Dagur - 21.03.1995, Síða 2

Dagur - 21.03.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 28. mars 1995 FRÉTTIR Námskeið Fiutningamiðstöðvar Norðurlands um gaeði og öryggi í löndunarþjónustu var vei sótt og gagnlegt. Mynd: Robyn Flutningamiðstöð Norðurlands hf.: Gagnlegt námskeið um gæði og öryggi í löndunarþjónustu Aöaldalur: Krummaklettur ákafi - mesti snjór síðan 1910? Á sléttlendi við Sand í Aðaldal er 100 til 120 cin jafnfallinn snjór. Snjódýpt við bæinn hefur verið mæld flesta vetur í nokkra ára- tugi. „Þetta er með því mesta, en við höfum mælt 100 og 106 cm áður. Þetta er því í þriðja sinn sem snjódýptin nær metri,“ sagði Friðjón Guðmundsson. Friðjón segir að 1936 hafi mælst mestur snjórinn og það sé mesti snjóavetur sem hann man, en hann er 74 ára. Það var líka mikill snjóavetur 1951 og 1968 kom mikill snjór. „Eg man eftir tíðarfari til 1930, en þaó hafa ver- ið mælingar héma frá 1932, fyrst að eigin frumkvæði en síðan fyrir Veðurstofuna,“ sagði Friðjón í samtali við Dag. Við Hraunkot í Aöaldal mun kominn á kaf í snjó klettur er nefn- ist Krummaklettur. Friójón hefur fregnir af að þessi klettur hafí farið á kaf í snjó 1910, en ekki er vitað til að það hafi gerst síðan. Friðjón segir aó breytt húsaskipun og skógrækt í nágrenni klettsins geti þó breytt snjóalögum á þessum stað þannig aó meira fenni aö klettinum. Hann hefur heimildir út dagbókum um mikla snjóavetur 1910, 1914, 1916 og 1920. IM Tilboð í sorppoka fyrir Akureyrarbæ: BB heildverslun bauð lægst Tíu tilboð bárust í sorppoka fyr- ir Akureyrarbæ, en tilboðin voru opnuð í síðustu viku. Um er að ræða 350 þús. stykki sem er u.þ.b. ársnotkun bæjarins. Lægsta tilboðið kom frá BB heildverslun á Akureyri 3.048.500 kr. en fyrirtækið átti einnig tvö önnur tilboð, 4.389.000 kr. og 5.141.500 kr. og mun vera um mismunandi framleiðendur að ræða. Þórshamar hf. átti næst lægsta tilboðió, 4.130.000 og þá kom tilboð frá Akoplast POB 4.353.142 kr. Akoplast POB bauð einnig poka á 4.771.462 kr. Tind- ur sf. bauó 4.409.790, Þ. Björg- úlfsson hf. 5.036.500, Alexander Ingimarsson 5.250.000 og Valde- mar Baldvinsson 5.761.000 kr. Flutningamiðstöð Norðurlands hélt nýlega námskeið fyrir starfsmenn í löndunarþjónustu fyrirtækisins, undir yfirskrift- inni; „Gæði og öryggi í löndun- arþjónustu.“ Flutningamiðstöð Norðurlands hefur frá stofnun unnið markvisst að uppgangi þessarar þjónustu fyrirtækisins. Þær landanir sem fyrirtækið hefur unnið að snúast að miklu leyti um rækjulöndun, m.a. fyrir Strýtu hf. á Akureyri og íslenskrar sjávarafurðir. Að sögn Hólmars Svanssonar, framkvæmdastjóra Flutningamiðstöóvar Norðurlands, var oróið löngu tímabært að hittast og heyra frá viðskiptavinunum hvað það er sem skapar góða þjónustu og á sama tíma tryggja öryggi starfsmannanna sem vió löndunina vinna. I þessum tilgangi komu þrír fyrirlesarar á námskeiðið, Helgi Þór Bergs, framleiðslustjóri hjá Is- lenskum sjávarafurðum, Birgir Össurason, tæknistjóri Söltunarfé- lags Dalvíkur og Strýtu og Þor- steinn Þorsteinsson, starfsmaður Siglingamálastofnunar á Akureyri. Þeir fóru í gegnum fagleg og tæknileg atriði sem varða löndun- arþjónustu og hvemig allir starfs- menn er að þessu koma eru þátt- takendur í að móta gæöi og öryggi þjónustunnar. „Það