Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 2. mars 1995 Framtíðin er núna - efnt til alheimsmóts skáta í Hollandi á komandi sumri Átjánda alheimsmót skáta eða „Jamboree" verður haldið í Hol- landi í sumar. Alheimsmótin eru haldin á fjögurra ára fresti og hafa íslenskir skátar löngum verið dug- legir að sækja slík mót. Þetta mót verður engin undantekning og hyggjast um tvö hundruð íslenskir skátar fara, þar af rúmlega fjörutíu skátar frá Akureyri. Stef mótsins í Hollandi er „framtíðin er núna“, til að undir- strika aó skátar sitja ekki úti í homi og bíða þess að eitthvað ger- ist, heldur taka þeir málin í sínar hendur af kappi. Það má segja að skátamir frá Ákureyri hafi þegar gert þetta stef að einkunaroróum sínum. Þó enn séu nokkrir mánuó- ir í fyrirhugaða ferð er undirbún- ingur kominn á fulla ferð, enda að mörgu að hyggja. Þau Marinó Tryggvason, Silley Hrönn Ás- geirsdóttir og Eydís Elva Guð- mundsdóttir verða meðal þátttak- enda í alheimsmótinu næsta sum- ar. Smári Sigurðsson fór hinsveg- ar á alheimsmót sem haldið var í Noregi 1975 og segir okkur frá upplifun sinni á því móti. Hefur alltaf ætlað að fara á alheimsmót Marinó Tryggvason er sveitarfor- ingi hjá skátasveitinni Drekunum og hefur starfað sem skáti í um sjö ár. Hann verður einn af Hollands- fömm og tekur þátt í undirbún- ingsvinnunni. Fjáröflun er mikil- vægur hluti þeirrar vinnu enda dýrt að fara í svona ferð. Að sögn Marinós hefur ýmislegt verið gert nú þegar. Hópurinn var t.d. með sölu á pennum og einnig sá hann síðla síðasta árs um dreifingu nýrra myndlykla fyrir Stöð 2. Onnur smáverkefni eru á döfinni til fjáröflunar en skátamir eru þó enn að leita að fleiri verkefnum. Annar undirbúningur felst meðal annars í fundum og útilegum. En hvers vegna ætlar Marinó til Hollands? „Ég veit það ekki al- veg. Maður hefur einhvem veginn alltaf ætlað á svona mót.“ Marinó Höfundur þessarargreinar er Auð- ur Ingóífsdóttir, nemandi í hag- nýtri fjölmiðlun við Háskóla fs- lands. Hún er Akureyringur, faedd 1970 og útskrifaðist úr MA árið 1991. Hún er með BA-próf í alþjóðasam- skiptum frá Uni- versity of Wash- ington í Seattle í Bandaríkjunum. er af skátafólki kominn og hefur farið á flest landsmót síðan 1982. Hann sagði að hann héldi að al- heimsmótið væri að mörgu leyti svipað landsmótum „nema auðvit- að miklu stærra“, en til Hollands er von á allt að þrjátíu þúsund skátum. Rétt hjá mótsstað er vatnagarður og á þessu móti á að leggja sérstaka áherslu á dagskrár- liði sem fara fram á eða í vatni. Mótið sjálft er í byrjun ágúst og Marinó Tryggvason, dróttskáti og sveitarforingi í Drekunum. stendur í tíu daga. Skátamir héðan verða þó heldur lengur í ferðinni þar sem þeir munu dvelja hjá fjöl- skyldum skáta í Hollandi og Belgíu nokkra daga fyrir og eftir mót. Marinó segist hlakka til að fara til Hollands en skátastarfíð hafi þó ýmislegt skemmtilegt upp á að bjóða annað en utanlandsferðir. Sveitarforingjastarfið taki t.d. drjúgan tíma og þar sé alltaf mikið um að vera. Drekamir halda fundi í Hvammi á hverju mánudags- kvöldi og vildi Marinó nota tæki- færið og hvetja alla stráka á aldr- inum 10-14 ára að mæta á fund hjá þeim. Svaf ekkertvegna draugagangs Þær Eydís Elva Guðmundsdóttir og Silley Hrönn Ásgeirsdóttir eru mjög spenntar að fara á alheims- mótið í Hollandi. Þær sögðust fara á mótið til að hitta aðra skáta og læra nýja hluti. „Næst verðum viö orðnar of gamlar til að vera al- mennir þátttakendur,“ sagði Sill- ey. „Þaö er líka ódýrara núna en oftast því mótió er tiltölulega ná- lægt,“ bætti Eydís við. „Fyrir nokkrum árum fóm skátar héðan á alheimsmót í Ástralíu og þá kost- aði tvöfalt meira en núna. Þetta er því kærkomið tækifæri." Silley og Eydís eru í dróttskáta- sveitinni Pixies en Silley er auk þess sveitarforingi í Sniglunum. Báðar fullyrtu að það væri mjög gaman að vera skáti. Silley er búin að starfa í skátahreyfmgunni í ein níu ár en Eydís í fjögur. „Ég fór fyrst meó Silley til að prófa og hef bara ekki getað hætt síðan.