Dagur - 25.02.1995, Page 13
Laugardagur 25. febrúar 1995 - DAGUR - 13
POPP
MAÚNÚS CEIR 6UÐMUNDSSON
ITom
ölumannssonurinn scrn
uarð að rokðstjömu
Svokallað gallabuxnarokk, sem
svo hefur verið nefnt á íslensku,
hefur verið nokkuð gegn-
umgangandi í amerísku rokklífi
síóustu tvo til þrjá áratugina. Þessi
tónlistarstefna, sem ekki er svo
glatt hægt að skilgreina, en segja
má aö sé blanda m.a. af
sveita/þjóðlagaáhrifum, rokki og
popplaglínum í anda sjötta og sjö-
unda áratugarins, hefur á þessum
tíma meira og minna átt gríðarleg-
um vinsældum að fagna og eru
tónlistarmennimir sem falla undir
skilgreininguna um það, margir
hverjir einir af hinum vinsælustu í
rokkheiminum í dag.
Orfá dæmi um fræga og vin-
sæla „gallabuxnarokkara“, eru
Bruce Springsteen, Bryan Adams,
John (Cougar) Mellemcamp,
Jackson Browne og síðast en ekki
síst Tom Petty og hljómsveitin
hans, The heartbreakers. Hefur
stjama Pettys risið mjög hátt á
síðustu árum og hann komist í hóp
vinsælustu og virtustu tónlistar-
manna Bandaríkjanna.
Basl til að byrja með
Líkt og margir aðrir sem höndlað
hafa frægðina, hefur Tom Petty
þurft að vinna vel fyrir henni.
Fæddist hann árið 1953, sonur far-
andsölumanns í Florida, sem var
því víst ekki mikið heima.
Skólagangan náði allt til 17 ára
aldurs þegar hann hætti til að
ganga til liðs við hljómsveitina
Madcmnch. Hafði hann þá þegar
verið í nokkrum skólasveitum,
m.a. Epics. Freistuðu Petty og fé-
lagar í Madcrunch gæfunnar og
fluttu frá Florida til Los Angeles,
en fljótlega eftir að þangað var
komið lognaðist sveitin út af.
Þetta var í kringum 1973 og benti
fátt til þess að úr tónlistarferli
Pettys ætlaði að rætast. Hafði
hann reyndar þegar þama var
komið sögu komist í kynni við
forráðamenn útgáfunnar Shelter
(annar þeirrra var hinn þekkti upp-
tökustjóri með meiru Leon
Russel) en tilraunir til að gefa út
plötu á eigin nafni undir hennar
nafni fóru hins vegar út um þúfur.
Petty neitaði samt enn að gefast
® I hdðurs
- Beep J^urplE, drEam og Xeú ^EppElín
Heióursplötumar svokkölluðu,
eða „Tribute“ hafa sem kunnugt er
verið vinsælar að undanfömu og
reynst gróðavænlegar fyrir útgef-
endur. Hafa stóru útgáfumar (á
ensku nefndar Major label) verið
duglegar aö tefla sínum stjömum
fram á þessum plötum, en einnig
hafa minni útgáfur gefíð út slíkar
plötur með „minni spámönnum“,
sem þó hafa ekki síður reynst at-
hyglisverðar. Það hefur hins vegar
oftar en ekki verið erfiðara að
nálgast þær síðamefndu vegna
takmarkaðrar útbreiðslu, en þeim
mun meiri er ánægjan á móti ef
tekst aó næla í þær. Allir forfallnir
tónlistaráhugamenn þekkja al-
mennt þá góðu tilfinningu að fá í
hendur plötu sem þeir hafa lagt
mikið á sig að fá.
tribute to Deep Purple, en yfir-
skrift hinnar er LA blues
Authority Volume 5: Cream of the
crop, a tribute. Eiga þessar plötur
það sameiginlegt að á þeim koma
nokkrir sömu tónlistarmennimir
við sögu, t.d. gamli Purplesöngv-
arinn og bassaleikarinn Glenn
Hughes, en aðrir sem koma við
sögu á plötunum eru m.a. Leslie
West og Pat Travers á Cream-
plötunni, en gítarhetjur á borð við
John Nomm, Vinnie Moore og
Richie Kotzen á Deep Purple
gripnum, að ógleymdum Yngwie
Malmsteen, sem er frægur af ein-
dæmum og rúmlega það, að
herma eftir Richie Blackmore gít-
arleikara Deep Purple fyrir nokkr-
um ámm.
