Dagur - 06.04.1995, Blaðsíða 17
b iu-n
.A,
m i^a
r\ v
Fimmtudagur 6. apríl 1995 - DAGUR - 17
Alþingiskosningarnar 8. apríi nk.
Kjósum um framtíðina
Þótt ekki sé langt í kosningar eru
trúlega margir sem enn eiga eftir
aó gera upp hug sinn. Þaó er raun-
ar eólilegt enda á fólk oft dálítiö
erfitt meö aö greina á milli stefnu
einstakra flokka, ekki síst þegar
þeim fjölgar og sumir þeirra sem
fyrir eru viróast ekki alveg klárir á
því hvort þeir séu til hægri eóa
vinstri. En þrátt fyrir aó flestir
virðist sammála um hvcr veröi
brýnustu verkefni nýrrar ríkis-
stjórnar er það eitt sem skapar Al-
þýöubandalaginu og óháðum
nokkra sérstööu og þaö eru hug-
myndir þess um stefnumótun í
verslun og samskiptum viö önnur
ríki heims.
Við á G-listanum höfum tekið
það skýrt fram að viö tcljum aðild
að Evrópusambandinu, ESB, ekki
þjóna hagsmunum Islands og þar
af leiðandi hafnað þátttöku í sam-
runaferli þess. Vió leggjum
áherslu á frjáls og opin heimsviö-
skipti og sókn inn á nýja markaði
í öórum heimsálfum ekki síður en
í Evrópu. Þar eru tækifæri fram-
tíðarinnar, þar er mesti vöxturinn í
efnahagslífinu og þar verðum við
að hasla okkur völl.
Það væri ósanngjarnt aó segja
aó engir kostir væru vió aðild að
ESB, hún myndi hafa í för meö
sér lægri tolla á útllutning okkar
til ESB-landanna og trúlega
rnyndi verð á matvöru lækka eitt-
hvað hér á landi. Ef hins vegar er
litið á það m.a. að ljóst er að vió
myndum missa yfirráð okkar yfir
fiskimiðunum, tollar á innfiuttum
vörum frá löndum utan ESB
myndu hækka verulega án þess að
vió hefðurn nokkuð um þaó að
segja og atvinnulcysi innan ESB
cr margfalt meira en hér á landi,
þá liggur í augum uppi að aðild er
alltof dýru verði keypt.
Alþýðufiokkurinn hcfur valið
þá leið fyrir þessar kosningar að
halda dauðahaldi í þaó hálmstrá
sem ESB-aðildin hefur verió í
baráttu hans fyrir áframhaldandi
tilveru í íslenskum stjórnmálum.
Stcinþór Hciðarsson.
... hræðsluáróður
hefur verið aðals-
og einkennismerki
Alþýðuflokksins í
kosningabarátt-
unni sbr. látlaust
gaspur um að við
séum að missa af
lestinni og dragast
aftur úr.
Því miður er það hans stíll að upp-
hefja sig stöðugt á kostnað ákveð-
inna hópa í þjóðfélaginu og þaó
virðist ungliðahreyfing Alþýöu-
fiokksins, sem kallar sig unga
jafnaðarmcnn, hafa tckið mjög
ríkulega í arf frá fiokknum. Meðal
þess sem þctta fólk notar til rök-
stuónings þess að rétt sé aó hefja
aðildarviðræður viö ESB er sögu-
legt yfiflit ungra jafnaðarmanna
yfir ýrnis mál sem mætt hafi and-
stöðu hér á landi og þá cinkum
meðal bænda. Þar er ckkert minna
látið duga en aó fara al'tur til 1490
til aó sýna fram á hversu ótrúlega
Hvar er
land drauma
- eftir Rögnvald Finnbogason
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér Ijóðabókina „Hvar
er land drauma“ eftir Rögnvald
Finnbogason.
Bókin skiptist í fimm kafla sem
nefnast: Snæfellsncs, Norðurlönd,
Rússland, Japan og Líf og dauði.
Ljóðin eru sprottin upp úr minn-
ingum og reynslu séra Rögnvalds,
heima og erlendis. Hver kafli hef-
ur sína sérstöðu, markaða af þeim
vettvangi sem þau lýsa, en saman
mynda ljóðin sterka heildarmynd
af lífsskoðun sem hefur mótast á
æviferli skáldsins.
Rögnvaldur Finnbogason er
fæddur 1927. Hann lauk cand.
theol. prófi frá Háskóla Islands ár-
ió 1952, tók prestsvígslu sama ár
og hefur þjónað sem prestur víða
um land frá þeim tíma. Lengst
hefur séra Rögnvaldur verið sókn-
arprestur í Staðastaöarprestakalli,
cða frá 1973. Rögnvaldur hefur
áöur sent frá sér bókina Jerúsalem
- Borg hinna talandi steina, dag-
bókarbrot frá Landinu helga
(1990). Og árið 1988 komu út
minningar séra Rögnvalds, Trúin,
ástin og efinn, skráóar af Guð-
Rögnvaldur Finnbogason.
bergi Bergssyni, rithöfundi.
Hvar cr land drauma er fyrsta
Ijóðabók Rögnvalds. Tryggvi 01-
afsson listmálari gerði málverk á
kápu og tcikningar við kafiaskil.
Bókin er innbundin, 107 bls.
Prentsmiðjan Oddi hf. prcntaði.
Bókin kostar 2.680 kr.
