Dagur - 19.05.1995, Side 7
I
Föstudagur 19. maí 1995-DAGUR-7
Slysstaburinn
Fæsta grunar að þetta sé mynd af gili en svo er nú samt. Sleðaförin sem liggja frá myndatökumanninum eru eftir Smára og iiggja í áttina að gilinu. Maður-
inn á myndinni stendur á giibarminum og þetta er það sjónarhorn sem Smári hafði.
Hér sést sleði Smára niðri í gilinu. Með ólíkindum hversu heillcgur hann er Mynd tekin af botni gilsins fácinum klukkustundum cftir að slysið varð. Efst
eftir slysið en slcðinn lenti nánast á hvolfi. Það hefúr því orðið Smára til iífs tii vinstri sést í brúnina þar sem Smári fór fram af og síðan klettaveginn sem
að hafa sieppt sleðanum strax og honum var Ijóst hvert stefndi. hann hrapaði niður með.
sér líka grein fyrir að hann yrði að
láta vita af sér því ekki yrði undan
því komist að kalla til lækni á
staðinn. Klukkan var nú að nálg-
ast eitt og um tveir tímar frá því
slysið varð.
Vildi í fyrstu ekki kalla
á þyrluna
Smári var drifinn inn í stofu á
bænum og búið um hann og kall-
aður til hjálpar læknir frá Hólma-
vík. „Eg fann að ég var með verk í
brjóstinu en gerði mér ekki grein
fyrir hvort ég var meiddur í baki,
á brjósti eða báðum megin. Eg
vissi að hendumar voru úr leik í
bili enda litu þær út eins og tenn-
isspaðar. Læknirinn sá strax að ég
væri tiltölulega lítið slasaður en
vildi fá þyrluna til að flytja mig
suður en ég reyndi að berjast á
móti því vegna þess að ég gerði
mér grein fyrir allri fjölmiðlaat-
hyglinni og látunum sem því gæti
fylgt. Eg vildi fara á heilsugæslu-
stöðina í Hólmavík en ég fann svo
síðar þegar ég var fluttur í börum
frá bænum og niður á veg að það
var alveg nóg fyrir mig. Samt var
ég hálfvegis á floti í morfini þegar
það var gert. En auðvitaó er ég
ánægður með að hafa farið á
Borgarspítalann því þar komst ég í
alla bestu meðferð og umönnun
sem hægt er að fá.“
A Borgarspítalann var Smári
kominn um kl. 17 eða um sex tím-
um eftir að slysið varð. Þar tóku
við myndatökur, rannsóknir og
áðgerðir á höndum hans þar sem
gert var að beinbrotum sem eru
rétt fyrir ofan úlnliðina.
Sárt að vera sigraður við
bestu aðstæður
Vélsleðaslysin hafa verið mörg í
vetur og því miður hafa tapast
mannslíf í þeim. Smári segir þessi
slys alltof mörg og að menn verði
að viðurkenna aö mörg þeirra
verði vegna hraðaksturs og gá-
leysis. „En hvort þessi slys eru
hlutfallslega eitthvað fleiri eða
færri en slysin í umferðinni geri
ég mér ekki grein fyrir. í minni
ferðamennsku og í mínum hópi
höfum vió verið meðvitaðir um að
sú staða gæti komið upp að ein-
hver lenti í slysi en ég átti aldrei
von á því að verða sigraður í bestu
skilyrðum sem hægt er að fá. Yfir
því er ég svekktastur en jafnframt
feginn að vió þessi skilyrði var
auðveldara að koma mér undir
læknishendur. Að því leytinu til
var ég heppinn,“ sagði Smári.
