Dagur - 19.05.1995, Page 6

Dagur - 19.05.1995, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 19. maí 1995 / „Eg veit að nœstu vikur verða erfiðari og eifiðari því nú fer háannatími garðyrkjumanna í hönd en ég er svo óend- anlega glaðuryfir því að hafa sloppið úr þessu slysi að það heldur mér gangandif segir Smári Sigurðsson, garð- yrkjumaður á Akureyri, sem lenti í vélsleðaslysi í Bjarnar- firði á Ströndum fyrir rúmum hálfum mánuði. Ohœtt er að taka undir að heppnin var með honum í þetta skiptið því Smári fór ofan í 20 metra djúpt gil og hrapaði hann um 16 metra ífríufalli meðfram hamravegg. Hann er með tvo hryggjarliði brotna, rifbein sömuleiðis og hand- leggsbrotinn á báðum. Þessa dagana segist hann stytta sér / stundir með því að lesa lífsreynslusögur og bœkur um Is- land, á milli þess sem hann fylgist með daglegum störfum starfsmanna sinna hjá Garðverki sf. Gat ekki komist hjá að lenda í gilinu Slysið varð um kl. 11 að morgni laugardagsins 6. maí síðastliðinn. Smári var í hópi vélsleðamanna frá Akureyri og Reykjavík sem lagði upp frá Klúku í Bjamarfirói á föstudagsmorgun og þann dag fór hópurinn norður á Hom í blíó- skaparveðri. Um kvöldió kom Smári ásamt hluta hópsins aftur í Klúku en hinir urðu eftir á Bæjum á Snæfjallaströnd. Þangað var ferðinni heitið aftur á laugardags- morgun og enn var einmuna veð- urblíða. Smári segist hafa farið á sleðanum um svæðiö á meðan fé- lagar hans voru að taka sig til og en of seint. „Eg var ekki viss um að ég næði staðnum aftur í svona veður- blíðu og því fór ég að velta þessu með myndefnið fyrir mér. Ég keyrði upp í hlíðina og var að velta myndatökustaðnum fyrir mér þegar ég leit upp eftir hlíðinni og sá þar í gilió fyrir ofan mig. Þá áttaði ég mig strax á að ég var kominn fast aó gilinu. Ég brems- aói strax af því að ég átti von á þessu gili og sem betur fer var ég á hægri ferð. Ef það hefði ekki verið þá hefði ég farið með sleð- anum í hamravegginn handan gilsins og sæti þá ekki hér í dag. Bremsuförin eru ekki nema rétt um einn metri því þá sá ég gilið „Ef ég hefði ekki kunnað að lcsa úr landslaginu fyrir ofan mig þá hefði ég keyrt alla leið fram af og farið þannig niður með sleðanum. Þá hefði ekki verið að sökum að spyrja,“ segir Smári. aði strax að reyna að draga úr ferðinni og stöðva mig á brúninni. Ég gerði mér grein fyrir að ég næði ekki að stoppa mig en ég man ekki til þess að mig hafi grip- ió nein skelfing eða þess háttar heldur barðist ég við að vinna úr þessum aðstæðum. Fyrst rann ég niður bratta snjóbreiðu efst í gil- barminum og stefndi á klettanibbu efst í hamraveggnum. Þar hef ég sennilega rotast því ég man ekki eftir neinu fyrr en einhverri stund seinna niðri í gilinu." Vissi ekki hver ég var þegar ég vaknaði úr rotinu Fallið meðfram klettinum er um 15-16 metrar og Smári lenti í hörðum snjó í botni gilsins. Greinilegt er að það fyrsta sem hjálpaði honum í aðdraganda slyssins var að hraði hans á sleð- anum var lítill og í öðru lagi tókst honum að spyma sér í og draga eins mikið og mögulegt var úr ferðinni þegar hann rann í snjón- um efst í gilbarminum. Fallið Strandavættimir komu mér til bjargar - segir Smári Sigurðsson, garðyrkjumaður á Akureyri, sem hrapaði ofan í 20 metra djúpt gil í vélsleðaslysi í Bjarnarfirði á Ströndum fyrir rúmum hálfum