Dagur - 25.02.1995, Side 2

Dagur - 25.02.1995, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 25. febrúar 1995 |lga||° °°aaa Félagsvist verður spiluð í Hamri sunnudaginn 26. febrúar kl. 20.00. Veglegir vinningar. Allir velkomnir. Hamar félagsheimili Þórs sími 12080. keðjur Raf- geymar Bása- moffur Réttarhvammi 1 Sími12600 Tvær leiðir eru hentugar til þess að verja ungbarn í bíl Látið barnið annaðhvort liggja i bílstól fyrir ungbörn eða barnavagni sem festur er með beltum. yUMFERÐAR RÁÐ FRETTIR Hvað verður um Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra? - skiptar skoðanir sveitarstjórna í kjördæminu um málið Bæjarstjórn Akureyrar telur eðlilegt að verkefni Fræðslu- skrifstofu Norðurlands eystra verði flutt til sveitarfélaganna í óbreyttri mynd og er sú niður- staða í samræmi við tillögu 1 í skýrslu starfshóps sem tilnefnd- ur var á aðalfundi Eyþings sl. haust. Jafnhliða flutningi grunnskól- ans frá ríki til sveitarfélaga færast verkefni fræðsluskrifstofa einnig yfir til sveitarfélaganna. Eyþing, samtök sveitarfélaga á Norður- landi eystra, skipaði þriggja manna starfshóp til þess að skoða hvemig þessu máli væri best fyrir komið og skilaði hún nýlega af sér skýrslu sem sveitarfélögin á Norð- urlandi eru þessa dagana að taka afstöðu til. Starfshópurinn leggur ekki ákveðið til í skýrslu sinni hvaða leið verði farin en setur upp tvo valkosti. Tillaga 1 felur í sér að verkefni Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra verði flutt í óbreyttri mynd yfir til sveitarfélaganna. Tillaga 2 felur í sér að tekið verði upp samstarf við aðrar stofn- anir sem annast aðstoð við ein- staklinga og fjölskyldur, Svæðis- stjóm um málefni fatlaðra og fé- lagsmálanefndir og -ráð, fyrst og fremst hvað varðar bamavemdar- mál. Hugmyndin gerir ráð fyrir að málefni Fræðsluskrifstofu, Svæð- isstjómar auk bamavemdarmála verði sett undir einn hatt. Hins vegar verði ekki ein skrifstofa fyr- ir þessa málaflokka í kjördæminu, heldur verði settar upp þrjár skrif- stofur; á Akureyri, Dalvík og Húsavík. Hugmyndin gerir ráð fyrir að yfir þessum þrem skrif- stofum verði ein sameiginleg stjóm. Eins og áður segir samþykkti bæjarstjóm Akureyrar sl. þriðju- dag þá tillögu Jakobs Bjömssonar, bæjarstjóra, að verkefni Fræðslu- Atvinnuástandskönnun Þjóðhagsstofnunar: Atvinnurekendur vilja fækka um 125 manns á landsbyggðinni Samkvæmt atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar í janúar vilja atvinnurekendur á landsbyggð- inni fækka um 125 manns eða sem svarar 0,4% af mannafla. Munar þar mest um fækkun um 100 manns í fiskiðnaði sem at- vinnurekendur telja æskilega. Könnunin sýnir að heldur meiri vilji er hjá atvinnurekendum á höfuðborgarsvæðinu til að fækka fólki en á landsbyggðinni. Könnun Þjóðhagsstofnunar var gerð til að fá yfirlit yfir atvinnu- horfur frá sjónarhóli fyrirtækja. Hliðstæð könnun er einnig gerð í apríl og september. Athyglisvert er aó þrátt fyrir Húsavík: Fötin úr brunanum fundin Fatnaðurinn sem hvarf úr gámi við Fatahreinsun Húsavíkur að- faranótt 3. febrúar er kominn fram. Fatnaðinum var skilað til lögreglunnar á Húsavík á fimmtudagskvöld. Forsögu málsins má rekja til brunans sem varð í versluninni Þingey aðfaranótt 30. janúar. Þá bjargaöist íbúi á efri hæð naum- lega úr húsinu, en missti innbú sitt. Hann tíndi saman fatnað og rúmfatnaó úr íbúðinni og sendi í Fatahreinsunina, ef bjarga mætti einhvcju af því. Þar var fatnaður- inn geymdur í ólæstum gámi, og það ótrúlega skeði: hann hvarf. Fjölmiðlar hvöttu þann sem hefði fatnaðinn undir höndum að skila honum og nú hefúr viókomandi hugsað sig um og látið verða af því. Engin eftirmál munu verða af þessu ferðalagi fatnaðarins, sem nú er í vörslu Sigurðar Þórarins- sonar, fatahreinsunarstjóra. IM Vetrarleikar Léttis ÍDL vAKUREYRI > verða haldnir á Leirutjörn laugardaginn 4. mars og hefjast kl. 10.00. Keppnisgreinar: Tölt A og B (opið mót) unglinga og barna 200 m skeið, (peningaverðlaun) Gæðingaskeið. Skráning í Hestasporti og Hestaríki fyrir 1. mars. Sýningaratriði hefjast kl. 13.00. Ræktunarbú, stóðhestar, hryssur, gæðingar, ung- lingasýning, áhættuatriði og margt fleira. