Dagur - 22.07.1995, Page 13
Laugardagur 22. júlí 1995 - DAGUR - 13
POPP MA6NÚS ÚEIR ÚUÐMUNDSSON
Lipstikk leynir á sér
Hljómsveitin Lipstick Lovers hef-
ur verið á ferðinni í íslensku poppi
í um þrjú til fjögur ár og er nú fyr-
ir stuttu búin að senda frá sér sína
aðra plötu, DÝRA-LÍF. Þrátt fyrir
þennan „langa“ feril á íslenskan
mælikvarða og mikinn dugnaó við
að koma sér á framfæri með böll-
um og tónleikum, hefur sveitin
ekki verið neitt sérstaklega áber-
andi, a.m.k. ekki í fjölmiðlum og
þess háttar. Því er nú samt þannig
farið að Lipstick, sem nú hefur
reyndar breytt nafni sínu og stytt í
Lipstikk með nýju plötunni, hefur
náð að koma ár sinni bara nokkuð
vel fyrir borð og skapað sér stærri
fylgjendakjama en ætla mætti.
Fólk hefur til dæmis ekki látið sig
vanta hér á Norðurlandi, bæði
austan- og vestanverðu, þegar þeir
félagar í Lipstikk hafa verið á
ferðinni og í höfuðborginni hefur
líka gengiö ágætlega hjá þeim.
Framfarir
Einfalt rokk og tiltölulega hrátt,
framreitt án mikillar ábyrgðar,
stundum kallað kráarrokk, (á
ensku Pub Rock) var það sem
Lipstikk bauð upp á með fyrri
plötunni, My Dingaling, sumarið
1993. (Nafnið dregið af lagi eftir
rokkkónginn Chuck Berry.) Þaö
var nú svo sem gott og blessað og
á plötunni hin þokkalegustu lög á
boró vió Been Tempted og Juke-
box Queen, auk þess sem kráar-
rokkið er langt frá því það versta
sem maður heyrir í tónlistinni. En
staðreyndin er hins vegar sú að
□ÝRA-LÍF. L
Kemur nokkuð á óvart. r
þeir Bjarki Kalkumo söngvari,
Ragnar Ingi trommari, Anton Már
gítarleikari og Sævar Þór bassa-
leikari, hafa ásamt nýja meðlimin-
um, Ama gítarleikara, tekið tölu-
verðum framförum á nýju
plötunni, DÝRA-LÍF. Fyrst og
fremst eru lagasmíðamar mun
fjölbreyttari og meira í þær lagt en
fyrr auk þess sem hljómurinn er
mun betri en á My Dingaling. Þá
hljómar söngur Bjarka bæði betur
og öruggar nú þegar hann syngur
á íslensku, en ekki á ensku. Alls
eru lög og reyndar lagabútar 15 og
má tína út, Alein, Þrjú augu Far-
inu, Astin aldrei deyr og Brosandi
fjölskylda, sem dæmi um fínar
lagasmíðar á plötunni. Tvö síðar-
nefndu lögin eru t.a.m. skemmti-
lega drífandi í nýbylgju/pönkstíl,
sem alveg er ný hlið að því ég
best veit á Lipstikk. Verður því
ekki annað sagt en aó DÝRA-LÍF
komi nokkuð þægilega á óvart og
að þeir félagamir í Lipstikk hafi
leynt töluvert á sér.
Viðbætir
Colleccive Soul. Svelt aem varið er í.
Alvörurokk
Eins og sagt var frá fyrir viku, hef-
ur stórrokksveitin kraftmikla Met-
allica komið Doningtonrokkhátíð-
inni á Englandi til bjargar og verð-
ur hún haldin laugardaginn 26.
ágúst. Hafa nú tvær aðrar hljóm-
sveitir bæst við á listann yfir þær
sem þama eiga að koma fram og
em það White Zombie og Mac-
hine Head. Sú fyrmefnda hefur
selt sínar tvær fyrstu plötur í millj-
ónum eintaka í Bandaríkjunum, en
sú síðamefnda kom fram á síóasta
ári og vakti töluverða lukku með
fyrstu plötu sinni, Burn My Eyes.
Onnur nöfn sem koma til greina
eru síóan Alice In Chains, Nine
Inch Nails og jafnvel Oasis. Hefur
mikil spenna og eftirvænting
myndast fyrir hátíðinni eftir að
Metallica kom til skjalanna og
bjargaði henni þetta árió og er bú-
ist fastlega við því að uppselt
verði, allir 80.000 miðamir seljist.
Má búast vió að rokkunnendur
hvaðanæva að úr Evrópu flykkist á
hátíðina og þá sérstaklega til að sjá
Metallica, því þetta verður í eina
skiptið sem hljómsveitin verður
meó tónleika í álfunni á þessu ári.
Svo fullyrðir trommarinn Lars Ul-
rich allavega í nýlegu viðtali.
