Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 2. mars 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIR KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 9641585, fax 9642285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓniR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). UÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 9627639 LEIÐARI Segja má að kosningabaráttan fyrir komandi aiþingis- sést best á því að innan Sjáifstæðisflokks og Alþýðu- kosningar hafi hafist um síðustu helgi, eða strax og Al- bandalags er sterkur viljí fyrir stjómarsamstarfi þess- þingi var frestað. Þingmennimir, sem leita eftir endur- ara flokka eftir kosningar. Þetta var óhugsandi stjóm- kjöri, em komnir heim í sín kjördæmi til þess að gera armynstur fyrir nokkrum árum siðan, en svo er ekki sig sýnilega og nýliðamir eru farnir að láta vita af sér. lengur. Er stór munur á stefnu Þjóðvaka og Kvennalistans, Þetta verður stutt en væntanlega nokkuð snörp stefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stefnu kosningabarátta. Það eru aðeins fimm vikur til stefnu. Alþýðubandalags og Þjóðvaka og stefnu Alþýðuflokks Flokkarnir munu reyna að marka sér sérstöðu í hugum og SjálfstæÖisflokks? Það verður ekki séð. Ailir eru kjósenda, en það gæti reynst þrautin þyngri. Áherslur þessir flokkar nálægt ímynduðum míðjuás í pólitíkinni framboðanna i hinum ýmsum þjóðmálum eru afskap- og þess vegna kemur út af fyrir síg allskyns stjórnar- lega líkar. Á því em þó vissulega undantekningar. mynstur til greina eftir kosningar. Kjósendur geta að Þannig hefur Alþýðuflokkurinn einn flokka opinberlega engu ákveðnu gengið í þessum efnum þegar þeir lýst því yfir að hann vilji sjá að ísland sæki um aðíld að ganga að kjörborðinu þann 8. apríl. Evrópusambandinu. Þetta útspil á að vera tromp krata Hins vegar má ætla að ef núverandi stjómarflokkar í kosningabaráttunni og það verður vissulega fróðlegt halda tryggum meirihluta eftir kosningar sé lang lík- að sjá hvort það reynist gefa þeim mörg ný atkvæði í legast að þeir verði áfram í samstarfi við ríkisstjórnar- kosningunum. borðið. Það verður að segjast eins og er að í íslenskum En það getur margt gerst á fimm vikum í pólitík og stjómmálum em ekki skörp skil og það er að mörgu varlegt er að taka þær skoðanakannanir alvarlega sem leyti mikill galli. Valkostir kjósenda em þess vegna hafa birst að undanförnu. Fjölmargir kjósendur em ekki nógu skýrir. Hér er enginn afgerandi hægri flokk- ennþá óákveðnir og þeir munu sem fyrr ráða miklu um ur og heldur enginn afgerandi vinstri flokkur. Þetta hvaða flokkar ráða ferðínni eftir 8. apríl nk. Réttindi sjúklinga og sérfiræðinga skert Á undanfömum árum hafa sjúklingar getað leitaó beint til sérfræðilækna án milligöngu heimilislæknis. Nú hefur þetta breyst. Tilvísanakerfi hefur verið komió á samkvæmt reglugerð sem tók gildi 20. febrúar s.l. Ákvæði hennar taka gildi meó fullum þunga þann 1. maí n.k. Sérfræðilæknar á Akureyri hafa lít- ið haft sig í frammi á opinberum vett- vangi um þetta mál m.a. vegna þess að fullnægjandi upplýsingar um tilvís- anakerfið hafa ekki legið á lausu fyrr en nýverið. Mikil óánægja hefur kom- ið fram meðal þeirra og hafa því flest- ir sérfræðingar á Akureyri, með starf- semi á eigin vegum, sagt upp samn- ingum við Tryggingastofnun rikisins meó þriggja mánaða fyrirvara. Það er því eðlilegt að sjónarmióum sérfræói- lækna á Akureyri sé komið á framfæri við almenning. Rök heilbrigðisráðherra eru m.a. þau aó hér hafi ríkt dýrt kerfi sérfræó- inga og misbrestur sé á eðlilegu upp- lýsingaflæði milli sérfræðinga og heimilislækna. Sérfræðikostnaður Víkjum aó kostnaói við sérfræðiþjón- ustu. