Dagur - 06.04.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 06.04.1995, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. apríl 1995 - DAGUR - 13 Kristín Margrét Jóhannsdóttir menntaskólakennari, Akureyri: Það er frumskylda lýðræðisríkis að mennta alla sína þegna, óháð stétt þeirra eða stöðu. G-listinn gerir kröfu til algjörs jafnréttis til nánts og vill gott og slerkt íslenskt mennta- kerfi. Vigdís Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur, Akureyri: I tfð núverandi ríkisstjórnar hefur staða fjölskyldunnar vernsað til muna, ekki síst vegna niðurskurðar í menntamálum og heilbrigðismálum. Bjarkey Gunnarsdóttir skrifstofumaður, Olafsfirði: Ég treysti G-listanum best til þess að fylgja eftir þeim breytingum sem þörf er á í húsbréfakerfinu og hús- næðismálum almennt. Berghildur Björgvinsdóttir leiðbeinandi, Þistilfirði: Alþýðubandalagið og óháðir hafa mótað stefnuna „skólinn í fremstu röð.“ Listinn styður kröfuna um jöfnuð óháð búsetu, vill jafna lífs- kjör og hækka skattleysismörk. Linda Margrét Baldursdóttir bankastarfsmaður, Húsavík: Fjölskyldan er grunnur samfélagsjns en staða hennar hefur versnað til muna. Úr því vill G-listinn bæta. Ásgeir Magnússon framkvæmdastjóri, Akureyri: Vegna þess að öflug uppbygging atvinnulífsins og aukin samábyrgð í þjóðfélaginu eiga samleið. Hörður Harðarson fiskvinnslunemi, Húsavík: Það rfkir neyðarástand í húsnæðis- málum þúsunda heintila í landinu. G-listinn vill verja verulegum fjár- munum til að takast á við þennan vanda. (lunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri, Raufarhöfn: Alþýðubandalagið og óháðir standa fyrir framsæknar og róttækar áhersl- ur í atvinnu- og byggðamálum. Steingrímur J. Sigfússon er forystu- maður í stjómmálum sem ég þekki og treysti vel. Gunnlaugur Ólafsson bóndi, Hallgilsstöðum Langanesi: Alþýðubandalagið hefur sýnt að það vill standa vörð um íslenskan land- búnað og vernda hann gagnvart hömlulausum innflutningi erlendra búvara. Hjörtína Guðmundsdóttir sérhæfður fiskvinnslumaður, Dalvík: Ég vil mannvinsamlegra þjóðfélag. Þá er engin spuming hvað maður kýs. Þorgrímur Starri Björgvinsson bóndi, Garði: Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem hefur hreinan skjöld í Evrópu- málum og sá eini sem hægt, er að treysta til að verja fullveldi Islands fyrir ásælni ESb. Ragnar Pálsson afgreiðslumaður, Akureyri: Alþýðubandalagið er eini alvöru vinstriflokkurinn. Varist lélegar eftirlíkingar. Hjálmar Freysteinsson læknir, Akureyri: Ég treysti þvf framboði til að standa vel að uppbyggingu og rekstri velferðarkerfisins. Frímann Stefánsson menntaskólanemi, Akureyri: Ég veit að ef hér verður vinstri stjórn þá mun hún bæta lífskjörin í landinu og láta aftur meiri peninga í mennta- kerfið. Hugrún Sigmundsdóttir leikskólakennari, Akureyri: Áherslur G-listans í uppeldis- og menntamálum eru mér að skapi og ég treysti fólkinu á G-listanum vel til að fylgja þeim eftir. Kristinn Torfason, forstöðumaður, Akureyri: G-listinn er skipaður sérlega hæfu fólki. Steingrímur J. er þegar kunnur af verkum sínum og ég tel mjög mikilvægt fyrir Akureyri að Arni Steinar nái kjöri. Þórhildur Þorsteinsdóttir hótelstýra, Ólafsfirði: Góð stefnuskrá, gott fólk. Þetta er listi sent ég treysti til góðra verka. Dagný Marinósdóttir húsfreyja, Sauðanesi: Ég tel G-listann öflugasta lands- byggðarframboðið og treysti fram- bjóðendum hans best til að gera eitt- hvað róttækt í þeim málum. Sigrún Þorláksdóttir húsmóðir, Grímsey: Mér finnst þetta vera eina frantboðið sem vit er í. Kristjana Sveinsdóttir póstafgreiðslumaður, Ólafsfirði: Ég treysti G-listanum best til að ná fram réttlæti í skattamálum. Kristján Ásgeirsson framkvæmdastjóri, Húsavík: Ég vil sjá samhjálp og stuðning við þá sem minna mega sín. Ég tók ungur þá lífshugsjón í arf og hún á ekki síður við í dag því misréttið hefur aukist. Ester Þorber^sdóttir húsmóðir, Þórshöfn: Á G-listanum er fólk með áherslur í atvinnumálum og jöfnun lífskjara sem verðskuldar traust. Erla Sigurðardóttir frainhaldsskólakennari, Lauguin: Mín áhugamál eru ,ekki síst menntamál og ferðamál. Áherslur G- listans í þeim efnunt falla vel að mínum sjonarmiðum. Sölvi Ingólfsson hafnarverkamaður, Akureyri: Við þurfum gjörbreytta stjómar- stefnu og ég treysti G-listanum best fyrir þeirn breytingum. Bragi Halldórsson starfs- maður Sjálfsbjargar, Akureyri: Ég treysti G-listanum best til að bæta stöðu fatlaðra. Staða þeirra hefur versnað verulega í tíð þessarar ríkisstjórnar og það þarf að lagfæra. Björn Valur Gíslason sjómaður, Ólafsfirði: Það þarf að taka á í atvinnumálunum og endurskoða sjávarútvegsstefnuna. Ég treysti G-listanum best lil þess. Sigurþór Albert Heimisson leikari, Akureyri: Alþýðubandalagið hefur sýnt í verki að það vill efla íslenska ntenningu. Menningin er homsteinn samfélags- ins. Hlíf ísaksdóttir nemi, Akureyri: Niðurskurður ríkisstjómarinnar í menntamálum og versnandi staða námsmanna er eitt það versta sent gerst hefur á þessu kjötímabili. G- listinn vill veita menntamálum for- gang og byggja upp fyrir framtíðina. Björn Þór Olafsson Íróttakennari, Ólafsfirði: tvinnuleysi hefur margfaldast, skattar hækkað á launafolki, gjöld verið tekin upp í heilbrigðiskerfinu qg gjaldþrot og erfiðleikar blasa við. Ég get ómögulega sætt mig við slíkt ástand og kys G-listann. Jakob Hjaltalín, bátsmaður og form. sjómannadeildar Verkal.féL Húsavíkur: Aljrýðubandalagið hpfur verið í forystu fyrir okkur Islendingunt í landhelgþsmálum og gætt réttar sjó- manna. Ég treysti Steingrími J. og G-listanum best. Rósa Eggertsdóttir kennari, Akureyri: Eftir að hafa fylgst með störfum menntamálaráðherra í gegnunr árin treysti ég G-listanum best til að skapa góða, heildstæða mennta- stefnu í samráði við skólafólk. Áslaug Kristjánsdóttir sundlaugarvörður, Akureyri: Frambjóðendurnir á G-listanum skara fram úr. Þar er fólk sem ég treysti og það er mjög mikilvægt að korna Árna Steinari inn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.