þröngsýnir íslendingar hall alla
tíð verið. Eitt af því sem tínt er til
er að íslenskir bændur hafi hópast
til Reykjavíkur árið 1905 til að
mótmæla lagningu sæsímans. Það
sem sagnfræðingum ungra jafnað-
armanna hefur láðst að nefna er
það að andstaðan við þessa hug-
mynd stafaði ekki af einangrunar-
vilja heldur deilum um hvort rétt
væri að fjárfesta í sæstrcng eða
búnaði til að koma á loftskeyta-
sambandi. Svipað er uppi á ten-
ingnunt þar sem bent er á að einn
þingmaóur hafi árió 1974 verið á
móti litasjónvarpi. Þar hefur alveg
gleymst að geta þess að hann var
þeirrar skoðunar aó rétt væri að
nota fjárveitinguna til þcss að
bæta þáverandi dreifikerfi.
Þessar aðferðir Alþýðuflokks-
ins koma sjálfsagt fáum á óvart en
þaó er umhugsunarefni hvort um-
fjöllun kratanna um kosti ESB-að-
ildar sé byggð á álíka vönduðum
vinnubrögðum, þ.e. að segja hálf-
an sannleikann og hampa því sem
betur hljómar í anda gulu press-
unnar. Þar hefur það líka verið
áberandi að þegar andmælum er
hreyft við lofgjöróinni um ESB
eru svörin gjarnan á þá leið að það
sé bara gamaldags hugsunarháttur,
afdalamcnnska og þröngsýni að
vilja ekki stökkva inn í samruna-
ferli Evrópusambandsins. Víósýni
Alþýóufiokksins takmarkast hins
vegar við eina heimsálfu og íbúa
hennar og c.t.v. segir þaö nicira en
mörg orð urn stefnumótun hans.
Annað sem Alþýðufiokknum,
einkum og sér í lagi formanni
hans, er tamt að nota er að saka
kcppinautana um hræðsluáróöur
gegn ESB. Það er út af fyrir sig
nógu hlægilegt en þar á ofan kem-
ur sú staðreynd að hræðsluáróður
hefur verið aóals- og einkennis-
merki Alþýðufiokksins í kosn-
ingabaráttunni sbr. látlaust gaspur
urn að við séum að rnissa af lest-
inni og dragast aftur úr. Það
hljómar afar einkennilcga m.t.t.
þess að sama fólkið hcfur staðið
að því aö skera framlög til
menntamála svo grimmilega niður
að við erum nú á sama báti og
Grikkland og Tyrkland í þcini efn-
um.
Alþýðuílokkurinn vill loka ís-
land af innan tollmúra ESB og
Framsókn, Sjálfstæðisfiokkur og
Þjóðvaki segja ekki núna, kannski
scinna. Alþýóubandalagið og
óháóir hafa valið að setja stefnuna
á frjáls og opin heimsviðskipti
enda er það án efa farsælasta leið-
in til aö bæta lífskjör þjóðarinnar
og afmá þann smánarblett scm at-
vinnuleysið er orðið á okkar sam-
félagi. I þessum kosningum færö
þú, lesandi góóur, tækifæri til aó
svara þeirri spurningu hver þín
framtíðarsýn sé í þessum efnunt.
Steinþór Heiðarsson.
Höfundur er sagnfræóinenii og skipar 7.
sæti G-lista Alþýðubandalags og óháðra í
Norðurlandskjördæmi eystra fyrir alþing-
iskosningamar 8. apríl nk.
Auglýsing um
alþingiskosningar
á Akureyri
Alþingiskosningar á Akureyri fara fram laugardaginn
8. apríl 1995.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 f.h. og lýkur kl. 22:00 e.h.
Kjörstaður er Oddcyrarskóti.
Skipting í kjördeildir er þannig:
I. kjördcild:
II. kjördeild:
III. kjördeiid:
IV. kjördeild:
V. kjördeild:
VI. kjördeild:
Erlendis, óstaðsettir, Aðalstræti -
Bjarmastígur.
Bogasíða - Fróðasund.
Furulundur - Helgamagrastræti.
Hjallalundur - Kotárgerði.
Krabbastígur - Múlasíða.
Munkaþverárstræti -
Skarðshlíð 1- 27A.
VII. kjördeild: Skarðshlíð 27B - 46 -
Tjarnarlundur.
VIII. kjördeild: Tröllagil - Ægisgata, býlin sunnan
og norðan ár, viðbót.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Oddeyrarskóla,
sími 23496.
Kjósendur skulu viðbúnir að vera krafðir pcrsónu-
skilríkja á kjörfundi.
í kjörstjórn Akureyrarkaupstaðar 30. mars 1995.
Ásgeir Pétur Ásgeirsson.
Haraldur Sigurðsson.
Guðmundur Gunnarsson.
Eyjafjarðarsveit
Kjörstaðir við alþingiskosningar, sem fram
eiga að fara laugardaginn 8. apríl 1995, verða í
félagsheimilinu Sólgarði og Hrafnagilsskóla.
Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 22.
Eyjafjarðarsveit er skipt í tvær kjördeildir, sem hér segir:
I. Kjördeild, félagsheimilið Sólgaróur, fyrir þá íbúa
hreppsins, sem búsettir eru á landssvæði Saurbæjar-
hrepps, eins og það var fyrir sameiningu hreppanna.
II. Kjördeild, Hrafnagilsskóli, fyrir þá íbúa hreppsins,
sem búsettir eru á landssvæði Hrafnagilshrepps og
Öngulsstaðahrepps, eins og það var fyrir sameiningu
hreppanna.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun
nafnskírteinis eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefir kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla,
síma 31136.
Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar, 2. apríl 1995.
Hörður Adólfsson, Auður Eiríksdóttir,
Emelía Baldursdóttir.
flUKUM VÆGI NORÐURLANDS EYSTRfl
Vilt þú tveggja
flokka ríkisstjórn?
Þitt atkvædi getur
ráðið úrslitum!
aD - fyrir kjördæmid þitt!