Dagur - 19.05.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 19. maí 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
LEIÐARI -
Frumvarp til laga um tóbaksvamir dagaðí okkur eiga í verulegum erfiðleikum með að
uppi á Alþingi í vetur og þar meö var slegið á hætta neyslu fínkorna tóbaks og er okkar til-
frest að bann yrði lagt við innflutningi fín- finning sú að það sé mun erfiðara en að hætta
korna nef- og munntóbaks. Miðað við stigvax- reykingum."
andi neyslu þess hér á landi, sérstaklega Á öðrum stað í grein sinni benda hjúkrunar-
meðal unglinga, er mjög brýnt að lagasetn- fræðingar á þá staðreynd að böm niður í 10
ingin komist á sem fyrst til að hægt verði að ára aldur neyti fínkorna tóbaks og að gera
gripa inn í þróunina. megi ráð fyrir að þessir einstaklingar verði
Skólahjúkrunarfræðingar í umdæmi Heilsu- reykingamenn framtíðarinnar. Spurningin er
gæslustöðvarinnar á Akureyri birtu í Degi í sú hvort fólki þykir í raun ekkert athugavert
gær áskorun til foreldra um að veita notkun við þó börn „leiki sér" með fáein neftóbaks-
unglinga á þessu tóbaki athygli enda leiða korn svo fremi sem þau byrji ekki að reykja.
tölur um nikótíninnihald fínkoma tóbaks í ljós Áðurnefndar tölur segja allt um að sá hugsun-
hversu hættuleg þessi neysla er. Hjúkrunar- arháttur er varhugaverður því neftóbaks-
fræðingarnir benda t.d. á að 5 gramma dós af neyslan er ekkert síður hættuleg.
finkoma neftóbaki af gerðinní „99" er með Nýtt þing er nú sest að störfum við Austur-
sama magn af nikótíni eins og 4-5 pakkar af völl og þingmanna bíða mikilvæg verkefni.
Winston sígarettum. Þarf frekari upplýsingar Frumvarp til nýrra laga um tóbaksvamir er
til að gefa foreldrum tilefni til að veita þessu eitt þeirra og má vitna í nýjar tölur um aukn-
athygli? ingu reykinga unglinga til vitnis um það. Bar-
„Við erum aö tala um stómeytendur," áttan gegn reykingum og tóbaksnotkun verð-
segja hjúkmnarfræðingamir í grein sinni. ur ekki háð af fullum þunga nema hafa
„Unglingar sem við höfum haft í meðferð hjá trausta löggjöf að baki.
LESENPAHORNIP
I minníngu liðins vetrar
í byrjun þess mánaðar, sem hafði
að geyma sumardaginn fyrsta, var
ég á ferð um Norðurland. A ferð
minni yfir heiðar naut ég hins
besta blíðviðris og sá landið bað-
aö í langþráðu sólarljósinu, Isa-
landið klætt fannhvítum vetrar-
klæðum móður náttúru. Hve allt
var fallegt í hinu gullna skini sólar
og hreint, fágað í hreinleikans lit.
Stórbrotin fjöllin, breiður heið-
anna, allt lýsti af ljósi sólar meöan
landió drakk í sig þessa seiðandi
himnesku birtu. Þennan vetur
hafði kyngt niður óvanalega miklu
fannfergi. Það var einmitt sú stað-
reynd, sem geröi að verkum
hversu stórbrotið og mikilfenglegt
Það er því full ástæða til að þrauka erflða tíma, því þeir taka enda og hríðin
og kuldinn víkur fyrir birtu og yl, segir Einar Ingvi í bréfi sínu.
