Dagur - 01.08.1995, Side 2

Dagur - 01.08.1995, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 1. ágúst 1995 FRÉTTIR Múlaberg ÓF með 150 tonna afla úr Smugunni Liðlega tveir tugir íslenskra skipa eru á veiðum i Smugunni og a.m.k. átta skip á leiðinni þangað en siglingin þarna norð- ur tekur um fimm sólarhringa. Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar hf., segir veiðina þokkalegt kropp og augljóst að veiðin sé eitthvað að glæðast en þorskurinn, sem aðallega fæst í flotvörpu, er fremur smár. Þeir norðlensku togarar sem þama eru á veiðum eru Mánaberg ÓF, Svalbakur „gamli“ EA, Slétt- bakur EA, Skagfirðingur SK, Málmey SK, Hegranes SK, Sigl- firðingur SI og Stakfell ÞH. Aðrir togarar í Smugunni eru Hoffell SU, Snorri Sturluson RE, fltap gþflfl 0HC!00flíB Þriðjudagur 1. ágúst Söngvaka f kirkju Minjasafnsins kl. 21. Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson tlytja. Miðvikudagur 2. ágúst Tríó Reykjavíkur flytur verk eftir Haf- liöa Hallgrímsson. Tríó Reykjavíkur skipa þau Guöný Guömundsdótt- ir, fiöla, Gunnar Kvaran, selló, og Halldór Haraldsson, píanó. Tón- leikarnir eru í Listasafninu og hefj- ast kl. 20.30. Dagskrá um Davík Stefánsson í Davföshúsi kl. 21. Hólmfríður Bene- diktsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir flytja. Fimmtudagur 3. ágúst Klúbbur Llstasumars og Karolínu í Deiglunni. Hólmfríður Ben. ásamt hljómsveit flytja dagskrá með lög- um úr söngleikjum eftir Kurt Weill, Webber, Gershwin o. fl. Kl. 22. Aögangur ókeypis. Söngvaka í kirkju Minjasafnsins kl. 21. Riiir nýjustu /eikimir TÖLVULEIKIR frá kr. 890 á diskettum og CD Soccer Super Star Fótboltaleikur + fótbolti Tilboðsverð kr. 3.990,- T#LVUTÆKI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 Hólmdrangur ST, Snæfugl SU, Gnúpur GK, Sléttanes ÍS, Breki VE, Vestmannaey VE, Kambaröst SU, Rán HF, Freri RE og Eyvind- ur Vopni NS. Á leið í Smuguna eru norð- lensku togaramir Rauðinúpur ÞH, Margrét EA, Arnar HU, Sólberg ÓF sem landaði 95 tonnum af ýsu í Ólafsfirði sl. miðvikudag, Sigur- björg ÓF sem landaði 83 tonnum í Ólafsfirði sl. miðvikudag af fryst- um afurðum en Kolbeinsey ÞH heldur líklega í Smuguna í þessari viku en skipið landaði sl. mánu- dag á Húsavík og var aflaverð- mæti 12 milljónir króna. Múlaberg ÓF landaði 150 tonna afla í Ólafsfirði í gær, en aflinn fékkst í Smugunni og fer til vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar hf. Skipið kemur aðeins fyrr til löndunar þar sem ísvélin um borð bilaði. Auk áðumefndra togara er Stefnir ÍS á leið norðureftir og vit- að er um Guðbjart ÍS og fleiri vestfirska togara sem verið er að útbúa til veiða í Smugunni en tog- urunum kann að fjölga ennfrekar, víðs vegar af landinu, því aðeins er eftir um mánuður af fiskveiði- árinu og kvóti margra útgerða á þrotum. Veiðitúrinn getur varað í allt að sex vikur. Sl. föstudag sendu Landssam- band íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Farmanna- og fiskimanna- samband íslands (FFSÍ), Sjó- mannasamband íslands (SÍ) og Vélstjórafélag fslands (VÍ) frá sér sameiginlega beiðni til stjórnvalda þar sem farið er fram á að varð- KÞ Húsavík: Nöggunum vel tekiö „Við erum nokkuð brattir og sáttir. Það seldust 2500 pokar fyrir helgina og við vonumst til að selja 3000 í þessari viku. Þetta er ný vara sem hefur verið tekið vel, hún er komin inn í umræðuna og auglýsingar eru að skila sér,“ sagði Ásgeir Baldurs, mark- aðsstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga, aðspurður um hvernig salan á nöggunum hefði gengið fyrir helgina. Naggar em skyndibiti úr lambakjöti frá Kjötiðju KÞ, vara sem lengi hefur verið tal- að um að vantaði á markaðinn. Naggar voru markaðssettir á föstudag og vakti framtakið talsverða athygli. Naggarnir komu í verslanir á Húsavík, Akureyri og Reykjavík fyrir helgina en koma nú í vikunni í verslanir víðar á landinu. Hag- kaup og Bónus hefur verið