Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 27.05.1995, Blaðsíða 13
Það er víst óhætt aó segja að árið 1994 hafi verið happadrjúgt n- írska rokktríóinu Therapy? og það í meira lagi. Spilaði þar stærst hlutverk platan Troublegum, sem færði hljómsveitinni alþjóðlega athygli og tilnefningar sem bestu nýlióar ársins á Evrópsku MTV verðlaunahátíðinni. Var þessi gæða og magnþrungna rokkplata svo hvarvetna á listum yfir bestu verk ársins hjá gagnrýnendum og völdu margir þeirra hana þá bestu á árinu. Dugnaður við tónleika- hald hefur líka haft sitt að segja meó uppgang félaganna þriggja sem skipa Therapy?, þeirra Andy Caimes söngvara og gítarleikara, Michael McKeegan bassaleikara og Fyle Ewing trommuleikara, en bróðurpartinn af síðasta ári eftir að Troublegum kom út í byrjun þess voru þeir í tónleikaferðum. A þessu ári hafa þeir heldur ekki slegið slöku við. Eru nýlega komnir úr miklu ferðalagi um Eyjaálfu og Japan þar sem þeir voru í samfloti með öðrum merk- um sveitum á boró við Nine Inch Nails, Live, Faith No More og Body Count. Voru viötökumar víst hreint út sagt afburða góðar Laugardagur 27. maí 1995 - DAGUR - 13 MACNÚS GEIR CUÐMUNDSSON Therapy? Boða breytingar á nýrri plötu. og hlaut Therapy? einróma lof fyrir sinn þátt. Verður því ekki annaö sagt en að jarðvegurinn þar hafi verið undirbúinn vel fyrir út- gáfu nýjustu plötu hljómsveitar- innar, sem kemur út 12. júní næst- komandi. Mun hún bera titilinn Infemal Love og hefur nú fyrsta lagió af henni, Stories, verió sett á smáskífu. „Menn munu áfram finna mikinn kraft og þunga, cn þetta verður samt róttækasta plata okkar hingað til“, segir bassaleik- arinn McKeegan um nýju plötuna. Til rnarks um það vcrður t.d. sel- lóleikur í fimm laganna, sem býsna spennandi verður aó heyra hvemig hljómar. Auk ólgandi kraftsins sem einkennt hefur Ther- apy? hafa skemmtilegir og um margt háðskir textar verió vöru- merki tríósins. Þeir veróa líka áfrani til staóar, en verða jafnvel enn opinskárri en þeir hafa áður verið. Meðal annars mun víst kyn- líf eitthvað bera á góma í textum laganna, en samtals verða þau tólf á plötunni. TIL IIEIMJRS Ekkert lát ætlar að veröa á hinum svokölluðu „Tributc" plötum og bætast sífellt íleiri tónlistarmenn, lífs eða liónir, í hóp þeirra sem ástæða hefur þótt að heiðra mcó þessum hætti. Dæmi um eina slíka sem fregnir hafa nú borist af að sé í bígcró, er til heiðurs sálar- söngvaranum mikla, Marvin Gaye, en hann féll á sviplegan hátt fyrir hendi síns eigin l'öóur fyrir um aldarfjórðungi eóa svo. Reyndar eru fregnimar ckki mjög niiklar um þá scm koma til með að flytja lög Gaye, nema hvað aó sjálf Madonna mun koma þar við Marvln Gaye senn helðraður. sögu. Mun hún í samvinnu við tripphoppsveitina bresku Massive Attack og Nellee Hooper, sem eins og kunnugt er hefur starfað mikið með Björku og var eitt sinn í Simply Rcd, hafa unnió út- gáfu af laginu I want you fyrir plötuna. Gert cr ráð fyrir að hún konii út í scptember. Af Ma- donnu er það síðan frekar að firétta að hún ætlar bráólega aó fara að leika í nýrri mynd eftir leikstjórann þekkta og þeldökka, Spike Lce. Mun ntyndin víst fjalla um símavændi, það ,Jkrass- andi" fyrirbæri. AGOHA Fyrst nafn Bjarkar Guðmunds- dóttur ber á góma hér á síóunni í tengslum viö Ncllee Hooper, er sjálfsagt aó minna á nýju plötuna, Post, scm er væntan- lcg í lok júní eða byrjun júlí (dag- setningamar 24. júní og 7. júlí hafa báðar heyrst nefndar). Eins og allir vita náði Björk sín- um besta árangri hingað til með fyrstu smáskíf- unni, Arrny of me, þcgar lagió fór beint í tíunda sæti breska smáskífulistans. Þcim árangri náói þó lagið ckki aó íylgja eftir og er það nú í