“ Stelp- umar hafa farið á tvö landsmót og um síðustu páska fóru þær í „Is- hæk“ sem var fimm daga ferð á gönguskíðum og var sofið í snjó- húsum eða tjöldum. Þeim fannst sú feró mjög skemmtileg en jafn- framt erfið. Hjá dróttskátunum eru áherslumar svolítið öðruvísi en hjá yngri sveitunum. Þar er meira um útilegur og feróir en óreglu- legri fundir. Silley sagði að sveit- arforingjastarfið tæki líka tölu- verðan tíma. Það gerist margt skemmtilegt og sniðugt í skátunum. Eydís sagði að hún myndi t.d. aldrei Samíska þjóðleikhúsið - Beawás Shámi Teáhter - sýnir á Akureyri: Þótt hundrað þursar... - sýningin er einn af viðburðunum á norrænu menningarhátíðinni Sólstöfum Fjöldi atriða á norrænu menn- ingarhátíðinni Sólstöfum eru flutt á Akureyri og ber þar hæst sýningu samíska þjóðleikhúss- ins, Beavvás Shámi Teáhter á leikritinu „Þótt hundrað þurs- ar...“ sem sýnt verður j íþrótta- skemmunni á Akureyri nk. laug- ardag, 4. mars, kl. 20.30. Leikrit- ið verður einungis sýnt á Akur- eyri. í sýningunni er rakin saga sam- ískrar menningar og allar þær hættur sem henni hefur staóiö ógn af. Á norsku heitir sýningin: Omsá hundre stalloer... Hún hef- ur hlotið heitið „Þótt hundrað þursar...“ á íslensku. „Stallói“ er nafn á óvætti í samískri þjóðsögn. Stallói er risavaxinn, voldugur og hættulegur; líkt og þurs. í íslenskri þjóðtrú voru þursar stórir, heimsk- ir og hættulegir. Sýningin var í upphaflégri gerð unnin fyrir samíska áhorfendur. Hún sló í gegn og leikhúsinu var tryggð varanleg lífsafkoma og hefur list þeirra síðan verið helsta framlag þjóðarinnar til kynningar á þjóðararfleifðinni. Samíska þjóðleikhúsið er hluti af norska Þcssi sýning Samanna sló í gegn á Vetrarólympíuleikunum í Liliehammer. Trúiega muna margir eftir þeirri sýningu, en hún var undir berum himni. þjóðleikhúsinu ásamt Det norske teater (sem notar gömlu norskuna fyrir aóaltungumál), Det nye norske teater (sem leikur á ný- norsku) og Norsku óperunni. I sýningunni er rakin saga Sama í gegnum aldimar með söng (Joiki), dansi, látbragði og slag- verkspili. Það þarf enginn að óttast tungumálaerfiðleika, því sýningin er sérstaklega unnin fyrir þá sem ekki hafa gert heimadæmin sín í samísku í bamaskóla! Á hinum margrómuðu Vetrarólympíuleik- um í Lillehammer í Noregi á síð- asta ári var sýningin sýnd undir berum himni í frosthörkunni. Þetta var litskrúðugt kamival í snjónum og vakti mikla athygli. Silley Hrönn Ásgeirsdóttir og Eydís Elva Guðmundsdóttir. gleyma fyrstu útilegunni sinni. „Við vorum á Illugastöðum og fréttum af draugagangi. Vió vor- um tvær stelpur saman í koju og heyróum alltaf einhver hljóð sem vom sennilega í rafmagnstöflunni. Við vorum báðar alveg skíthrædd- ar og gátum alls ekki sofnað.“ Að lokum sögóu stelpumar að það ættu sem flestir krakkar að drífa sig í skátana „því þaó er svo gam- an þar.