreinds er í
frumvarpinu ákvæði um breyt-
ingar á lögum um yfirskatta-
nefnd, í þá veru aó lögfesta
ákveðna fresti til úrskuróar í
öllum kærumálum, segir í
fréttatilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu. KK
Sem kunnugt er hafa eigendur
bifreiða sem brenna dfselolíu til
þessa þurft að greiða svokallað-
an þungaskatt, sem kemur í
raun í stað þeirrar skattlagning-
ar sem er á bensín og er inni í
bensínverðinu. Þann 1. júlí nk.
verður núverandi þungaskatts-
kerfi lagt niður og þess í stað
tekið upp svokallað ohugjald. f
framkvæmd vinnur kerfið með
sama hætti og skattlagningin á
bensín nú. Því hækkar verð á
olíulítra og verður á sama róli og
bensínverð.
Olíugjaldinu er í megin atrið-
um ætlað að leggjast á sömu aóila
og þungaskatturinn gerir og því
veróur um endurgreiðslu að ræða
til þeirra notenda olíu sem ekki
bera þungaskatt nú, t.d. olía til út-
gerðar, sérleyfishafa og eigenda
almenningsvagna, olía til húshit-
unar og búrekstrar, svo dæmi sé
tekið. I stað endurgreiðslukerfis-
ins kom einnig til greina að taka
upp litunarkerfi, þ.e. að lita skatt-
frjálsa olíu, en horfið var frá því
sökum þess hversu kostnaðarsamt
væri að koma slíku dreikerfi upp
til viðbótar því kerfi sem fyrir er.
Einn heisti kosturinn við nýja
kerfið er að undanskot frá núver-
andi kerfi eru umtalsverð, þau
ættu að minnka mikið. Einnig er
kostnaður við framkvæmd mun
minni í nýja kerfinu. Þungaskatts-
kerfi þekkist auk þess nánast
hvergi nema á Islandi. Með þessu
er gjaldtaka af dísel- og bensínbif-
reiðum samræmd og gjaldtakan
breytist frá því að vera gjald á
ekna kílómetra yfir í gjald á notað
eldsneytismagn og því veróur
hvati til þess að eiga frekar spar-
neytnari díselbifreiðar. Díselbif-
reiðar eru um 10% dýrari í inn-
kaupi en sambærilegar bensínbif-
reiðar en á móti kemur að þær
eyða minna eldsneyti á ekinn km.
Sú spurning sem eigendur dís-
elbifreiða spyrja sig í þessu sam-
bandi er hvort reksturskostnaður
bílsins hækki. Upptaka olíugjalds-
ins miðast við það að kostnaður-
inn breytist sem minnst hjá þeim
sem skilvísir eru í núverandi kerfi.
Þeir sem hafa stundað undanskot
veröa hins vegar væntanlega að
greiða meira en verið hefur. Lík-
legt er að verð á olíulítra verði
milli verðs á 92 og 95 oktana
bensíni og það fer því eftir eyðslu
bílsins hvort gjaldbyrði hækkar
eða lækkar. Fyrir þá sem nú eru á
föstu þungaskattsgjaldi (ekki með
mæli) og aka mikið, verður nýja
kerfiö dýrara.
Svo dæmi sé tekið af díselbíl
sem er 1,1 tonn og eyóir um 7,2
1/100 km þá verður ódýrara í nýja
kerfinu aó reka bílinn meðan ekið
er undir 33-35 þús. km á ári. Sé
ekið meira verður kostnaðurinn
hærri en áóur. Tölumar em að
sjálfsögðu breytilegar eftir þyngd
bíla og eyðslu, en sem fyrr segir
er ákveðinn hvati í nýja kerfinu til
að eiga frekar spameytnari bif-
reiðar og ástunda spameytni við
akstur, miðað við það sem nú er.
Runólfur Ólafsson hjá FÍB
sagði menn þar á bæ fagna þessari
kerfisbreytingu en hins vegar væri
olíugjaldið og þar með útsöiu-
verðió of hátt og í þessu væri falin
skattahækkun. „Ef við miðum við
löndin í kringum okkur þá er dís-
elolían 6 til 25% ódýrari en lítra-
verð á ódýrara bensíni. Hér stefnir
í að verðið verði um 70,83 kr., eða
hærra en 95 okt. bensín. Virðis-
aukaskattur af 71,83 kr. er mun
hærri en af 22,90 kr„ sem er verð
á díselolíulítranum í dag. Þama er
því um að ræða a.m.k. 200 millj-
óna aukatekjur í ríkissjóð. Það er
að okkar mati vansæmandi að
nota sjálfsagða kerfisbreytingu,
sem er réttlætismál til skattahækk-
ana. FÍB fagnar því olíugjaldinu
sem slíku en hvetur til lækkunar á
því miðað við núverandi tiliögur."
Einnig hafa verið leidd rök að
því að þar sem díselbifreiðar eru
dýrari í innkaupi muni ekki borga
sig fyrir „meóaljóninn" að fjár-
festa í díselbíl í nýja kerfinu. Það
þykir mörgum súrt í broti þar sem
ný díselfólksbifreið eyðir um 30%
minna eldsneyti en væri hún knúin
bensínhreyfli og mengar auk þess
minna. HA
Jónas G. Rafnar látinn
Rússneskt skip landaði á annað hundrað tonnum af fiski á Húsavík um hclg-
ina, en hélt síðan til Sauðárkróks. Rússar vinna sjálfir við löndun úr skip-
inu. Mynd: IM
Meðalúrkoma á Siglu-
firði 130 mm í janúar
- varð mest árið 1990 sl. 12 ár
Jónas Gunnar Rafnar, fyrr-
verandi alþingismaður og
bankastjóri, er látinn á sjötug-
asta og fimmta aldursári.
