Dagur - 19.05.1995, Síða 5

Dagur - 19.05.1995, Síða 5
HVAt) ER AP C. E RAST? Föstudagur 19. maí 1995 - DAGUR - 5 Aðalfundur Samtaka sykursjúkra Samtök sykursjúkra á Akureyri og nágrenni halda aðalfund sinn í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju mánu- daginn 22. maí nk. kl. 20.30. Auk venjulegra aóalfundarstarfa mætir Höskuldur Höskuldsson, lyfjafræð- ingur, á fundinn og kynnir nokkrar vörur fyrir sykursjúkra frá Lyra sf. Nýir félagar eru velkomnir. Ljósmyndasýning Sólu í Deiglunni Þessa dagana stendur yfir athyglis- verð ljósmyndasýning Sólrúnar Jónsdóttur í Deiglunni á Akureyri. Sýningin nefnist „Við minnumst þeirra“ og er tileinkuð öllum þeim sem látist hafa úr alnæmi á Islandi, en það eru 27 einstaklingar. Al- menningi er gefinn kostur á að minnast hinna látnu í verki t.d. með því að skilja eftir rós við myndir Sólrúnar. Sýningin verður opin til 26. maí nk. kl. 14-18. Myndlistasýning í Vín Allan James heldur sölusýningu í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðar- sveit um helgina. Sýnir hann þar fjórtán landslagsmyndir þar sem þemaó er íslenskir fossar. Allar myndimar eru unnar í olíukrít. „Nytjalist í svefn- herbergjum“ í Varmahlíð Hrönn Vilhelmsdóttir textilhönnuð- ur, Textilkjallaranum í Reykjavík, opnar sýningu á „Nytjalist í svefn- herbcrgjum" í Gallerí ASH i Lundi, Varmahlíð, sunnudaginn 21. maí kl. 14. Hrönn nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands og lauk námi 1990 og fór síðan í eitt ár í fram- haldsnám í iðnhönnun. Hrönn tók þátt í handverkssýningunni á Hrafnagili 1993 og einnig sýndi hún í Geysishúsinu á Hönnunardögum í febrúar síðastliónum og á afmælis- sýningu Textilfélagsins í Hafnarborg nú í apríl. Sýningin er opin alla daga nema fimmtudaga frá kl. 13 til 18 og stendur til 8. júní. Aukasýning á Kvennaskólaævintýrinu Freyvangsleikhúsiö verður með aukasýningu á Kvennaskólaævintýr- inu á sunnudagskvöld, 21. maí, kl. 20.30 í Freyvangi. Miðasala og pantanir eru í síma 31349 og 31196. Djöflaeyjan rís um helgina Leikfélag Akureyrar sýnir í tvígang um helgina Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Sýnt verður í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Sími í miða- sölunni er 24073. Passíukórinn með bingó Passíukórinn á Akureyri heldur bingó í Lóni við Hrísalund nk. sunnudag, 21. maí, kl. 15. Bingóið er til fjáröflunar fyrir kórinn sem mun flytja tónverkið Carmina Bur- ana um hvítasunnuna. Fjöldi glæsi- legra vinninga. Vortónleikar söngdeildar Tónlistarskóla Dalvíkur Vortónleikar söngdeildar Tónlistar- skóla Dalvíkur verða í Dalvíkur- kirkju á morgun, laugardag, kl. 15. Þar koma fram Sólveig Hjálmars- dóttir og Svana Halldórsdóttir ásamt Lidiu Kolosowsku píanóleikara. A efnisskránni eru lög og aríur eftir ís- lensk og erlend tónskáld. