Dagur - 19.05.1995, Síða 1

Dagur - 19.05.1995, Síða 1
78. árg. Akureyri, fostudagur 19. raaí 1995 tölublað Baldvin Þorsteinsson EA-10 leigður Framherja og áhöfnin hefur ráðið sig hjá færeysku útgerðinni: „Verkfallið mun ekki færa sjómönnum Sam- heija launahækkun, aðeins skaða útgerðina“ - segir Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. - segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar Yfírvofandi er verkfall á ís- lenska fískiskipaflotanum aðfaranótt 25. maí nk. ef ekki hafa tekist samningar fyrir þann tíma. Viðræðunefndir sjómanna og útvegsmanna hafa setið á fundum síðustu sólarhringa í húsakynnum ríkissáttasemjara í Reykjavík en sáralftið hefúr þokast í samkomulagsátt. I gær sátu samninganefndimar á fundum frá því klukkan 9 um morguninn og sá fundur stóð enn yfir um kvöldmatarleytið í gær- kvöld. Utvegsmenn hafa lagt fram til- lögu um breytingar á reglugerð Fáir unglingar atvinnulausir a Blonduosi Það hefúr ekki verið at- vinnuleysi héma hjá ungu fólki á sumrin. Ungiingarnir hafa yfirleitt fengið vinnu og bærinn var með átaksverk- efni í fyrra fyrir þau sem ekki fengu vinnu annars staðar,“ sagði Lilja Jóhanna Áma- dóttir hjá skrifstofu Verka- iýðsfélags A-Hún., aðspurð um atvinnuhorfur nemenda á framhaldsskólaaldri f sumar. Lilja sagði að lítið hefði verið rætt um þessi mál enn sem komið væri, unglingamir væm ekki famir að skila sér á skrá, ekki nema þeir sem verið hafa atvinnulausir. Fyrr í þess- um mánuði vom 47 atvinnu- lausir í Blönduósbæ og sveit- unum í kring. Þar af vom 7 á aldrinum 16-20 ára en þrír þeirra höfóu hætt í skóla í vcrkfalli kennara. IM um sölu afla en viðsemjendur þeirra hafa tekið henni fálega ög segja hana ganga út á það að auka vald útvegsmanna á ráðstöfun afla. Utgerðarmenn hafa miklar áhyggjur af þróun mála, margir þeirra telja m.a. yfírvofandi verk- fall koma að mestu í veg fyrir að togaramir séu sendir á úthafs- karfaveiðar á Reykjaneshygg og til veiða í Smugunni. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, á sæti í samninganefnd Sjómanna- sambands Islands. Hann segir að setið sé við samningaborðið en enginn samningur sé í sjónmáli og enn beri verulega mikið á milli í viðræðum sjómanna og viðsemj- enda þeirra. Konráð sagði í gær að ekki væri búist vió neinni miðlun- artillögu frá ríkissáttasemjara að sinni. GG Landslið Svía hefúr til þessa leikið sína Ieiki á HM í íþróttahöllinni á Akurcyri og unnið þá alla. Liðið hefúr þegar tryggt sér eitt af fjórum efstu sætunum en ieikirnir í undanúrslitunum fara fram í Reykjavík. Sænska liðið hélt suð- ur á bóginn í gærmorgun, eftir mjög góðan tíma á Akureyri og var þessi mynd af hópnum tekin á flugveliinum. ________________ Mynd: Robyn Heimsmeistarakeppninni á Akureyri lokiö: Kom mér helst á óvart hversu snurðulaust þetta gekk fyrir sig - segir Gunnar Jónsson, formaður framkvæmdanefndar HM á Akureyri Keppni á Heimsmeistaramót- inu í handbolta lýkur á sunnudaginn, þegar leikið verð- ur um sjálfan heimsmeistaratit- ilinn í Laugardalshöllinni. Keppni í íþróttahöllinni á Akur- eyri, lauk hins vegar í fyrra- kvöld, er Svíar tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með sigri á Alsír. Svíar hafa leikið alla sína leiki á Akureyri til þessa og unnið þá alla. Þeir héldu til Reykjavíkur í gær- morgun, þar sem lokabaráttan fer fram. I gær var hafist handa við aó ganga frá í Iþróttahöllinni á Akur- eyri en stefnt er að því að kennsla hefjist þar á ný í dag. Gunnar Jónsson, formaóur framkvæmda- nefndar HM á Akureyri, sagðist í samtali við Dag í gær vera mjög ánægður með hvemig til tókst með framkvæmd keppninnar á Akureyri. „Við fengum ekkert nema já- kvæðar umsagnir frá öllum og síð- ast frá landsliðsþjálfara Svía á blaðamannafundinum eftir leikinn við Alsír. Þannig að við getum ekki annað en verið mjög ánægð- ir. Þaó sem kom mér kannski