Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. maí 1995
FRÉTTIR
færukeppni arsins, Greifator-
færan, í malargrúsunum ofan
Akureyrar. Mótið gefúr stig til
íslandsmeistara en Qögur slík
verða haldin í sumar auk
tveggja bikarmóta. Allir bestu
torfæruökumenn landsins eru
meðal þátttakenda, á meira eða
minna endurbættum bílum.
Greifatorfæran er nú haldin í
fimmta sinn og hana ber upp á 21
árs afmælisdag Bílaklúbbs Akur-
eyrar, sem heldur keppnina í sam-
vinnu við Greifann. Heimamenn
hafa sigraði í öll skiptin og þrjú
síðustu ár hefur Einar Gunnlaugs-
son, núverandi Islandsmeistari,
borðið sigur úr bítum. Hann er aó
sjálfsögðu meóal þátttakenda nú.
Miðaverð er 800 kr. og þess má
geta aö í kvöld kl. 20.00 hefst í
Sjallanum mikil grillveisla sem
öllumeropin. HA
Einar Gunnlaugson, núverandi
Grcifa- og íslandsmcistari, mætir .il
leiks í dag með nýja og enn öflugri
vél en sl. sumar. Mynd: Halldór
Greifatorfæran í dag
Kl. 13.00 í dag hefst fyrsta tor-
Uf og fjör í Bamaskólanum
Þrátt fyrir norðannæðing á uppstigningardag var efnt til fjölskyldudags í Barnaskóla Akureyrar og gerðu börn og
fullorðnir sér ýmislegt til skemmtunar. Blaðamaður Dags mætti á svæðið og festi nokkur augnablik á filmu. Börnin
á meðfylgjandi mynd létu kuldann ekkert á sig fá og borðuðu sem best þau gátu pylsur og drukku með Frissa fríska.
Mynd: óþh.
sýningarhelgi
Síðustu sýningardagar vorsýn-
ingar Myndlistaskólans á Akur-
eyri eru í dag og á morgun kl.
11-18. Aðgangur er ókeypis og
eru allir velkomnir.
Þeir sem sýna eru Anna María
Guömann, Helga Björg Jónasar-
dóttir, Jónborg Sigurðardóttir,
Konráð W. Sigursteinsson og
Rannveig Helgadóttir, öll úr mál-
unardeild, og Amar Tryggvason,
Ágústa Gullý Malmquist, Friðrik
Örn Haraldsson, Haraldur Sigurð-
arson, Skafti Skírnisson og Þór-
hallur Kristjánsson, úr grafískri
hönnun.
Vorsýningin er í húsakynnum
Myndlistaskólans við Kaupvangs-
stræti.
Flotkvínni miðar vel
Flotkvíin sem Akureyrarhöfn festi kaup á í Lithácn er nú á leið til Akureyrar og miðar vel. Þýski dráttarbáturinn
Fairplay XIV dregur kvína og fór framhjá Gautaborg í gærkvöld. Fimm daga veðurspá sem þá lá fyrir er hagstæð
og ef áætlanir ganga eftir mun báturinn koma með kvína til Akureyrar á hvítasunnudag. Meðfylgjandi mynd tók
Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri, þcgar sigit var út úr höfninni í Klaipeda í Litháen sl. þriðju-
dag. Þá var framundan 1700 sjómílna sigling til Akureyrar.
Fulltrúi Marks og Spencer í
heimsókn hiá Silfurstjörnunni
„Ég veit að þeir heimsækja fáa,
en hvað út úr því kemur hef ég
Kolbrún Kjarval
opnar sýningu
í Galleríi
AllraHanda
í dag, laugardaginn 27. maí,
opnar leirlistakonan Kolbrún
Kjarval sýningu á verkum sín-
um,- í, Galleríi AllraHanda í
Grófargili. Sýningin verður opin
: til Í2. júní nk. Állir eru vel-
komnir á'opnun sýningarinnar.
Kolbrún Kjarval er fædd árið
1945. Hún stundaði nám í Eng-
landi, Skotlandi og Danmörku.
Kolbrún hefur haldið fimm einka-
sýningar, bæði hcr heima og í
Danmörku. Auk þess hefur hún
tekið þátt í fjölmörgum samsýn-
ingum.
ekki hugmynd um. Við höfum
selt ftskinn sjálfir og haft þá
stefnu að skipta við fleiri aðila
og smærri en ekki það stóra að-
ila að við gætum ekki afborið
það að viðskiptin hættu,“ sagði
Björn Benediktsson hjá Silfur-
stjörnunni í Öxarfirði, aðspurð-
ur um væntanlega heimsókn
fulltrúa frá Marks og Spencer til
stöðvarinnar í næstu viku.
