Dagur - 06.04.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. apríl 1995 - DAGUR - 9
Heppnir í
HM-getraun
Óhætt er að segja að mikil þátt-
taka sé í HM-getraun Dags og
HM 95 niiðasölu, en hún hófst
sem kunnugt er í biaðinu laug-
ardaginn 18. mars sl., þegar 50
dagar voru fram að keppninni.
I gær var í annað skipti dregió
úr rétturn lausnum í getrauninni.
Fyrst voru dregnir út tjórir
seólar úr innsendum réttum lausn-
arseðlum fyrir hvern dag dagana
28., 29., 30. og 31. mars. Eftirtald-
ir voru dregnir út og fá þeir að
launum HM-bol og minjagripi
tengda heimsmeistarakeppninni:
Gunnar H. Jóhannesson
Mánahlíð 8
603 Akureyri
Þórir Tryggvason
Grundargerði lf
600 Akureyri
Jón Arni Steingrímsson
Heiðarlundi 4g
600 Akureyri
Valdimar Freysson
Helgamagrastrœti 40
600 Akureyri
Aö því búnu voru allir seðlar
með réttum lausnum fyrir áður-
nefnda 4 daga settir í einn pott og
úr honum dregnir tveir lausnar-
seðlar. Sendendur þeirra fá hvor
um sig að launum tvo aðgöngu-
mióa einn leikdag (þrjá leiki) í D-
riðli heimsmeistarakeppninnar á
Akureyri. Hinir heppnu cru:
Ásgeir Stefánsson
Heiðarlundi 5f
600 Akureyri
Hilmir Halldórsson
Lœkjarstíg 3
620 Dalvík
Réttar lausnir
Á þriðjudag í síóustu viku var
spurt um í hvaða sæti Islcndingar
lentu í síðustu heimsmerstara-
keppni sem haldin var í Svíþjóð.
Rétt svar er 8. sæti.
Mióvikudaginn 29. mars var
spurt um fyrirliða íslenska lands-
liðsins í handknattleik. Þetta
höfðu að sjálfsögðu allir rétt, það
er Geir Sveinsson.
Fimmtudaginn 30. mars var
spurt um hvenær Svíar hafi síðast
orðið heimsmeistarar í handknatt-
leik. Rétt svar er 1990.
Föstudaginn 31. mars var síóan
spurt hver eftirtalinna leikmanna;
Siguröur Sveinsson, Geir Hall-
steinsson eða Alfreó Gíslason,
hafi verið fyrirliði íslenska lands-
liósins í handknattleik. Margir
fóru flatt á þessari spurningu og
töldu að Geir hafi verið fyrirliói
landsliðsins, en hið rétta er að Sig-
urður Sveinsson var með fyrirliða-
bandió í nokkrum landsleikjum.
Næsti útdráttur
Þriðji útdráttur verður miðviku-
daginn 12. apríl nk. og þá verður
dregiö úr réttum lausnum get-
raunaseólanna sem birtast á
íþróttasíðu Dags í þessari viku, 4.,
5., 6. og 7. apríl. Sem fyrr fær
vinningshafi hvers dags að laun-
um HM-bol og minjagripi tengda
heimsmeistarakeppninni. Síóan
veröa dregnir tveir miðar úr pott-
inum og fá hinir heppnu hvor um
sig tvo miða einn leikdag (þrjá
leiki) í D-riöli heimsmeistara-
mótsins í Iþróttahöllinni á Akur-
eyri.
Þátttakendur geta sent lausnar-
seðla fyrir hvern dag en einnig er
heimilt að senda lausnarseðla fyrir
þessa fjóra daga í einu umslagi.
Það skal ítrekað að næsti útdráttur
verður 12. apríl nk. og nöfn vinn-
ingshafa verða birt í blaðinu
fimmtudaginn 13. apríl, á skírdag.
Lesendur eru hvattir til halda
áfram að taka þátt í þessum get-
raunaleik Dags og HM 95 miða-
sölu. óþh
Arnarneshreppur
Kjörfundur vegna Alþingiskosninganna 8. apríl
1995 veróur í félagsheimilinu Freyjulundi og hefst
kl. 12.00.
Kjörstjórn Arnarneshrepps:
Magnús Stefánsson, Steinberg Fridfinnsson,
Björn Ingimarsson.
Db
Páskatilboð
#
Svínakambur úrb. r. kr. 798,-
Rauðvínslegin grísasteik,
léttreykt, úrb. kr. 958,- kg
Franskar kartöflur 2,5 kg kr. 488,-
Hversdagsís 2 1,
súkkulaði og vanilla kr. 325,-
Rjómaostakaka m/súkkulaðibitum
kr. 575,-
Camenbert 150 g kr. 156,-
Tuborg 500 ml kr. 49,-
Lambhagasalat kr. 125,-
Sellerý kr. 145,- kg
Iceberg kr. 115 kg
Bananar kr. 65,- kg
Vínber blá kr. 179,- kg
Vínber græn kr. 179,- kg
Teljós 30 stk. kr. 129,-
Lambaskrokkar kr. 398,- kg
Ópal rúsínur 500 g kr. 178,-
#
Fimmtudag til laugardags:
Tælenskir dagar
Vörukynningar
Tilboðsverð, mataruppskriftir og fleira
q@QD@
Opið
Mánudaga-föstudaga
kl. 12-18.30
Laugardaga kl. 10-16
Sunnudaga kl. 13-17