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Diskótek í Dynheimum Diskótek verður í Dynheimum á Ak- ureyri annað kvöld, laugardags- kvöld, kl. 20-24. Aldurstakmark er árgangur 1981 og miðaverð er kr. 400. Flóamarkaður í Kjarnalundi Náttúrulækningafélag Akureyrar heldur flóamarkað í Kjamalundi á morgun, laugardag, kl. 14-17. Mikið úrval af nýkomnum vörum verður í boði, s.s. fatnaður á böm og full- orðna, strigaskór, belti, hálsbindi, bækur og margt annað nýtilegt á afar lágu verði. Hádegisverðarfu ndur Foreldrafélags barna með sérþarfir Foreldrafélag bama með sérþarfir heldur hádegisverðarfund með starfsfólki Svæóisskrifstofu málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra á Hótel KEA á morgun, laugardag, kl. 12- 14. A fundinn mæta frá skrifstofunni Bjami Kristjánsson framkvæmda- stjóri, Lone Jensen og Karólína Gunnarsdóttir, forstöðumenn Leik- fangasafns og Vilborg Oddsdóttir fé- lagsráðgjafi. Til umræðu verða stuðningsúrræði og afleysing fyrir foreldra/fjölskyldur fatlaðra bama, 0-16 ára, einkum stuðningsfjöl- skylda, skammtímavistun og sumar- dvöl aó Botni í Eyjafjarðarsveit. Starfsfólk svæðisskrifstofu mun kynna nýja reglugerð um þjónustu við fötluð böm og fjölskyldur fatl- aðra og tcngja hana aðstæðum á svæðinu. Mæður lýsa reynslu sinni og fjalla um óskir foreldra um stuðn- ing. Einnig talar einstaklingur sem hefur reynslu af því að gegna hlut- verki stuðningsfjölskyldu. Hádegis- verður, súpa, brauð og kaffi verður á boðstólum á kr. 550. Allir foreldrar fatlaðra bama em velkomnir svo og stuðningsfjölskyldur og starfsfólk skammtímavistunar og sumardvalar- innar að Botni. Geirmundur og Helga Möller á KEA Það verður líf og fjör á Hótel KEA annað kvöld þegar sjálfur sveiflu- kóngurinn Geirmundur Valtýsson stígur á stokk og skemmtir gestum. Helga Möller söngkona syngur með hljómsveitinni að þessu sinni. Vinir vors og blóma í Miðgarði Hljómsveitin Vinir vors og blóma leikur fyrir dansi í Miðgarði í Skaga- firði annað kvöld, laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa Þorsteinn G. Olafsson söngvari, Gunnar Eggerts- son gítarleikari, Siggeir Pétursson bassaleikari, Njáll Þórðarson hljóm- borð og Birgir Nilsen trommuleik- ari. Ríó og Páll Óskar og Milljónamæringarnir í Sjallanum Það verður mikið um að vera í SjalL anum á Akureyri um helgina. I kvöld, föstudag, verður reyndar lok- að vegna einkasamkvæmis, en ann- að kvöld verður heldur betur mikið um aó vera. Þá skemmtir hið eina og sanna Ríó tríó gestum og Páll Óskar Hjálmtýsson og Milljónamæringam- ir leika fyrir dansi. Verð á mat, skemmtun og dansleik er kr. 3.500. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verður síðan málverkauppboð í Sjallanum, myndimar verða sýndar í Mánasal um daginn. Quiz Show í Borgarbíói Stórmynd helgarinnar í Borgarbíói á Akureyri er Quiz Show sem Robert Redford leikstýrir. Myndin var til- nefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, m.a. sem besta myndin og Redford var tilefndur sem besti leikstjórinn. Þessi mynd, sem verður sýnd kl. 21, fjallar í sem stystu máli um sið- ferðispillingu og blekkingu. Klukkan 21 og 23 verður sýnd mynd Roberts Altmans Pret a Porter sem gerir grín á skemmtilegan hátt af heimi hátískunnar í París. Pret a Porter hefur vakió gífurlega athygli og jafnvel deilur. Klukkan 23 verður sýnd