Cream og Deep Purple
Skömmu fyrir síðustu áramót
komu út með stuttu millibili
plötur til heiðurs tveimur af stór-
sveitum rokksins, Cream og Deep
Purple. Komu þessar plötur út á
frekar litlum merkjum, og hafa
því ekki verið ýkja áberandi, en
sem fyrr sagði eru þær sem slíkar
athyglisverðar og áhugaverðar
fyrir marga. Nefnist Deep Purple
platan Smoke on the water, A
Zeppelinplata líka
Það er svo ekki nóg með að Led
Zeppelin hafi verið teknir inn í
heiðursstúku rokksins í ársbyrjun,
eins og skýrt var frá hér í Poppi,
heldur er nú líka á leiðinni plata til
heiðurs þeim, rétt eins og Cream
og Deep purple. Hefur þessi heið-
ursplata til handa Zeppelin reynd-
ar verið nokkuð lengi í deiglunni,
en mun loksins líta dagsins ljós í
marsmánuði, sem nú fer í hönd.
Mun platan líkt og fleiri slíkar
Tom Petty er á góðri siglingu á nýj-
ustu plötunni sinni og hefur sjaldan
verið betri á ferlinum.
Áfram veginn
Upp frá þessu má segja að Tom
Petty og The heartbreakers hafi
stóráfallalítið haldið áfram veginn
í átt að frægðinni. Með næstu
plötum og tilþrifamiklu tónleika-
haldi tókst sveitinni að skapa sér
nafn sem ein sú athyglisverðasta í
bandarísku rokki. Plötur á borð
upp og árið 1975 hafði hann
stofnað nýja sveit með tveimur
fyrrverandi félögum sínum úr
Madcrunch, Tom Petty and The
heartbreakers. Náði hún að koma
saman viðunandi plötu, að megin-
hluta með lögum eftir Petty, sem
kom út undir sveitamafninu árið
1976 á vegum Shelter. Voru þaó
eins og oft áður Bretar sem upp-
götvuðu „kanana“ áður en sam-
landar þeirra tóku við sér. Náðu
þrjú lög plötunnar inn á topp 40 í
Bretlandi, sem svo m.a. gerði það
að verkum að risaútgáfan EMI tók
hljómsveitina upp á sína arma.
Var Petty þar meó kominn á
nokkuð beina braut eftir töluvert
mikið basl fyrstu árin.
innihalda framlög frá fjölbreyttum
hópi listamanna, þar á meðal jafn
ólíkum sem Rollins band, Duran
Duran, Cheryl Crow, Stone
temple pilots og að öllum líkind-
um Sting. Þá mun sjálfur Robert
Plant, söngvari Led Zeppelin,
Tori Amos syngur dúett með
Robert Plant á plötu til heiðurs Led
Zeppelin.
leggja sitt að mörkum á plötunni,
„til heiðurs sjálfum sér og félög-
um sínum“, ef svo má segja.
Syngur hann dúett með Tori
Amos í laginu Down by the sea-
side. Verður nokkuð spennandi að
heyra hvemig útkoman verður úr
þessu fjölbreytta dæmi. Annars er
það frekar að segja um heiðurs-
eða tileinkunarplötumar að ekki
em allir jafn hrifnir af þeim og
dómamir um þær hafa verið ærið
misjafnir. Má taka undir með
þeim sem segja að helst til mikið
sé orðið um slíkar plötur, en eins
og áður sagði um Zeppe-
linplötuna, og það hefur gilt um
fleiri, þá er það nokkuð spennandi
fyrirfram a.m.k. aó heyra útkom-
una. Rétt er það nú samt að öllu
má ofgera.
