Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. mars 1995 - DAGUR - 5 » » 4F Tómas Ingi og Sambandsverksmiðjurnar Síðastliðió vor hófu sjálfstæðis- menn á Akureyri kosningabaráttu sína fyrir bæjarstjómarkosning- amar með árásum á Kaupfélag Eyfirðinga og rekstur Sambands- ins á Akureyri á sínum tima. Nú hefur það gerst að Tómas Ingi Olrich kýs að hefja sína baráttu fyrir kosningar til Alþingis á hlió- stæðan hátt. Hún er einkennileg þessi þráhyggja sjálfstæðismanna þegar rekstur samvinnumanna á Akureyri er annars vegar. Sjálf- sagt mundu sálfræóingar hafa skýringu á reiðum höndum á þessu fyrirbæri en fyrir mér sem leikmanni á því sviði er hún óskiljanleg. Vefjariðnaður flyst til Austurlanda Rekstur verksmiðja Sambandsins á Akureyri var bam síns tíma eins og margt annað. Þær áttu sitt upp- haf, sinn blómatíma og liðu að endingu undir Iok. Þaö er athygl- isvert að skoða þessa starfsemi í samhengi við hliðstæða fram- leiðslu annarsstaðar í Evrópu. Þá kemur í ljós að hér var haldið áfram framleiðslu löngu eftir að hlióstæð starfsemi þar á bæ hafði flutt sig aö miklu leyti austur á bóginn þar sem vinnulaun eru þannig að nánast vonlaust er fyrir Vesturlönd aó keppa á þeim grundvelli. Það sem helst má finna að er að það hafi verið barist við aó halda þessari starfsemi gangandi lengur en stætt var. Það kann að vera að það hafi orðið til þess að torvelda endurreisn á grunni þeirrar miklu verkþekking- ar sem var til staðar. Merkur kafli í atvinnusögunni Það gleymist nefnilega stundum í þessari umræðu aó það var fleira unnið í Sambandsverksmiðjunum en fat úr ull. Þar var byggður upp sútunariðnaður sem í dag stendur í blóma. Skinnaiðnaður h/f er nú eitt best rekna fyrirtæki landsins og þar vinna á annað hundrað manns. Það er óhætt að fullyrða að hvorki þaó fyrirtæki né Folda h/f væru starfandi á Akureyri ef ekki hefði komið til verksmiðju- rekstur Sambands íslenskra sam- vinnufélaga hér í bæ. Sá rekstur er tvímælalaust einhver merkasti kafli í íslenskri atvinnusögu á þessari öld. Með hliðstæðri rök- semdafærslu og Tómas Ingi hefur uppi væri ris og fall Kveldúlfs h/f tákn þess að einkarekstur eigi ekki rétt á sér. Jóhanncs Geir Sigurgeirsson. Stór þáttur í uppbyggingu Akureyrar Staðreyndin er sú að rekstur Verk- smiðjanna á einhvem stærsta þátt- inn í uppbyggingu Akureyrar. Þau eru æði mörg húsin og íbúðimar sem hafa verið byggðar fyrir af- rakstur þessa iðnaðar. Þær skipta mörgum þúsundum fjölskyldumar sem áttu þess kost að ala upp böm sín í faðmi eyfirskra dala vegna þess að fyrirvinnumar gátu gengið að vinnu við að breyta íslensku hráefni í verðmæta útflutnings- vöru. Þau voru að sönnu ekki allt- af há daglaunin hjá Verksmiðjun- um en sagan sýnir að þau nýttust ótrúlega vel í hraðri uppbyggingu um og uppúr miðri öldinni. í j Lífogfíör j A A A A A A A A A A A A y A A A Tríó Rabba Sveins leíkur fyrír dansi laugar- daginn 4. mars frá kl. 22-03 á 4. hæð Alþýðuhússíns, Skípagötu 14. Brátt munum við bursta af skónum því ball er fyrir konu og mann. Efvið komumst úr úr snjónum örkum við á Fiðlarann. Með ósk um góða skemmtun. Stjóm skemmtíklúbbsins Líf og Qör. w r k r k r k r k r k r k r k r k r k r k r k r k r k r k ^r^r'ir^r^r^rirw^rw^r^r^rw^r,kr',irw^r þessu samhengi verður mér oft hugsað til orða Jóns Sólnes, fyrr- verandi bankastjóra Landsbankans á Akureyri, þegar hann sagði að skilvísustu viðskiptavinir bankans hafi verið starfsfólk Verksmiðj- anna. Ósanngjörn ályktun íslenskt atvinnulíf hefur að sönnu gengið í gegnum miklar breyting- ar á hálfum öðrum áratug. Það að hverfa frá neikvæðum vöxtum til einhverra hæstu vaxta sem þekkj- ast var mörgu fyrirtækinu ofviða. Það á jafnt við um einkafyrirtæki og samvinnurekstur. Á sama tíma var það að gerast að rekstrar- grundvellinum var að miklu leyti kippt undan vefjariðnaði á Vestur- löndum eins og áöur sagði. Þetta voru aðstæöur sem voru rekstri Sambandsverksmiðjanna ofviða. Tómas Ingi nefndi Kaupfélag Ey- fírðinga einnig í þessu samhengi. Kaupfélagið tókst á við þessar að- stæður eins og önnur fyrirtæki og hafði sigur. Að draga síðan af þessu þá ályktun sem Tómas Ingi gerir, að öflug starfsemi þessara fyrirtækja á Akureyri hafi ekki verió holl fyrir bæinn, er bæði rangt og ósanngjamt. Ekki síst gagnvart þeim mikla fjölda starfs- fólks sem helgaði stóran hluta ævistarfs síns þessari uppbygg- ingu. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsókn- arflokkinn á Norðurlandi eystra % Vetrarleikar |R LéttÍS verða haldnir á Sanavellinum laugardaginn 4. mars og hefjast kl. 10.00. Keppnisgreinar: Tölt A og B (opið mót) unglinga og barna 200 m skeið, (peningaverðlaun) Gæðingaskeið. Sýningaratriði hefjast ld. 13.00. Ræktunarbú, stóðhestar, hryssur, gæðingar, ung- lingasýning, áhættuatriði og margt fleira. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningaratrið- unum hafi samband við Höskuld í heimasíma 11042 og vinnusíma 12550 eða Sigrúnu í heima- síma 27778 eða vinnusfma 11241. Ætlast er til að knapar séu snyrtilega klœddir. ÞlÐ BERIÐ FRAM DSKIRNAR - VlÐ UPPFYLLUM ÞÆR ^JlMcCx Par sem gœðí, fegurð og uotalegkeit fara samanl 3T £r fjórða hceðin fyrírþig? • GLÆSILEEIR SALIR MEÐ MIKLA MDGULEIKA " • FUNDIR D G RÁÐSTEFN U R - SMÁAR SEM STÓRAR • ÁRSHÁTÍÐIR - AFMÆLI - EINKASAMKVÆMI LöLaxúin RESTAURANT m HAFIO SAMBAND DG FÁIÐ FREKARI UPPLÝSINGAR I SÍMI 27 1DQ . -j. ■■■■ ■'S i hófst í morqun » \ • JGW Opið laugardaga kl. 10-12 Herradeild 7S Gránufélagsgötu 4 ~~~~ Akureyri sími 23599. |Eí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.