Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 12
Smíðum allargerðir innréttinga og innihurða Trésmiðjctn fllfo • Óseyri 1 o • 603 flkureyri Sími 96 12977 • Fox 96 12978 KAUPLAND Kaupangi • Sími 2356^j Krossanesverksmiöjan rekin með 14 milljóna króna hagnaði eftir afskriftir en fyrir fjármagnsgjöld: Orlofshúsabyggð í Kjarnaskógi að verða að veruleika: Akureyri, fímmtudagur 2. mars 1995 Framleiðsla sl. árs var 5.774 tonn af mjöli og 3.731 tonn af lýsi að verðmæti 328 milljónir ■ ■■■ * Aðalfundur Krossanesverk- smiðjunnar hf. var haldinn sl. þriðjudag. Rekstrartekjur verksmiðjunnar námu 414,4 milljónum króna á síðasta ári en rekstrargjöld 401,3 milljónum króna og þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta sem námu 60,4 milljónum króna þá skilar verk- smiðjan hagnaði upp á 14,1 milljónir króna. Þegar íjár- magnsliðir eru teknir inn í dæm- ið þá verður eilítið tap af rekstrinum, eða 9,2 milljónir króna á móti 8,6 milljón króna hagnaði fyrir árið 1993. Hólmsteinn Hólmsteinsson, stjómarformaður Krossanes hf., segir að ástæður lítils háttar tap- rekstrar megi rekja til þess að ekki hafi komið loðna til verksmiðj- unnar tvo síðustu mánuói ársins. Hefói loðnuvertíðin þróast svipað á sl. ári og á árinu 1993 hefði ver- ið um talsverðan rekstrarhagnað að ræóa. langtímaskuldir voru á bilinu 500 til 600 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins er 96,9 milljónir, 23%, sem telja verður þolanlegt í þessari atvinnugrein. Með þessu ætti rekstrargrundvöll- ur Krossaness hf. að vera tryggður svo framarlega sem loðna heldur áfram að veiðast á Islandsmiðum. A sl. ári tók Krossanes hf. á móti 42.828 tonnum af hráefni sem samanstendur af um 8 þúsund tonnum af beinum, aðallega frá UA, um 800 tonnum af rækjuskel og loðnu, en hlutur loðnu var 33.486 tonn og þar af 1.300 tonn af síld. Á árinu 1993 tók verk- smiðjan á móti 38.032 tonnum af loðnu en alls 49.362 tonnum af hráefni. Á sl. ári var tekið á móti fyrsta loðnufarminum 5. febrúar er Guð- mundur Olafur OF kom til lönd- unar en fyrsta löndun á haustver- tíð var 2. júlí er Sigurður VE kom til löndunar. Verksmiðjan framleiddi 5.774 tonn af mjöli og 3.731 tonn af lýsi á árinu 1994 og heildarfram- leiðsluverðmæti verksmiðjunnar var 328 milljónir króna. Alls voru gengnar 222 vaktir á árinu sem voru ígildi 16 ársverka og heildar- launagreiðslur námu kr. 34.057.717. Lokið er við að setja upp tæki til að skila loðnuhrogn frá loðn- unni en aðeins lítill hluti þeirrar fjárfestingar kemur inn á reikn- inga ársins 1994, eða um 8 millj- ónir af tæplega 30 milljóna króna heildarfjárfestingu. GG Skuldir verksmiðjunnar hafa stórlækkað að undanfömu og þar munar mestu að lán hjá Akureyr- arbæ voru færð af fyrirtækinu og nema langtímaskuldir fyrirtækis- ins í dag 258 þúsundum króna sem er mikil breyting frá því að Úrbótamenn og hönnuðir á blaðamannafundinum í gær. Frá vinstri: Jónas Karlesson frá Verkfræðiskrifstofu Sig- urðar Thoroddsen, Úrbótamcnnirnir Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Sveinn Heiðar Jónsson og Þórarinn Kristjáns- son og Páll Tómasson, arkitekt. Mynd: Robyn. Innanhúss* 10 lítrar kr. 4.640.- KEA hættir ígulkeravinnslu og dreifingu fisks til verslana Uppsagnir Qögurra starfs- manna fískverkunarhúss KEA við smábátahöfnina við Sandgerðisbót tóku gildi 28. febrúar sl. en áður höfðu 13 starfsmenn sem unnu við ígulkeravinnstu látið af störf- um í áföngum þegar ákveðið var að lcggja niður ígulkera- vinnslu KEA. Fiskverkunarhús KEA hætti frá og með gærdeginum aó þjónusta verslanir með fisk en starfseminni verður stýrt frá fiskverkun KEA á Hjalteyri. Áfram veróur móttaka á fiski og smábátaeigendum veitt sama þjónusta og verið hefur til þcssa. Engin ákvöróun hefur verið tckin um frckari nýtingu á fiskverkunarhúsi KEA en ljóst er að húsið er allt of stórt undir móttöku fisks eingöngu. GG Fýrsti áfangi boðinn út í dag Idag verða afhent útboðsgögn vegna smíði fyrstu húsanna í