Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 27. maí 1995 - DAGUR - 3 Að flestu leyti eins og hlutafélag Sigríður Ósk á glcðilegu augnabliki, þcgar hún var valin Fegurðardrottning Norðurlands í Sjailanum fyrr í vetur. Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði var haldinn 24. maí sl. í Alþýðuhúsinu á Ak- ureyri. A fundinum var lýst yfir fullum stuðningi við samtök sjó- manna í kjarabaráttu þeirra og ályktun þess efnis samþykkt samhljóða. Þar segir m.a.: „Fundurinn for- dæmir aðgerðir einstaka útgerðar- manna til að komast hjá löglega boðuöu verkfalli sjómanna. Enn- fremur skorar fundurinn á fclags- menn Einingar og annarra stéttar- félaga að þjónusta á engan hátt þau skip sem þarna ciga í hlut og vera jafnframt vel á verði gagn- vart verkfallsbrotum og grípa þeg- ar til vióeigandi ráðstafana korni þau upp.“ GG Sigríður Ósk í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni íslands: Besti árangur norð- lenskrar stúlku síðan 1986 - segir Friðrik Pálsson, forstjóri Söiumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, í viðtali við Viðskiptablaðið stúlkumar virtust vera í minni geðshræringu en oft áður, þessi frægu tár fegurðardrottninganna létu ekki sjá sig. „Við vorum vel undirbúnar; höfum verió á stans- lausum æfingum síðustu vikur og vió vorum reyndar beðnar um að reyna að taka úrslitunum létt. Mér var líka sagt áður en ég fór að heiman fyrir keppnina aó ég skyldi nú ekkert fara að skæla ef ég yrði í einhverju af efstu sætun- um. Þetta var mjög gaman en það er samt léttir að þetta er allt af- staðið. Eg var bara heinta á fimmtudagskvöldið og horfði á sjónvarpið, og það voru viðbrigói eftir að hafa verið að æfa öll kvöld undanfarió. Eg ætla að hitta stelp- umar í kvöld (föstudagskvöld) og koma svo heim á morgun og hella mér í próflesturinn.“ shv Norðlcndíngar - Akareyringar Smíðum allar gerðír tréstíga ur göðti límtré, beyki, eík mahony eða furu. Teíknum, tökum mál og gerum fóst verðtilboö. Símí 471 2030 Ásbrún 1 • Fellabæ 701 Egilsstaðír ^ * Heimas. 471 1657 Krístján og 471 1628 Sigurður Umboðsmaður á Norðurlandí: Ófeigur Eiríksson, Akureyri, sími 462 3115. Dixieland tríó í Suðurríkjum U.S.A. eftir stgr Jazz - Blues - Dixieland tríó með söngvara (lifandi músík) sunnudaginn 28. maí kl. 16:00 á 79. málverkasýningu Steingríms St. Th. Sigurðssonar - á þeirri sjöundu á Akureyri, sem haldin er í Gamla Lundi við Eiðsvöll. Ingimar heitinn Eydal talaði um góða hljómþind í þessu sérstæða húsi. Sýningin uerður opinfram eftir nœstu uiku. lokað hlutafélag,“ segir Friðrik í viðtali við Viðskiptablaðið. Friðrik ræðir harðnandi sam- keppni við íslenskar sjávarafurðir og segist telja að mikill meirihluti þeirra fyrirtækja sem hafa vcrið í viðskiptum við Sölumiðstöðina standi betur en þau fyrirtæki sem cru ÍS-megin „og mér fannst mjög sérkennilegt að talsmaður Fisk- iðjusamlags Húsavíkur talaði um þaö að þeir séu að fá tugum millj- óna hærra verð með því að vera áfram í viðskiptum hjá IS á sama tíma og vió verðum ekki vör við að þeir hafi skilað þessum tugum milljóna meira í hagnað en sam- bærileg fyrirtæki í kringum þá. Þetta er dænii um það þegar menn eru að leyfa sér að fara í fjölmiðla og hafa ekkert á bak við sig,“ seg- ir Friðrik Pálsson í