Dagur - 25.02.1995, Side 12

Dagur - 25.02.1995, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 25. febrúar 1995 Það er fallegt í Aðaldalnum að vetrarlagi. Nýfallinn snjór og hríðarmugga gera hraundrangana œvintýralega. í dalnum er bœrinn Arbót. Þar er rekið stórbú en önnur og öllu sérstœðari starfsemi fer þar einnig fram. 1 Arbót er rekið annað tveggja meðferðarheimila á Norðurlandi fyrir unglinga. Upphafið má rekja til ársins 1987 þegar hjónin í Árbót, Snæfríður Njálsdóttir og Hákon Gunnarsson, tóku að sér barn til vistmar. Þau gátu sér gott orð og fleiri börn voru send til þeirra til lengri eða skemmri dvalar. I ágúst 1992 breyttist starfsemi heimilisins og er það nú hluti af almenna félagsmálakerfinu. Heimilið er rekið af ríkinu með föstu framlagi í fjárlögum en allur búnaður svo og húsin eru í eigu Snœfríðar og Hákonar. Nú eru fimm krakkar í Árbót, þrjár stelpur og tveir strákar. Krakkamir eru á aldrinum 14-16 ára, sum eru tiltölulega nýkomin en önnur hafa verió þama eitt og tvö ár. I vetur sækja þau skóla að skyldan er nokkrir tímar á dag, en fyrir það fá þau laun. Auk þess fá krakkamir launaða sumarvinnu. Þó er ekki öll vinna þeirra launuð. Sumt, svo sem þrif, uppvask og hjálp við matartilbúning eru hlutir Hafralæk en áður fór kennslan fram að Árbót. Þeim hefur verið tekið vel í skólanum og hættan á einangrun minnkar. Það er þó allt- af einn starfsmaður frá heimilinu sem fylgir þeim í skólann. Starfs- maóurinn er ekki með þeim I tím- um, en hann er alltaf til taks ef eitthvað kemur upp á. Snæfríður og Hákon segja flesta í sveitinni vera jákvæða í garð heimilisins og að krökkunum virðist almennt líða þar vel. Dýrin vekja ábyrgð og umhyggju Húsaskipan á bænum er með þeim hætti að hjónin búa í öðru húsinu, en unglingamir í hinu. Þegar krakkamir koma inn í hús þeirra hjóna em þau þar sem gestir. Þau banka og sýna húsinu virðingu, þar sem þetta er ekki þeirra heim- ili. Þessu er fylgt þó húsin séu hlið við hlið. Ibúðarhús krakkanna er nýuppgert. Þegar Snæfríður og Hákon keyptu jörðina á sínum tíma var húsið í lélegu ástandi. Þegar þau stofnuðu meðferðar- heimilið var húsinu öllu breytt til að það hentaði unglingunum bet- ur. Nú eru þau öll með eigið her- bergi, en húsið er samt aó verða of lítió. Unglingamir vinna mikið á bænum við ýmis bú- og heimilis- verk. Þeir þurfa að skila ákveðn- um störfum daglega, en vinnu- sem litið er á sem sjálfsögó störf á heimili. Reynt er að hvetja krakk- ana til að taka að sér ýmsa iðju samhliða föstum skyldum, sem þeir fá þá sérstaklega greitt fyrir. Þá eru gerðir nokkurs konar verk- takasamningar við þá. Sem dæmi má nefna að krakkamir sjá um skepnur og fóðra þær, þeir þrífa bíla og ýmislegt fleira. í vetur sér eitt þeirra alfarið um tuttugu lömb. Stundum fá unglingamir einnig vinnu hjá bændunum í kring ef mikið er að gera í hey- skap og slíku. Unglingamir fara einnig mikið í útreiðatúra og á bænum eru nokkrir tugir hesta. Starfsfólkið fer stundum með þeim í nokkurra Höfundar þessarar samantektar um Ár- bót í Aðaldal eru þrír nemendur í hag- nýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Elfa Ýr Gylfadóttir og Svanbjörg H. Einars- dóttir. Guðbjörg er Reykvíkingur, fædd árið 1957. Hún lauk landafræði frá HÍ og kennsluréttindum. Elfa Ýr er með BA-próf í almennri bók- menntafræði frá Háskóla íslands. Hún á ættir sínar að rekja til Akureyrar. Svanbjörg er Reykvíkingur, fædd árið 1964. Hún lærði upptökustjóm og dag- skrárgerð í Barcelona á Spáni. daga hestaferóir og er slíkt mjög vinsælt meðal krakkanna. Þá er gist í gangnamannakofum og koma allir þreyttir og sælir úr slík- um ferðum. Það er skoðun Hákon- ar að útreiðatúrar og heilbrigó vinna sé betra en nokkurt svefnlyf eða róandi töflur. Mikil reynsla á skammri ævi Þess em dæmi að krakkar sem hafa komið að Árbót séu erfiðir í byrjun og hafa reynt