Dagur - 19.05.1995, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Föstudagur 19. maí 1995
Samtök sykursjúkra
á Akureyri og nágrenni
halda aðalfund sinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
mánudaginn 22. maí kl. 20.30.
Aóalfundarstörf - Kaffiveitingar - Umræöur.
Höskuldur Höskuldsson, lyfjafræðingur, mætir á fundinn
og kynnir nokkrar vörur fyrir sykursjúka frá Lyra s/f.
Nýir félagar velkomnir
Stjórnin.
STAK félagar
Kynning á nýgerðum kjarasamningum STAK við
ríkið og við Launanefnd sveitarfélaga f.h. Akureyr-
arbæjar stendur yfir. Allsherjaratkvæðagreiðsla
verður 22. og 23. maí. Sjá vinnustaðaauglýsingar.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er á skrifstofu STAK
kl. 12 til 16 á föstudag.
Samningarnir liggja frammi á skrifstofu STAK.
Stjórn STAK.
Foreldrafélag barna
með sérþarfir
heldur hádegisverðarfund með starfsfólki Svæðis-
skrifstofu málefna fatlaðra á N.e. á Hótel KEA laug-
ardaginn 20. maí, kl. 12.00-14.00.
Fundarefni:
Stuðningsúrræði og afleysing fyrir foreldra/fjölskyldur
fatlaðra barna, 0-16 ára.
Foreldrar fatlaðra barna, stuðningsfjölskyldur og starfs-
fólk er boðið velkomið.
Fræðslunefnd.
STARFSAMNNAFELAG
AKUREYRARBÆJAR
Vinningstölur
miövikudaginn: 17.05.1995
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING
n6afe 1 115.770.000
5 af 6 tfi+bónus 2 625.920
m 5 af 6 10 43.170
0 4af6 380 1.800
ra 3 af 6 t*J+bónus 1.313 220
JJfUinningur: Fór til Danmerkur
Aðaitölur:
(8)@(§)
(2l)§)@
BÓNUSTÖLUR
Heildarupphæð þessa viku:
118.426.400
á ísi.: 2.656.400
UPPLÝSINGAR. SÍMSVARI 01- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MtD fYRIRVARA UM PRENTVILLUR
AKUREYRARBÆR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 22. maí 1995 kl. 20-22 verða bæjarfull-
trúarnir Jakob Björnsson og Heimir Ingimarsson til
viótals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2.
hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir
því sem aðstæður leyfa.
Síminn er 21000.
Bæjarstjóri.
Söngnemar syngja lög eftir Sigfús Halldórsson.
Tónlistarskólinn á Laugum í Reykjadal:
Sigíus HaUdórsson heið-
ursgestur á vortónleikum
Tónlistarskólinn á Laugum hélt
vortónleika sína á Breiðumýri
við húsfylli 6. maí sl. og í tilefni
af 15 ára afmæli skólans var
Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi
boðið til tónleikanna sem heið-
ursgesti, meðal annars voru
sungin lög Sigfúsar og spilaði
hann sjálfur tvö lög við mikla
hrifningu. Eftir tónleikana var
boðið til kaffisamsætis í boði
Reykdælahrepps. Um 70 nem-
endur stunda nám við skólann
og er kennt á flestar tegundir
hljóðfæra ásamt söngkennslu.
Bjöm Þórarinsson, núverandi
skólastjóri við starfinu.
Margt hefur á dagana drifið
þau 15 ár sem Tónlistarskólinn á
Laugum hefur starfað. Skólinn er
öllum opinn og auk íbúa sveitarfé-
lagsins stunda þar nám nemendur
Framhaldsskólans á Laugum.
Kennt er á píanó, hljómborð,
harmoniku, gítar, bassagítar,
blokkflautu, þverflautu og saxó-
fón. Við skólann er starfandi for-
skóladeild sem telur 17 nemendur
og söngdeild þar sem 15 nemend-
ur stunda nám. Einnig er starfandi
sameiginlegur kór Tónlistarskól-
ans og Litlulaugaskóla.
Rétt er að geta þess aö Reyk-
dælahreppur hefur staðið myndar-
lega að rekstri Tónlistarskólans og
hefur nú útvegað honum gott
framtíðarhúsnæði, sem hann deilir
með Leikskólanum Krílabæ. Þetta
húsnæói stendur til að fullgera nú
í sumar.
Kennarar við skólann í vetur
hafa verið, auk skólastjórans, Þór-
unn Sigurðardóttir, píanó- og
flautukennari, og Natalía Chow,
söngkennari.
Tónlistarskóli tók til starfa í
Reykjadal árió 1979. Fyrsta árið
var hann rekinn sem útibú frá
Tónlistarskóla Mývetninga, en
síðan árið 1980 hefur skólinn ver-
ið rekinn sem sjálfstæð stofnun á
vegum Reykdælahrepps. Fyrsti
skólastjóri skólans var Ragnar L.
Þorgrímsson. Hann gegndi því
starfi til ársins 1990, en þá tók
Guðfinna Sverrisdóttir, formaður skólanefndar Tónlistarskólans, afhcndir
Sigfúsi Haildórssyni nýútkomið nótnahcfti reykdælska tónskáldsins Friðriks
Jónssonar frá Halldórsstöðum.
Arngrímur Konráðsson 13 ára spil-
ar á harmoniku.
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Sími 96-26900
Uppboð
Framhald uppboðs á neðangreindri
eign verður háð á henni sjálfri sem
hér segir:
Aðalstræti 63, Akureyri, þingl. eig.
Kristján Jóhannsson og Anna G.
Torfadóttir, gerðarbeiðendur Akur-
eyrarbær, Landsbanki íslands, Líf-
eyrissjóður verslunarmanna,
Tryggingarstofnun ríkisins og Vá-
tryggingafélag íslands h.f., 24. maí
1995 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
18. maí 1995
Barnakórinn undir stjórn Björns Þórarinssonar, undirlcikari er Þórunn
Sigurðardóttir.