Dagur - 22.07.1995, Síða 20

Dagur - 22.07.1995, Síða 20
TVOFALDUR 1. VINNINGUR Landsleikurinn okkar! Vegakerfíð þolir ekki meiri hraða lögreglan telur hraðakstur ekki hafa aukist Asumrin, þegar uinferð eykst á vegum landsins, berast jafnan fréttir um Qölda öku- manna sem eru teknir fyrir að stíga fullfast á bensíngjöfína og brjóta þar með lög um leyfílegan hámarkshraða. Þær spurningar vakna hvort hraðakstur sé að aukast og hvort hugsanlegt sé að hraðatakmarkanir séu of strang- ar. Frá Blöndósi hafa undanfamar helgar borist fréttir af miklum fjölda ökumanna sem voru stöðv- aðir fyrir of hraðan akstur. Krist- ján Þorbjömsson hjá lögreglunni á Blöndósi segir þó að hann telji hraðakstur ekki vera að aukast. „Þessi hraðakstur er svolítið til- viljunarkenndur. Það er kannski hratt keyrt í dag og hægt á morg- un. Síóan getur komið tímabil að deginum sem er keyrt mjög hratt. Þannig að þetta er nokkuð mis- jafnt og erfitt að vita hvað það er sem hefur áhrif, veðrið, vegurinn eða eitthvað annaó.“ Kristján segir að þaó sé algeng- ara að yngra fólkið sé tekió fyrir að keyra of hratt en þeir sjái samt sem áður alla aldurshópa og fólk úr öllum þjóðfélagshópum. „Það má segja að þetta sé allt frá ungl- ingum upp í ráöherra þannig að þetta er öll flóran. Maður sér ekki í fljótu bragði neitt munstur á þessu en sjálfsagt væri hægt að finna það með rannsóknum.“ - Gceti það orðið til bóta að hámarkshraði yrði hœkkaður? „Mitt mat er það að þessir veg- ir héma þoli það engan veginn þó að auðvitað sé einn og einn kafli sem að þolir alveg meiri hraða,“ segir Kristján og bendir jafnframt á að það sé ekki sambærilegt þeg- ar verió sé aó taka krakka með ný- Ieg skírteini, kannski á lélegum bíl, eða einhvem sem sé atvinnu- bílstjóri á góðum bíl og búinn að keyra í 10-15 ár og ráði vel við þennan hraða. Það sé hinsvegar ekki hægt að skilja þama á milli þannig að allir ökumenn verói að fylgja sömu reglum. Hlynntur hærri sektum I nágrenni Akureyrar merkja menn ekki heldur að hraðakstur sé að aukast. „Þetta er nokkuð jafnt. Það eru einhverjir teknir á hverjum einasta degi, en ég held að við getum ekki séð neinn merkjanlegan hækkandi umferðar- hraða núna. Að vísu eykst um- ferðarhraðinn ævinlega á vorin en svo róast þetta oft þegar fer að líða á,“ segir Olafur Asgeirsson hjá lögreglunni á Akureyri. Olafur tekur undir með starfs- bróður sínum á Blöndósi að vegir landsins þoli ekki að hámarks- hraði hækki. „Hámarkshraði hér á Islandi er algjörlega í botni og myndi hvergi annars staðar í heiminum vera leyfður 90 km há- markshraði á þjóðvegum eins og við erum með. Þannig að ég er alls ekki hlynntur því að hækka hámarkshraða. Ég er hinsvegar miklu hlynntari því að sektir fyrir of hraðan akstur verði hækkaðar mjög mikið þannig að menn þori ekki að keyra hraðar en þeir mega.“ AI I stuttri pásu Þessir ungu hressu herramenn í vinnuskóla Akureyrar areyju í Glerárgötu en þeir félagamir kváðust vera að gáfu sér rétt sem snöggvast tíma til að stilla sér upp telja bíla sem færu um gatnamót Glerárgötu og fyrir ljósmyridara Dags. Myndin var tekin á umferð- Strandgðtu. óþh/Mynd: bg Ferðaþjónustan: Lausaumferð ferða- manna loks að aukast Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sérleyf- isbfla Akureyrar, segir að mikið hafí verið að gera það sem af er sumri og þessa dagana sé vax- andi lausaumferð ferðamanna, bæði innlendra sem erlendra. „Jú, það er helst að lausaum- ferðin hafi farið seint af stað. Hún hefur þó verið að aukast síðustu vikuna og ef sumarið kæmi hér á Norðurlandi þá kæmi fólkið líka,“ sagði Gunnar og bætti við að í gær hafi verið 70 farþegar í áætlunar- bílunum frá Egilsstöðum til Akur- eyrar. Hann segir greinilega sömu lögmál gilda um erlenda ferða- menn sem Ieggi upp í feró um landið, þeir velji að byrja á þeim Q HELCARVEÐRIÐ Veðurstofa íslands spáir sæmilegu helgarveðri á Norðurlandi. Á morgun er búist við 3-5 vindstigum, vestan- eða norðvestanátt. Hiti verður 5-10 stig, hlýjast inn til landsins. Á sunnudag verður frem- ur hæg vestlæg átt og gæti orðið einhver súld á annesj- um norðanlands en annars léttskýjað og svipaður hiti. svæðum þar sem besta veðrið sé. „Ég hef því trú á að þegar kemur fram í ágúst verði góð lausaum- ferð.“ Stór hluti erlendra ferðamanna fer um ísland í skipulögðum hóp- ferðum og þær ganga fram hvem- ig sem veður er. Gunnar segir aö erlendu gestimir taki því vel þó heldur andi köldu enda komi margt af þessu fólki frá heitari löndunum og þiggi því að kynnast öðm veðurlagi en það er vant. Allt fyrir garðinn í Perlunni við □ KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565 Sfcórleikurf á 4 Akureyrarvelli íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild sunnudaginn 23. júlí kl. 20.00 Akureyringar - Nærsveitamenn! Komid á völlinn og hvetjid ykkar menn til sigurs Styrktarklúbbsfélagar - Hittumst í Hamri kl. 18.00 á morgun Akureyrar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.