ýmislegt á skammri ævi. Þessir krakkar hafa þá átt við hegðunarvandamál að etja og búið við félagslega erfið- leika. Þau hjónin líta svo á að eitt stærsta vandamál unglinga sé að- gerðarleysi. Þess er því vandlega gætt að krakkamir hafi ávallt nóg fyrir stafni. Útiveran skiptir miklu máli í starfi heimilisins, svo og umgengnin við dýrin. Unglingam- ir fara í dagsferðir á bílum með Búmaður I Árbót er hávaxinn og mynd- arlegur piltur sem bíður af sér góðan þokka. Dvölin í sveit- inni hefur augljóslega gert honum gott. Hann er ræðinn og opinn þó vafalítið þyki honum skemmtilegra að ræða við hestinn simi heldur en blaðamenn. Pilturinn hefur búið í Árbót undanfarin tvö ár. Hann er sextán ára gamall og því sjálfráða. Hann má því samkvæmt landsins lögum yfirgefa Árbót. Hann hefur hins vegar gert samning um að dvelja þar til átján ára ald- urs. Pilturinn segir að sér líði vel í Aðaldalnum og unir glaður við sitt. Hann er bú- maður mikill og fellur sjaldan verk úr hendi. Krakkamir sem dvclja á Árbót hafa ákveðna vinnuskyldu en þessi piltur er starfsamari en svo að það nægi honum. Hann sinnir því ýmsum öðrum verkum og fær laun fyrir. Fyrir launin sín keypti hann sér hest. Hann hefur lært ýmislegt á þessum tveimur árum. Hann er til að mynda orðinn liðtæk- ur við hrossatamningar. Hann segir að draumurinn sé aó komast í bændaskóla. Sér í lagi hafi hann áhuga á að læra meira um hesta. Sumar sem leið kom hann sér upp gæsastofni. Hann hefur haft af þessu töluveröar tekjur en líka gefið velunnurum af bú- stofninum. Til að mynda gaf hann Halldóri Blöndal ráð- herra eina gæs í matinn á síðsta ári. Halldór átti leið hjá með um tvö hundruð bækur fyrir heimilið ffá hinum ýmsu bókaútgefcndum. Krakkarnir í Árbót halda sitt heimili í þessu húsi. Fegin að ég fór úr klíkunni I fallegu stelpuherbergi situr lagleg sextán ára gömul stúlka. Hún er frekar óörugg í fram- komu en þó opin í viðmóti. Stúlkan fluttist norður frá höf- uðborgarsvæðinu þar sem hún hafði verið í slæmum félags- skap. Hún var í hópi þar sem stundaðar voru barsmíðar og varð einnig fyrir barðinu á þess- um kunningjum sínum. Stúlkan þorði ekki að slíta sig frá hópn- um af hræðslu við hefndir af einhverju tagi en nú er hún á stað þar sem hún er ánægö með lífið. Það tók nokkum tíma að komast í samband við stúlkuna. Hún vildi vita um aldur blaða- manns og við hvernig mann- eskju hún væri að tala. Meðan á umræðunum stóð hljómuðu tónar úr lagi eftir Bubba Mort- hens. Hún sagðist vera nýbúin að taka lagið upp úr útvarpinu. Stúlkan varð brátt ófeimin að tala um sjálfa sig. Hún vill gjaman sýna myndir af fjöl- skyldu sinni fyrir sunnan og fyrrverandi /ósturfjölskyldu úr sveitinni. „Eg fer stundum að heimsækja þau,“ segir hún og setur fram mynd af litlu sætu kríli sem hún fær stundum að passa. „Mér þykir óskaplega vænt um þessa fjölskyldu og stundum fæ ég líka aö gista þar í nokkrar nætur í einu.“ Við- mælandi okkar er í Hafralækj- arskóla og sér svo um ýmis störf á búinu. Að auki er hún í næstum öllum íþróttum sem em stundaðar. Hún er í góðu formi en segir þó frá því að hún hafi meitt sig í íþróttum í sumar. Hún er ánægð í skólanum í Hafralæk. „Ég ákvað að taka áttunda bekk aftur þegar ég kom hingað. Ég er því á mínum eigin hraða.“ Hana langar í frekara nám eftir tíunda bekk- inn. Hún hugsar mikið um framtíðina og á sér draum um framtíðarstarf. „Mig langar til að gerast þjónn á Akureyri eða Húsavík. Þar ætla ég að finna mér íbúð og fara að sjá um mig sjálf.“ Þegar stúlkan er spurð um vem sína á höfuðborgarsvæðinu segist hún fara þangað stund- um. Hún fer t.d. að heimsækja móður sína um jólin og kveikir á litlu sjónvarpi sem hún hefur fengið frá henni. Hún er hörð á því að hún hafi engan áhuga á gamla kunningjahópnum sín- um. Hún vill alls ekki kalla þau vini sína heldur segir hún þau hafa verið kunningja. „Ég er fegin að ég skuli hafa farið úr þessari klíku. Stelpumar gerðu mikið af því að berja aðra að ástæðulausu. Ég var samt aldrei með í þessu, ég var hrædd við þær, því þær gerðu þetta líka við mig.