Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 27. maí 1995 Enginn vill lcnda í slysi, því ættu allir bílstjórar að stcfna að því að vcra var- kárir og vakandi við stýrið í sumar. Kemur þú að slysi í sumar? Nú er sumarið á næstu grösum og þar með tími ferðalaga og umferðarþunga. ÖIl berum við þá ósk í brjósti að sumarið verði slysalítið og umferðin farsæl en gerum okkur jafnframt grein fyrir því að slys gera ekki boð á undan sér. í upplýsingariti frá Rauða krossi Islands er farið yfir það hvcrnig beri aö bregðast við sé komið að slysstað, þar segir meðal annars: Taktu stjórnina í þínar hendur, vertu rólegur og ákveðinn í fram- koniu. Skipuleggöu vinnuna, skiptu verkum. Gefóu bein og ótvíræð fyrirmæli. Tryggöu öryggi á slysstað, komdu í veg fyrir aö fleiri lendi í slysinu. Vió umferðarslys verður að koma fyrir aðvörunarþríhym- ingum, (í u.þ.b. 150 m fjarlægð) kveikja aðvörunarljós og stjórna umferðinni. Komið hinum slösuðu á öruggan staó ef um bruna eóa sprengjuhættu er að ræða. Gerið ykkur grein fyrir hve víðtækt slysið er og hve mikil þörf cr fyrir hjálp. Tilkynnið slysið. A kápusíðu símaskrárinnar eru neyð- amúmer fyrir allt landið. Látió eftirfarandi upplýsingar koma fram: Hver hringir, hvað kom fyr- ir og hvar. Oft líður nokkur tími þar til fagfólk kemur á staðinn. Þess vegna er mikilvægt að sem allra flestir kunni að veita hjálp á fyrstu mínútunum cn þá þekkingu er hægt að öólast með því aó sækja námskeið í skyndihjálp. Þegar margir eru slasaðir verð- ur tafarlaust að gera sér grein fyrir hverjir þarfnast neyóarhjálpar og hverjir geta beðið. Er þá átt vió þá sem eru með áverka sem hindra lífsnauðsynlega starfsemi eins og öndun og blóórás. Við öll slys er mikilvægt að virða viðbrögð og tilfinningar hins slasaóa og láta hann finna fyrir stuðningi. Taliö hlýlega og róandi til viðkomandi og haldið í hönd hans ef mögulegt er uns hjálp berst. KLJ H H ELGARi Jl EILABROT 1x2 Umsjón: GT 34. þáttur Lausnir á bls. 16 í hverju eftirtalinna landa er hassta leyfða áfengisprómilla I blóði ökumanns? Danmörku Islandi Svíþjóð Og hver er áfenglsprómillan í þvl landi? D 0,5 0,6 0,8 Hver orti kvæðiðEg bið að heilsa (Nú andar suðrið sæla..,)? I Davíð Stefánsson Pi Hannes Hafstein Jónas Hallgrímsson Eru nöfn manna birt f dómum? Nei Bara dulnefni Hvaða samningurisáttmáll er kenndur við Camp David? Friðarsamningur Egypta og Israela Fyrsti hafréttarsáttmálinn Uppgjafarsáttmáli íraka 6 Hvert er heiti vindhraða sem lýst er með þvi að lauf og smágreinar titri og breiði úr léttum flöggum? Andvari Kul Gola Og hvað er sá vindhraði mörg vindstíg? 8 Hvaða maður sagðist nýlega hafa verið ríkisrekinn alla aevi og að einkavæðing væri böl mannkyns? Ari Trausti Guðmundsson Jón Múli Ámason Siglaugur Brynleifsson Hvaða ráðherra er yfirmaður Rikisendurskoðunar? Dómsmálaráðherra Fjármálaráðherra Enginn Hver var markaðshlutdeild Hagkaups og Bónusar í matvöruverslun 1993? D 44% 55% u En hver var markaðshlutdeild Kaupfélags Eyfirðinga f matvöruverslun 1993? 1% 5% 9% 12 Hver var ástæða þess að Borgundarhólmur var frelsaður undan hemámi Þjóðverja síðar en afgangurinn af Danmörku? Eyjan gleymdist Erfiðari hafnlending Synjun þýskra á uppgjöf 13 Hvaðan komu hingað flestirferðamenn I fyrra? I Frá Bandaríkjunum Frá Danmörku Frá Þýskalandi ÚAMLA MYNDIN SNÆFRIÐUR INCADOTTIR Það var ekkert Þú hlýtur aó minnast mín næst þegar kona strýkur yfir bak þitt. Eg velti því oft fyrir mér hvaó þú munt eiginlega segja henni. Þaó sama og þú sagói einu sinni við mig? Þaó veróur samt ekki þaó sama. Þau oró voru mín, þau á engin önnur. Þessi orö hef ég geymt í hjarta mínu og þar hafa þau velkst um í tímans rás. Hvað sagóirðu öórum um mig? Ekkert, þagóir kannski yfir því? Hvað var þaó svo sem, það var aldrei neitt á milli okkar. Skrýtið, samt fór ég í fyrradag með vinkonu minni út aö boröa á staóinn okkar. Yfir rósaflúruóum diskum fann ég minningar um það sem var aldrei neitt. Ég man. Augun þín, hárió, hláturinn. Ég man þaó allt sem í rauninni reyndist ekki vera neitt - sögóum viö bæði, eftir á. Hvemig sem á þaó er litið hugsa ég samt stundum til þín. Núna er farió að hausta í Reykjvík. í gráum kjallararúðum húsanna get ég séð skóna mína ösla laufin á leió heim úr vinnunni. „Ætli þún munir ennþá eftir mér og þessu sem vió aldrei átt- um?“ - er spuming dagsins. Klukkan er korter yfír fimm og hjarta mitt er fullt af því, troófullt af engu. Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/ Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lcsendur Dags þekkja ein- hvern á þcim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minja- safnsins, annaö hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.