Jónas fæddist 26. ágúst
1920. Foreldrar hans voru Jón-
as Rafnar, yfirlæknir á Krist-
neshæli, síðar á Akureyri, og
Ingibjörg Bjamadóttir Rafnar,
húsfreyja.
Árið 1940 lauk Jónas G.
Rafnar stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri og
lögfræðiprófi frá Háskóla ís-
lands árið 1946. Hann rak lög-
fræðistofu á Akureyri frá miðju
ári 1946 til ársloka 1962. Árið
1961 var hann settur banka-
stjóri við Utvegsbanka íslands í
Reykjavík til ársloka og aftur 1.
nóvember 1963 til 1. júní 1984.
Jónas G. Rafnar tók virkan
þátt í stjómmálum og var al-
þingismaður Akureyringa fyrir
Sjálfstæðisflokkinn 1949-1956
og 1959. Hann var landskjörinn
varaþingmaóur í maí 1957 og
alþingismaður Norðurlands-
kjördæmis eystra 1959-1971. Á
ámnum 1967-1971 var Jónas
G. Rafnar forseti efri deildar
Alþjngis.
Á ámnum 1958 til 1962 var
hann bæjarfulltrúi á Akureyri
og átti auk þess sæti í stjóm Ut-
gerðarfélags Akureyringa hf.
1958-1960. Hann átti og sæti í
stjóm Laxárvirkjunar 1956-
1971. Auk þessa sat hann í
fjölda nefnda og stjórna og
gegndi fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn.
Eftirlifandi eiginkona hans
er Aóalbjörg Bjamadóttir Rafn-
ar, hjúkrunarkona. Þau eignuð-
ust þrjár dætur; Halldóm f.
1947, Ingibjörgu Þórunni f.
1950 og Asdísif. 1953. óþh
Meðalúrkoma á Siglufirði í
janúarmánuði sveiflast mjög
mikið milli ára, var um 130 mm
í janúarmánuði og hefur ekki
verið meiri síðan á árinu 1990,
en þá fór hún í liðlega 190 mm.
Það er langmesta úrkoma á
Siglufirði í janúarmánuði í 12
ár.
Minnst var úrkoman árið 1987,
aðeins tæpir 20 mm, og varla hef-
ur það glatt siglfirska skíðamenn,
en kannski mætti úrkoman vera
minni og jafnari. Á meðfylgjandi
súluriti sést vel hversu sveiflumar
hafa verið miklar á janúarúrkom-
unni á Siglufirði undanfarin ár.
GG
Nýtt landbúnaöar-
blaögefiöút
Bændasamtökin hafa ákveð-
ið að gefa út nýtt landbúnað-
arblað sem komí út hálfs-
mánaðarlega og verði 1 dag-
blaðsbroti. Blaöinu veröur
dreift endurgjaidslaust inn á
hvert heimili t landinu. Áætl-
að er að útgáfa blaðsins
hefjist f næsta mánuði. Frá
þessu er greint f nýjasta
tölublaði Freys. Þar kemur
fram að Áskell Þórisson,
fyrrverandi ritstjóri Dags og
núverandi upplýsingafuIItrúi
Samkeppnisstofnunar, hefur
verið ráðinn ritstjóri þessa
nýja blaðs. Jafnframt veröur
blaösföufjöldi Freys minnk-
aður um sem næst helming
og sömuleiðis fjöldi tölu-
blaöa Freys.
Júlíus hættlr
Svarfdælingurinn Júlfus Jón
Danfelsson hefur látiö af
starfi ritstjóra búnaðarblaðs-
ins Freys, en því hefur hann
gegnt frá árinu 1980. Júlfus
varð sjötugur 6. janúar sl.
Útbrelddur
misskilningur
Lesandi blaösins haföi sam-
band við ritsljóm og sagðist
hafa orðiö vör viö þann út-
breidda misskilning meðal
framhaldsskólanema að þeir
gætu notiö atvinnuleysis-
bóta í yfirvofandi verkfalli
kennara.
Það er rétt að undirstrika
aö þetta er aivarlegur mis-
skilningur, lög gera ekki ráð
fyrir þvf að framhaldsskóia-
nemar hafi rétt til atvinnu-
leysisbóta þótt lærifeður
þeirra fari í verkfall.
Lýsirfuröu á
afnagi á Alþingi
Á kjördæmisfundi Þjóövaka í
Noröurlandskjördæmi
eystra, sem var haldinn sl.
laugardag var samþykkt
ályktun þar sem lýst er furðu
„yfir því afnagi sem fram
hefur komið á Alþingi, vegna
flutnings embættis veiöi-
stjóra til Akureyrar."
í ályktuninni er einnig
harmaö „aö Eyjafjarðar-
svæöið, sem er eina mót-
vægi við höfuðborgarsvæö-
ið, skulí þurfa aö búa við úti-
bú varöandi þróun og sölu
fiskafurða þegar höfuðstöðv-
ar eru í boöi.“
Þjóðvaki telur aö kjark og
framsýni þurfi f málefnum
landsbyggðarinnar, ný at-
vinnutækifæri til atvinnu og
uppbyggingar skapist ekki
meðan ráðamenn ríghaldifí
óbreytt ástand.
Verktækníhf.
gjaldþrota
HéraðsdÓmur Noröurlands
eystra hefur tekið bú Verk-
tækni hf., Þrastarlundi á Ak-
ureyri, til gjaldþrotaskipta.
Ólafur Birgir Ámason hrl. á
Akureyri hefur veriö skipaður
bústjóri þrotabúsins.
Fyrsti skiptafundur veröur
haldinn 28. apiil nk.