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikill samdráttur í starfsemi sjúkra- húsa. Hvatt hefur verið til aó lækning- ar séu fluttar af sjúkradeildum á stofur sérfræðinga eins og kostur er. Sér- fræóilæknar hafa flestir tekið undir þetta og í reynd verið á undan stjóm- völdum í þeirri breytingu. Kostnaður vegna sérfræðilækninga og rannsókna hefur því eðlilega aukist þar að sama skapi, en er þrátt fyrir það einungis um 4% af heildarkostnaði við heil- brigóiskerfió. Tölur Útgjöld hins opinbera vegna heil- brigðiskerfisins voru 23 milljarðar ár- ið 1994. Af þeirri upphæó voru um 1.4 milljarðar vegna læknisþjónustu og rannsókna utan sjúkrahúsa. Þetta skiptist gróft þannig: Greiðslur til heimilislækna utan við grunnlaun: 400 milljónir Greiðslur vegna rannsókna, rönt- gen o.þ.h.: 400 milljónir Augnlæknar (verða undanþegnir tilvísanaskyldu): 120 milljónir Aórir sérfræðingar: 473 milljónir Tilgangur tilvísanakerfisins er að lækka síðastnefnda liðinn um 100 milljónir. Fjöldi sérfræóinga með eig- in rekstur er um 500, en starfandi heilsugæslulæknar um 400. Til frekari samanburðar má upplýsa að kostnaður TR 1994 vegna tannlæknaþjónustu var um 1000 milljónir og vegna sjúkraþjálfunar um 700 milljónir. Raunkostnaður við hverja heim- sókn á heilsugæslustöð er talinn vera um 4800 krónur. Samsvarandi kostn- aóur hjá sérfræóilæknum er um 3300 krónur, þar af greióir sjúklingur um 2000 kr. og Tryggingastofnun um 1300kr. Upplýsingaflæði Þá að upplýsingaflæðinu. Heimilis- læknar og sérfræðingar í Læknafélagi Akureyrar eru sammála um að upplýs- ingaflæði þeirra á milli sé almennt með ágætum. Núverandi upplýsinga- flæði felst í því að bréf berst frá heim- ilislækni til sérfræðings og eftir heim- sókn sjúklings til sérfræðings fær heimilislæknir svar, nema sjúklingur sé því mótfallinn. Sama almenna regla hefur gilt þegar sjúklingur leitar til sérfræðings án samráðs vió heimilis- lækni. Sérfræðingar telja að réttur sjúklinga til aó leita beint til sérfræð- ings sé mikilvægur og virða óskir þeirra um trúnað í öllu, líka gagnvart heimilislækni ef svo ber undir. Samskipti sérfræðinga og heimilis- lækna á Ákureyri eru í góðu horfi. Þetta sýnir rannsókn Þorgils Sigurðs- sonar heimilislæknis frá 1992. Af þeim 308 beiðnum sem hann sendi til sérfræðinga á 30 mánaða tímabili bár- ust svör í 97% tilvika. Slíkar beiónir eóa „faglegar tilvísanir" hafa tíðkast fram aó þessu með ágætum árangri og hefur sérfræðingum ekki þótt ástæða til að hrófla vió fyrirkomulagi sem hefur virkaó vel, þ.e.a.s. tryggt nauó- synlegt upplýsingaflæði og góða þjón- ustu vió sjúklinginn. Flestir sérfræð- ingar eru hlynntir öflugri heilsugæslu en frábiója sér miðstýringu af því tagi sem stefnt er aó. Stefán Yngvason. mun sérfræóingur ekki geta vísað neinum, hvorki aóstandendum né öðrum sjúklingum til annars