Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. maí 1995 - DAGUR - 7 Eitt tekur við af öðru Þau bcnda á aö það hcnti í raun engan veginn að vcra mcð þessar tvær bú- greinar samhliða þvi að einmitt þegar aðal vinnuskorpumar scu í kartöflun- um sé einnig mikið um að vera við sauðféð. I byrjun sauðburóar þurfi að setja til útsæðið og oft þurfi aó setja niður áóur cn sauðburói Ijúki þó það verði ekki í ár. Elín og Arnór eru á einu máli um að það sé fjarri lagi aö sauðfjárbúskap- ur byggist á fáum vinnuskorpum og löngum fríum á milli eins og sumir viróist telja. „Þessar vinnutamir ná nú næstum saman. I septcmber og október eru þaó göngur og réttir, smalamennskur og sláturtíð. Um leið og féó er tekið á hús þarf svo að rýja. Ef ullin næst hrein þá fæst nokkuó gott verð fyrir hana. Hins vegar ef það tekst ekki þá lækkar verð- ið vemlega. Best er að rýja æmar um leió og þær fara inn um fjárhúsdymar á haustinn. Næst tekur við fengitíð og svo þarf að rýja kindumar aftur síðast í mars. Þá er farið að styttast í sauðburð og æmar eru eins og áóur sagði aó fara á fjall í lok júní. Þá tekur heyskapurinn við og stendur því sem næst fram und- ir göngur. Hjá okkur bætast svo kart- öflumar og vinnan í kringum þær inn í þetta ferli,“ sögóu Þverárbændur. Vorsólin varpar geislum sínum á fannbreióumar utan fjárhúsdyranna, Fnjóskáin leikur sér blá og tær við hvíta bakkana og við kveðjum fólk og fé á Þverá. KLJ Þau voru í fjárhúsunum þegar tíðindamenn Dags bar að garði, Elin, Birkir, Arnór og Erlingur. Ærnar á Þverá eru flcstar hvítar, hyrndar, hér bíður ein nýborin á gangin- um eftir því að fá pláss í spili. tvílembdar en nokkrar ýmist ein- lembdar eða þrílembdar. Þverárbænd- ur reyna aó komast hjá því aó láta þrjú lömb ganga undir ánum og gemling- amir eru yfirleitt með eitt. Því þarf að venja þriðja þrílembinginn undir ein- lembu og annaó gimbrarlambið ef þau eru tvö, en hvemig gengur að venja undir? „Við höfum nú ekki talið okkur neina sérfræðinga í því en það eru ým- is ráð notuð. Við böðum lömbin, tök- um legvatn úr klaufnabelg og eigum i bauk til setja á lömbin og í sumum til- fellum tökum við skinn af lambi sem hefur misfarist og klæðum lambió sem á að koma í þess stað í það,“ sagði Amór. Vonandi í næsta mánuði Bændumir á Þverá gera ráð fyrir því Arnór á Þverá. bagga en það tekur ekki marga daga á hverju ári að setja baggana inn og það er mjög létt og þægilegt að gefa þá að vetrinum. Við emm með vagn í hlöð- unni sem við getum hlaðið nokkmm böggum á og svo er vagninum ýtt 50 tonn af kartöflum Á Þvcrá er fyrst og fremst fjárbú en þar er líka vænn kartöflugarður. - Hvaó setjió þið nióur mikið af kartöflum? „Við höfum sett niður um það bil þrjú tonn í eina 3 hektara. I fyrrahaust fengum vió um 50 tonn upp úr garðin- um. Vió emm meó þrjár tegundir, gullauga, premícr og Helgu. Það er langbest að selja gullaugað en við selj- um líka útsæói og Helga er vinsælt út- sæói. Það er á mörkunum að það sé hægt að rækta kartöflur hér út af næturfrosti en þetta hefur samt gengió Ijómandi vel. Annars er verðió á kartöllunum mjög lágt um þcssar mundir svo þetta cm hálfgerð hallærisár bæói í kartöflu- ræktinni og sauófjárbúskapnum og af- koma búsins í hcild því í lágmarki," segja þau Amór og Elín. gömul og setjum plastnúmer í þau um leið en skiptum yfir í álmerkin með nöfnunum áður en gemlingamir bera. Þegar við fæmm nýbomar ær í spil merkjum við parið saman, ána og lömbin, meó litanuerki. Skellum til dæmis rauóum lit á kjammann eóa bakið á ánni og lömbunum hennar, við notum nokkra liti og merkjum á mis- munandi staói. Þetta flýtir vcmlega fyrir mörkun og er mjög þægilegt því þá leikur aldrei vafi á uppmna lamb- anna,“ segir Elín. I ærbókinni má sjá að ein ær er 10 vetra, hún er eins og Elín segir „amm- an í húsunum," cn svo smá fjölgar í hverjum árgangi og flestir em geml- ingamir 91, eins og áður sagói. Æmar sem eru bomar em