mánuði þá fékk hann þá hugmynd að fara upp í fjallshlíðina til að fínna sér stað til að taka myndir yfir Klúku og Bjamafjöröinn. í þessari ferð varð slysið og hann fór ofan í gil sem hann vissi um en sá ekki fyrr beint fyrir framan mig, sleppti sleðanum og stökk af. Sleðinn hélt áfram fram af en ég var auðvitað á sömu ferð og sleðinn og rann því í átt að gilinu. Sem betur fer var ég í skóm með höróum botni og byrj- meðfram klettinum er hins vegar hátt og hafa menn reiknað út að hann hafi getað náð nálægt 70 kílómetra fallhraða áður en hann lenti. Smári segir að meóvitundar- leysið valdi því að margt frá þess- um morgni sé óljóst í huga hans og meðal annars það hvort hann hafi verið með hjálm á höfðinu þegar hann fór í gilið. Miðað við skemmdir á hjálminum og áverka sem hann fékk á höfuðið bendir flest til þess og virðist sem Smári hafi tekið hann af sér í gilinu. Það næsta sem hann man var þegar hann var að berjast við að ná með- vitundinni á ný. „Ég man eftir nokkrum augna- blikum mjög skýrt. Það fyrsta er þegar ég var rétt um það bil að fara framaf og það næsta þegar ég var að berjast vió að ná meðvit- undinni. Það voru mikil átök, mér fannst ég vera að kafna, andar- drátturinn var erfiður vegna rif- beinsbrotanna og áverka sem ég fékk á annað lungaö. Öndunin var þess vegna mjög stutt. Rökhugs- unin var engin, ég vissi ekki hvað hafói gerst, hver ég var og yfirleitt hvers vegna ég var þama. Sleðinn var rétt hjá mér í gilbotninum en ég hafði engan áhuga á honum. Eitt smáatriói er þó spaugilegt og það var að þegar ég vaknaði heyrði ég píp eins og í vekjara- klukku. Eg er með tvö GPS-stað- setningartæki á sleðanum hjá mér og annað lítið sem situr í þannig festingu að það getur hrokkið af. Það hafði gerst og tækið misst út gervitunglasambandið og var byrjað aó pípa. Ég man að ég skreið um gilið, fann tækið og slökkti á því en lét það svo vera.“ Til byggða með brotnar hendur, bak og rifbein „Sennilega hef ég skriðið niður úr gilinu þó það sé torfært en það var fyrst þegar ég sá bæinn að ég fór að gera mér grein fyrir hver ég var, hvar ég var og hvers vegna. Þegar ég fór aö nálgast bæinn og skólann á Klúku, þá gerói ég mér grein fyrir að ferðafélagar mínir væru farnir. Ég fór framhjá bóndabænum og inn í skólann, hvemig sem mér tókst það því þó hurðin ætti það til aó hviklæsast þá var hún þung að opna hana en þaó virðist ég hafa gert þrátt fyrir handleggsbrotin. Ég fór alla leið inn í rúm og lagðist þar. Þarna lá ég í um klukkutíma, samkvæmt því sem bóndinn á bænum taldi því hann sá mig koma gangandi úr gilinu og tók þá ekki eftir að neitt væri athugavert. En þegar hann sá mig koma úr skólanum í átt að bænum fór ekki á milli mála að eitthvað var að.“ Þegar þama var komið sögu gerói Smári sér grein fyrir aö feróafélagamir væru á leiðinni að Bæjum, þess fullvissir aö hann hefói farió á undan þeim og því hefðu þeir farið framhjá gilinu sem hann var í. Minnið var komið í rétt horf og því gat hann gefið bóndanum upp farsímanúmer hjá þeim og þannig komust skilaboðin til þeirra um slysið. Hann gerði Félagarnir hcima í bílskúrnum í Hjarðarlundinum, báðir lemstraðir eftir byltuna í Bjarnarfírði en ekki útséð um að þeir eigi eftir að fylgjast að á ný á sleðaferðalögum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.