Dagur - 22.07.1995, Síða 2

Dagur - 22.07.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 22. júlí 1995 FRÉTTIR Unnið að lagfæringum við Andapollinn á Akureyri: Hálfgert vandræðasvæði - verið að móta tillögur um framtíðarskipan svæðisins í heild sinni Starfsmenn umhverfisdeildar Akureyrarbæjar hafa undan- farna daga verið að vinna að ýmsum lagfæringum við Anda- pollinn á Akureyri. Svæðið er ekki í því ásigkomulagi sem margir hafa óskað sér, en nú er verið að vinna að hugmyndum um framtíðar skipan svæðisins í heild sinni, þ.e. Andapollsins og svæðisins þar í kring og meðal annars þess vegna sem ekki hef- ur verið ráðist í róttækar um- bætur á Andapollinum. „Þaó eru dálítil vandræði með þetta svæði, þaó er illa farið og það kostar milka peninga að gera eitthvað róttækt þannig aó við er- um stöðugt að reyna að lappa upp á þetta. Svæðið er auðvitað ekki mjög snyrtilegt en endumar hrein- lega eyðileggja þetta alltaf. Síóan er líka kvartað yfir að þarna séu of fáar endur, en við crum ekki með neinar endur klipptar og á sumrin fljúga þær flestar í betri haga, en eru þarna í fæði á veturna. Þarna komast ekki upp nema sárafáir ungar út af köttum og þess vegna fara endumar líka. Mávar hafa líka verið til vandræða og ég sá t.d. lesendabréf í Degi á dögunum -wmn 0GQ flafl* »C3QD0aB Laugardagur 22. júlí: Gítarfestival. Nemendur á námskeiðinu leika á tónleikum í Deiglunni kl. 18.00. Aðgangur ókeypis. Sunnudagur 23. júlí: Gítarleikarinn Erik Vaarzon Mor- el leikur m.a. flamenco í Deigl- unni kl. 20.30. Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju. Flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdótt- ir leika kl. 17.00. Aögangur ókeypis. Gönguferð um Innbœinn á vegum Minjasafnsins á Akur- eyri. Farið frá Laxdalshúsi kl. 13.00. Mánudagur 24. júlf: íslensk kvöldlokka í Deiglunni kl. 21.00. Már Magnússon flytur ís- lensk sönglög. Aðgangur kr. 500. Sýningar: ListasafniO á Akureyri: Jón Gunnar Árnason, Jan Knap. Myndlistaskólinn á Akureyri: Sumar '95. Deigian: Janie Darovskikh. Glugginn (Vöruhúsi KEA): Jón Laxdal. * " -y' - Andapollurinn er vinsæll viðkomustaður margra, ekki síst af yngri kynslóðinni og nú er unnið þar að lagfæringum. Mynd: BG út af því. Hins vegar getum við ekkert í því gert mávurinn er frið- aður á þessum árstíma og við megun ekki drepa hann,“ sagði Tryggvi Marinósson hjá umhverf- isdeild Akureyrarbæjar. Að sögn Tryggva hafa endum- ar mikió sótt í að vera undir svöl- unum fyrir framan sundlaugarhús- ið. Reynt hefur verið að halda grasi á svæðinu en það hefur ekki gengið þar sem endumar hafa étið það upp og svæóið orðió að mold- arflagi. Inntak loftræstingarinnar fyrir sundlaugina er tekið þama undir svölunum og nú er verið að setja þar möl, eða efni sem ekki rýkur úr og berst inn í loftræsting- una. Verið er að móta tillögur um framtíðar skipan svæðisins í heild sinni, þ.e. bamaskólalóðarinnar, gagnfræöaskólalóðarinnnar, sund- laugarlóðarinnar og Andapollsins og það er m.a. þess vegna sem ekki hefur enn verið ráðist í rót- tækar aðgerðir til að bæta svæðið við Andapollinn. Menn vilja skoða allt svæðið í samhengi, að sögn Tryggva. HA Nýtt markaðsátak í ferðamálum: „Gjugg í bæ“ Flugleiðir hyggja á markaðsátak næsta vetur, með nokkrum bæj- arfélaganna sem þeir fljúga til, undir nafninu „Gjugg í bæ/borg“. Átakið miðar að því að kynna bæina og hvað þeir hafa að bjóða landsmönnum, og gefa hefðbundnum helgarferð- um svolitla andlitslyftingu. Lag Stuómanna „Gjugg í borg“ sem þeir gerðu feikivinsælt fyrir u.þ.b. tuttugu árum mun verða einkennislag átaksins, en gera á sjónvarps- og útvarpsauglýsingar, efna til útvarpsleikja og prenta á boli, húfur og merki. Veröur yfir- skriftin „Gjugg í bæ“ þegar feróir út á land verða kynntar, en „Gjugg í borg“ þegar ferðir til Reykjavík- ur eiga í hlut. Aó sögn Bergþórs Erlingssonar eru geysimargir möguleikar sem bæimir geta nýtt sér; á framfæri sé helgarferðir til allra landshluta ætlunin að koma þeirri ímynd að það sé gaman á landsbyggðinni, og að hver bær fyrir sig geti boðið eitthvað sérstakt; veitingastaði, næturlíf, menningu og hvað sem hugsast getur. Stefnt er að því að gera meira úr einstökum helgum; þungamiðj- an verði t.d. á Egilsstöðum með sérstökum uppákomum eina helgi, á Húsavík aðra o.s.frv. Markhóp- urinn er 45 ára og yngri en Berg- þór segist búast við að