við Damn the Torpedoes (1979),
Hard promises (1981) og Sout-
hem accents (1985) náðu t.d. allar
inn á topp tíu í Bretlandi og fóm
einnig hátt í Bandaríkjunum. Það
má hins vegar segja að alheims-
ffægðin verði Pettys fyrir alvöm
árið 1988, en þá ekki meó The
heartbreakers í för, heldur með til-
komu „súpergrúppunnar" Travel-
ing Wilburys. Naut Petty þar þess
heiðurs að vera í flokki með Ge-
orge Harrison gítarleikara Bítl-
anna, Roy Orbison, Bob Dylan og
ELOboltanum Jeff Lynne á plöt-
unni volume one, sem naut mik-
illa vinsælda. Innihélt platan m.a.
topplagið Handl with care. Er síð-
an skemmst firá því að segja að
þrjár síðustu plötumar sem Petty
og The heartbreakers hafa sent frá
sér, Full moon fever, Into the
great wide open og safnplatan
Greatest hits (þær komu út 1989,
1991 og 1993) hafa selst mjög vel
og verið í hæstu hæðum sölulista.
Ekki hefur heldur vantað smellina
á þessum plötum og nægir þar að
nefna I want back down á Fmf,
titillagið á Into the.. og Mary
Janes last dance, eitt þriggja þá
áður óútgefmna laga á safnplöt-
unni.
Skömmu fyrir síðustu áramót
kom svo nýjasta plata Tom Petty
út, en í þetta skiptið án The heart-
breakers strangt tiltekið. (Félagar
hans úr Heartbreakers, Mike
Campbell gítarleikari og Bermo-
unt Tench hljómborðsleikari með
rneim, sem verið hafa með Petty
frá upphafi em ennþá meó.) Wild-
flowers nefnist platan og er um
margt hrárri og rokkaðri en síðustu
plötumar með The heartbreakers.
Hún gefur þeim hins vegar ekkert
eftir og hefur komist inn á topp tíu
víða. Gæóalög á henni em t.d.
Honey Bee (sem skírskotar til
samnefnds blúsljóðs) You wreck
me, You don’t know how it feels
og Cabin down below, sem er eins
konar Doorstileinkun. Er Wildflo-
wers eftir á að hyggja ein af
skemmtilegri plötum síðasta árs,
en varð svolítið útundan vegna
þess hversu seint hún kom út.
HBan $ialen í soíðsljósinu
Van Halen hefur nær allt frá
stofnun árið 1978 verið ein far-
sælasta rokksveít Bandaríkjanna
af kraftmeiri gerðinni. Það vakti
samt athygli þegar sveitin fór
með síóustu hljóðversplötu sína,
For unlawful camal knowledgc,
beint á topp bandaríska sölulist-
ans árið 1991, en slíkt var ekki
algengt þar og raunar einsdæmi
með rokkplötur. Þennan maka-
lausa leik hefur Van Halen þó
tekist að leika aftur nú, því nýja
platan Balance, fór Hka beint á
toppinn fyrir hálfum mánuði. En
þaó er fleira sem er líkt með út-
gáfu þessara platna. Útlit þeirra
hefur ncfnilega hyort á sinn hátt
orðið fréttnæmt. í fyrra tilvikinu
var það vegna unglingspilts sem
komst S kast við lögin að því er
virtist bara fyrir að klæðast bol
með nafni plötunnar á, en nú er
Umdcilt albúm nýjustu plötu Van
Hulen.
það vegna ntyndarinnar sem
prýðir Balance, að hljómsveitin
er í fréttunum. Eins og sjá má á
myndinni, sem hér fýlgir með,
eru á henni ungir Síamstvíburar,
samvaxnir tvíburar, sem ekki
beint teljast mikið augnayndi.
Stóð heldur ekki á vióbrögðun-
um og var platan bönnuó í Japan.
Útgáfufyrirtæki sveitarinnar
virðist þó hafa búist við
einhverju slíku, því tiltæk var
önnur útgáfa með öðru útliti sem
í snarhasti var sett á markaó.
Kom bannió því lítið að sök.
Þetta er reyndar ekki S fyrsta
skipti sem plata með Síamství-
burum framaná veldur deiluni og
er bönnuð. Árið 1988 kom út
platan Nothing’s shocking með
hinni framsæknu sveit Jane’s
addiction, sem skartaði nöktum
kvensiamstvíburum á framhlið-
inni. Var hún m.a. bönnuð 1
Bandaríkjunum og fékkst ekki
seld nema í þar til gerðu svörtu
hulstri.