Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 15. febrúar 1995 - DAGUR - 15
IÞROTTIR
SÆVAR HREIÐARSSON
Frjálsar íþróttir - Meistarmót íslands 15-18 ára:
Glæsilegur árangur Norðlendinga
Þórsarar sendu a- og b-lið til keppni og hér sjást hressir strákar úr b-liðinu
ásamt þjálfurum sínum.
Sigurvegarari í keppni c-liða var lið KA C1 og strákarnir voru greinilcga
stoltir af því að leggja félaga sína í C2 á hlutkesti.
ar 1977 og 1978. í 50 metra hlaupi
skipuðu norðanstúlkur þrjú efstu
sætin. Linda Olafsdóttir, USAH og
Valgerður Jónsdóttir, HSÞ, komu
jafnar í mark á 6,8 sekúndum og
næst þeim kom Hildur Bergsdóttir,
UFA á 7,2 sekúndum. Valgerður
varð aftur í 2. sæti í 50 metra grinda-
hlaupi, á 8,5 sekúndum, og stalla
hennar úr HSÞ, Amfríður Gígja
Amgrímsdóttir kom henni næst á 9,2
sekúndum. Valgerður tók einnig 2.
sætið í langstökki þar sem hún stökk
5,24 metra og Hildur Bergsdóttir
varð þriðja með 5,05 metra. Hildur
sigraði síðan í langstökki án atrennu
þar sem hún hafði mikla yfirburði og
stökk 2,50 metra. Linda Ólafsdóttir
varð í 2. sæti í þrístökki með 9,94
metra og Ólöf Björg Þórðardóttir,
HSÞ, varð í 3. sæti í kúluvarpi með
kast upp á 9,98 metra.
Skíðaganga:
Haukur sigraði
á KA-móti
Haukur Eiríksson frá Akureyri
sigraði í KA-mótinu í skíðagöngu,
sem fram fór í Hlíðarfjalli sl.
sunnudag. Haukur átti að venju í
harðri baráttu við Kristján Hauks-
son frá Ólafsfirði en Haukur var
átta sekúndum á undan þegar upp
var staðið. í kvennaflokknum
hafði Svava Jónsdóttir frá Ólafs-
firði talsverða yfirburði og sigraði
örugglega. Gengið var með frjálsri
aðferð og úrslit urðu sem hér segir:
Drengir 8 ára og yngri:
(Gengið 1 km)
1. Hjalti Már Hauksson Ó 4.26
2. Guðni Guðmundsson A 5.41
3. Jóhann Freyr Egilsson A 5.53
Stúlkur 9 ára og yngri:
(Gengið 1 km)
1. Katrín Ámadóttir A 5.27
2. Elsa Jónsdóttir Ó 5.31
3. Katrín Rolfsdóttir A 5.39
Drengir 9-10 ára:
(Gengið 1.5 km)
1. Andri Steindórsson A 5.12
2. Hjörvar Maronsson Ó 5.28
3. Páll Þór Ingvarsson A 6.04
Stúlkur 10-12 ára:
(Gengið 2 km)
1. Hanna Dögg Maronsdóttir Ó 8.19
2. Eva Guójónsdóttk Ó 10.12
3. Brynja Guðmundsdóttir A 11.36
Drengir 11-12 ára:
(Gengið 2.5 km)
1. Bjöm Blöndal A
2. Einar Páll Egilsson A
3. Jón Þór Guómundsson A
Konur 13 ára og eldri:
(Gengið 5 km)
1. Svava Jónsdóttir Ó
2. Svanhildur Jónasdóttir A
Drengir 13-14 ára:
(Gengið 5 km)
1. Ámi Gunnarsson Ó
2. Baldur Ingvarsson A
3. Ragnar Pálsson Ó
Drengir 15-16 ára:
(Gengið 8.5 km)
1. Þóroddur Ingvarsson A
2. Garðar Guðmundsson Ó
3. Helgi Jóhannesson A
Karlar 17-34 ára:
(Gengið 10 km)
1. Haukur Eiríksson A
2. Kristján Hauksson Ó
3. Gísli Harðarson A
Karlar 35-49 ára:
(Gengið 10 km)
1. Pálmi Einarsson A
2. Kristinn Eyjólfsson A
3. Ingvar Þóroddsson A
Karlar 50 ára og eldri:
(Gengið 10 km)
1. Þorlákur Sigurðsson A
10.06
10.49
11.06
18.41
27.00
16.15
18.15
18.33
26.14
27.19
30.01
29.59
30.07
34.52
39.26
42.12
45.47
40.44
Um síðustu helgi fór fram Meist-
aramót íslands í frjálsum íþróttum
innanhúss fyrir unglinga á aldrin-
um 15-18 ára. Glæsilegur hópur af
Norðurlandi frá sex ungmenna- og
héraðssamböndum tók þátt og ár-
angurinn lét ekki á sér standa.
