Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 2. mars 1995 - DAGUR - 3 Tilboð opnuð í fyrsta áfanga heiisugæslustöðvarinnar á Akureyri: SS-Byggír bauð lægst Framleiðsluaukning verði 10-15% á ári Efnt hefur verið til samstarfs nokkurra aðila um það hvernig best mætti lækka framleiðslu- kostnað og auka framleiðslu og hagræðingu í fiskeldi. Á fundi með landbúnaðarráðherra í gær var kynnt sk. Markáætlun fyrir strandeldi þar sem tilgreind eru verkefni á sviði fiskeldis sem menn vonast til að muni skila mestum árangri fyrir atvinnu- greinina. Undirritaður var samningur þar sem raforkuverin lofa afslætti á raforku til eldis- ins. Stefnt er að 10-15% fram- leiðsluaukningu i fiskeldi á ári fram til aldamóta. „I markáætluninni setjum við okkur markmið sem við ætlum okkur að ná á svo og svo mörgum árum. Það má segja að þetta sé sameiginlegur leiðarvísir fyrir fyr- irtækin og ekki síður þær stofnanir sem kostaðar eru af opinberu rekstrarfé. Við höfum gert kröfu um að ákveðin ytri skilyrði verði löguð, a.m.k. tímabundið, svo hægt verði að ná þessum árangri. Einn þessara þátta er lækkun á raforkuverði og það sem vió náum fram með því getur skipt sköpum, jafnvel þótt þetta sé tímabundin lækkun meðan verið er að skapa fiskeldisfyrirtækjunum aukið svigrúm til aukinnar framleiðni,“ sagði Vigfús Jóhannsson, einn þeirra sem stóðu að markáætlun- inni. Þrjú atriði eru ijefnd sem eldis- markmió: Framleiðsluaukning um 10-15% á ári til aldamóta, afföll verði minnkuð úr 10% árið 1992 í 3-5% af ársframleiðslu árið 2000 og loks aó lyfjanotkun minnki úr 0,14 kg/tonn, slátrað 1992, í um 0,05 kg/tonn árió 2000. SV „Þessi framkvæmd hefur geng- ió ákaflega vel,“ sagði Ingunn um lagningu hitaveitunnar. I fyrra- sumar var hafist handa við lagn- ingu leiðslunnar og tengingu Núpsbæjanna, Vélaverkstæðis Guðmundar og Silfurstjömunnar. Einnig voru lagðar lagnir heim að bæjum og lagnakerfið í þorpinu og byggðir tveir veituskúrar af fjórum, en eftir er aó leggja stofn- æóina frá Silfurstjömunni aó Kópaskeri. Stefnt er að því að tengja hitaveituna í húsin fyrir 1. ágúst. IM Samstarf að þróunarvinnu í fiskeldi: f gær voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga endurbóta við Heilsu- gæslustöðina á Akureyri. Um er að ræða innréttingu og frágang á efstu hæð Amarohússins, þar sem Heilsugæslustöðin er til húsa. Sjö tilboð bárust, öll nema eitt lægri en kostnaðaráætlun hönnuða. Lægsta tilboðið á SS- Byggir á Akureyri, rúmar 19,6 milljónir sem er 89,5% af kostn- aðaráætlun. Hún hljóðaði upp á tæpar 22 milljónir. Hyma hf. á Akureyri átti næst lægsta tilboð sem var 90,6% af kostnaðaráætlun, Tréverk á Dal- vík bauð 90,8, Stefán Jónsson á Akureyri 92,4, Trésmiðjan Ösp á Akureyri 93,1, SJS verktakar á Akureyri 94,7 og Hákon Guó- mundsson á Akureyri 101,8. Búist er við að innan skamms tíma verði ákveðió hvaða tilboði verði tekið, en til þess hefur verkkaupi 21 dags frest. Ríkið keypti sem kunnugt er fjórar hæóir í Amarohúsinu undir Heilsugæslustöðina. Hún er nú til húsa á 3., 4. og 5. hæð hússins, ýmist á hluta hæðar eða allri hæð- inni. Nú bætist 6. hæðin við og í framtíðinni mun Heilsugæslustöð- in hafa fjórar efsju hæðir hússins til fullra afnota. I þessum áfanga Nemendatónleikar Tónmenntaskólans Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur víðs veg- ar um land sl. laugardag. Slíkur dagur er haldinn ár hvert og er