Dagur - 19.05.1995, Qupperneq 9
Föstudagur 19. maí 1995 - DAGUR - 9
Firmakeppni Léttis:
Fjörag og spennandi
fjölskylduskemmtun
- verður haldin 27. maí
Elfa Ágústsdóttir, Vignir Sigurðarson og Sigurður J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar, opna Hlíðarholtsvöll með formlegum hætti árið 1993.
Sprett úr spori á bökkum Eyjafjarðarár. Myndin er tekin á kappreiðum
Léttis árið 1961.
Það er ávallt garnar. aó mæta á
fjöruga og spennandi firmakeppni
með alla fjölskylduna, sérstaklega
þegar maður tengist henni að
einhverju leyti hvort sem það er
tengt knapa, hestum eða fyrirtæki.
Að vanda verður glæsilegt kaffi-
hlaðborð í félagsheimili Léttis-
manna, Skeifunni, að aflokinni
keppni.
Mánudagurinn 22. maí er síð-
asti skráningadagurinn og eru þeir
sem enn hafa ekki látið skrá sig
beðnir að hafa samband við starfs-
mann Hestamannafélagsins Léttis,
Sigurbjöm Sveinsson í sima
26163 fyrir kl.16 á mánudag.
B.B./KLJ
og Jóhann Már Jóhannsson. Fyrsta
keppnin var haldin á Oseyri, þar
sem nú stendur Búgaröur. Keppn-
in fór fram á götunni og var búinn
til hringur með því að fara yfir
uppþomaðan árfarveg Glerár og
eftir bökkum hennar. Keppnin var
síðan haldin á ýmsum stöðum í
bæjarlandinu, mjög oft á Þómnn-
arstræti, en eftir að Breiðholtsvöll-
ur var tekinn í notkun hefur
keppnin farið þar fram
Firmakeppni er samvinna við-
komandi hestamannafélags, knapa
og þeirra fyrirtækja sem skrá sig
til keppninnar. I flestum tilfellum
er dregið um hvaða knapi keppir
fyrir hvaða fyrirtæki. Fyrir þessa
keppni er reyndar bryddað upp á
þeirri nýbreytni að gefa fyrirtækj-
um kost á því að velja sér knapa
gegn hærra þátttökugjaldi, en al-
mennt þátttökugjald fyrir fyrirtæki
er kr. 5.000,- kr.
Keppnin er ekki einskoróuð
við fyrirtæki heldur geta einstakl-
ingar látið skrá sig og greiða þá
aðeins kr. 2000.-. Þeir verðlauna-
gripir sem vinnast í keppninni
verða eign viókomandi fyrirtækis
eða einstaklings. Fyrir þessa
firmakeppni verður gefm út
keppnisskrá þar sem þátttakendur
eru skráðir og hvemig þeir raðast í
flokka, en þeir eru þrír, bama- og
unglingaflokkur, kvennaflokkur
og karlaflokkur.
Nú líður að hinni árlegu fírma-
keppni Léttis, sem haldin hefur
verið óslitið frá 1970. Gert er ráð
fyrir að keppnin verði haldin laug-
ardaginn 27. maí og hefjist kl.
14.00. Ekki er enn búið aó ákveða
á hvorum vellinum verði keppt,
Breiðholtsvelli eða Hlíðar-
holtsvelli. Astæðan er mikill snjór
umhverfis vellina. Eigi að síður er
stefnt að því að firmakeppnin
verði haldin á hinum nýja og
glæsilega Hlíðarholtsvelli, sem
stendur norðan við heshúsahverfið
í Lögmannshlíðarlandi. Hlíðar-
holtsvöllur var eins og flestir vita
formlega tekinn í notkun 24. júlí
1993 og gjörbreytti þá allri að-
stöðu til keppnisíþrótta og sýn-
inga.
Eins og fram kom hér að fram-
an var fyrsta keppnin haldin 1970
og þaó vom nokkrir ungir áhuga-
menn um hestamennsku sem
lögðu þessa hugmynd fyrir stjóm
Léttis á sínum tíma. I framhaldi af
þessari hugmynd var þeim falið að
hrinda henni í framkvæmd sem
þeir og gerðu með sóma. Þessir
ungu framsýnu menn vom þeir
Reynir Hjartarson, Frímann Frí-
mannsson, Hólmgeir Valdemars-
son, Jóhannes Mikaelsson, Jón
Olafur Sigfússon, Þór Sigurðsson
Firmakeppni Léttis hefúr alla tíð vcrið vinsæl fjölskylduskemmtun. Þessi
mynd er frá firmakeppninni árið 1973, sem var haldin á skeiðvelli félagsins
á Eyjafjarðarárbökkum.
Ljóðasöngvar
píanósnillinganna
Sunnudaginn 14. maí efndu Sig-
urðar Bragason, baritón, og
Vovka Ashkenasy, píanóleikari,
til tónleika í Listasafni Akureyrar.
