Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 5
MANNLIF Laugardagur 25. febrúar 1995 - DAGUR - 5 Hátíðarsamkoma Kvenfélags Húsavíkur í tilefni 100 ára af- mælisins er talin vera ein glæsi- legasta samkoma sem menn minnast að haldin hafi verið í bæjarfélaginu. Um 180 manns tóku þátt í sam- komunni, en þar komu fram marg- ir listamenn og skemmtikraftar. Karlakvartett kvenfélagsins söng, „ballettflokkur“ átta kvenfélags- kvenna sýndi dans. Asgeir Stein- grímsson lék á tropet við undirleik föður síns Steingríms Birgissonar. Söngkonumar Margrét Pálmadótt- ir, Kristjana Stefánsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir sungu við undirleik Aðalheiðar Þorsteins- Karlakvartett kvenfélagsins: Baldur Baldvinsson, Hörður Arnórsson, Hauk- ur Haraldsson og Helgi Bjarnason. Kvenfélag Húsavíkur 100 ára: „Þakklátar fyrír hlýhug og höfðínglegar gjafir“ - segir Svala Hermannsdóttir, formaður dóttur. Katrín Eymundsdóttir ann- aðist veislustjórn. „Við ætluóum okkur aó halda Sigríður Jónasdóttir og Jóhanna Sigfúsdóttir fylgjast með hótíðar- dagskránni. hátíðlega og vandaða samkomu og þaó hafa margir lýst yfir ánægju sinni með hvemig til tókst. Viö erum mjög ánægðar og þakklátar fyrir kveðjur, btóm, skeyti og gjafir sem mikill hlý- hugur í okkar garð fylgdi. Það ylj- ar okkur um hjartarætumar að fmna allan þennan hlýhug og meðbyr sem til okkar hefur borist síðustu dagana og við emm þakk- látar fyrir höfóinglegar gjafir,“ sagði Svala Hermannsdóttir, for- maður. Félaginu barst forláta bréfa- hnífur úr silfri frá fyrrverandi for- manni sínum, Astu Jónsdóttur í Hafnarfirði og manni hennar, Am- ljóti Sigurjónssyni. Peningagjafir til félagskvenna bárust frá Húsa- víkurbæ og Verkalýðsfélagi Húsa- víkur. Einnig bárust tvær peninga- gjafir frá einstaklingum: Það voru minningargjafir um látnar félags- konur. Gjöf barst frá bömum Sig- ríðar Sigurjónsdóttur, sem fæddist á stofnári félagsins og starfaði með því um áratugaskeið. Einnig barst gjöf frá hjónunum Jónasi Egilssyni og Huldu Þórhallsdóttur Átta kvenfélagskonur skipuðu ball- ettflokk og sýndu dans. Á myndinni eru Ásdís Kjartansdóttir og Bertha Pálsdóttir. og var til minningar um mæður þeirra: Kristbjörgu Sveinsdóttur og Sigfríði Kristinsdóttur og ömmu, Ónnu Vigfúsdóttur. IM Halldóra Kristín færði Arnari Jónssyni leikstjóra blómvönd í frumsýningarlok. Myndir: IM Halldóra Kristín Bjarnadóttir frá Aðalbóli var kvenna best klædd á frumsýningunni í Ljósvetningabúð. Draugaglettur frumsýndar Draugaglettur voru frumsýndar í Ljósvetningabúð um síðustu helgi. Verkið er eftir Iðunni Steinsdóttur og Arnar Jónsson leikstýrir. Leikendur koma úr leikfélaginu Búkollu. I hléi var frumsýningargestum boóinn vel þeginn kaffisopi og voru þeir hinir ánægðustu. I auglýsingu segir að Draugaglettur séu bráð- skemmtilegt leikrit fyrir alla fjölskylduna, og það er alveg satt. Þetta er verk sem fjallar um venjulegt fólk og þess fylgjur, svolítið ýktar persón- ur, en í rauninni ekki svo mikió þar sem hálf þjóðin er með annan fótinn á miðilsfundum. Leikendur Búkollu standa sig vel í stykkinu og það er yndislegt að koma í Ljósvetningabúð og hlægja dátt eina kvöldstund á þessum kalda vetri. E.s: Gleymið ekki að taka krakkana með. IM HYRNAMT BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • Akureyri ■ Simi 96-12603 • Fax 96-12604 Smíðum fataskápa, baðinnréttingar, eídhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu Greiðsluskilmálar við allra hæfi raimffinijnymG Aðalfundur Dagsprents hf. verður haldinn aS Strandgötu 31, Akureyri, mánudaginn 6. mars nk. kl. 17.30. Stjórnin. Kafflhlaðborð alla sunnudaga Míkíð úrval af heímabökuðum bollum \ Líndín við Leíruveg símí21440 s Orðsending til bænda frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur ákveðið að gefa bændum kost á því að breyta lausaskuldum sem orðið hafa til v/búrekstrar í föst lán. Lánin verða verðtryggð með 15 ára lánstíma og 5,8% vöxtum. Það er skilyrði fyrir því að skuldbreyting geti farið fram að viðkomandi lánadrottnar taki a.m.k. 80% skuldar í innlausnarbréfum til 15 ára, verðtryggð með 5% vöxt- um. Þá þurfa að vera fyrir hendi rekstrarlegar forsendur og fullnægjandi veð til þess að af skuldbreytingu geti orð- ið. Þeir sem hyggjast sækja um skuldbreytingalán sendi umsókn til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Lauga- vegi 120, 105 Reykjavík sem fyrst og eigi síðar en 31. mars nk. Með umsókn skal fylgja: 1. Veðbókarvottorð fyrir viðkomandi jörð. 2. Afrit af staðfestu skattframtali fyrir rekstrarárið 1994 eða rekstrar- og efnahagsreikning. 3. Umsækjandi leggi fram 5 ára búrekstraráætlun. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbúnað- arins og útibúum Búnaðarbanka íslands úti á landi og Búnaóarsamböndum. Nánari upplýsingar veittar hjá Stofnlánadeild landbún- aðarins í síma 91-25444.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.