var að líta landið í hinum hvíta
skrúða. Jafnvel nokkrum sólar-
hringum áður en ég fór um heið-
ina hafði geysað hríðarbylur, svo
ekki sást út úr augunum. Það
minnti mig svo á feróalag mitt að
sunnan seint að kvöldi Þorláks-
messu og byrjun aðfangadags jóla,
þegar för mín tafóist vegna blind-
hríðar og skafrennings, svo engu
mátti muna að ferðamaður þyrfti
að bíða af sér veðurhaminn þegar
flestir voru komnir til síns heima
og þjóöleióin orðin fáfarin. Það
var einmitt vegna þessa óttalega
veðurhams að hægt var að dást að
þessari miklu fegurð landsins,
þegar fárviðrinu hafði slotað og
dúnmjúkar fannbreiðurnar endur-
spegluöu hlýrri birtu sólarinnar í
sérhverjum kristalli sínum. Laut
líf mannsins kannski líka þessum
stórbrotnu umbreytingum? Getur
það verió að í sjálfri þjáningunni
sé einmitt fólgin hin mikla fegurð,
eóa að þjáningin fæði af sér feg-
urðina og hamingjuna? Hvers
vegna ekki? Jú, ég var þess alveg
viss. Mér haföi aldrei hlotnast að
virða fyrir mér þessa dásamlegu
fegurð nema einmitt vegna þess
hversu veturinn hafði verió harður
og margur hríöarbylurinn geysað
svo vart sáust handaskil. Það er
því full ástæða til að þrauka erfiöa
tíma, því þeir taka enda og hríðin
og kuldinn víkur fyrir birtu og yl.
Gleðilegt sumar!
Með kveðju að sunnan.
Einar Ingvi Magnússon,
rithöfundur.
Þakkir til Leik-
félags Borgarfíarðar
Leikfélagið Vaka á Borgarfirði
eystra frumsýndi Alfaborgina í
Félagsheimilinu Fjaróarborg 5.2.
sl. Verkið er eftir Kristínu og Sig-
ríði Eyjólfsdætur og var í leikgerð
og leikstjóm Andrésar Sigurvins-
sonar og um leikmynd sá Bryndís
Snjólfsdóttir.
Á þessari fjölmennu sýningu
tókst leikstjóranum Andrési Sig-
urvinssyni með glæsilegum ár-
angri að laða fram og leysa úr
læóingi ótrúlega hæfileika, ekki
síst hjá unglingum og bömum.
Leikgleði og einlægni voru að-
alsmerki þeirra. Yngsti leikarinn,
Olgeir Pétursson, var með ólíkind-
um góður. Einnig var framsögn og
söngur þeirra Ástu Steingerðar
Geirsdóttur, sem er húsfreyja í
mannheimum, og Bergrúnar Jó-
hönnu Borgfjörð, en hún lék álfa-
dottningu, með ágætum. Pétur
Eiðsson fór á kostum í gervi utan-
garósmannsins.
Efniviður leikritsins er sóttur í
munnmæli og gamlar sagnir úr
Borgarfirði og í þjóðsögur Sigfús-
ar Sigfússonar og Jóns Ámasonar.
Fjallað er um átök milli álfheima
og mannheima vegna væntanlegr-
ar kirkjubyggingar.
Innilegar þakkir fyrir frábæra
kvöldstund.
Dagbjört Kristjánsdóttir.
Félagsmála-
námskeið á
Húsabakka
Helgina 29. til 30. apríl stóð Ung-
mennafélagið Þorsteinn Svörfuður
í Svarfaðardal fyrir félagsmála-
námskeiói á Húsabakka í Svarfaó-
ardal. Annars vegar var fjallað um
foreldrastarf og hins vegar um
fundi og fundarsköp. Ungmennafé-
lagið bauð upp á kaffi og með því.
Leióbeinandi var Sigurður Þor-
steinsson, sem kom frá félags-
málaskóla Ungmennafélags Is-
lands. Allir vom ánægðir með
námskeiðin og er von þeirra sem
að námskeióinu stóóu að fleiri taki
þátt næst þegar sambærilegt nám-
skeið verður haldið.
Myndin var tekin af leiðbeinanda og þátttakendum í féiagsmáianámskeiðinu
á Húsabakka. Efri röð: Sigurður Þorsteinsson leiðbcinandi, Þórarinn Gunn-
arsson, Vilhjálmur Björnsson, Karl Atlason, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Sól-
veig Hjálmarsdóttir, Halla Einarsdóttir, Tryggvi Jóhannsson ög Unnur
María Hjálmarsdóttir. Fremri röð: Hafdis Jóhannsdóttir, Helgi Jóhannsson
og Sara Hamilton. Á myndina vantar Rannvcigu Guðnadóttur, Völvu Gísla-
dóttur og Önnu Sigurjónsdóttur, sem tók myndina.