sér- fræðings nema fyrir milligöngu heimilislæknis. Þetta túlka sérfræð- ingar sem skerðingu á lækningaleyfi sínu. • í stað venjulegs bréfs til sérfræðings þarf heimilislæknir að fylla í tilvís- unareyðublað. Á þetta sama eyðu- blaó á sérfræðingur að skrifa svar sitt. Núverandi bréfaskriftir milli heimilislækna og sérfræðinga eru ióulega það umfangsmiklar að þær rúmast ekki á tilvísanaeyðublaðió. Ef blaðið eitt ætti aó duga þýðir það minna upplýsingastreymi milli aóila en hingað til hefur verið. • Pappírsvinna sérfræðinga við inn- heimtu á hluta Tryggingastofnunar mun aukast til muna frá því sem nú er. • Bráðainnlagnir á sjúkrahús verða eftir sem áður óháðar samþykki heimilislæknis. Meðferð sjúklings er oft ekki lokið þrátt fyrir útskrift af sjúkrahúsi. Til aó sjúklingur eigi rétt á eðlilegri eftirfylgd sérfræó- ings, án þess aó greiða þaó aó fullu sjálfur, þarf hann tilvísun. Allir slík- ir sjúklingar munu þurfa að hafa samband við heimilislækni sinn til að fá tilvísun á eðlilega eftirmeð- ferð. • Bent hefur verið á að sjúklingar geti leitað á göngudeildir sjúkrahúsanna. Slíku er þó ekki til að dreifa. Mjög fáar sérhæfóar göngudeildir starfa í Reykjavík. Á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri er engin göngudeild. Ef stjómvöld vilja að sérfræóiþjón- ustan færist inn á göngudeildir, verður að mæta því með fleiri stöðugildum lækna og aðstoðarfólks auk stækkunar húsnæóis. Af framangreindu má ljóst vera að umtalsverðar breytingar munu verða á samskiptum sjúklinga, sérfræðinga og heimilislækna. Sérfræðingar telja aó með tilvísanakerfinu fáum við aukna mióstýringu og skrifræói, seinvirkari heilbrigóisþjónustu, hærri kostnaðar- hlutdeild sjúklinga sem ekki hafa rétt- an aðgöngumiða, meira álag á heilsu- gæslustöðvar og meiri fyrirhöfn fyrir sjúklinga sem þurfa á sérfræðiþjón- ustu að halda. Ekki hefur verið sýnt fram á með neinni vissu að um spam- að verði að ræða. Sérfræðingar hafa bent á að þjón- usta þeirra er mjög ódýr, bæði í sam- anburói við raunkostnað á hverja heimsókn á heilsugæslustöð og ekki síður í samanburði við sérfræðiþjón- ustu í nágrannalöndum. Sérfræðingar em hlynntir aðhaldi og spamaði en telja að öllu séu tak- mörk sett. Þeir telja fráleitt aó settar séu fram fullyrðingar um kostnað og slæmt upplýsingaflæði án þess að fyr- ir liggi ítarleg athugun og haldgóð rök. Þaó hlýtur að hvíla á opinbemm aóilum að standa fyrir slíku áóur en af stað er haldið. Viðbrögð sérfræðinga Sérfræðingar hafa lýst yfir undmn sinni og mótmælt tilvísanakerfinu. Mótmæli þeinra hafa litlu skilaó og búið er að gefa út reglugerðina. Möguleikar sérfræðinga til að hafa áhrif á þessa ákvöróun em litlir. Flest- ir hafa þó gripið til þess ráðs sem er í valdi hvers og eins, nefnilega aó segja upp samningi sínum vió Trygginga- stofnun ríkisins. Aðgerðir þeirra verð- ur aó skoða í ljósi þess sem að framan er rakið. Stefán Yngvason. Höfundur er sérfræöilæknir og formaóur Læknafélags Akureyrar. Afleiðingar tilvísanakerfís Tilvísanakerfi heilbrigóisráðherra skerðir réttindi og flækir samskipta- mál sjúklinga, sérfræðinga og heimil- islækna. Þetta gerist með ýmsu móti. • Réttur sjúklings til aó leita til sér- fræóings verður skilyrtur vilyrói heimilislæknis hans, að öómm kosti