Dagur - 06.04.1995, Blaðsíða 24

Dagur - 06.04.1995, Blaðsíða 24
Akureyri, fimmtudagur 6. apríl 1995 Erum flutt í Hofsbót 4 TRYGGING HF 2S, - bátarnir að koma með 4-5 tonn eftir daginn Sjávarútvegsráðuneytið gaf á sl. hausti út leyfi til að veiða 700 tonn af innfjarðarrækju á Skagafirði, sem er töluverð aukning milli ára. Tómas Ast- valdsson hjá Rækjuvinnslunni Dögun hf. á Sauðárkróki segir að tveir af þeim þremur bátum sem leggi aflann upp hjá Dögun hf., Sandvík og Þórir, eigi eftir að veiða um 40 tonn, en sá þriðji, Jökull og jafnframt sá stærsti, sé búinn með sinn kvóta og farinn á úthafsrækjuveiðar. Hofsósbáturinn Berghildur, í cigu Una Péturssonar, landar sín- um afla til vinnsiu á Sigluíirói. Mokvciói hcfur vcrió aö undan- förnu á rækjuslóðinni út af Fagra- nesi og Ingveldarstaöarhólmanum á Skagafirði og hafa bátarnir verió aö koma með 4 til 5 tonn eftir daginn. Rækjan hefur veriö frem- ur smá í allan vetur, frá 300 til 350 stk/kg en hefur þó hcldur ver- ió að stækka aó undanförnu. I fyrra var hluta vesturhluta fjaróar- ins lokaó fyrir rækjuveiði vegna mikils smállsks og seióa í afla rækjubáta en þess hefur ekki orðið vart í neinu magni á þessum vetri. Dögun hf. vinnur einnig úthafs- rækju og fær afiann af Jökli, sem áóur er getió og af Haferni sem eru í eigu fyrirtækisins og eins er keyptur afli af Krossanesi frá Fá- skrúðsfiröi. Bátarnir hafa verið á Bakkaflóadýpi og Hcraösflóa og hafa aflaó mjög vel, þó heldur sé aó draga úr því allra síðustu daga. Rækjan sem þar hefur fengist er nokkuö væn, 180 til 200 stk/kg. GG Arni Olafsson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, safnstjóri Minjasafnsins, og Gísli Bragi Hjartarson, formaður skipuiagsncfndar Akureyrarbæjar, með bókina Oddeyrin - húsakönnun, sem drcift verður í öll þau hús á Oddeyri sem fjallað er um í bókinni. Mynd: GG Yfirbragð eldri byggðar á Odd- eyri varðveitt við gerð skipuiags Mokafli i lok inn- fjarðarrækjuvertíð- ar í Skagafirði Sauðárkrókur: Auglýst eftir hjúkrunar- fræðingum - tengist ekki uppsögn- um á staðaruppbótum Fyrir nokkru auglýsti Sjúkra- húsið á Sauðárkróki eftir hjúkrunarfræðingum til starfa. Að sögn Birgittu Pálsdóttur hjúkrunarforstjóra er um hefð- bundna auglýsingu eftir sumar- afleysingafólki að ræða. Birgitta sagist hafa fengið nokkur við- brögð en enn vantaði þó fólk. Umrædd auglýsing tengist að hennar sögn ekki þeirri deilu sem upp er komin vegna uppsagnar á staðaruppbótum hjúkrunarfræð- inga. Heilbrigisráöuneytió hvatti sjúkrastofnanir sem kunnugt er til aó segja núverandi samningum upp og taka þess í staö upp sam- ræmdar reglur sem ráðuneytið hefur samið. Var þetta m.a. gert á Sauóárkróki. Hjúkrunarfræóingar líta víðast á þetta sem uppsögn úr starfi og ef ekki nást samningar munu 200 hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni ganga út þann 1. júní nk. HA Q VEÐRIÐ I dag gerir Veðurstofan ráð fyrir hægri norðlægri átt um norðan- vert landið og sama verður upp á teningnum á morgun. Á laug- ardag eru horfur á góðu kosn- ingaveðri á Norðurlandi, eins og kemur fram í frétt hérna á síóunni, hægri breytilegri átt og björtu veðri. Á sunnudag er spáð sunnan og suðaustan kalda á Norðurlandi og hlýn- andi veðri, 2-7 stiga hita. Sumarið 1989 gerði Akureyr- arbær samning við Minja- safnið á Akureyri og Hjörleif Stefánsson húsameistara um undirbúningsvinnu fyrir Skipu- lagsdeild bæjarins vegna endur- skipulagningar byggðar á Odd- eyri, þ.m.t. mat á varðveislu byggðarinnar, hluta hennar eða einstakra húsa. Verkefnið skyldi ná til elstu hluta eyrarinnar og afmarkast af Glerárgötu að vest- an, Strandgötu og Eiðsvallagötu að sunnan og norðan og Hjalt- eyrargötu að austan. Einnig voru tekin með hús annars stað- ar á Oddeyri sem reist voru fyrir 1928. Afrakstur undirbúningsvinn- unnar var kynntur í gær af Guð- nýju Gerði Gunnarsdóttur, for- stöóumanni Minjasafnsins, Arna Ólafssyni, skipulagsstjóra Akur- eyrarbæjar og Gísla