afþreyingu megi finna fyrir alla aldurshópa í þessum bæjarfélögum, þó þetta sé markaðssett í léttari kantinum. Fyrirhugað er að útbúa „Gjugg- hefti“ sem gilda sem afsláttarkort á ýmis veitingahús, skemmtistaði og söfn og hver sem fari í „Gjugg- ferð“ geti nýtt sér afslátt sem hagsmunaaðilar veita. Átakið mun standa í þrjú ár og hefur Akureyrarbær ákveóið að styrkja verkefnið um 500.000 krónur á ári, en áskilur sér jafn- framt rétt til að meta árangur verkefnisins reglulega og endur- skoða styrkveitinguna ef settum markmiðum verður ekki náð. Bergþór sagði að þróun hug- myndarinnar hefði staðió síðan í apríl, en meginástæðan fyrir því að ákveöið var að fara út í svo stórt verkefni væri sú að yfirbragð helgarferðanna hefói verið farið aó þreytast og því væri ástæða til að gefa þeim svolitla andlitslyft- ingu. Hann sagði einnig að hann væri bjartsýnn á árangur á Norð- urlandi því það hefði mjög mikið að bjóða. shv H/F HYRNA BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • Akureyri • Sími 96-12603 • Fax 96-12604 Smíðum fataskápa, baðinnréttingar, eldhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu Greiðsluskilmálar við allra hæfi Dráttarvél stolið í Glæsibæjarhreppi - og fannst síðar á Akureyri Aðfaranótt föstudags var drátt- arvél stolið úr Glæsibæjar- hreppi. Vélin fannst síðar um nóttina á Akureyri þar sem hún stóð við götu í Glerárhverfi. Þjófurinn var þó horfinn á braut og hafði ekki fundist í gær. Lög- regla taldi helst að einhvem hefði vantað faratæki í bæinn og tekið það sem hendi var næst. í gærmorgun var árekstur á Hörgárbrú þegar vörubifreið og fólksbíll lentu saman. Engin meiðsl urðu á fólki en fólksbíllinn mun vera óökufær. AI mri Óiafsfjöröur: Bæjarmála- punktar ■ Á bæjarráösfundi nýverið óskaði Guóbjörn Arngrímsson eftir því að Vcgagerð ríkisins vinni að úrbótum vegna þess mikla leka sem hefur veriö í Múlagöngum. Jafnframt er óskað efúr því að Vcgagerðin lagfæri Ólafsfjarðarvcg vestri (veginn vestan Hundasunds- brúar-Kleilar) og hann hækk- aður upp. B Á fundi bæjarráös 13. júlí voru mættir Sveinbjörn Áma- son og Gunnar L. Jóhannsson frá Veiðifélagi Ólafsfjaröarár. Farið var yfir drög aö samningi um veiðiréttindi milli Ólafs- fjarðarbæjar og Veiðifélags Ól- afsfjarðarár. Onnur grein var samþykkt svohljóðandi: „Öll umferð um vatnið á mótor- knúnum farartækjum er mcó öllu óheimil, nema með skrif- legu leyfi Veiðifélags Ólafs- fjarðarár og Ólafsfjaröarbæjar. Samningurinn var aó öóru lcyti samþykktur. B Fulltrúar veiðifélagsins voru boðaðir á bæjarráðsfund vegna erindis í bæjarráói 6. júlí frá Sigurjóni Magnússyni og Magnúsi Þorgeirssyni um leyfi bæjarstjómar Ólafsfjarðar til að hafa bát staðsettan á vatnsbakk- anum vestan vió Hombrekku. B íbúar við Aöalgötu 25-58 og Ólafsveg 39-51 hafa sent bréf til bæjaryfirvalda þar sem óskað er eltir lagfæringu á göngustíg milli Ólafsvegar og Aóalgötu. Tæknideild var falió aó skoða málið. B í bæjarráði 14. júlí var fjallað um nauöasamninga Sæ- dísar hf. Gunnar Þór Magnús- son og Siguróur Gunnarsson gerðu grein fyrir nauðasamn- ingnum sem Sædís hf. hefur gert við lánardrottna fyrirtæk- isins. í samkomulaginu fclst að fjármunir þeir scm eru í vörslu Sparisjóðs Ólalsfjarðar og get- iö var í nauöasamningsmálinu, renni til að tryggja að nauða- samningsgerðin nái fram að ganga. Bæjarráð fcllst á nauða- samningsgerðina og fól bæjar- stjóra að tilkynna það með formlegum hætti. B í bókun húsnæöisnefndar 20. júní sl. er getið um kæru Sig- ríóar Tóntasdóttur „á vinnu- brögð starfsmanns húsnæöis- nefndar Ólafsfjaróar, þ.e. Hálf- dáns Kristjánssonar bæjar- stjóra“ til stjómar Húsnæðis- stofnunar ríkisins. í bókun hús- næðisnefndar kemur fram að viðbrögð hafi ekki borist frá stjóm Húsnæðisstofnunar ríkis- ins við kæmnni. Húsnæðis- nefnd samþykkir að beina þeim eindregnu tilmælum til stjómar Húsnæðisstofnunar ríkisins að úrskurða sem fyrst þennan ágreining, enda hafi málió ver- ið til skoðunar hjá Félagsíbúða- deild frá því í október á sl. ári. B Á fundi ferðamálaráðs ný- verið kom fram það álit Sigur- jóns Magnússonar að brýnt væri að merkja Ólafsfjörö á gatnamótum við Moldhaugna- háls og svo í Skagafirói. Til dæmis mætti nota mynd af ÓI- afi Bekk og merkja inn á skilt- ið þá þjónustu sem ÓlafsfjÖró- ur hefði upp á að bjóóa.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.