flestar Völuskjóður Elín er ein þeirra 99 kvcnna sem standa að Goðafossmarkaði cn þær hafa stofnað með sér félag Handverkskvenna milli heiða. „Það var mikill hvati fyrir mig, og fleiri konur, þegar þessi samtök vom stofnuð. Ég hef nú sclt ýmsa handunna muni á markaðnum en í vetur úbjó ég cinkum Völuskjóður en þær eru mín eigin hugmynd og hönnun. Valan er bein úr hækli sauð- kindarinnar og hún hefur verið leikfang Islenskra barna allt fram á þennan dag. Þegar ég var stelpa þá lék ég mér að því að spá með völu og hafði gaman af. Völuskjóðumar mínar eru úr ís- lensku sauðskinni og inn I þeim er vala og gamla þulan scm ég hafði yfir sem stelpa þegar ég spáði með völunni minni, á þremur tungumálum. Þessar skjóður með völunni og þulunni hafa reynst vinsælar og hafa far- ið víóa bæði í fórum ferðamanna scm hafa sótt Goðafossmarkað heirn og cftir öðrum leiðum. Nemendur Hafralækjarskóla völdu skjóðumar mínar sem vin- áttugjöf þegar þau fóru til Dan- merkur í skólaferðalag og á dög- unum sendi ég vöiuskjóðu til ömmu í Reykjavík, sern ætlaði að gefa hana bamabami sínu í Noregi. Skjóóan hafi verið á óskalista bamsins bæði um jól og afmæli síðan hún sá hana á Goðafossmarkaði síðastliðið sumar og nú skyldi óskin ræt- ast,“ sagði Elín. Völuþulan Scgðu mér spákona sem ég spyr þig að. Ég skal með gullinu gleöja þig og með silfrinu seðja þig ef þú segir mér satt en brenna þig í eldinum cf þú skrökvar að mcr. Þessir gæðingar eru fóðraðir á heyi og kartöflum og þckkja flestar götur bæði um hcimalönd, Flateyjardal og Flat- cyjardalsheiði. Myndir: Robyn Redman. að sauðburðinum Ijúki upp úr mánaóa- mótum. „Það verður ekki hægt aó setja lambær út hér í þessum mánuði en vonandi þeim næsta," segir Amór með hægð. Sem betur fer er nóg hey í hlöð- unni, það á að geta enst langt fram í júní en allt þurrhey á Þverá er heyjaó í litla bagga. „Auðvitað er erfitt að heyja í litla fram í fóðurganginn sem er í miðjum fjárhúsunum. Garðamir em margir og stuttir og það er mjög þægilegt aó gefa baggana af vagninum, svo heyjum við líka í plastaða rúllubagga," segir Am- ór. Á afrétt Afréttarlönd bænda í noróanverðum Fnjóskadal eru Flateyjardalur og Flat- eyjardalsheiói. Þetta em eyðibyggóir, góð sumarbeitarlönd, sem bændunum er mjög annt um og nýta með gát og hafa notió leiðsagnar sérfræóinga. Yfirleitt fara æmar á afréttina á tímabilinu frá 15.-25. júní en æmar á Þverá rata sjálfar út á Flateyjardals- heiðina og Flateyjardalinn og fmna þar sína uppáhalds sumarhaga. Aðrir bændur sem nýta afréttina flytja féð yfirleitt á tímabilinu 20.-30. júní en göngur em fyrir miðjan scptember svo féð er á heiðinni í um það bil 90 daga ár hvert. Ungmennafélagsandinn Amór og Elín hafa alla tíð verið virk í starfi innan ungmennafélagsheyfing- arinnar og era í ungmcnnafélagi sinnar sveitar, Bjarma. Amór var fomiaður Bjamta um nokkurra ára skeið og bæði hafa þau gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið og starfað innan vébanda Héraóssambands Suður-Þingcyinga, HSÞ. Þau benda á að í litlu samfélagi sé hver einstaklingur mikils virði félagslega og aó ungmennafélagsstarfió sé að þeirra mati nauósynlegt í hverri sveit. Yngsti fjölskyldumcðlimurinn á Þverá, Birkir Týr, cr þegar genginn í Bjamta cn foreldrarnir cm hinir ánægðustu mcð piltinn og spá því að hann verið íþróttamaóur. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið, hann verður bráð- um eins árs,“ segja þau og brosa út í annað. Amór keppti um árabil í frjálsum íþróttum, byrjaði á því þegar hann var í Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal. „Ég hef keppt á öllum Landsmót- um utan einu s'tðan Landsmótið var haldið á Sauðárkróki árið 1971. Nú er ég hættur aó keppa í frjálsum íþróttum og hef fært mig yfir í starfshlaup og dráttavélarakstur en ég var í þriója sæti í dráttavélarakstri á Landsmótinu á Laugarvatni í sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.