Eitt af því ánægjulegasta sem kom
frá Bandaríkjunum á síðasta ári,
var tilkoma hinnar margræðu
rokksveitar frá Atlanta, Collective
Soul. Sló hljómsveitin í gegn með
smáskífulaginu Shine, sérstæðu
popplagi með rymrokksáhrifum
og síðan í kjölfarió með 'fyrstu
stóru plötunni, Hints, Allegations
And things Left Unsaid. Kom hún
reyndar upphaflega út árið 1993,
en var endurútgefin í kjölfar vin-
sælda Shine og gekk semsagt
mjög vel, eins og fyrr sagði. Sitt
lítið af hverju, poppi, suðurríkja-
rokki, áðurnefndu rymrokks-
kryddi/“grunge“ og jafnvel pönki,
var hrært saman á Hints..., sem
einhvem tímann hefði ekki þótt til
fyrirmyndar né líklegt til góðrar
útkomu, en en hið ólíklega gerðist
og Collective Soul hlaut bæði lof
gagnrýnenda og tónlistaráhuga-
manna.
Sama upp á
teningnum
Fyrr á þessu sumri sendi Collecti-
ve Soul frá sér sína aðra plötu og
ber hún einfaldlega nafn hljóm-
sveitarinnar. Þar er strax ljóst að
sama er upp á teningnum hvað það
varðar að aldrei er víst á hverju er
von frá lagi til lags, eins og á fyrri
plötunni. Þaó sem hins vegar sker
nýju plötuna afgerandi frá hinni er
tvennt. Meiri kraftur og framsækni
(á hið síðara var þó vart bætandi)
og að hún er ENNÞÁ BETRI. Um
það eru allavega flestir ef ekki all-
ir gagnrýnendur sammála og vin-
sældimar láta heldur ekki á sér
standa í heimalandinu. December,
rokkstemma eins og þær gerast
mest grípandi, meó Suðurríkjablæ,
hefur t.d. nú síðustu vikumar verið
á toppnum í Bandaríkjunum yfir
rokklög, sem merkir að það er það
mest spilaði í þarlendu útvarpi.
The World I Know, Smashing Yo-
ung Man, Untitled, Gel, (heyrðist
fyrst í myndinni Airheads)
Collection of Goods og Reunion,
eru síóan sex dæmi um aórar
glæstar lagasmíóar á þessari sam-
nefndu plötu Collectivc Soul. Um
enga gervimennsku eöa iðnaðar-
framleiðslu, eins og sumir vilja
víst halda fram, er að ræða hér.
Það heyra menn glögglega cf þeir
hlusta almennilega á verkið. Með
öðrum orðum: Alvömrokk og ekk-
ert minna.
New Order hefur
nú í annað sinn
endurunnið og
gefið út sitt
frægasta og vinsælasta lag,
Blue Monday, sem forsmekk
af nýrri safnplötu með hljóm-
sveitinni sem væntanleg er
Frjáls
Poppsöngvarinn sykursæti og
hjartakúnsarinn grískættaði Ge-
orge Michael, hefur nú eftir
langa og stranga baráttu, sem
staðið hefur í nokkur ár, loks
fengið sig lausan allra mála frá
útgáfurisanum Sony. I staðinn
hcfur hann hins vegar gcrt
tveggja platna samning við ann-
að risafyrirtæki, nýtilkomið,
sem nefnist DreamWorks og er
í eigu m.a. Steven Spielbergs,
kvikmyndaleikstjórans fræga og
David Geffen, ciganda þriðju
stórútgáfunnar, Geffen Records.
Fær Michael að sögn hvorki
meira né minna en andvirði um
5 milljarða ísl. kr. frá Dream-
Works fyrir samninginn, en auk
þess mun fyrirtækið líka hafa
þurft að punga út ótilgreindri
upphæð til Sony til að fá popp-
stjömuna í sínar raðir. Er þama
sýnilega um þríhliðasamning að
ræða, sem að auki mun fela það
í sér að Sony fær að gefa út
safnplötu með Michael þar sem
hans vinsælustu lög verða að
finna auk fjögurra nýrra, áöur
en til þess kemur að kappinn
hljóðriti fyrir DreamWorks.
Anda nú fjölmargir aðdáendur
hans víða um heim ömgglega
léttar og fara að hlakka til að
heyra í honum að nýju á plasti.
seinna á árinu. Kom lagið
fyrst út 1983 og sat á breska
smáskífulistanum í hvorki
fleiri né færri en 38 vikur,
eða vel fram á árið 1984.
Þegar það var endurútgefið í
fyrra sinnið, 1986, fór það
líka hátt á lista.
Machine Head verður á □cnington.
Ef söngvari Stone Temple Pilots, Scott
Weiland, undirgengst og stenst stranga
meóferó vegna eiturlyfjafíknar sinnar, er
talió næsta víst aö hann sleppi vió fang-
elsisdóm sem vofaó hefur yfir honum að undan-
fömu. Varó hann, eins og sagt var frá hér á síðunni
fyrir nokkru, uppvís aó hafa ólögleg eiturlyf undir
höndum fyrr á árinu og blasti vió honum tukthús-
vistin.
B
jörk hefur nú eftir að hafa fallió nióur
tvær síöustu vikur, aftur hækkaó flugið
á breska sölulistanum. Fór Post úr 10.
sæti í þaó 8. í síðustu viku.