Keppt var í fjórum flokkum:
sveina, drengja, meyja og stúlkna.
HSK varð stigahæst í sveina-,
meyja- og drengjaflokknum en
HSÞ nældi sér í flest stig í stúlkna-
flokknum. Keppnisfólk frá UFA
stóð sig einnig mjög vel en félagið
sendi sex keppendur og þau fjögur
sem kepptu í eldri fiokkunum
komu öll til baka með íslands-
meistaratitla.
Sveinaflokkur:
í sveinaflokki eru strákar sem fæddir
eru 1979 og 1980. Þrír Norðlending-
ar komust á verðlaunapall en það
voru þeir Einar Karl Hjartarson,
USAH, sem varð í 2. sæti í hástökki
þar sem hann fór yfir 1,75, sem
reyndar er sami árangur og efsti
maður náði. Haraldur Logi Hrings-
son, UMSE, sigraði í þrístökki án
atrennu þar sem hann stökk 8,39
metra eða tveimur sentimetrum
lengra en næsti keppandi. Haraldur
Logi lenti síðan í 3. sæti í langstökki
án atrennu þar sem hann stökk 2,79
en sá sem varö í 2. sæti stökk sömu
lengd. Birgir Óli Sigmundsson,
UMSS varð í 2. sæti í kúluvarpi með
því að kasta 12,18 metra.
Drengjaflokkur:
í drengjaflokki eru strákar sem
fæddir eru 1977 og 1978. í 50 metra
hlaupi varð Freyr Ævarsson, UFA, í
öðru sæti á 6,3 sekúndum og Freyr
sigraði síðan í langstökki án atrennu
þar sem hann átti best 3,02 metra. í
50 metra grindahlaupi varð Jóhann
Finnbogason, UFA, í 1. sæti á 7,6
sekúndum og Róbert Már Þorvalds-
son, UMSE, varð þriðji á 7,8 sek-
úndum. í hástökki voru þrír efstu
menn að norðan og allir stukku þeir
yfir 1,80 metra. Smári Stefánsson,
UFA, endaði í 1. sæti, Jóhann Finn-
bogason í öðru og Sigmundur Isak
Þorsteinsson, USAH, í því þriðja.
Smári varð í 3. sæti í þrístökki þar
sem hann stökk 12,27 metra og Sig-
mundur í 2. sæti í stangarstökki þeg-
ar hann fór yfir 3,20 metra. I kúlu-
varpi kastaði Eiður Magnússon,
USAH, 12,37 metra og tryggði það
honum 3. sætið.
Meyjaflokkur
I meyjaflokki eru stelpur fæddar
1979 og 1980 en þar náðu Norð-
lendingar engum gullverðlaunum.
Næst því komst þó sennilega Þórunn
Erlingsdóttir, UMSS, sem kom jafn-
hliða Guðnýu Eyþórsdóttur, IR, í
mark í 50 metra hlaupinu á 6,7 sek-
úndum en Þórunn varð að sætta sig
við 2. sætið. Hún varð síðan í 3.
stæti í þrístökki án atrennu og kúlu-
varpi en í þrístökkinu stökk hún 7,24
metra og kastaði 8,35 metra í kúlu-
varpinu. í hástökki náði Hallbera
Gunnarsdóttir, USAH, í 3. sætið
þegar hún fór yfir 1,50 metra og í
langstökki varð Heiður Vigfúsdóttir,
HSÞ, í 2. sæti á 5,05 metrum. í há-
stökki án atrennu varð Sigurlaug
Níelsdóttir, UMSE, í 3. sæti þar sem
hún stökk yfir 1,25, sem er reyndar
sami árangur og stúlkumar í tveimur
efstu sætunum náðu.
Stúlknaflokkur:
I stúlknaflokknum em stelpur fædd-
Handknattleikur - yngri flokkar:
Frábær árangur
Um helgina var heilmikið að
gerast hjá ungu handknattleiks-
fólki en Qöldi ungra Akureyr-
inga lagði leið sína suður til að
taka þátt í íslandsmóti. Keppt
var í 6. flokki um hinn eftirsótta
Kópavogsbikar, sem mun vera
elsta mót fyrir þennan aldurs-
hóp sem haldið er hér á landi.