Efnisskráin var óvenjuleg og því
forvitnileg. A henni voru einungis
ljóðalög eftir tónskáld, sem eru
sannarlega fyrir annað þekktari en
það, að semja tónlist af þeim toga.
Fyrst á efnisskrá tónleika Sig-
urðar Bragasonar og Vovkas
Ashkenasys voru fjögur lög eftir
Fryderyk Chopin. Hann er þekkt-
astur fyrir rómantískar píanótón-
smíðar sínar, sem þykja margar
hverjar á meðal þess fegursta, sem
samið hefur verið fyrir hljóðfærið.
Hér birtist skemmtileg hlið á þess-
um mikla snillingi. Ljóðalög hans
eru með greinilegum slavneskum
brag og var flutningur Siguróar
Bragasonar í góðu samræmi við
það. Hann minnti einna helst á
rússneskan baritón og beitti mjúk-
um bátónum, sem minntu á stund-
um á falsettu. Undirleikur Vovkas
Ashkenasys var mjög við hæfi og
fylgdi söngvaranum vel. Sérlega
góð var túlkun þeirra á síðasta lagi
flokksins, sem var Nie Ma Czego
Trezeba, og kom þar vel í ljós
vald það, sem Sigurður hefur á
rödd sinni á sem næst öllu sviði
hennar.
Næst komu lög eftir Franz
Liszt við þrjár sonnettur eftir Petr-
arca. Liszt hefur verið talinn á
meðal mestu snillinga píanósins
og samdi fjölda verka fyrir það,
sem eru talin á meðal þess stór-
fenglegasta, sem samið hefur ver-
ið fyrir hljóðfærið. Lög hans bera
merki píanóverka hans ekki síst í
þætti undirleikshljóðfærisins. Þau
eru litrík og tilfinningarík en jafn-
framt lagræn. Sigurður Bragason
TÓNLIST
HAUKUR Á6ÚSTSSON
SKRIFAR
og Vovka Ashkenasy gerðu verk-
unum góð skil ekki síst hinu
fyrsta, sem ber heitið Pace non
trovo og hinu síðasta, I vidt i terra,
þar sem sviptingar eru miklar jafnt
í söng sem undirleik. í öðru laginu
virtist Sigurður Bragason vera á
mörkum tónhæðar sinnar og gætti
því nokkurrar þvingunar.
Þriðji lagaflokkurinn var eftir
Serge Rachmaninoff, sem er
einnig talinn á meðal höfuðsnill-
inga píanósins, en er ekki síður
þekktur fyrir mikla fæmi sína í
skrifum fyrir hljómsveit. Þeir fé-
lagar Sigurður Bragason og
Vovka Ashkenasy fluttu fimm lög
eftir Rachmaninoff. Hér féll að
anda laganna, sem er nokkuð slav-
neskur, svo sem vænta má. Víða
voru mikil átök í túlkun, svo sem í
In the Silent Night og Christ is
Risen. Ljúfleiki ríkti í laginu All
once I gladly Owned, og mikið
svið tilfinninga var undir í lögun-
um When Yesterday We Met og
Oh, Stay, My Love, Forsake Me
not. Þó heiti laganna séu hér á
ensku, eins og í efnisskrá, söng
Sigurður á rússnesku.
Lokaflokkurinn á tónleikum
Sigurðar Bragasonar og Vovkas
Ashkenasys var eftir Maurice Ra-
vel og ber heitió Don Quichotte e
Dolcinée. Þetta eru kímilegar tón-
smíðar, enda efnið byggt á ævin-
týrum Don Kíkóta og ástum hans.
Söngvarinn fór á kostum og ekki
síóur píanóleikarinn í túlkun lag-
anna þriggja, sem heita Chanson
romanesque, Chanson epique og
Chanson á boire. Sérlegt flug
komst á síðasta lagið, sem er
drykkjusöngur, þar sem ljóðió
sem lagið eru þrungin skopi og
fjöri.
Sigurður Bragason og Vovka
Ashkenasy fluttu tvö aukalög:
Lindina eftir Eyþór Stefánsson og
Persneskan ástarsöng eftir Anton
Rubinstein, sem Sigurður sagðist
hafa leitað lengi og loks fundið í
handriti í British Museum. Rubin-
stein er einnig á meðal píanósnill-
inganna. Lagið, sem að sögn Sig-
urðar er sem næst gleymt, var til-
valið aukalag á tónleikum sem
þeim, sem hann efndi til með und-
irleikara sínum í Listasafni Akur-
eyrar og var kærkominn ábætir á
góða stund.
Hljómsveit
GEIRMUNDAR
VALTÝSSONAR
ásamt
HEIGU MÖLIER
Það gerist ekki fjörugra
HÓTEL
Sími 22200
HOTEL KEA
Laugardagskvöldið 20. maí
Landsins vinsælasta stuðsveit