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningaratrið- unum hafi samband við Höskuld í heimasíma 11042 og vinnusíma 12550 eða Sigrúnu í heima- síma 27778 eða vinnusíma 11241. Ætlast er til að knapar séu snyrtilega klæddir. Tölvugjöf til GSI Fyrirtækin Tæknival hf. í Reykjavík og Tölvutæki - Bókval hf. á Akurcyri, hafa gefið Golfsambandi íslands vandaðan töivubúnað til afnota á skrifstofu sambandsins. Tölvubúnaðurinn sem um ræðir er Hyundai 486/66 mhz tölva með 540 mb. diski, ásamt vönduðum bleksprautuprcntara. Jón Ellert Lárusson, framkvæmdastjóri Tölvutækja - Bókvals, afhenti Hannesi Guð- mundssyni, forseta Golfsambandsins, gjöfina á Golfþingi á Akureyri fyrir skömmu og var þessi mynd tekin við það tækifæri. skrifstofu Norðurlands eystra verði flutt yfir til sveitarfélaganna í óbreyttri mynd. Hins vegar segir orðrétt í bókuninni: „Bæjarstjóm telur tillögu 2 frá starfshópnum um margt mjög áhugaverða og því eðlilegt að til hennar sé horft við framtíðarmótun starfseminnar, þótt bæjarstjóm telji samþykkt til- lögunnar ekki tímabæra, eins og hún liggur nú fyrir.“ Þessa tillögu samþykktu 10 bæjarfulltrúar. Ásta Sigurðardóttir (B), formaóur skólanefndar, sat hjá. Skýringin á hjásetu hennar mun vera sú að skólanefnd hallaðist að tillögu 2. Degi er kunnugt um að skiptar skoðanir em meóal sveitarstjóma á því hvor tillagan sé vænlegri. Þannig samþykkti sveitarstjóm Öxarfjarðarhrepps á dögunum að styðja tillögu 2. Að fengnu áliti sveitarstjóma á Norðurlandi eystra mun stjórn Ey- þings fjalla um málið og væntan- lega verður það rætt á aðalfundi Eyþings næsta haust. óþh vilja atvinnurekenda til að fækka um 380 manns 1 störfum á landinu öllu er það innan við helmingur af sambærilegri tölu í fyrra. Atvinnu- rekendur em með öómm orðum í betra atvinnulegu skapi nú en í fyrra. Mesta fækkunarþörf töldu þeir vera nú í málm- og skipa- smíðaiónaði og fiskiðnaói. Fram kom einnig vilji til að fjölga fólki í sumum starfsgrein- um. Þannig vildu atvinnurekendur á landsbýggðinni fjölga starfsfólki á sjúkrahúsum um 2,3% á sama tíma og vilji var til fækkunar starfsfólks sjúkrahúsanna á höfuð- borgarsvæðinu. Framboó sumarstarfa sam- kvæmt könnuninni er um 13.500 í sumar. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar em þetta held- ur fleiri sumarstörf en í fyrra. JÓH Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Með bréfi dags. 15. febrúar sl. frá Viðari Eggertssyni, leik- hússtjóra LA, til bæjarráós er leitað eftir stuóningi ffá Akur- eyrarbæ vegna leiksýningar Samíska þjóðleikhússins í íþróttaskemmunni á Akureyri 4. mars nk. með því að fella nióur leigugjald fyrir húsið. Bæjarráð samþykkti í gær að styrkja sýninguna með 75 þús- und króna framlagi. ■ Bæjarráði hefur borist bréf ffá Foreldrafélaginu Hólmasól, sem er félag foreldra bama á leikskólanum Klöppum við Brekkugötu. í bréfinu er bent á að aðkoma að leikskólanum geti skapað slysahættu og lagt er til að komið verði upp lýs- ingu við bílastæði skólans og varúðarskilti sett upp í Brekku- götu til að draga úr umferðar- hraða. Bæjarráð vísaði erind- inu til Rafveitunnar og tækni- deildar bæjarins til úrlausnar. Jafnlfamt bendir bæjarráð á aó í áætlunum þessa árs er gert ráð fyrir að bæta lýsingu við bílastæði leikskólans KJappa og setja upp varúðarskilti al- mennt við leikskóla bæjarins. ■ Með bréfi dags. 20. febrúar frá Slippstöðinni-Odda hf. er hluthöfum boðinn forkaups- réttur að hlutafjáraukningu fyr- irtækisins í hlutfalli við skráða hlutafjáreign þcirra. Bæjarráð samþykkti í gær að hafna for- kaupsrétti. HELGARVEÐRIÐ I dag spá veðurfræðingar Veðurstofunnar éljum og noróankalda, frostið verður 1-3 stig. Á morgun er spáð sunnan eóa suðaustan átt, kalda eða stinnigskalda og 3-7 stiga frosti. Á mánudag- inn verður norðaustanátt en á þriðjudaginn verður hann að norðan og þá verður komið 8-10 stiga frost um allt iand.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.