Dagur - 19.05.1995, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 19. maí 1995
FRÉTTIR
Höndlað í heila öld
á Hvammstanga:
Afmælis-
hátíð 8. júlí nk.
- þar sem m.a. verður
boðið upp á útimarkað,
sögulega dagskrá og fjöl-
skyldudansleik
Hvammstangahreppur hlaut lög-
gildingu Kristjáns konungs 9. af
Guðs náð, Danmerkurkonungur,
Vinda, Gauta, og hertogi af Slés-
vík-Holzetalandi og Stórmæris,
sem verslunarstaður 13. desember
1895 og verður því 100 ára versl-
unarafmælis staðarins minnst
með ýmsum hætti á þessu ári.
Skipuð hefur verið sérstök afmæl-
isnefnd sem í eiga sæti fulltrúar
Kaupfélags Vestur- Húnvetninga,
kaupmenn á Hvammstanga,
Verslunarmannafélag Vestur-
Húnavatnssýslu, Verkalýðsfélagið
Hvöt og Hvammstangahreppur.
Fyrsta verk nefndarinnar var að
auglýsa eftir slagorði sem minnti
áþreifanlega á verslunarafmæli
staðarins og varð slagorðið Höndl-
að í heila öld hlutskarpast. Stefnt er
að því að halda afmælishátíð laug-
ardaginn 8. júlí nk. og á dagskrá
þann dag verður m.a. útimarkaður
þar sem á boðstólum verður fjöl-
breytt vöruframboð meö veitinga-
sölu og léttri skemmtidagskrá en
markaðsdagar verða einnig föstu-
daginn 21. júlí og föstudaginn 11.
ágúst. Boðið verður upp á sögulega
dagskrá 8. júlí og verður gengið um
söluslóðir og verslunarsaga
Hvammstanga rakin með leiðsögu-
manni og leiknum atriðum; inni-
dagskrá í félagsheimilinu þar sem
m.a. verður boðið upp á sögulega
dagskrá á léttum nótum þar sem
ljósi verður bmgðið á atburði og
þekkta einstaklinga úr verslunar-
sögu Vestur-Húnavatnssýslu. Um
kvöldið verður fjölskyldudansleik-
ur, eða „eðalball að gömlum sið“.
Komið verður upp verslunar-
minjasýningu í gamla „VSP-pakk-
húsinu“ sem verður þar uppi í allt
sumar. Þar verður komið fyrir mun-
um og myndum sem tengjast versl-
unarsögu héraðsins. Einnig verða
húnvetnskir handunnir munir til
sölu á sýningunni í tengslum viö
Gallerí Bardúsu. Hugmyndir em
uppi um að koma sýningunni upp
annars staðar í framtíðinni eða
tengja hana með einhverjum hætti
héraðsby ggðasafninu.
Hvammstangahreppur hefur ráð-
ið Steingrím Steinþórsson sagn-
fræðing til að skrifa Sögu Hvamms-
tanga og verður hún gefin út á af-
mælisárinu. GG
HM lokið á Akureyri
í gærmorgun var haflst handa við að ganga frá í íþróttahöllinni, eftir að leikjum í Heimsmeistarakeppninni Iauk á Akureyri. Það var af nógu að taka enda
er mikið umstang í kringum svona heimsviðburð. A stærri myndinni eru starfsmcnn að ganga frá umtöluðu auglýsingaskiltunum, þar sem var m.a. auglýst-
ur bjór. Á minni myndinni er starfsmaður Pósts og síma að ganga frá símtólunum en það var einn og einn sími notaður í tengslum við mótið.