“ Ogleymanlegt ævintýri Islendingar hafa einu sinni hjálpað til við að halda alheimsmót. Það var fyrir tæpum tuttugu ámm eða 1975. Þá sáu Norðurlöndin sam- eiginlega um mótshald en mótið var í Noregi. Smári Sigurósson var á þessu móti og sagði að það hefói verið „alveg meiriháttar æv- intýri“. Smári var í vinnubúðum á mót- inu og fór líka sumarið áður til að vinna að undirbúningi. „Fyrir mér var þetta eiginlega tvöfalt ævin- týri,“ sagði Smári. „Ég upplifði ekki bara stemmninguna á mótinu heldur sá ég líka hvemig þetta varð til. Ég fylgdist meó alveg frá byrjun þegar mótssvæðið var autt tún og þangað til komin var risa tjaldborg sem hýsti mörg þúsund skáta.“ Stef mótsins, „Fimm fing- ur - ein hönd“ er Smára mjög minnisstætt. Stefið átti að tákna að Norðurlöndin sem héldu mótið væru fimm einstök lönd en ynnu þó saman sem ein heild. Smári sagói að ef ungt frískt fólk ætti kost á því að fara á svona mót þá væri engin spuming að það ætti að drífa sig og hann vonaði að sem flestir krakkar fæm á næsta mót. Djassi Deiglunni í kvöld A heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri í kvöld, 2. mars, fáum við að heyra Kvartett Jens Wint- her og Tómasar R. Þessir tónleik- ar eru hluti af Sólstöfum, norrænu menningarhátíðinni sem nú stend- ur yfir í Reykjavík, á Isafirði og á Akureyri. Daninn og trompetleik- arinn Jens Winther varð atvinnu- maóur í jassinum 18 ára, hefur leikið með fjölda hljómsveita í Kaupmannahöfn og um alla Evr- ópu. Tómas R. Einarsson, kontra- bassaleikari, er Akureyringum að góðu kunnur, hefur spilað hér all- oft síðastliðið ár, nú síðast í febrú- ar ásamt Eyþóri Gunnarssyni, píanóleikara og fleirum. Eyþór hefur spilað á flestum stærstu djasstónlistarhátíðum Evrópu. Hann var einn af stofnendum Mezzoforte. Sören Christensen hefur leikið djass síðan hann var 15 ára og verið mjög virkur í dönsku djasslífi. Þeir félagamir munu leika lög eftir Tómas R. og Jens Winther auk þekktra djass- laga eftir aðra höfunda. Tónleik- amir hefjast kl. 21.30 og er að- gangur ókeypis. Á undan tónleikunum, kl. 20.30, kynnir samíska þjóðleik- húsið, Beaivvás Sámi Teáhter, leikverkið „Þótt hundrað þurs- ar...“ sem sýnt verður í Iþrótta- skemmunni laugardaginn 4. mars. Haukur Gunnarsson, leikhússtjóri, segir frá sýningunni og tilurð hennar. Samískir listamenn kynna menningu þjóðar sinnar með söng og dansi. Sýningin er hér á vegum Sólstafa og Leikfélags Akureyrar. 1. tölublað Æskunnar og abc komið út: Nýtt og ferskt blad á góðum grunni - ritstjóri blaðsins Út er komið 1. tölublað Æskunnar og abc. Það er nýtt og ferskt blað á góðum grunni því aö tvö stærstu íslensku bama- og unglingablöóin hafa verið sameinuð í eitt. Raunar er stefnt að því að gefa út tvö blöð, hvort fyrir sinn aldursflokk. í Æskunni og abc verður vin- sælasta efni úr tímaritunum tveim- ur auk ýmissa nýmæla - í sam- ræmi við óskir lesenda þeirra beggja en viðhorf þeirra var kann- að í fyrrahaust. Fyrsta tölublað er 72 síður og mjög fjölbreytt að efni. Ritstjóri Æskunnar og abc er er Karl Helgason Karl Helgason. Þá starfar ritnefnd við blaðið, svo og ráðgjafar rit- stjóra. Útgefandi er Stórstúka ís- lands, I.O.G.T. Æskan kom fyrst út 5. október 1897 - abc haustið 1979. Æskunni og abc fylgir að þessu sinni lítill bæklingur. I honum er bömum og unglingum kynnt að þeim sé boðið að taka þátt í gerð bókar um fortíð, núverandi stöðu og framtíð Sameinuóu þjóðanna - með því að yrkja ljóð, teikna og mála myndir og semja ritgerðir. Bókin verður gefin út í tilefni 50 ára afmælis samtakanna. Úr fréttatilkynningu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.