kringum 40. sæti. Það breytir hins vegar ekki því að Post cr spáð inn á topp tíu breiöskífulist- ans, sem hcldur betur væri nú glæsilegt ef af yrði. Því má svo bæta við að Björk kemur við sögu á plötunni Songs l'rorn the cold sea mcó franska tón- skáldinu og upp- tökusljóranum, Björk. Plata númcr tvö að koma. Hcctor Zozou. Brautargengi nýrra bandarískra popprokkssveita, sem sótt hafa í þjóðlagaarfinn til að krydda skök- unarverk sín, á nokkuð svipaðan hátt og t.d. REM hefur mótað sinn stíl, hefur verið með afbrigðum gott nú um talsvert skeið. Þarf ekki annað en að nefna nöfn Co- unting Crows, Collective Soul, Li- ve, Toed The Wet Sprocket og Bluestraveller því til sönnunar, sem allar falla á sinn hátt undir þessa skilgreiningu og hafa allar slegið í gcgn á síðustu tólf mánuð- um eða svo. Hér má reyndar líka alveg bæta við nafni Chrash Text Dummies, þótt sú hljómsveit sé ekki bandarísk heldur kanadísk, en fellur samt vel inn í hóp hinna. Hafa flestar þessara sveita ef ekki allar komið plötum sínum inn á topp tíu í Bandaríkjunum og víðar og það gildir einnig um enn eina, Hootie and The Blowfish, sem heldur betur hefur slegið í gegn á þessu ári. Hefur plata þessa kvar- tetts frá Caroline, Cracked Rear View, „Brotin Baksýn“, nú um tveggja mánaða skeið setið á topp tíu og þar af í um mánuð í þriðja sætinu og er hún þar enn þegar þetta er ritað. Líkt og Crash Test Dummies, voru Darios Rucker söngvari og félagar hans aðeins óbreyttir barspilarar, þegar upp- hafið að öllu saman, samningur við Atlanticútgáfurisann, féll þeim í skaut. Samlíking við Crash... er líka sérstaklega nærtæk hvað varðar áberandi þjóðlagasvip á tónlistinni og kemur þá reyndar einnig önnur hljómsveit upp í hugann sem ber líkt nafn og Ho- otie And Thc Blowfish, nefnilega Hooters. Þeir sem lagt hafa við Hootie And Thc Blowfish. Góðir og gcra vel. hlustir og hrifist áður af Hooters, munu t.d. áreiðanlega greina skyldleika í lögunum Running from an angel og Time. Sá skyld- leiki er líka af hinu góða, því þetta eru tvö af bestu lögum plötunnar. Craced Rear View er annars í heild mjög þægileg og vel heppn- uð plata, sem verðskuldar vin- sældir sínar fyllilega. • Gibby Haincs, liðsmað- ur bandarísku rokk- svcitarinnar góðu Butthole Surlérs, hefur svo lítió ber á sett saman nýja sveit meö leikstiminu Johnny Depp. Vinna þeir nú að gerð plötu og hafa m.a. fcngió til liós við sig fyrrum gítarleikara Scx Pi- stols, Steve Jones. Kalla þeir sig stutt og laggott, P. • Döðlur er naln á glcði- sveit nokkurri ættaðari frá Menntaskólanum á Egils- stöðum, sem nú á að sögn að vcra að gera „allt vitlaust" víða um land. Mcð henni cr að korna út plata á vcgum Skíf- unnar sem nefnist Bara rugl. - U2 hafa nú klárað að ^ taka upp lagið Kiss me, hold me, touch me, sem eins og sagt hefur verið frá áöur hér á síðunni, cr lag scm Bono lét spila öllum að óvörun í klúbbi einum í Dublin fyrir nokkru. Var þar um aó ræða hráa og ófullgeröa upptöku, sem nú hefur verið fínpússuð meó hjálp títtncfnds manns hér á síðunni í dag, Nellec Hoopcr. • - Krist Novoselic, fyrr- urn bassaleikari Nir- vana, hefur sctt saman hljóm- svcit. Ncfnist hún Sweet 75 og hélt sína fyrstu tónleika í byrj- un maí. Heppnuðust þeir þol- anlega og spilaði sveitin þar sex ný iög. • - Stone Gossard, gítar- leikari Pcarl Jarn, hefur ásamt tveimur öðmm tónlistar- mönnum gert sér lítið fyrir og stofnað plötuútgáfu, sem stað- sett er í Bretlandi. Nefnist fyr- irtækið Loosegroove og hel'ur nú þegar gert samninga við sex hljómsveitir. Safnplata með þeint öllum vcrður það fyrsta sem kcmur út frá Gossard og co., í byrjun júní.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.