tilgangurinn að vekja athygli á því mikla starfi sem fram fer í tónlistarskólum landsins. í dag eru yftir 70 tónlistarskólar í iandinu með á tólfta þúsund nemendur á öllum aldri. Tónmenntaskólinn á Akurcyri stóð fyrir nemendatónleikum í Lóni á Iaugardag og voru þeir vel sóttir eins og sést á myndinni. Á innfelldu mynd- inni er Inga Berglind Birgisdóttir, einn nemenda skólans, að spila á fiðlu SÍna fyrir gesti. Myndir: Robyn verður efsta hæðin tekin fyrir en síóan er reiknað með að taka eina hæð á ári og halda niður eftir hús- inu. Umfangsmestu breytingamar eru á efstu hæðinni, sem nú var vcrið að bjóóa út. Þar verður móttaka þeirra sem til Heilsu- gæslustöðvarinnar leita. Gengið verður inn í næsta hús fyrir sunn- an (Krónuna), þaðan tekin lyfta upp á 6. hæð og síðan gengið yfir í hús Heilsugæslustöðvarinnar á tengibrú. HA Öxarfjöröur: Fundað um hitaveitumál - stefnt aö tengingu fyrir 1. ágúst „Hér ríkti samhugur um að treysta hitaveitunni fyrir þessum málum fólksins sem allra mest. Það er ekki hitaveitunnar að sjá um þessi mál, en Guðmundur Örn hitaveitustjóri hefur unnið ákaflega vel og við viljum gjarn- an njóta tilsagnar hans,“ sagði Ingunn St. Svavarsdóttir, sveit- arstjóri í Öxarfjarðarhreppi, en þar var haldinn almennur fund- ur sl. þriðjudag þar sem rætt var um lagnakerfi og ofnakaup í húsin. Akureyri: Fræslufundur um snjóflóð annað kvöld I gær kom hingað til lands, Ger- ald Kampel, forstjóri Ortovox, sem er einn stærsti framleiðandi heims á búnaði til notkunar í snjóflóðum. Kampel er hingað kominn í boði Skátabúðarinnar og hann mun halda fræðslu- fundi um snjóflóð og tæki tengd þeim á meðan á dvöl hans stendur og svara fyrirspurnum. Fyrsti fundurinn var í Reykja- vík í gærkvöld, í kvöld fundar Kampel í Sigurðarbúð á ísafirði og á morgun föstudag á Akureyri, í húsnæði Hjálparsveitar skáta kl. 20.00. Fundimir eru opnir öllum sem áhugasamir eru um þessi mál. Fyrirtækið Ortovox framleiðir m.a. snjóflóðaýla og snjóflóða- stengur fyrir björgunarsveitir, feróamenn og aðra sem þurfa að ferðast um svæði þar sem er snjó- flóðahætta. Kampel er einnig hingað kominn til að kynna sér aðstæður og viðbrögð viö snjó- flóðahættu á Islandi í ljósi þess að Skátabúðin er einn stærsti kaup- andi fyrirtækisins á snjóflóðabún- aði. Hann mun einnig hitta full- trúa björgunarsamtaka, Almanna- vama og bæjarfélaga. Hjálparsveit skáta á Akureyri stóö fyrir átaki innan sveitarinnar í fyrravetur og eru allir félagar hennar með snjóflóðaýlu á ferðuni sínum á varhugaverðum svæðum að vetrarlagi. Á þann hátt er auð- veldara aö finna þá sem lenda í t.d. snjóflóði. KK Forstjóri eins stærsta framlciðanda heims í búnaði til notkunar í snjóflóðum er í heimsókn á íslandi þessa dagana og hann hcldur m.a. fræðslufund í hús- næði Hjálparsveitar skáta á Akureyri annað kvöld. Innflutningur Sölumennska Óskum eftir að ráða starfsmann til starfa á skrifstofu. Æskilegt er aó viðkomandi hafi reynslu í markaðs- og sölumálum, tungumála- og tölvukunnátta nauðsynleg. Skriflegum umsóknum meó upplýsingum um fyrri störf skal skila inn á afgreióslu Dags merkt „Skrifstofustarf.“ Farið veróur meö umsóknir sem trúnaðarmál. I I f Auglýsendur! Skilafrestur auglýsinga í helgarblaðið okkar er til kl. 14.00 á fimmtudögum. - já 14.00 á fimmtudögum auglýsingadeild, sími 96-24222. Opiðfrá kl. 8.00-17.00. 1 f I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.