Dagur - 06.04.1995, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. apríl 1995 - DAGUR - 19
Glæsilegur floti jeppa við Baugasel í Barkárdal. Jeppafcrðin á laugardag er tilvalið tækifæri tyrir fólk að kynnast
möguleikunum sem vel útbúnir jeppar gefa til vetrarferðalaga.
Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 stendur fyrir
jeppadegi fjölskyldunnar á laugardag:
Almenningi boðið í
jeppaferð á Barkárdal
- „ætlum að sýna fólki að það geta allir jeppar náð lengra
á úrhleyptum dekkjum,“ segir Ingólfur Gíslason
Stundum þurfa öflugustu fjallajeppar á aðstoð að halda en alvarleg óhöpp
eru mjög sjaldgæf í jeppamennskunni.
Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins
4x4 stendur í fyrsta sinn fyrir
jcppadegi fjölskyldunnar næst-
komandi laugardag. Sífellt vax-
andi jeppaeign og kunnátta í
ferðamennsku á jeppum hefur
valdió breytingum í feröamennsku
hér á landi, jafnt á sumrin sem
veturna og sunnan heióa hafa
jeppamenn reynt með góðum ár-
angri að kalla fjölskyldufólk sam-
an í léttar dagsferóir um helgar.
Nú á að reyna þetta noróan heiða
með fjölskylduferð á jeppum frá
Akureyri í Barkárdal og veróur
lagt af staó á laugardagsmorgun
kl. 10.
Ingólfur Gíslason, stjórnarmaó-
ur í Eyjatjarðardeild Ferðaklúbbs-
ins 4x4, segir aó þessi feró verði
ekki einungis fyrir eigendur jeppa
á stórum flothjólböróum heldur
séu eigendur óbreyttu jeppanna
einnig hvattir til aó koma meó og
kynnast því af eigin raun hversu
miklu má breyta með því að
minnka loft í hjólböróum. Ætlunin
er að fara á jeppununt í Baugasel á
Barkárdal og þeir sem ekki kom-
ast alla leið veróa selfluttir á
„blöórujeppum" á leiöarenda.
Ætlunin er að við upphaf ferðar-
innar, þ.e. við Lcirunesti á Akur-
eyri, vcröi jeppunum skipt upp í
flokka eftir útbúnaði. Því næst
veröur haldiö aö Barkárdal, en
hann er einn af hliðardölum Hörg-
árdals. Þar halda jeppar á stærri
dekkjum áfrarn förinni en félagar í
ferðaklúbbnum 4x4 ætla að sýna
hinum hvernig jeppamenn bera
sig að við að hleypa úr dekkjum
og láta jeppana „fljóta“ ofan á
snjónum. Trúlega verða þó ein-
hverjir jeppar el'tir, ekki síst ef
snjóalög verða þannig og þá verð-
ur fólk selflutt í Baugasel, eins og
áður segir. Þar verða veitingar, af-
hentir nestispakkar frá KEA og
Frissi Fríski frá Mjólkursamlagi
KEA. Ætlunin er einnig að byggja
snjóhús og fara í leiki með börn-
unum þannig að ferðin mun
standa undir nafni sem fjölskyklu-
ferð.
Ekki bara fyrir jeppafólk
Ingólfur segir þaö útbreiddan mis-
skilning að Ferðaklúbburinn 4x4
sé eingöngu ætlaður jeppaáhuga-
mönnum. Innan þessa félagsskap-
ar sé fólk sem hafi feróalög um
landið, og þá ekki síst óbyggóirn-
ar, sem aðal áhugamál og í gegn-
um félagsskapinn fræóist fólk um
margt sem þetta áhugamál snerti.
Vissulega eru jeppaeigendur
margir innan þessa hóps og nám-
skeið haldin sem snúa að jeppun-
um sjálfum cn einnig stendur fé-
lagió fyrir t.d. námskeiðum í átta-
vitanotkun og notkun staðsetning-
artækja scm kemur mun fleirum
að notum en jeppamönnum.
„Jeppadagur fjölskyldunnar er
einn lióur í að opna félagsskapinn
hjá okkur og sýna þá mögulcika
sem hann gefur. Við vonumst líka
til að Jeppadagur fjölskyldunnar
geti oróið reglulegur dagskrárliður
í starfinu," segir Ingóllur.
Aðal vetrarferðatími jeppa-
manna er nú framundan en Ingólf-
ur segir misjafnt hvaða form
ferðamenn velji. Sumir kjósi að
fara vítt yfir og keyra langt cn aðr-
ir taki stefnuna á ákveóinn áning-
arstað og dvelji þar í faónii náttúr-
unnar og kyrrðarinnar.
Á ferð austan við Bláfell. Með hækkandi sól fara jcppamenn að ókyrrast
enda mikill snjór í fjöllum og á hálcndi og færið gott.
Sumarhátíð í undirbúningi
Eyjafjaröardeild Ferðaklúbbsins
4x4 var stofnuó fyrir þremur árum
og eru 90 félagar í klúbbnum.
Flestir koma þeir af Eyjafjarðar-
svæðinu en einnig alla leið austan
úr Mývatnssveit. Hver félagi
greiðir 3000 kr. í félagsgjald en
fær á móti námskeið og fræðsluer-
indi á hverjum fundi en þeir eru
haldnir einu sinni í mánuði. Fé-
lagsstarf þessa jeppaáhugafólks á
landinu er mikið og nefnir Ingólf-
ur að í sumar sjái Eyjafjarðardeild
Ferðaklúbbsins 4x4 í fyrsta skipti
um sumarhátíð klúbbsins en hún
verður haldin viö Vaglaskóg í júlí.
Þar er búist við fjölda jeppa- og
ferðaáhugafólks vítt að af landinu
JÓH
Sigbjörn Gunnarsson
alþingismaður
Akureyri
* Hann spilaði alltaf með sama liði í fótboltanum.
* Hann flakkar ekki á milli flokka.
* Hann flakkar ekki með lögheimili sitt.
* Hann yfirgefur ekki félaga sína þótt á móti blási.
* Hann hagar ekki seglum eftir vindi.
%
Irísalundi
Afgreiðslutími:
Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30
laugard.kl. 10.00-18.00
Snyrtivörukynning frá
Margaret Astor
1 5 % afsláttur
fimmtudag frá kl. 14-19
leiðbeinandi verður á staðnum
Kynning á háralit
frá Clairol
1 5 % afsláttur
föstudag frá kl. 15-18 og
laugardag frá kl. 11-15
leiooeinandi verður á staðnum
Kynning á andlitslínu
frá Pond's Performance
1 5 % afsláttur
föstudagfrá kl. 15-18 og
laugardag frá kl. 11-15
leiooeinandi verður á staðnum
Tískusýning á föstudag kl. 17
Sýndur verður dömu-, herra og barnafatnaður
Mikið úrval af snyrtivörum til fermingargjafa
Páskaskraut í miklu úrvali
Matar- og kaffistell á kr. 2.490 pk.