KK/Myndir: Robyn
HM-gestir kvöddu hótelin á Akureyri í gær:
Undantekningalaust mikil
ánægja erlendu gestanna
Keppnislið og blaðamenn sem
dvalið hafa á Akureyri hálfa
aðra viku héldu á brott í gær
enda taka nú við úrslitaleikir
keppninnar og leikir um sæti í
Reykjavík. Undantekningalaust
er gott hljóð í starfsfólki hótel-
anna á Akureyri með hvernig til
tókst og var það sammála um að
keppnisliðunum og öðrum gest-
um hafi líkað dvölin norðan
heiða mjög vel. Alls komu átta
keppnislið til Akureyrar vegna
HM, sex til keppni í D-riðli og
tvö komu til að spila í úrslita-
keppninni.
Flestir blaðamennimir gistu á
Hótel Norðurlandi og sagðist Jón
Ragnarsson ekki hafa heyrt annað
en góðan hljóm í þeim hópi.
„Þeim fannst Akureyri mjög
skemmtilegur, fallegur bær og
umhverfíð fallegt,“ sagði Jón.
Svíar gistu á Hótel KEA og
þeir komu og lýstu yfír mikilli
ánægju með Akureyrardvölina
þegar þeir fóru í gærmorgun enda
óskuðu þeir sér sjálfir að leika í
riðlakeppninni á Akureyri. „Þetta
gekk allt vel. Við vorum allan
tímann með tvö lið og síóan dóm-
ara, starfsmenn og fulltrúa IHF.
Menn voru almennt ánægðir með
viðgjöming og almennt með bæ-
inn. Fyrir hótelin var þetta gott og
sérstakt að fá svona stóran hóp
sem dvelur í marga daga,“ sagði
Gunnar Karlsson, hótelstjóri.
Egyptar gistu á Hótel Óðali og
sagði Oddný Ólafsdóttir í af-
greiðslu hótelsins að þeir hafí ver-
ið kátir enda komust þeir í 8 liða
úrslit keppninnar. „Það sem snýr
að liðunum var í góöu lagi en það
vantaói frekar upp á ýmis skipu-
lagningaratriði fyrir keppnina. En
Egyptamir voru ánægóir og gam-
an að fá gesti svona langt að,“
sagði Oddný.
Helga Gunnur Þorvaldsdóttir í
afgreiðslu Hótels Hörpu sagði
gestina hafa verið þægilega. „Þeir
vom misglaðir eftir leiki og sorg
hjá sumum en allt voru þetta mjög
elskulegir menn.“ A hótelinu gistu
Hvít-Rússar, Frakkar og Tékkar
en í Kjamalundi gistu Suður-
Kóreumenn, Brasilíumenn og
Spánverjar. JÓH
Húsavík:
Togurum haldið á veiðum
alveg fram að verkfalli
- segir Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Höfða hf. og íshafs hf.
Rækjutogaramir hafa margir
hveijir verið á Kolbeinseyjar-
svæðinu að undanförnu, m.a.
Júlíus Havsteen frá Húsavík, en
flotinn er nokkuð dreifður út í
djúpkantinum. Jóhann Gunn-
arsson skipstjóri segir dræma
veiði nú fyrir norðan og austan
en stærðina á rækjunni góða, frá
100 upp í 180 stk/kg. Júlíus
Havsteen ÞH landaði sl. fostu-
dag 58 tonnum á Húsavík, tæp-
ur helmingur aflans, eða um 28
tonn fór á Japansmarkað en 30
tonn til vinnslu hjá rækju-
vinnslu FH á Húsavík. Japans-
rækjunni er pakkað í kflós-
pakkningar eftir að hún hefúr
verið plokkuð um borð og fryst.
Kristján Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðanna Höfða
hf. og íshafs hf. á Húsavík, segir
Kolbeinsey ÞH hafa verið á veið-
um suðaustan vió landiö í karfa og
grálúðu en fiskurinn er hausskor-
inn og síðan heilfrystur.
„Ekki er vitaó hvenær Kol-
beinsey ÞH eða Júlíus Havsteen
ÞH koma til löndunar, því verður
stýrt í ljósi þess hvort um sjó-
mannaverkfall verður á ræða í
næstu viku og skipunum þá haldið
á veióum alveg fram að miðnætti
aðfaranótt fímmtudagsins 25. maí.