helst á óvart, var hversu snurðulaust þetta gekk allt fyrir sig. Það lögð- ust allir á eitt að þetta gengi upp og skiluðu frábæru verki. Það hefðu mátt vera fleiri áhorfendur en þeir sem mættu á leikina skemmtu sér vel og það sá maður vel í leik Svía og Alsíringa." Gunnar sagði að næstu tveir dagar, (í dag og á morgun) fæm í að ganga frá í Höllinni en senni- lega yrði komið fram undir mán- aðamót áóur en búið væri að ganga frá öllu uppgjöri, gagnvart framkvæmdanefndinni í Reykja- vík og bæjaryfirvöldum. Hann sagói að menn hefðu lært mikið síðustu vikur og að eftir sæti mikil reynsla í bænum. „Eg segi kannski ekki að ég væri til í slaginn strax aftur að ári en seinna meir. Hér sitjum við eft- ir með mannvirki sem er klárt fyr- ir næsta stórmót og gífurlega reynslu. Þannig að við stöndum mjög vel að vígi hér á Akureyri," sagði Gunnar Jónsson. KK Samherji hf. á Akureyri gerir út sjö togara frá Akureyri, raunar undir nöfnumj þriggja útgerðarfyrirtækja, og áttundi togarinn er gerður út frá Færeyj- um af útgerðarfyrirtækinu Framheija, sem Samherji hf. á hluta í, en er skráð í Færeyjum. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., segir að fyrirtækið hafi leigt Baldvin Þorsteinsson EA-10 til Framherja og hafí áhöfnin á skipinu þegar ráðið sig hjá fær- eysku útgerðinni. Þannig muni yfírvofandi verkfall ekki stöðva veiðar skipsins. Þorsteinn segir Samherja hf. hafa kannað vand- lega allar hliðar málsins og kom- ist að raun um að þetta væri bæði löglegt og framkvæman- legt. Öll tryggingarmál áhafnar- innar voru einnig vandlega könnuð og eru þau í fúllkomnu lagi. „Sjómenn Samherja hf. fengu enga launahækkun út úr síðasta sjómannaverkfalli og ég held að það sé alveg ljóst að þeir munu ekki heldur fá neina launahækkun út úr því verkfalli sem nú hefur verið boóað til. Það sem þá stend- „Engir samningar í sjónmáli" ur eftir er einungis skaði útgerðar- fyrirtækisins og þegar til lengri tíma er litió hlýtur sá skaði að lenda á sjómönnunum sjálfum með einum eða öðrum hætti. Þessi verkfallshótun á þessum árstima ruglar allar okkar áætlanir varóandi veiðar í úthafinu, m.a. á Reykjaneshrygg, og það er ljóst að verkfallsboóunin ein og sér hefur þegar valdið okkur tjóni. Það er mjög illt að búa við þetta og á tímum þessa kvótaniður- skurðar erum vió mjög háðir því að sækja á önnur mið til að halda skipunum gangandi og með löngu verkfalli verður fyrirtæki eins og Samherji hf. fyrir óbætanlegu tjóni. Maður sendir ekki skip í 600 mílna siglingu á haf út bara til þess að þurfa að kalla það til hafn- ar innan fárra daga. Á úthafinu eru meðal annars útlendir togarar sem Islendingar leigja og um borð eru erlendar áhafnir. Samherji hf. hef- ur að svo komnu máli ekki hugsað að fara þá leið að ráða erlendar áhafnir,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson. Togarinn Baldvin Þorsteinsson EA-10 er á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg og í bígerð er að senda þangað fleiri togara Sam- herja hf. Þar er einnig Akraberg, sem útgerðarfyrirtækið Framherji rekur. Á sl. ári veiddi Baldvin Þorsteinsson EA-10 fyrir 580 milljónir íslenskra króna og helm- ingur verðmætisins fékkst utan ís- lenskrar lögsögu. Konráö Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, sem staddur var í gær í húsakynnum ríkissáttasemjara á kjarasamninga- fundi, sagðist hafa heyrt af því að uppi væru hugmyndir hjá Sam- herja hf. að skrá áhafnir togaranna erlendis ef til verkfalls kæmi. „Þetta mál hefur ekki verið tek- ið fyrir í stjóm Sjómannafélags Eyjafjarðar, og ég get því ekki tjáð mig um það hvemig við verð- ur bmgðist og hvort það verða hörð viðbrögð,“ sagði Konráð Al- freðsson. Rúmlega 500 félagsmenn em í Sjómannafélagi Eyjafjarðar og þar af em liðlega 200 þeirra skráðir á togara Samherja hf. á Akureyri. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.