„Það er ekki nokkur vafi á að
umræóan um slysin verður að vera
mikil hjá vélsleðamönnum sjálf-
um og hún hefur verið það að
undanfömu. Hins vegar er það
staðreynd að það er sjaldgæft að
mjög vanir vélsleóamenn verði
fyrir slysum og fæst slysin verða
við erfiðar aðstæður. Menn láta of
mikið gamminr goysa þegar gott
er veður og margir þeirra sem eru
á ferðinni keyra lítið nema þegar
gott er veður. Þannig öðlast menn
ekki eins mikla reynslu til að var-
ast hættumar. I mínu tilfelli þakka
ég reynslunni mikið vegna þess að
ef ég hefói ekki kunnað að lesa úr
landslaginu fyrir ofan mig þá
hefði ég keyrt alla leið fram af og
farið þannig niður með sleðanum.
Þá hefði ekki verið að sökum aó
spyrja. Reynslan að lesa landið
var mér þama til bjargar.“
Strandavættirnir í gilinu
björguðu
Mynd af slysstaðnum, sem birtist
með viðtalinu, sýnir það sjónar-
hom sem Smári hafði þegar hann
kom að gilinu. Hann segir að allt
þangað til hann fékk hana hafi
slysið nagað samviskuna. „En
þama fékk ég staðfestingu á að ég
hefði ekki getað brugðist öðmvísi
við, fyrst á annað borð ég var
kominn skrefi of langt. Eg verð
samt aldrei sáttur vió að hafa lent í
þessu en þakka hinum mögnuðu
Strandavættum í gilinu fyrir að
bjarga lífi mínu.“
- Varstu óheppinn eða gerðir
þú mistök?
„Nei, ég er ekki tilbúinn að
segja að ég hafi gert mistök. Ef ég
yrði fyrir bíl á Glerárgötunni þá
segði ég ekki við sjálfan mig að
ég hefði gert mistök og átt að fara
Hjalteyrargötuna. Það er langsótt
hugsun. Eg tel mig miklu frekar
hafa verið óheppinn."
- Kemur þú til með að breytast
sem ferðamaóur eftir þetta óhapp?
„Eg held að það hljóti aó vera.
Þama hef ég lært aö hættumar
geta leynst án þess aó maður sjái
þær. Eg er samt ekki viss um að
það verði veruleg breyting á mín-
um ferðaháttum því þessu gat ég
ekki á einn eða annan hátt afstýrt.
Ætli ég verði ekki enn grimmari
að ferðast þegar ég hef náð mér á
strik,“ segir Smári og brosir.
Fer að skoða gilið í sumar
Vegna meiðslanna mun Smári lít-
ið geta sinnt garðyrkjunni á næst-
unni og hann segir í gríni að sjálf-
sagt þurfi hann aó skipta yfir í
geðlyfin þegar átinu á verkjatöfl-
unum linni. „Fram að þessu hefur
þetta ekki verið stórmál því ég get
ekkert gert, er núna fyrst að veróa
svolítið sjálfbjarga. Kannski er
það einmitt það versta við að
lenda í svona slysi aó finna hvem-
ig maður verður algerlega upp á
aóra kominn. Eg hef þó talfærin
heil og þá er þetta í góðu lagi. Ég
verð bara að veita mér það að
haga mér eins og maður meðan
þetta gengur yfir. Viðskiptavinim-
ir hafa vcrið að hringja og halda
surnir aó garðyrkjufyrirtækið sé
hreinlega niður lagt út af þessu en
við erum tveir sem eigum þetta og
höfum góöan mannskap í vinnu
þannig að hjólin snúast áfram. Ég
get að minnsta kosti farið um og
fylgst með verkunum. Það eina
sem ég er nú þegar búinn að
ákveða er aó fara vestur í Bjamar-
fjörð í sumar til að skoða gilið,“
segir Smári.
I bílskúmum vió húsið í Hjarð-
arlundinum er vélsleði Smára, illa
útleikinn eftir fallið ofan í gilið en
samt hefur það undrað menn að
hann skyldi ekki fara verr. Smári
segir að þegar lengra líói á vorið
komi feróafélagamir í sleða-
mennskunni til að rífa sleðann og
þá sést hvort hægt veróur að gera
við hann. „Ég get nú kannski ekki
gert mikið meira en að halda á
einni og einni skrúfu og fylgjast
með en vonandi komumst við
báðir aftur á ról, félagamir," segir
hann og klappar sleðanum. JOH