Skipin mega keyra heim í verk-
fallinu en veiðum skal ljúka um
leið og verkfall skellur á.
Yfirvofandi verkfall hefur
dregið úr sókn í úthafið, m.a. á
Reykjaneshrygg, en eftir sjó-
mannadag má reikna með að sótt
verði á Reykjaneshrygg og í
Smuguna ef verkfall hefur þá ver-
ið leyst,“ sagði Kristján Ásgeirs-
sonv
Útgerðin gerir einnig út Aldey
og Kristey sem eru á rækjuveiðum
og er allur aflinn unninn á Húsa-
vík. Kristey var á innfjarðarrækju-
veiði á Öxarfirði en hefur veitt all-
an sinn kvóta þar. GG
Veitingasala á HM á Akureyri gekk vel:
Bjórsala varð
samt aldrei mikil
- segir Andri Gylfason, veitingamaður
á Greifanum
Alls störfuðu 17 starfsmenn
við veitingasöluna í Höllinni en
einnig var unnin forvinna á veit-
ingastað Greifans. „Þannig að
þetta var mjög atvinnuskapandi,“
sagði Andri og ítrekaði að þeir
Greifamenn væru mjög sáttir við
sinn hlut. KK
Þjónustuaðilar á Akureyri
í tengslum við HM:
Er í heildina
ánægður
- segir Gunnar M. Guð-
mundsson hjá Sérleyfis-
bílum Akureyrar
„Þetta gekk mjög vel öll skipu-
lagning gekk upp, að minnsta
kosti sem að okkur sneri. Ég er
ánægður með þetta í heildina,“
segir Gunnar M. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Sérleyfisbfla
Akureyrar, um verkefni síðustu
dagana í tengslum við HM ’95 á
Akureyri.
Gunnar sagðist hafa haft sex
bíla í vinnu meðan á riðlakeppn-
inni stóð og fjóra bíla eftir að í úr-
slitakeppnina kom.
„Nei, það komu engin vanda-
mál upp. Svona verkefni eru góð á
þessum árstíma og eru okkur kær-
komin. Þó þetta séu engin stór-
kostleg uppgrip þá er þetta góð
viðbót,“ sagði Gunnar. JÖH
„Veitingasalan gekk bara vel og
það er svo sem ekki yfir neinu
að kvarta. Salan var góð, þó svo
að áhorfendur hafi ekki verið
fleiri suma dagana en raun bar
vitni,“ sagði Andri Gylfason,
veitingamaður á Greifanum, en
fyrirtæki hans hafði með alla
veitingasölu í Höllinni á Akur-
eyri að gera á HM í handbolta.
Það gekk mikið á í bænum í
kringum bjórsöluna í Höllinni en
það er saga sem flestum er kunn-
ug. „Bjórsalan varð aldrei mjög
mikil, nema þá helst á sunnudag-
inn en þann dag var jafn mikil
bjórsala og alla hina keppnisdag-
ana.“
- Nú höfðu menn á orði að t.d.
bjór og gosdrykkir hafi verið dýr-
ir. Var verólagning á þessum vör-
um óeðlilega há?
„Mér er vel kunnugt um að
bjórinn hafi verið dýrastur hjá
okkur, af þessum fjórum keppnis-
stöðum. Við tókum hins vegar þá
ákvörðun að vera ekki að örva
bjórdrykkjuna með því að vera
með hann á einhverju hlægilegu
verói. Varðandi gosið fannst mér
verðið á því ekkert óeólilegt. Hins
vegar hef ég heyrt að ég hafi verió
með eitt besta matarverðið á land-
inu, t.d. á hamborgurum og öðru.“
Andri sagði að það væri stefna
Greifans aó vera ekki að bjóða
áfengi eða aðra drykki á lægra
veðri en aðrir og þess vegna væri
hægt að bjóða upp á betra matar-
verð.