skilyrtur við greiðslugetu hans þar sem kostnaðurinn af heimsókn til sérfræðings lendir þá allur á honum. • Kostnaóur vió rannsóknir mun lenda að öllu leyti á sjúklingnum hafi hann ekki tilvísun. • Sérfræðingar telja aó brotió sé gegn anda almannatryggingalaganna meó þessum ráóstöfunum. • Sérfræóingur sem fær tilvísun frá heimilislækni má vísa sjúklingi til annars sérfræðings einu sinni. Sér- fræðingum er meinað að leita álits annarra sérfræðinga umfram þetta nema ný tilvísun komi til. Sérfræð- ingar líta svo á aó verið sé skerða möguleika þeiiTa til aó stunda eðli- leg vinnubrögð. Sjúklingar með margþætt vandamál muni helst verða fyrir óþægindum af þessum sökum. • Með sérfræóimenntun sinni hafa sérfræðilæknar ekki afsalað sér al- mennu lækningaleyfi. Margir sér- fræðingar hafa hingað til sinnt sín- um nánustu, Tryggingastofnun að kostnaðarlausu, m.a. með því að vísa þeim á réttan sérfræðing. Nú Veldur hver á heldur Virðingarsess starfsgreina ræðst af mörgum þáttum, svo sem um- hverfi starfsins og líkamlegri áreynslu, fjölda og kynferði starfs- manna, ábyrgð, launum og gæð- um vinnurinar sem unnin er. Gæói kennarastarfa eru mjög dregin í efa af þjóðinni og virðingarsess þeirra er mjög lágur. Öll þjóðin hefur verið í skóla og hið nei- kvæða mat hennar á kennarastarf- inu byggist að einhverju leyti á eigin reynslu. Líka má nefna til sögunnar nýlega yfirlýsingu fram- kvæmdastjóra VSI um að grunn- skólamir séu orðnir hættulega lé- legir. Engum nema ofurmennum... Kennarar hafa lent í vítahring. Þeir hafa tekið að sér að uppfylla þarfir samfélagsins til aó mennta ungviðið og koma því til þroska við allsendis ófullnægjandi að- stæóur. Munar þar mest um þann ógnarfjölda nemenda sem einum kennara er ætlað að sinna í hverjum bekk. Á leikskólum hefur kennurum tekist að halda fjölda bama í umsjá hvers og eins í töl- unni 9 að hámarki (2-3 ára í leik- skóla í 4 klst.) en um leið og þau eru sex ára lendir upp undir 30 í umsjá hvers kennara. Margir kennarar hafa af illri nauðsyn, sem heitir lág laun, tekið að sér aðra risastóra bekkjardeild eftir hádegið og kennt henni til klukk- an að verða fimm. Það vita allir sem reynt hafa og líka hinir sem ekki ráða einu sinni vió tvö böm heima hjá sér og leita sér hjálpar hjá skólunum og stóði sérfræðinga í lækna- og sálfræðingastétt að við þessar aðstæður veróa gæði vinn- unnar ömurleg hversu vel sem fólk er gert. Skaðleg skólastefna Skólastefna síðustu tveggja ára- tuga sem Kennarasambandið gerði að sinni hefur spillt mjög afstöðu fólks til skóla og kennslustarfa. Stefna sem leggur áherslu á tilvilj- anakenndar uppgötvanir nemenda, bannar utanbókarlærdóm, dregur úr námskröfum og bíður endalaust eftir því að nemendumir verði til- búnir að takast á við námið á sér ekki viðreisnar von og fylgjendur hennar varla heldur. Misjafn sauður í mörgu fé Ofan á þetta bætist að í kennara- störfum eru því miður of margir sem ekki em starfi sínu vaxnir vegna þess að þeir hafa ekki til að bera þá miklu mannkosti sem starfið krefst. Gamansögur af hin- um óhæfu em geymdar en ekki gleymdar þegar stéttin er dæmd af gæóum vinnunnar. Guðmundur Birkir Þorkelsson. Höfundur er skólameistari vió Framhaldsskól- ann á Húsavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.