boðin varan en ekki hefur bor- ist svar frá verslunarkeðjunum. Ásgeir sagðist ekki eiga von á öðru en svarið yrði jákvætt. Ásgeir sagði að mesta salan hefði verið í búðum þar sem kynning var á vörunni og væru framleiðendur mjög ánægðir með viðtökurnar. Að sögn Ásgeirs eru naggar býsna víða komnir á matseðil skyndibitastaða og söluskálar sýni mikinn áhuga þó skipuleg sala sé ekki komin í gang. Hann sagði að naggar væru t.d. talsvert mikið keyptir í hádeg- inu á Kaffi Reykjavík og lík- uðu þar mjög vel. IM skip verði sent í Smuguna íslensk- um togurunum til aðstoðar. Ráð- herra hefur enn ekki sent Land- helgisgæslunni fyrirmæli en búist er við þeim innan tíðar. Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Land- helgisgæslunni, segir eitt varð- skip, Öðinn, liggja við bryggju í Reykjavík og það sé hægt að gera það klárt í Smuguleiðangur með litlum fyrirvara. A síðasta ári hélt varðskipið Óðinn í Smuguna og var þar í fimm vikur og var læknir með í för. Allan þann tíma var um mikil verkefni að ræða, bæði fyrir lækninn og eins var um ýmiss konar aðstoð að ræða við flotann, og því brýn nauðsyn að senda varðskipið, en nú munu vera allt að 500 íslenskir sjómenn í Smug- unni. GG Blönduós: Húskönnun í gamla bænum Húsfriðunarnefnd ríkisins hefur samþykkt að veita 250 þús. kr. til húsakönnunar í gamla bænum á Blönduósi. Hefúr Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, verið fengin í það verkefni. Að sögn Gríms Gíslasonar, sem er í safnanefnd Blönduóss- bæjar, er bærinn sérstakur að því leyti að í gamla bæjarhlut- anum hefur lítið verið byggt af nýrri húsum, þ.e. öll stækkun Blönduóss hefur orðið fyrir utan þennan eldri bæjarhluta. „Svo eru hér gömul vatnsból sem eru síðustu forvöð að finna og varðveita, þannig að fólk viti að þar var tekið vatn fyrir staðinn. Síðan er gamla kirkjan sem varð 100 ára í janúar síðastliðnum. Hún er því líka söguleg, hvað sem um hana verður,“ sagði Grímur. HA Eyborg EA-59 á veiðar í þessari viku: Kvótaleysi hamlað veiðum Eyborg EA-59 frá Hrísey hefur legið bundin við bryggju á Akur- eyri síðan sjómannaverkfalli lauk í júm'. Birgir Sigurjónsson útgerðarmaður segir að ekki standi til að selja skipið úr landi eða úrelda það en það verður sent á veiðar í þessari viku. Birgir segir að skortur á fisk- veiðikvóta valdi þessu langa Sjávarútvegsráðuneytið: Bannar ekki notkun stórmöskva í þorskanetum stoppi en ekki hafi verið talið ger- legt að kaupa kvóta á því upp- sprengda verði sem verið hefur á markaðnum að undanfömu. Skip- ið hefur verið á tveggja trolla rækjuveiðum síðan það kom til landsins á sl. ári en það var smíð- að í Portúgal. Birgir segir veiðamar hafa gengið vel en það hafi sína ann- marka hversu lítið skipið er, en það er 165 tonn. GG Hugmyndir um bann við notkun þorskaneta með stórmöskvum eða möskvum sem eru yfir 8 þumlungar að stærð hefúr verið til skoðunar hjá Hafrannsókna- stofnun. Þessar hugmyndir komu til vegna þess að rann- sóknir Hafrannsóknastofnunar bentu til að eldri hrygnur og stærri leggðu meira til hryging- arstofnsins en yngri og smærri hrygnur. Niðurstöður athugana Hafrann- sóknastofnunar em þær að þrátt fyrir að marktækur munur sé á meðallengd og meðalþyngd kyn- þroska þorsks eftir möskvastærð, miðað við 7, 8 og 9 þumlunga net, þá sé ljóst að aldursdreifingin hafi verið svipuð í öllum netum. Var 6 og 7 ára þorskur mest áberandi en lítið var af eldri fiski. Þannig var meðalaldur þorsks, sem gekk til hrygningar á grunn- slóð sl. vor lægri en meðalaldur þorsks sem gekk tvö vor þar á undan, en þá var nokkurt magn af 8 til 11 ára hrygningarþorski til staðar. GG Bárðardalur: Ferðamaður á sjúkrahús Erlendur ferðamaður lenti í óhappi við ísólfsvatn í Bárðar- dal sl. föstudag. Maðurinn var fluttur á sjúkra- hús á Akureyri eftir að hann kast- aðist af hjóli og lenti með kviðinn á steini. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.