Kjarnabyggð, orlofshúsahverfí í Kjamaskógi. Þar hafa Úrbóta- menn á Akureyri Iátið skipuleggja kjarna 35 orlofs- húsa, sem skiptist í megin drátt- um í tvö svæði og í fyrstu at- rennu verður smíði 10-12 húsa boðin út. Verða tilboðin opnuð 14. mars. Seinna í þessum mán- uði verður síðan boðin út gatna- gerð, allar lagnir og undirstöður húsanna. Ohætt er að segja aó umrætt svæði bjóði upp á möguleika sem gerir það einstakt í sinni röð. Und- anfarin ár hefur verið komið upp afar góðri aðstöðu til útivistar í Kjarnaskógi og náttúrufegurð er mikil. Þá eru aðeins 3,5 km inn í miðbæ Akureyrar, í alla þá þjón- ustu sem hægt er að fá. Þessa tvo þætti, þ.e. að vera út í sveit en VEÐRIÐ Hafi menn haldið að veturinn væri nú liðinn, þá er það hinn mesti misskilningur. í dag er spáð norðaustan kalda um norðanvert landið með snjó- komu. Á morgun og laugardag verður boðið upp á hæga norð- læga átt með éljum eða snjó- komu, frost verður á bilinu 5-15 stig á morgun og 1-10 stig á laugardag, og á sunnudag er spáð norðaustlægri átt og 2-12 stiga frosti. samt aðeins í seilingarfjarlægð frá miðbæjarþjónustunni, er óðvíða hægt að sameina með sama hætti og í þessu tilfelli. Síðan er gert ráð fyrir samvinnu við Kjamalund, heilsu- og endurhæfingarstofnun Náttúrulækningafélagsins, þannig að gestir orlofshúsabyggðarinnar geti sótt þangað ýmsa þjónustu. Á því sviði eru möguleikar nær ótak- markaðir. Úrbótamenn sjálfir verða ekki eigendur húsanna heldur verða þau seld eins og hver önnur or- lofshús og má reikna með að starfsmannafélög og stéttarfélög verði stærsti kaupendahópurinn. Það fer síðan eftir áhuga kaupenda hversu langan tíma tekur að byggja svæðið upp í endanlega mynd, en miðað við þann áhuga sem þegar hefur komið fram telja Úrbótarmenn að ekki verði vanda- mál að selja öll húsin. Er t.d. ekki ólíklegt að einhver félög sem eiga íbúðir í fjölbýlishúsum á Akureyri muni frekar vilja flytja sig í Kjamaskóg. Kostnaóur á hvert hús er áætl- aður tæplega 7 milljónir og heild- ampphæð alls verksins því yfir 200 milljónir. Það er því óhætt að segja að þama er á ferðinni fram- tak sem getur skilað vemlegum árangri í því atvinnuleysi sem er á svæðinu, ekki síst meðal iónaðar- manna. Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær þar sem verkefn- ið var kynnt, lýsti Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna Eyjafirði og forseti Alþýðusambands Norð- urlands, yfir mikilli ánægju með þetta framtak. Það gæti aukió at- vinnu bæði í bráð og lengd, enda verði þama til þorp sem hýst geti allt að 150 íbúa sem allir þurfi sína þjónustu. Nánar verður fjallaó um orlofshúsabyggðina Kjamabyggð í næsta helgarblaði Dags. HA Sr. Pétur messar í Laufási á sunnudag hans fyrsta Séra Pétur Þórarinsson, mess- ar í Laufási nk. sunnudag kl. 14.00 og er það hans fyrsta messa frá því að hann fór í að- gerð í haust. Eins og flestum er kunnugt, er búið að taka báða fætur af Pétri, vinstri fóturinn var tekinn ofan við hné snemma á árinu 1994 en um miðjan des- ember í fyrra var vinstri fóturinn tekinn neðan við hné. Pétur hefur dvalið á Fjóróungs- sjúkrahúsinu á Akureyri frá því í messa frá því hann fór í aðgerð í haust desember en hcfur þó fengið heimfararleyfi um helgar að und- anfömu. Pétur sagði í samtali við Dag að hann hefði það alveg ágætt og var hress að vanda. Hann hefur mjög góðar vonir um að halda vinstra hnénu, sem augljós- lega skiptir miklu máli. Hann dvelur nú á bæklunardeild FSA og stundar sjúkraþjálfun af krafti en með því á hann að geta stytt dvöl- ina á Kristnesi, þar sem hann verður í endurhæfingu. Þótt Pétur verói með sína fyrstu messu á sunnudag frá því í haust, hefur hann verið með kirkjuskóla á Svalbarðsströnd og Grenivík, ásamt konu sinni Ingibjörgu, hann hefur verið að undirbúa ferming- arböm sín og hefur skírt nokkur böm, bæði heima í Laufási og á FSA. Og væntanleg fermingar- böm hans ætla einmitt að aðstoða við messuna á sunnudag. KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.