Dagur - 22.07.1995, Side 8

Dagur - 22.07.1995, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 22. júlí 1995 Akureyringurinn Hjörtur Gíslason keppti mikið ífrjálsum íþróttum á árum áður, átti nokkur íslandsmet og var í lándsliði frjálsíþróttamanna. Lítið hefur borið á honum á keppnisvellinum undanfarið enda verið búsettur erlendis lengi. Nýlega var hinsvegarfjallað um hann í blöðum vegna afreka á öðrum vettvangi því í síðasta mánuði varði hann doktorsritgerð sína á sviði lœknavísinda. Dagur sló á þráðinn af þessu tilefni og spjallaði við Hjört um lœknisfrœðina, búsetu íNoregi, uppvaxtarárin á Akureyri og fleira. Hjörtur er kvæntur Margréti Sig- Akureyri, og Aðalheiður Alfreðs- urbjömsdóttur frá Akureyri og þau eiga þrjú börn, Sigurbjörgu 15 ára, Hildi 11 ára og Gísla Braga 4 ára. Fjölskyldan flutti til Noregs árið 1986 og býr nú í góðu yfir- læti í rigningarborginni Bergen. Hjörtur lætur vel af dvölinni í Noregi. „Þegar fólk er búið að Iæra málið þá er þetta lítið mál. Við erum búin að vera hérna svo lengi að krakkamir tala norskuna eins og innfæddir þó við þessi gömlu tölum náttúrulega alltaf dóttir, sem er afgreiðslustjóri við íslandsbanka, en að Hirti meðtöld- um eiga þau sex börn. „Eg er elst- ur, svo kemur Alfreð, Gunnar, tví- burarnir Garðar og Gylfi og Lilja er yngst,“ segir Hjörtur og bendir á að hann sé reyndar ekki sá eini sem hafi búið utan landsteinanna. „Lengi vel var bara Lilja systir á Akureyri. Alfreð var í Þýskalandi og Spáni, Gunnar hefur verið í Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð og tvíburarnir Garðar og Gylfi eru í ◄ Hjörtur og Margrét ásamt börn- unum, Gísla Braga, Sigurbjörgu og Hildi. hafa það eftir,“ segir hann og beinir talinu annað. Þjálfar norska krakka í grindahlaupi Hjörtur er úr mikilli íþróttafjöl- skyldu og því kemur ekki á óvart að hann hafi látið til sín taka á íþróttasviðinu. „Fyrst var ég í lyft- ingum í 1-2 ár en svo hætti ég því og síðan hef ég verið í frjálsum,“ segir hann og virðist lítið sakna lyftinganna. „Frjálsar eru hobbíið mitt,“ bætir hann við, en hann er enn að æfa og þjálfar auk þess norska krakka á svæðinu í grinda- hlaupi. „Reyndar er elsta dóttir mín einnig í þeim hópi.“ - Þú kepptir töluvert á íslandi? „Já, ég keppti alltaf á sumrin á stærstu mótunum á íslandi. Ég held ég hafi verið íslandsmeistari í grindahlaupi og boðhlaupum og með íslenskum hreim. Ef maður er útlendingur í Norergi held ég að sé best að vera íslendingur því okkur er mjög vel tekið þrátt fyrir allar fiskideilur.“ Margir íslendingar búa í Berg- en og segir Hjörtur að fjölskyldan eyði frítíma mikið með öðrum ís- lendingum. „Maður hefur alveg jafnmikið samband við íslendinga hérna eins og maður myndi gera heima, held ég. Það eru 300 manns í íslendingafélaginu og heilmikill samgangur milli fjöl- skyldna." Starfar á stærsta sjúkrahúsi Noregs Hjörtur er skurðlæknir og starfar á deild sem fæst aðallega við inn- yflaskurðlækningar, sem eru krabbameinsskurðlækningar í meltingarfærum. 22. júní síðast- liðinn varði hann doktorsritgerð sem fjallar um mikilvægi stjórn- unar á blóðflæði í magaslímhimn- unni til að hindra myndun sára. Hvaða máli skiptir þessi áfangi fyrir starfsframann? „Til að fá yfirstöðu eða fasta stöðu á há- skólaspítala eða til að vera hæfur til að kenna eða setja upp rann- sóknir á háskólastigi er nauðsyn- legt að hafa lokið þessu,“ segir Hjörtur og virðist nokkuð ánægð- ur með að þessi áfangi sé að baki. Haukeland sjúkrahúsið í Berg- en sem Hjörtur starfar á er, að hans sögn, stærsta sjúkrahúsið í Noregi og þjónar 700 þúsund manna byggðarlagi. Á árunum 1984-6 starfaði hann á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og því forvitnilegt að vita hver sé aðal- munurinn á að vinna á Akureyri og í Bergen. „Hingað koma meira sértilfelli, segir hann. „Venjulegri kvillar eins og kviðslit eða gall- blöðruaðgerð eru frekar á smá- sjúkrahúsunum því við höfum ekki pláss á deildinni hjá okkur. Á Akureyri eru fáar af þessum stóru aðgerðum á ári en hér eru þær daglegur viðburður, eða alla vega margar á viku, þannig að menn fá meiri æfingu og reynslu í þessum aðgerðum. í Noregi er þó sama sagan og á íslandi að það er verið að spara í heilbrigðiskerfinu og endalausar kvartanir og kvein en það þýðir ekki annað en leiða það hjá sér.