er mjög mikilvægt á svona námskeiðum, að fylgja hlut- unum vel eftir og láta ekki svona stund verða marklaust hjal. Þess Gífurlegt fannfergi hefur verið á vegum í Þingeyjarsýslu undan- farna daga og frá miðvikudegi til sunnudags var leiðin frá Ak- ureyri til Húsavíkur lokuð, en þar er um óvenju langa lokun að ræða. Aðfaranótt sunnudags hófú snjóruðningsmenn frá Ak- ureyri störf kl. 2 og að austan- verðu hófst mokstur kl. 5, en það var ekki fyrr en um kl. 15 á sunnudag sem leiðin varð fær. Svavar Jónsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík, reiknaði síðan með að síðdegis í gær tækist að opna Ieiðina aust- ur til Þórshafnar. „Þetta er þreytandi og skelfi- legt ástand og alltaf verður verra og verra að halda opnu. Mokstur- inn kostar gífurlegar fjárhæðir, t.d. kostaði einn mokstur frá Húsavík til Þórshafnar 1200 þúsund á dög- „Við erum með snjó, um það bil það sem ég man mest á þessum árstfma. Seinni hluti mars og apríl hefur yfirleitt verið verstur hjá okkur,“ sagði Guðni Odd- geirsson, sem barist hefúr við snjóinn fyrir Vegagerðina á Þórshöfn í 31 ár. „Ég vil meina að jafnaðarlega hafi ekki verið svona mikill snjór í þessari sýslu síðan veturinn 1966- 67. Við erum sífellt að safna snjónum að vegunum með því að moka þá og þetta er orðið mikió. Vió gáfumst upp á mokstrinum á fjallvegunum, því það rauk upp með suðvestan skafrenningi," vegna var öllum þátttakendum boðið að skoða Strýtu og þá sér- staklega rækjulínuna til þess að átta sig á hvemig framhaldsmeð- höndlun vörunnar er eftir að hún kemur úr höndum starfsmanna Flutningamiðstöðvarinnar. Það var mjög gagnleg ferð og sýndi þátttakendum hversu mikilvæg vönduó vörumeðhöndlun er,“ sagði Hólmar Svansson. KK unum,“ sagði Svavar. Hann sagði aó síminn hjá Vegagerðinni þagnaði ekki og sumir væru orðnir órólegir, enda hefðu menn tekið upp á eilífum fiskflutningum milli landshluta og svo sætu bílamir fastir í ófærðinni. „Það er allt á svartakafi. Á sunnudagsmorgun var Mývatns- heiói opnuð og menn leggja nótt við dag því snjógöngin lokast jafnóöum. Ég hef unnió hjá Vega- gerðinni í 28 ár og þetta er lang- erfiðasti vetur sem komið hefur. Þetta hefur líka staðiö svo lengi, byrjaði í september með norðanátt og rigningum og síðan slyddu og snjó. Ég held líka að þetta sé lang- mesti snjórinn. Þó mikill snjór væri 1990 kom hann ekki fyrr en í febrúar,“ sagði Svavar, sem orð- inn var þreyttur á ástandinu í gær. IM sagði Guðni síðdegis í gær. Hann reiknaði með að vegurinn milli Kópaskers og Húsavíkur opnaðist í gærkvöld og fyrir stóra bíla til Raufarhafnar. Milli Raufarhafnar og Þórshafnar þýddi ekki aö reyna að opna þar sem þar væri öskrandi skafrenningur. „Það þýðir ekki annað en fara í koju og bíða til fyrramáls, og svo var hefillinn okkar að bila,“ sagði Guðni og mæddist í mörgu í gær. Björgunarsveitin í Þistilfirði ferjaði fólk innan Þórshafnar í versta veðrinu og var á ferð út um sveitir til aö moka snjó af þökum. IM Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Menningarmálanefnd hefur samþykkt eflirfarandi úthlutun á ibúð í Davíðshúsi tímabilið september-dcsember 1995: Skúli Bjöm Gunnarsson, ís- lenskunemi við HI, 1 .-27. sept- embcr, Myndlístaskólinn á Ak- ureyri vegna gestakennara frá Lahtí, 29. september-29. nóv- ember, Einar Öm Stefánsson, rithöfundur, 1 .