Viðskiptablað- inu. óþh Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, vísar því á bug í viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins að eignarformið á SH sé orðið úr- elt. Friðrik segir að SH sé ekki samvinnufélag, ef eitthvað er sé það mun líkara hlutafélagi. „Það er þó ekki sérstaklega vel skilgreint samkvæmt íslenskum lögum hvað SH er, en eftir aó eignarhluti félagsmanna var festur á aðalfundi fyrir ári síðan er fyrir- tækið að flestu leyti eins og hluta- félag. Nú getur eignarhlutur að- eins breyst með því að hlutir gangi kaupum og sölum og hvað þetta varðar er SH í raun eins og Aöalfundur Einingar: Fordæmir aðgerðir ein- staka útgerðarmanna Sigríður Ósk Kristinsdóttir, 18 ára nemi í Verkmenntaskólan- um á Akureyri, varð önnur í Fegurðarsamkeppni Islands sem haldin var á miðvikudags- kvöldið. Þetta er besti árangur norðlenskrar stúlku frá því Gígja Birgisdóttir sigraði 1986. „Þetta var bara alveg ótrúlegt. Eg bjóst ekki við þessu. Auðvitað áttum við allar möguleika, en þetta kom mér samt mjög mikið á óvart.“ Stúlkunum sem lentu í þremur efstu sætunum standa ýmsar dyr opnar, næsta árið munu þær taka þátt í feguróarsamkeppn- um um allan heim. „Það er ekki farið að ákveða neitt enn þá cn við fáum fljótlega að vita hvert hver okkar fer. Það er yfirleiít um fjór- ar keppnir að ræða og ég fer í ein- hverja þeirra. Sú sem hefur orðið í öðru sæti hefur oftast farið í Miss Intcmational eöa ungfrú Norður- lönd, en þetta veróur bara að koma í ljós.“ Það vakti athygli að Margir sýna starfi félagsmálastjóra Dalvíkurbæjar áhuga: Níu umsóknir bárust - störf bæjarritara og aðalbókara laus til umsóknar Níu umsóknir bárust um starf félagsmálastjóra hjá Dalvíkur- bæ, en umsóknarfrestur rann út 20. maí sl. Fjallað verður um umsóknirnar á næsta bæjar- ráðsfundi en bæjarstjórn Dal- víkur mun síðan taka endanlega ákvörðun á fundi sínum 6. júní nk. Umsækjendur voru Áslaug V. Þórhallsdóttir á Dalvík, Þorgils V. Halldórsson á Akureyri, Halldór Sigurður Guðmundsson á Dalvík (fyrrum forstöóumaður Dalbæjar), Andri Marteinsson frá Hafnar- firði, Stefanía G. Kristinsdóttir í Reykjavík, Guðrún Reykdal í Reykjavík, Guðrún Snorradóttir í Reykjavík, Guðrún H. Jónsdóttir á Selfossi og einn umsækjandi óskaði nafnleyndar. Bæjarstjóri, Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson, segir óvíst hvemig fariö verði með þá umsókn þar sem óskað var nafnleyndar, jafnvel verói henni hafnað í Ijósi þeirra umræðna um aó ekki sé hægt að krefjast nafn- leyndar þegar sótt er um opinber störf. Menntun umsækjenda er af ýmsum toga, en fiestir með menntun sem tengist starfinu með ýmsum hætti. Umsóknarfrestur um starf bæj- arritara á Dalvík, en núverandi bæjarritari Helgi Þorsteinsson er að fara í ársleyfi, hefur verið framlengdur til 5. júní nk. en jafn- framt verður starf aóalbókara Dal • víkurbæjar auglýst laust til um- sóknar með sama umsóknarfresti. Fleiri hreyfingar eru í „feitum“ embættum á Dalvík. Þórunn Bergsdóttir skólastjóri Dalvíkur- skóla (eiginkona bæjarritara) er að fara í ársleyfi og tekur Sveinbjöm M. Njálsson aðstoðarskólastjóri við hennar stöðu þann tíma en Anna Baldvina Jóhannesdóttir kennari viö stöðu Sveinbjöms. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.