myndin A Low Down Dirty Shame. Á bamasýningum kl. 15 á sunnu- dag verða sýndar myndimar Lassie (ókeypis) og Skýjahöllin, íslenska fjölskyldumyndin. Miðaverð kr. 550. Kristján Ö. Hjálmarsson þjón- ustuaðili Kompass á Norðurlandi Þessa dagana eru fyrirtækja- stjórnendur um allt land að fá í hendur kynningarbækling frá fyrirtækinu íslensku viðskipta- skránni - Kompass á íslandi, sem greinir frá því hvernig fyrir- tæki á íslandi geta á auðveldan hátt nálgast upplýsingar og komist í samband við fyrirtæki á sama sviði út um allan heim í gegnum alþjóðlegt kódakerfi Kompass, sem byggist á því að sama kódanúmer stendur fyrir sömu vörutegund hvar sem er í heiminum. Kristján Ö. Hjálmarsson. Þeir sem tengjast Kompass net- inu fá m.a. hugbúnað í Windows umhverfi, heildarskrá íslenskra fyrirtækja, stofnana og þjónustu- aðila, notendahandbækur, aðgang að FaxCall símkerfinu, aðgang aó Kompass Intemational fyrirtækja- netinu, skráningar í Kompass fyr- irtækjanetið og margt fleira. Kristján Ö. Hjálmarsson, reksu-arfræðingur, hjá Stólpa á Akureyri, er þjónustuaðili Kom- pass á Norðurlandi og Austurlandi og er unnt að fá hjá honum allar nánari upplýsingar. Kveðjutónleikar Ingvars Jonassonar Ingvar Jónasson víóluleikari, hljómsveitarinnar í Stokkhólmi Anna Guðný Guðmundsdóttir en flutti þá heim al'tur og hefur píanóleikari og Sigurður I. lcikið síðan með Sinfóníuhljóm- Snorrason klarinettulcikari halda sveit íslands ásarnt kennslustörf- tónleika á vegum Tónlistarfélags um við Tónlistarskólann í Akureyrar í Safnaðárheimili Ak- Reykjavík og Tónskóla Sigur- ureyrarkirkju sunnudaginn 21. sveins D. Kristinssonar. maí kl. 17. Á efnisskránni eru Tengsl Ingvars við tónlistarlíf verk eftir Johannes Brahms, Akureyrar hafa vcrið mikil og W.A. Mozart og Jón Nordal sem góð, hann hefúr oft komið fram samdi sérstaklega verk fyrir með Kammersvcit Akureyrar og Ingvar af þessu tilefni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands auk þess starfs sem hann hefur Ingvar Jónasson stundaði unnið við Tónlistarskóla Akur- nám við Tónlistarskólann í cyrar. Reykjavík, Royal College of Music í London og í Vínarborg. Anna Guðný Guðmundsdóttir Hann lék með Sinfóníuhljóm- hefur síðastliðin 13 ár tekiö sveit íslands og stundaói virkan þátt í tónleikahaldi á ís- kennslu við Tónlistarskólann í landi ásamt kennslu við Tónlist- Reykjavík fram til 1972 er hann arskólann í Reykjavík. gerðist 1. víólulcikari Sinfóníu- Sigurður Ingvi Snorrason hljómsveitarinnar í Malmö og starfar nú með Sinfóníuhljóm- kenndi jafnframt vió tónlistar- sveit íslands og kennir við Tón- skólana í Malmö og Gautaborg. Iistarskólann í Reykjavík auk Frá 1981 til 1989 var hann 2. ví- þess sem hann stundar einleiks- óluleikari Konunglegu óperu- og kammertónlist. Pepsi leikur KEA og Ölgerðin Góð verðlaun Tilbob ó 2L Pepsi kr. 139,- Tilbob Appelsínur 25 kr. kg meban birgbir ei^dast Tilbob: / Lambapottsteik, súrsæt og bar-B-Q 495 kr. kg Vérib velkomin .^Épr Tekið vel á móti ykkur Starfsfólk Byggðavegi 98

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.