Þaö eru Islenskar sjávarafurðir
Launavísitalan
hækkar
Hagstofan hefur reiknað launa-
vísitölu miðað við meðallaun í
aprfl sl. Er vísitalan 137,3 stig og
hækkar um 0,5% frá fyrra mán-
uði.
Samsvarandi launavísitala sem
gildir við útreikning greiðslu-
marks fasteignaveðlána er 3.002
stig í júní 1995.
sem hafa milligöngu um heim-
sókn fulltrúans frá Marks og
Spencer. Björn segir að fyrirtækið
geri miklar kröfur um gæði þeirrar
vöru sem þeir selji. Óskaö hafi
verið eftir upplýsingum frá Silfur-
stjömunni um ýmis atriði og
heimsókn fulltrúans komi þar í
kjölfarið.
Björn sagði aö í Silfurstjöm-
unni væri ekki gefið fóóur með
litarefnum, vatn væri ekki endur-
nýtt og yfirborðsvatn ekki notað.
Sjúkdómar hafa ekki komið upp í
stöðinni og afurðir komið vel út
við gerlatalningu og rannsóknir.
Aðspurður um hvort heima-
menn gerðu sér vonir um góðan
sölusamning í kjölfar heimsóknar-
innar sagði Bjöm: „Við erum al-
veg vaxnir upp úr því að gera okk-
ur vonir um eitt eða neitt. Vió er-
um búnir að vonast eftir að fá
betri veg síðan 1976 en þær vonir
hafa dugað okkur skammt.“ IM
Híicavík"
Fjölskyldudagur í dag
Fjölskyldudagur er haldinn á
Húsavík í dag, laugardag. Fjöl-
skyldudagurinn er liður í verk-
efninu Heilsuefling á Húsavík
sem ætlað er til að auka áhuga
fólks á hreyfingu og hollari lífs-
háttum.
Sveinn Hreinsson, tómstunda-
fulltrúi, sagðist vona að fólk mætti
vel til leiks á fjölskyldudaginn og
búi sig samkvæmt veðrinu. Fjöl-
skyldudagurinn væri ágæt æfmg
fyrir hversdagsleikana 31. maí
þegar Húsvíkingar keppa við íbúa
Opdal í Noregi um hvor bærinn á
hlutfallslega fleiri íbúa sem hreyfa
sig í lágmark 15 mín. þann daginn
og láta skrá afrekið.
I dag hefst fjölskyldudagurinn
við sundlaugina kl. 13, en frítt er í
sund og ýmis leiktæki við laugina.
Kl. 13.30 verður fjölskylduganga
frá sundlauginni nióur í fjöru og
aftur til baka. Krabbameinshlaup-
ið fer fram, en þaó felst í að þátt-
takendur komi sér 2 km af eigin
rammleik á einhvern hátt. Heilsu-
gæslustöðin býður fólki blóðþrýst-
ingsmælingu við sundlaugina kl.
14-16. Matbær KÞ og Búrfell
verða með kynningu á heilsuvör-
um á sama tíma og leikin verður
lifandi tónlist. IM
Opnar einka-
sýningu í
Deiglunni
Erlingur Valgarðsson, 34 ára
Akureyringur, opnar sína fyrstu
einkasýningu í Deiglunni í
Grófargili á morgun, sunnudag-
inn 28. maí, kl. 14. Við opnun
sýningarinnar verða þau Þórey
Aðalsteinsdóttir og Viðar Egg-
ertsson með upplestur.
Á þessari fyrstu einkasýningu
Erlings verða til sýnis 19 verk í
olíu og lakki.
Sýningin verður opin kl. 14-18
alla daga til 8. júní nk.
Hvatt til aukinnar vatnsdrykkju í skólum
og íþróttahúsum:
Drykkjarskál í
Sundlaug Akureyrar
Tannverndarráð, sem starfar á
vegum heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins og íþrótta- og
æskulýðsdeild menntamála-
ráðuneytisins, hafa ákveðið að
hvetja til aukinnar vatnsdrykkju
í skólum og íþróttahúsum.
Vegna þess verða gefnar
nokkrar drykkjarskálar í skóla og
íþróttahús til að reyna að kynna
þennan einfalda útbúnað, sem er
óvíóa hérlendis en þykir sjálfsagð-
ur hjá öðrum þjóóum.
Ein slík drykkjarskál hefur ver-
ið sett upp í Sundlaug Akureyrar
og verður formlega tekin í notkun
í tengslum við íþrótta- og útivist-
ardaginn á Akureyri í dag. Af
þessu tilefni liggja frammi í Sund-
lauginni auglýsingar og upplýs-
ingar um vatn. Drykkjarskálin
sem gefin var af tannverndarráði
er staðsett við útigufubaðið í
Sundlaug Akureyrar. HA
Vorsýning Myndlista-
skólans á Akureyri:
Síðasta