“ Alfreð varð stærri og Gunnar sterkari Víkjum aftur til þess tíma sem Hjörtur bjó á Akureyri. Foreldrar hans eru Gísli Bragi Hjartarson, múrarameistari og bæjarfulltrúi á Svíþjóð. Alfreð er kominn heim til Akureyrar en Gunnar, Garðar og Gylfi eru enn í Svíþjóð." - Hvernig var að vera stóri bróðir í systkinahópnum? „Það var ágætt framundir ferm- ingu því ég stjórnaði þeim með harðri hendi, drengjunum. Svo fór nú gamanið að renna af þegar AI- freð varð stærri en ég og Gunnar sterkari. Þá vom málin frekar rædd þegar hitt gekk ekki Iengur,“ segir Hjörtur og hlær dátt. „Nei, nei, þetta var ágætt. Við höfum yfirleitt verið góðir félagar og átt ágætissamband.11 Hjörtur viðurkennir að heimilis- lífið hafi oft verið fjörugt. „Við vomm náttúmlega bölvaðir villing- ar. Allir á kafi í sporti og mjög at- hafnasamir og eiginlega ótrúlegt að foreldrarnir hefðu efni á að fæða allan þennan hóp. Eftir á hugsar maður að þetta var rosalegt álag á foreldrana. Það vom saumuð föt á allt liðið, við vomm klipptir og allt gert heima, og það með fullri vinnu. En það var stórfínt að alast upp á Akureyri. Þegar maður er í stórbæ eins og Bergen er maður hálfhræddur um krakkana og vill Mynd sem birtist í Carminu en Hjörtur var í sumarafleysingum hjá lögregl- ekki að þau séu að þvælast niðri í unni á menntaskólaárunum. Hjörtur (lengst til hægri) á fljúgandi ferö á frjálsíþróttamóti sumariö 1990. bæ. Á Akureyri var þetta hins veg- ar mjög frjálslegt og maður gekk um sjálfala. En það em náttúmlega aðrir tímar núna líka.“ Rekinn úr ylfíngunum Það koma hálfgerðar vöflur á Hjört þegar blaðamaður reynir að draga upp úr honum einhverjar sögur af strákapörum. „Ég get nú ekki farið að segja frá svoleiðis löguðu. Jú, ég mætti á einn ylf- ingafund og var beðinn um að mæta ekki aftur. Lenti í slagsmál- um við einn,“ segir hann en bætir fljótt við: „Það var reyndar ekki mér að kenna, en ég fékk sökina og var sagt að mæta ekkert aftur og þar með endaði mitt skátastarf. Ég veit reyndar ekki hvort það hefði orðið neitt meira hvort sem var. En maður gerði náttúrulega ýmislegt en það er ekki hægt að 50 metra spretthlaupum. Ég held ég eigi íslandsmet í 50 metra grindahlaupi innanhúss, en reynd- ar hafa nokkrir jafnað það,“ segir Hjörtur og telst að alls hafi hann orðið íslandsmeistari 7-8 sinnum. Þótt minna sé um þátttöku í mótum þessa stundina, alla vega á íslandi, er Hjörtur ekkert á leið- inni að hætta í íþróttum. „Fjöl- skylduandinn hefur verið þannig að það er alltaf mikið talað um íþróttir og mikill áhugi fyrir þeim. Maður hefur líka alltaf haft þörf fyrir að hreyfa sig, verður hálf- pirraður ef maður fær ekki útrás.“ MA góður undirbúningur Hjörtur var í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist þaðan af eðlisfræðibraut árið 1978. „Ég hef haldið voðalega litlu sambandi við útskriftarhópinn. Það er að vísu mér að kenna. Ég hef ekkert farið á þessi stúdentaafmæli og svoleið- is. Reyndar á ég nokkra vini frá menntaskólanum en ekki sem ég hef haft voðalega mikið samband við enda langt á milli.“ Hjörtur lætur þó vel af náminu í MA og segir þetta hafa verið góð- an tíma. „Við fórum fimm úr eðl- isfræðibraut í læknisfræði og náð- um öll strax á fyrsta ári þannig að við höfðum góðan undirbúning.“ Þó Hjörtur hafi lítið samband við félaga sína úr MA hafa þó kynni hans af einni manneskju sem hann kynntist á þessum árum enst lengi en það er Margrét kon- an hans. „Við kynntumst þegar ég var á síðasta ári í menntaskólan- um. Hún flutti með mér til Reykjavíkur þegar ég var búinn með menntaskólann og hefur þurft að elta mig síðan. Þetta hefur ver- ið mikill þvælingur á mér, bæði námið, kandídatsár og svo út til Noregs.“ Setjumst kannski að á íslandi í ellinni - Margir íslendingar sem eru bú- settir erlendis tala um að þeir séu alltaf á leiðinni heim. Togar ís- land eða Akureyri í Hjört og hans fjölskyldu? „Já, við reynum að koma alltaf einu sinni á ári. Ég veit ekki hvort maður kemur til með að vinna heima þó við kannski setjumst þar að ( ellinni, maður veit þó aldrei. Reyndar hef ég mjög góða vinnu hérna, þannig að það verður að hugsa málið frá öllum hliðum. Ég hef alla vega ákveðið að ef ég fer heim ætla ég ekki í neitt hark eða á vergang heldur þyrfti maður að komast í einhverja almennilega stöðu.“ AI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.