“ Stúlkan segir að mik- ið sé um að stelpur beiti ofbeldi og telur að það séu þó nokkrar klíkur sem gangi um og berji fólk. Hún nefnir nýlegt dæmi frá Reykjavík, þar sem stúlka var barin til óböta af jafnöldrum sínum. Húsbændurnir í Árbót í Aðaldal, hjónin Snæfríður Njálsdóttir og Há- kon Gunnarsson. starfsfólki, einnig er stöku sinnum farið út að borða. Sveitalífið er því notað markvisst i uppeldinu og þess gætt að unglingamir beri virðingu fyrir umhverfi sínu. Það er oft reyndin að þegar krakkamir koma eru þeir taumlausir og þekkja engin mörk. Þess vegna skiptir mjög miklu máli aó fara al- gerlega eftir öllum reglum sem settar eru á heimilinu. Á vistheim- ilinu er ekki reykt, það á bæði við um bömin og starfsmennina. Einnig eru reglur um svefntíma unglinganna. Ef sýndar eru mynd- ir sem bannaðar eru í sjónvarpinu mega þau sem eru yngri en sextán ára ekki horfa á myndina. Ungl- ingamir þurfa einnig að vera orön- ir sextán ára til að mega fara á þorrablót og sækja böll í sveitinni, og þá í fylgd starfsmanns. Það eru þó mjög misjafnir samningar sem krakkamir hafa. Á heimilinu er við lýði nokkurs konar punkta- kerfi, krakkamir fá punkta fyrir góða hegðun og þegar þeir sýna aó hægt sé að treysta þeim fá þeir aukna ábyrgð. Heimilið hefur verið rekið und- ir stjóm Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga. Starfsmenn eru sjö talsins og skipta sex þeirra með sér vöktum en einn er í hlutastarfi. Sálfræðingur kemur tvisvar í viku og er dag í senn. Hann heldur fundi í skólanum, með starfs- mönnum heimilisins og ungling- unum. Á þeim fundum er starfið undanfama daga rætt, unglingam- ir geta borið upp óskir sínar og rætt það sem þeim liggur á hjarta. Ingþór Bjamason er sálfræð- ingur heimilisins. Hann skýrir frá því hvemig fundunum er háttað með unglingunum þessa tvo daga. Ingþór segir að á fundunum sé tal- að um allt. Lögð er áhersla á að unglingamir séu opnir og segi frá líðan sinni. Hann segir reglumar á fundunum vera fastar í skorðum en lengd þeirra ráðist nokkuð af því hvaó krökkunum liggur á hjarta. Kjaminn í samtölunum er að þeim sé hrósað fyrir það sem vel er gert og markvisst farið í gegnum erfiðar tilfinningar. Ing- þór er þeirra skoðunar að sú starf- semi sem fram fari á heimilinu sé ein sú heppilegasta sem ungling- um með félagsleg vandamál sé nú boðið upp á. Hann telur dvöl á stofnunum ekki vera æskilega nema meðan greining á krökkun- um fari fram. Ingþór segir aó fleiri slík heimili vanti og margir eru á biðlista til að komast að. Nokkuð misjafnt er hversu mikil tengsl unglingamir hafa við foreldra sína, þeir koma stundum í heimsókn á heimilið, en sjaldgæft er að krakkamir fari í heimsókn í bæinn. Samskipti hjónanna við foreldrana em einnig misjöfn. Sumir foreldrar eru mjög áhuga- samir um krakkana sína og fylgjast vel með, en aðrir sýna þeim minni áhuga. Einnig hefur komið upp sú staða að krakkar sem koma til dvalar hafa jafnvel ekki átt neina foreldra. Þegar rætt er við unglingana er greinilegt að þeir eru á varóbergi gagnvart ókunnugum. Sumir þeirra vilja ekki ræða málin og sýna almennt afskiptaleysi. Þeir virðast hafa þykkan skráp en undir niðri glittir í viðkvæmar sálir. Meðferðin hlýtur að miða að því að ná fram því besta í unglingun- um, efla þá og styrkja. Þaó er greinilegur munur á þeim sem hafa verið á heimilinu í lengri tíma og hinum nýkomnu. Þeir sem lengi hafa dvalið eru einlægari og opnari í viðmóti og sýna ekki eins mikla tortryggni. Fólkið og um- gengnin við dýrin á meðferðar- heimilinu Árbót hefur því greini- lega gert unglingunum gott og enduruppeldið tekist vel.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.