Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. maí 1995 - DAGUR - 9 Skipuleg skráning á safni Davíðs Stefánssonar: Hann má alveg vera hjá mér Davíð Stcfánsson safnaði ekki bara Ijóðabókum. Sigrún stcndur hér við hillu með ýnisurn smáritum, m.a. útfara- minningum og spakmælabókum. Loks er hafin skipuleg skráning á bókasafni Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Sigrún Ingimars- dóttir bókasafnsfræðingur á Amtsbókasafninu sér um skrán- inguna en yfirumsjón með verk- inu hefur Lárus Zophoníasson. Verkefnið er gríðarlegt því fjöldi titla í safhinu er um 5500 og eng- inn veit hversu mörg bindi það hefur að geyma. Amtsbókasafn- inu hefur verið falin umsjá með safhi skáldsins, en það hefur að geyma bækur af ýmsum toga, þó ekki frumhandrit Davíðs, en þau eru í eigu Héraðsskjalasafnsins. „Það hefur staðið til í mörg ár að skrá safnió og mér skilst að fyrst hafi verið farið að tala um þessa skráningu fyrir tuttugu árum. Þegar aldarafmæli Davíðs stóð fyrir dyr- um ákváöum við á Amtinu að grípa tækifærið og sækja um styrk til menningarmálanefndar. Hún út- hlutaði okkur 250 þúsundum, KEA styrkti okkur um 50 þúsund og bærinn lagði til tölvu. Við sóttum líka um styrk til þjóðhátíðarsjóðs, en höfum ekki fengið svar, en ég vona að það verði jákvætt. Það eina sem háir okkur er fjárskorturinn, en ég býst við að kostnaðurinn við skráninguna verði um ein og hálf milljón.“ Sigrún vinnur fulla vinnu á Amtsbókasafninu, en skráir í Dav- íðshúsi á morgnana. „Ég hef tæki- færi til að vinna í þessu fyrir hádegi þar sem opnunartími Amtsins er frá eitt til sjö. Hólmkell Hreinsson bókasafnsfræöingur hefur að vísu vcrið mér innan handar við tölvu- vinnsluna, og Lárus hefur mikla þekkingu á verkefnum sem þess- um, þannig að ég er ekki ein á báti. Astæðan fyrir því aó ég vinn þctta er sú að ég á best heimangengt af starfsfólki bókasafnsins því ég er bamlaus og auk þess gjörþekki ég skráningaraðferðina. Fyi'ir utan hagkvæmu hliðina langaði mig líka mjög mikið til að taka verkið aö mér; þetta er mjög spennandi.“ Skráningaraðferðin er þó ekki alveg samkvæmt hefðbundnum reglum. „Bókasafnið er nákvæm- lega eins og Davíð skildi við það, bækumar í sömu hillum og ekki verið hróflað við neinu. Við ætlum okkur ekki að breyta því, heldur láta safnið halda sér eins og hann vildi hafa það. Við létum prenta sérstaka miða sem við skrifum staðsetningu hverrar bókar á og límum síðan inn í bækurnar. I raun er þetta mjög einfalt. Ég byrjaði bara í einu hominu, í lýrsta skáp, fyrstu hillu, á bók núrncr citt. Þegar ég hef lokið við að skrá bækumar í bókaherberginu vcrður þetta kannski eitthvað flóknara, því það em bækur út um allt hús, á borðum og inni í fataskápum með ullar- sokkum og teppum og öóm dóti.“ Sigrúnu líður mjög vel í Davíðs- húsi, hún segist aö vísu ekki hafa orðið vör við Davíð ennþá en hann megi alveg vera hjá henni. „Mér finnst þetta vera eins og að koma inn í helgidóm þegar ég kem hing- að inn, allt óbreytt og bækumar em fágæti, inn á milli cru bækur sem þú finnur ekki annars staðar. Þess vegna er hræðilegt að hugsa til þess að öll þessi verðmæti gætu hrein- lega fuðrað upp. Bmnavamir í hús- inu em mjög lélegar og engin teng- ing við slökkvistöðina og allar raf- lagnir mjög frumstæöar. Ég held þó að þetta standi til bóta.“ Bókasafn Davíðs cr mjög yfir- gripsmikið. Hann átti gott ljóðasafn og ýmsar merkilegar bækur um allt milli himins og jarðar, en inn á Eviayrí* Miðinn scm límdur cr í hvcrja bók. Myndina af gamla bænum í Fagra- skógi tciknaði Kristinn G. Jóhanns- son cn um hönnun sá Lárus Zop- honíasson. Það eru bækur hvar scm má koma þcim fyrir, meira að segja í fataskápum með ýmsum óskyldum hlutum, t.d. tcppum og ullarsokkum Davíðs. milli eru bæklingar, tímarit, smá pésar og útfararminningar. Honum áskotnuðust mörg verk sem bóka- vörður, því forlögin vissu af söfn- unargleði hans og gáfu honum bækur; létu aukaeintök fylgja með bókasendingum til Amtsbókasafns- ins. Sigrún segir að hluti tilgangsins með skráningunni sé aö gcra fólki klcift að njóta safnsins. Bækumar verói þó ekki lánaðar út, en fólk geti fengið að skoða þær á bóka- safninu; Davíóshús veröi nokkurs konar deild út frá því. Verkefnið er stórt, og gert er ráð fyrir að þaó taki um fimrn ár aö skrá allar bækumar. Því miður er þó útlit fyrir að fé til starfans verói uppurið um eða cftir mitt sumar. shv íslandsmeistara- mót í torfæru verður laugardaginn 27. maí kl. 13. í Iandi Glerár fyrir ofan Akureyri. Allir landsins bestu bílar mæta. Miðaverð kr. 800,- Greifinn ÚSETI HUSNÆOISSAMVINNUFÉLAQ Búseti auglýsir: Af sérstökum ástæðum hefur félagið til úthlutunar þriggja herbergja félagslega raðhúsíbúð við Drekagil. íbúðin er laus 1. júní nk. Önnur sams konar íbúð er laus til úthlutunar 1. ágúst nk. Þá er laus til umsóknar þriggja herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Umsóknum skal skilað til skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, á eyðublöðum sem þar fást. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. BÚSETi, Skipagötu 14, sími 26899. Barn sem situr í barnabílstól getur sloppið við meiðsl í árekstri! mÉUMFERÐAR Uráð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.