Mótið var í senn hluti af íslands-
móti og þriðja og síðasta stóra
mótið fyrir úrslitakeppni sem
haldin verður á Akureyri í mars.
KA náði glæsilegum árangri á
mótinu og sigraði í flokki a- og
c-Iiða.
í keppni a-liða lék KA gegn
Haukum í úrslitaleik og eftir mjög
spennandi leik þar sem aldrei
munaði meira en einu marki á lið-
unum hafði KA sigur, 7:6. Þórsar-
ar lentu í erfiðum riðli en þeir
luku mótinu með stæl þegar liðið
sigraði Fylki í leik um 9. sætið,
10:5.
B-lió KA hefur ávallt staðið sig
vel og unnið síðustu fimm mót
sem liðið hefur tekið þátt í. Að
þessu sinni náói liðió sér þó ekki á
strik og endaði í 9. sæti eftir haröa
keppni og Þórsarar cnduðu í 11.
sæti.
KA sendi þrjú lið í keppni c-
liða og tvö þeirra, C1 og C2,
mættust í úrslitaleik. Að lokum
þurfti tvær framlengingar og hlut-
- KA sigraði í flokki a- og c-liða
kesti til að skera úr um úrslit. Eftir
venjulegan leiktíma var staðan
6:6, eftir fyrri framlengingu 8:8
og lokastaðan var 10:10. Lið KA
C1 hafói betur í hlutkestinu. Lið
KA C3 endaði í fimmta sæti.
Þetta var þriðja og síðasta stór-
mótió í þessum aldursflokki og
heildarstigatala úr þessum mótum
telur. Atta efstu liðin fara í úrslit
og KA og Þór verða bæði með í
úrslitakeppni a-liða og eiga þar
bæði góða möguleika á verólaun-
um. Auk þess verður KA meó lið í
6. flokks
flokki b-liða og þrjú lið í flokki c-
liða.
Þórsarar voru með fleiri flokka
á höfuðborgarsvæðinu um helgina
sem spiluðu í samskonar mótum.
A móti 7. flokks enduðu Þórsarar í
8. sæti en keppt var í Framhúsinu.
í Seljaskóla var keppt í 5. flokki
kvenna og þar áttu Þórsarar tvö
lið. A- liðið endaði í 12. sæti og b-
liðió í 8. sæti.
Það er því óhætt að segja að
framtíðin sé björt í „handbolta-
bænum“ Akureyri.
Leikmenn og þjálfarar a-liðs KA stilla sér upp með sigurlaunin, Kópavogs-
bikarinn.
Handknattleikur:
Patrekur í bann
Patrekur Jóhannesson, landsliðs-
maður í KA, hefur verið dæmd-
ur í eins leiks bann af aganefnd
HSÍ eftir að hafa vcrið ranglega
rekinn af velli í síðasta leik KA,
gegn ÍH. Patrekur tekur út
bannið nk. laugardag þegar Aft-
urelding kcmur i heimsókn til
Akureyrar í lokaumferð hefð-
bundinnar deildarkeppni.
Mikið hefur verið fjallað um
mál Patreks síðan KA sýndi fram á
með myndbandsupptöku að rauða
spjaldið sem hann fékk gegn IH
var óverðskuldaó. Patrekur tók
vítaskot sem markvörðurinn varði
meó höndinni en féll rneð tilþrif-
um í gólfið. Dómarar leiksins létu
blekkjast og ráku Patrek útaf.
Aganefndin neitaói aö taka
mark á þeim rökunt og sönnunar-
gögnum sem KA lagói fram og
Patrckur var því dæmdur í eins
leiks bann fyrir þau fimm refsistig
sem hann hefur fengið í vetur.
Dóntarar leiksins hafa haft sam-
band vió Patrek og beðist afsðkun-
ar á mistökum sínum. Það er
kannski lán í óláni að strákurinn
verður í banni í leik sem að öllum
líkindum skiptir engu máli um
stöðu KA í deildinni. KA á þó enn
möguleika á að færa sig upp um
sæú en til þess þarf 15 marka sigur
á Afntreldingu og það cr allt hægL
Þess má gcta að KA sigraði í leik
lióanna í fyrra með 15 marka mun,
31:16.
r_—— °q°DD°q° pp —
'lil 1 11°°°° pq
Munið
ódýru
morgun-
tímana
frá kl. 9-14
Aðeins kr. 270,-
Sólstofan Hamri
Sími 12080