Dagur - 15.02.1995, Síða 9

Dagur - 15.02.1995, Síða 9
Miðvikudagur 15. febrúar 1995 - DAGUR - 9 Á slóðum Ferðafélags Akureyrar: Kristnes - Súlumýrar í nágrenni Akureyrar er fjöldi skemmtilegra gönguleióa, hvort sem er á vetri eða sumri. Velja má leiðir á láglendi, í miðjum hlíðum eða upp á hæstu tinda. I skamm- degi og misjöfnum veðrum er oft heppilegra að hætta sér ekki of hátt upp í fjöllin enda má finna skemmtilegar leiðir með miklu út- sýni þótt ekki sé farið upp fyrir miðjar hlíðar. í þessari grein er lýst einni slíkri gönguleið: frá Krismesi í Eyjafjarðarsveit norð- vestur yfir Stórhæð og Súlumýrar, að sorphaugum Akureyrar á Gler- árdal. Við hefjum feróina hjá Krist- nesspítala í Eyjafjarðarsveit. Sagnir herma að Kristnes sé land- námsjöró Helga magra. Arið 1927 var stofnaó hér hæli fyrir berkla- sjúklinga en í dag eru á Kristnes- spítala endurhæfingardeild og öldrunarlækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. I brekkunum ofan Kristnesspít- ala er stórt skógræktarsvæði, um 27 hektarar lands. Agætt er að ganga upp brekkuna norðan undir skógræktargirðingunni. A árunum 1941-1961 voru gróðursettar um 50 þúsund plöntur hér í hlíðinni og er þetta nú hinn vöxtulegasti skógur, Kristnesskógur. Þegar gengið er upp hlíðina norðan Kristnesskógar verða á leið okkar nokkur gömul barrtré, greni og fura, greinilega ekki hluti Krist- nesskógar. Hér er „Stjömureitur", kenndur við guðspekistúkuna „Bláu Stjömuna“. Bræður í þess- ari stúku gróðursettu hér tré, lík- lega um eöa fyrir 1920, sem af- mörkuðu femingslaga reit, um 50 m á hvem kant. Hér var lengi blá stjarna á hliðstólpa við reitinn en stjarnan eyðilagðist er hermenn höfðu hana að skotspæni í heims- styrjöldinni síðari. Við norðvesturhom Kristnes- skógar er tilvalið að blása mæð- inni. Nú höfum við hækkað okkur um 140 metra og héöan er hið feg- ursta útsýni yfir Kristnessvæðið og bróðurpartinn af Eyjafjarðar- sveit. Héðan stefnum við til norð- vesturs, skáhallt upp hlíðina, í stefnu á Stómborg, klettahæð upp frá bænum Ytragili í Eyjafjarðar- sveit. Hlíðin norður frá Kristnesi er þægilega aflíðandi, ágætt göngu- skíðaland á snjóþungum vetri. Við fömm yfir lækinn Bróká, á landa- merkjum Reykhúsa og Teigs. Uppi í brúninni er farið rétt ofan vió upptök Gilsárgils og heitir þar Botnhóll við gilendann. Er þá skammt að rótum Stómborgar sem rís töluvert yfir nánasta um- hverfi sitt, 486 m yfir sjó. Af borginni er mjög gott útsýni aust- ur og suðaustur yfir Eyjafjarðar- sveit. Vestan við Stómborg er efsti hluti Súlumýra og standa þar grýttir hólkollar, Geitklappir, upp úr flóanum eins og eyjar. Frá Stóruborg er stutt og greið leið, um 1,5 km, norðvestur á Stórhæð. Við göngum upp að vörðu syðst á hæðinni, um 520 m yfir sjó. Héðan er hið fegursta út- sýni, bæði austur yfir Eyjafjarðar- sveit, norður um Eyjafjörð og vestur í Hlíðarfjall. I suðaustri gnæfa Súlur og eru sennilega hvergi tignarlegri að siá en héðan frá Stórhæð. Við rætur Stórhæðar að vestan er komið á Súlumýrar. Hér er jafnan mikið fannkyngi á vetrum og mjög þægileg gönguskíðaleið undan brekku niður með Heimari Hlífá í stefnu á sorphaugana á Glerárdal. Er þá best að halda sig norðanvert við Heimari Hlífá og fara niður gildrag norðan árinnar sem nær niður undir sorphaugana. Má hér oft finna auóvelda göngu- skíðaleið allt niður að bílastæðinu vió haugana. Ferðafélag Akureyrar (FFA) efnir til skíðaferðar frá Kristnesi um Stórhæð og Súlumýrar að sorphaugunum á Glerárdal laugar- daginn 18. febrúar nk., sjá meðfylgjandi kort af leiðinni. Far- ið verður frá skrifstofu FFA í Strandgötu 23 kl. 09 að morgni og ekið í Kristnes. Gönguleiðin er um 8 km, hækkun frá Kristnesi upp á Stórhæð um 440 m, áætlað- ur göngutími 3-4 klst., létt ganga. I lokin verða þátttakendur sóttir á bílastæðið við sorphaugana. Ingvar Teitsson, formaður gönguleiðanefndar FFA. Heimildir: 1) Brynjólfur Ingvarsson, Reykhúsum: Munn- leg heimild þ. 11.02.95. 2) Magnús Kristinsson: Fjallabálkurinn um- hverfis Glerárdal. Árbók Feróafélags íslands 1991, bls. 67-134. 3) Skógræktarfélag Eyfirðinga: Útivistarsvæói í Kristnesskógi, tillögur, 1993. Yfirlitskort af gönguleiðinni frá Kristnesi um Súlumýrar að sorphaugunum á Glerárdal. Hjalti Jóhannesson staðfærði eftir korti Landmæiinga ísiands. skíðaferð með FFA á Súlumýrum vorið 1992. Súlur í baksýn. Ljósmynd: Ingvar Teitsson Laugardagskvöldíb 18. febrúar Á rshátíÖ Starfsmannafélags Kaupfélags Eyfírðinga S.K.E. 119 Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.30 ÍðÉMiiðeig A tilboði alla daga - öll kvöld: Súpa dagsins B.B.Q. lambaframhryggjarsneið og kaffi Verð aðeins kr. 690 Ennfremur okkar vinsæla hamborgaratilboð alla daga Sími22200

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.