Braga Hjart- arsyni, formanni skipulagsnefndar bæjarins, en það er bókin Oddeyri - húsakönnun, sem Minjasafnið gefur út í samvinnu við Skipulags- deild Akureyrarbæjar meö styrkj- um frá Húsfriðunarnefnd ríkisins og Skipulagsstjóra ríkisins. Veiga- mesti hluti hennar er húsaskrá þar sem tjallaö er um hvert einasta hús innan þessa tiltekna svæðis og var sérstaklega hugsað til þess að hún mætti verða húseigendum hvatning til að fara vel með hús sín og nánasta umhverfi. Bókinni verður dreift í öll hús á Oddeyri sem fjallað er um og einnig verður hún til sölu. Niðurstöður höfunda eru þær að varðveita beri yfir- bragð byggðarinnar á Oddeyri og sérstaklega beri að stuðla aö varó- veislu byggðar viö Strandgötu, Norðurgötu og Lundargötu. Sú byggð er heilsteyptari en á eystri hluta eyrarinnar, ívið eldri og með sterkum aldamótablæ. Arni Ólafsson, skipulagsstjóri, sagði ígildi gamalla verómæta og sérkenni hverfisins hafa ráðiö miklu í skipulagsgerðinni, og hætt hafi verið við öll áform aó hreinsa til á einum reit og byggja upp á honum ný hús. Byggt verður inn í eyður og tekin hús sem eru illa farin eða ónýt, gefinn kostur á ný- byggingu eða aðfluttu húsi. Vinnu við skipulag svæðisins lýkur á þessu ári, og þá verður deiliskipulagið kynnt og lýst eftir athugasemdum við það. „Akveðið yfirbragð byggðar- innar á Oddeyri er mjög eftirsótt að halda í og hlutfallið milli húsa, Alþýðusamband íslands: Samkeppnisstofnun kanni verð á eggjum og kjúklingum ✓ Afundi miðstjórnar ASI í gær, var samþykkt ályktun, þar sem þess er farið á leit við Sam- keppnisstofnun, að hún kanni ít- arlega verðmyndun og við- skiptahætti á eggjum og kjúk- lingum og grípi til viðeigandi ráðstafana ef þurfa þykir. I þessu sambandi er talið eðli- legt að Samkeppnisstofnun geri santsvarandi úttekt á fóðurvöru- framleiðslu og fóðurinnfiutningi en ætla má að verulegur hluti kostnaóar vió rekstur fuglabúa sé fóðurkostnaöur. I ályktun miðstjómar ASI kem- ur ennfremur fram, aö nýjar upp- lýsingar frá Samkeppnisstofnun unt verómun á eggjurn og kjúk- lingum í Reykjavík annars vegar og í Kaupntannahöfn og Osló hins vegar, sýna l'ram á ótrúlega hátt verð sem íslenskir neytendur verða að greiða fyrir þessar vörur. Einnig hafa komið fram upplýs- ingar um sérkennileg vióskipti Mér sýnist þetta líta Ijómandi vel út,“ sagði Bragi Jóns- son, veðurfræðingur á Veður- stofu íslands, í gær þegar hann var beðinn að spá í kosninga- veðrið á Norðurlandi nk. laugar- dag. „A laugardaginn lítur út fyrir að verði sáralítill vindur á Norður- með framleióslukvóta, sem miða aó því er viróist við aö halda nýj- um framleiðendum utan við þess- ar atvinnugreinar. KK landi, hæg breytileg átt myndi maður líklega kalla það. Loft- þrýstingur veröur hár og því eru góðar líkur á björtu veröi á Norð- urlandi. Á laugardaginn myndi hitinn væntanlega verða nálægt núllinu. Þegar á heildina er litió kalla ég þetta mjög gott kosninga- veður,“ sagði Bragi. óþh Norðurland: Horfur á góðu kosningaveðri stærðir og gerðir, er mjög varð- veisluvert. Einkenni byggðarinnar eru þessi lágu, litlu, stöku hús, sem t.d. í Norðurgötunni eru með kvir.tum á rniðju húsi, og vió leggjum til að þessu yfirbragði verói haldið og hús verði endur- nýjuð í þessum takti. Strandgatan setur auðvitað gríóarlegan svip á byggðina auk t.d. húsanna í Lund- argötu, og það er viss borgarka- rakter á þessu hverfi. Þessir görnlu bæjarkjarnar meó gömlu húsunum eru orðnir aðal- aðdráttarafl bæjanna. Þangað leita ferðamennirnir cn ekki í nýju hverfin," sagöi Guðný Gerður Gunnarsdóttir. GG Maður beið bana Maður á fimmtugsaldri frá Blönduósi beió bana á tíunda tímanum í gærmorgun þar sem hann var við vinnu í virkjunarhúsi Laxárvatnsvirkj- unar skammt sunnan við Blönduós. Maðurinn, sem var starfsmaður RARIK, fékk raf- lost og er talið að hann hafi látist samstundis. óþh Innanhúss- mólning 10 lítrar kr. 4.640.- KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.