-29. desember. ■ Skólanefitd hefúr samþykkt að leggja til við bæjarstjóm aö allir nemendur 4. bekkjar fái 8 kennslustunda dansnámskeió, án gjaldtöku, frá og með skóla- árinu 1995-1996. Nemendur 2. bekkjar fái hliðstæð dansnám- skeió frá og með skólaárinu 1996- 1997 og nemendur 7. bekkjar íái hliöstæð dansnám- skeiö í'rá og með skólaárinu 1997- 1998. ■ Á fundi jafnréttisnefndar var vakin athygli á því að Valgerð- ur Bjamadóttir, núverandi jafn- réttisfulltrúi, lætur af störfum í júlí í sumar. Jafnréttisnefnd lét bóka að hún óski eftir aó stað- an verði auglýst sem fyrst. Á bæjarráðsfundi sl. fimmtu- dag var samþykkt að óska eftir því aó áður en ákvörðun verður tekin um ráðningu nýs jafnrétt- is- og fræðslufulltrúa í stað Valgeröar Bjarnadóttur, geri jafnréttisnefnd og fræðslu- nefnd bæjarráði grein íýrir ár- angri af starfi jafnréttisfulltrúa hingað til og setji jafnframt fram ábendingar um það, hvemig hag bcri starfí að jafn- rcttis- og fræðslumáluin á vcg- um Akureyrarbæjar lrarnvegis. ■ Á sama fundi jafnréttis- nefndar var lagt til að þeir karl- ar sem starfa hjá Akureyrarbæ og sækja um að fara á karla- ráðstcfnuna í Stokkhólmi fái þriggja daga frí á launum. Bæj- arráð sainþykkti aó veita um- rætt leyfi á launum með sam- bærilegum hætti og veitt var konum, sem sóttu kvennaráó- stefnuna í Finnlandi sl. sumar. ■ Atvinnumálancfnd hefur borist erindi ffá Samveri um geró kynningarmyndar urn Lambaskálann í Glerárdal. At- vinnumálancfnd samþykkti að grciða þriðjung þess kostnaðar, sem sótt var um, og greiöi að hámarki kr. 110 þúsund. ■ Á fundi atvinnumálanefndar var lagt fram erindi frá Tryggva G. Hansen um bygg- ingu völundarhúss úr klömbru o.fl. Atvinnumálanefnd lét bóka aó hún teldi erindið áhugavert og sé reióubúin til samstarfs um þetta mál að svo miklu leyti sem það heyri undir verksvið hcnnar. ■ Atvinnumálanefnd hefur samþykkt aó auglýsa í Around Iceland, Á ferð um ísland og tslandskorú alls kr. 350 þús- und. ■ Atvinnumálanefnd sam- þykkti cinnig að standa aó gerð korts fyrir Eyjafjarðarsvæðið í samstarfi vió önnur sveitarfé- lög í Eyjafirði enda taki þau þátt í helmingi kostnaóar, en heildarkostnaður er kr. 150 þús. HA Frá yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra Framboðsfrestur til Alþingis rennur út föstudaginn 24. mars nk. kl. 12 á hádegi. Framboðum skal skila fyrir þann tíma til formanns yfir- kjörstjórnar Freys Ófeigssonar, dómstjóra, á skrifstofu hans í Héraðsdómi Norðurlands eystra, Hafnarstræti 107, 4. hæð, Akureyri. Framboðum skal fylgja listi meó nöfnum meðmæl- enda, sem nú skulu vera eigi færri en 120 og eigi fleiri en 180 svo og tilkynning um umboðsmenn list- ans. Yfirkjörstjórnin kemur saman til fundar um listana, á framangreindri skrifstofu formanns, föstudaginn 24. mars nk. kl. 15.00 og eru umboðsmenn listanna hér með boðaðir til þess fundar. Akureyri, 20. mars 1995. Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra. Freyr Ófeigsson, Guðmundur Þór Benediktsson, Jóhann Sigurjónsson, Þorsteinn Hjaltason, Páll Hlöðversson. Þingeyjarsýsla: „Allt á svartakafi“ Norður-Þingeyjarsýsla: Hætt við mokstur í gær

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.